Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 33 Þakkir frá íþróttafélag- inu Höfrungi á Þingeyri Á Þingeyri var mikið um dýrðir helgina 16. og 17. júní sl. þegar íþróttafélagið Höfrungur hélt upp á 85 ára afmæli sitt. Óvenju fjöl- mennt var einnig á Þingeyri þessa helgi þar sem stór hópur brott- fluttra Dýrfirðinga heiðraði okkur með nærveru sinni. Afmælishátíðin hófst á laugar- dag með hugvekju sem séra Gunn- ar E. Hauksson flutti og síðan setti formaður félagsins, Sig- mundur Þórðarson, hátíðina. Að því loknu hófst íþróttahátíð og var fyrst á dagskrá afmælis- hlaup i öllum aldurshópum og síðan knattspyrnuleikir 5. og 6. flokks. Því næst geystust inn á völlinn meistaraflokkur Höfrungs og mótheijar þeirra sem gengu undir nafninu „Heimasætur". Þær mættu til leiks á dráttarvélarkerru og fór fyrirliðinn fyrir liði sínu á mótorhjóli. Voru þær klæddar hvítum pilsum og rauðum bolum og þóttu sérlega „ókvenlegar“ í vexti. Þær þóttu einnig hegða sér heldur dólgslega en erfitt var um vik að fá dæmdar á þær villur þar sem dómarinn var blindur. En þegar staðan var orðin 3:3 leystist leikurinn upp þar eð flugvél kom skyndilega fljúgandi yfir móts- svæðið og dreifði „fílakaramell- um“ yfir mótsgesti og varð þá mikill hamagangur í öskjunni. Því næst bauð Þingeyrarhrepp- ur öllum bæjarbúum og gestum í glæsilega grillveislu og síðan var kveiktur varðeldur og sungið fram eftir kvöldi. Lauk svo dagskránni fyrri daginn með flugeldasýningu björgunarsveitarmanna. Á þjóðhátíðardaginn hófst svo dagskráin með skrúðgöngu og var gengið fylktu liði í yndislegu veðri frá grunnskólanum upp í hlíð fyrir ofan bæinn þar sem gróðursettar voru rösklega 500 birkiplöntur. Eftir hádegi var svo gert hlé á dagskránni á Þingeyri meðan messa stóð yfir á Hrafnseyri við Arnarfjörð en að henni lokinni var öllum bæjarbúum og gestum boðið í stórglæsilega kaffiveislu. Þar var meðal annars boðið upp á stóra rjómatertu sem var u.þ.b. fermetri að stærð. Hún var mótuð eftir merki íþróttafélagsins og þótti sérlega ljúffeng. Gaman er að geta þess að sá sem skar fyrstu sneiðina var Viggó Nathanaelsson fyrrum íþrótta- kennari á Núpi sem þjálfaði um árabil fimleikaflokk Höfrungs en starfsemi hans var á þeim árum í miklum blóma og voru meðal annars farnar sýningarferðir um Vestfirði. Á meðan á kaffisamsæt- inu stóð voru félaginu færðar gjaf- ir og afhenti Dýrfirðingafélagið íþróttafélaginu að gjöf kr. 75.000 Edda Björg Pálsdóttir og íris Kristín Andrésdóttir taka lagið við undirleik Rokkbænda. sem lagðar skyldu í byggingarsjóð þess. Einnig gaf Dýrfirðingafélag- ið bikar sem keppt yrði um á hveiju sumri í lok leikjanámskeiða, þar sem valinn yrði stigahæsti Höfrungurinn hveiju sinni. Þá sendi Jón Strandberg félaginu for- láta fundarhamar, útskorinn úr tré, hinn glæsilegasta grip. Síðan voru afhentir verðlaunapeningar fyrir afmælishlaupið daginn áður og einngi færði íþróttafélagið nokkrum einstaklingum og fyrir- tækjum pennastatív, unnin úr íslensku gijóti, að gjöf fyrir að hafa um árabil staðið að baki fé- laginu. Kvölddagskráin hófst svo með söngvarakeppni á útisviði fyrir framan ráðhúsið þar sem um 20 manns á öllum aldri spreyttu sig við undirleik hinna eldíjörugu „Rokkbænda“ og vakti keppnin mikla og verðskuldaða hrifningu áhorfenda, þar sem þátttakendur stóðu sig frábærlega vel hvort heldur þeir voru fimm ára eða fertugir. Eftir að dómnefnd hafði tilkynnt úrslit voru afhent glæsileg verðlaun og að því loknu hófst útidansleikur þar sem bæjarbúar frá eins árs og upp í áttrætt dön- suðu saman fram til klukkan eitt við undirleik Rokkbænda og skemmtu sér allir hið besta. íþróttafélagið vill færa öllum þeim sem stóðu að undirbúningi þessarar hátíðar bestu þakkir en óhætt er að segja að allir hafi hjálpast að við að gera hana sem glæsilegasta. Einnig viljum við þakka öllum gestum sem komu til okkar þessa helgi kærlega fyrir komuna og síðast en ekki síst þökkum við höfðinglegar gjafir til félagsins svo og góðar kveðjur og óskir því til handa. íþróttafélagið Höfrung- ur, Þingeyri. Tólf sönglög eftir Oskar Guðmundsson ÚT hefur verið gefið nótnahefti með tólf sönglögum og einu pánólagi eftir Óskar Guð- mundsson. Höfundurinn gefur heftið út. Sönglögin eru við eftirtalin ljóð: Eygló, Haustnótt, Fagra veröld, Nú andar næturblær og Heyskap- urinn í Rómaborg eftir Tómas Guðmundsson, í vorþeynum og Lestin brunar eftir Jón Helgason, Gömul vísa um vorið og í kirkju- garði eftir Stein Steinarr, Vögguv- ísa eftir Halldóru B. Björnsson og Guitar og Sólarlag eftir Sigurð frá Arnarholti. Píanólagið heitir Hvítá. Nótnaheftið fæst í hljóðfæra- verslunum og bókaverslunum. NAMSAÐSTOÐ við þásemviljaná(engraískó(a • grunnskóla • framhaldsskóla • háskóla Við bjóðum einnig: • fullorðinsfræðslu • námsráðgjöf • flestar námsgreinar • stutt námskeið - misserisnámskeið • litlir hópar - einkakennsla • reyndir kennarar Innritun í síma: 79233 kl. 14.30-18.30 Naneruíaþjómistan sf. Þangbakka 10, Mjódd. Heimilisiónaðar- Laufásvegi 2, sími 17800 Vetrarstarf Heimilisiðnaðarskólans hefst 1. október nk. Námskeiðaskrá með námslýsingum erfáan- leg íverslun íslensks heimilisiðnaðar, Hafnar- stræti 3. Innritun fer fram á skrifstofu skólans, Laufás- vegi 2, þriðjudaga til föstudaga frá 9.00-11.30 og í síma 17800. Þakstál með stíl Plannja þakstál Aðrir lielstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstaeðið Þór, Vestmannaeyjum, sími 98-12111 Hjáokkurfærðuallar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Plannja þakstál með mattri litaáferð, svartri eða tígulrauðri. ISVÖR HF. Smiðjuveg 4e, 200 Kópavogur. Póstbox. 435,202 Kópavogur. S: 91-67 04 55, Fax: 67 04 67 Bridsskóim -(J) Námskeið í byrjenda- og framhaldsflolkki hef jast 24. og 25. sept. Byrjendaflokkurinn er á mánudagskvöldum. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsylegt að hafa með sér spilafélaga. Framhaldsflokkurinn er á þriðjudagskvöldum. Hann er snióinn fyrir spil- ara sem hafa nokkra reynslu, en vilja ná betri tökum á sögnum eftir Stand- ard-sagnkerfinu, úrspili og vörn. VÖNDUÐ NÁMSGÖGN FVLGJA BÁÐUM NÁMSKEIÐUM. Upplýsingar og innritun í síma 27316 daglega milli kl. 15.00 og 18.00. Skrifstofutækni Nútímanám hjá traustum aðila Tölvuskóli Islands Sj 67_1_4 66,_opjð úl kl.22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.