Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
35
% Stilkselja
Alltaf er að koma nýtt grænmeti á markaðinn. Sumt af
því er innflutt, en annað ræktað hér heima. Margt af
þessu grænmeti he'fur verið til hér í mörg ár, en þó
hefur það ekki hlotið sess á okkar daglega matseðli.
Stilkselja er eitt af þessu grænmeti. Hún hefur lengi verið rækt-
uð hér heima í smáum stíl, en
nú er farið að rækta mikið af
henni á Flúðum og víðar í upp-
sveitum Arnessýslu. Fyrst er
henni sáð inni í gróðurhúsi, en
síðan er hún flutt út á vorin
og framræktuð þar undir yfir-
breiðslu.
Stilkselja er bragðsterkt græn-
meti sem öllum fellur ekki. Ég
er ein þeirra eða hefi verið ein
þeirra. É hefi þó lengi notað örl-
ítið af henni með öðru grænmeti.
En núna er ég farin að nota hana
eina sér og mér finnst hún betri
því oftar sem ég borða hana. Og
ég er alltaf að gera nýjar uppgöt-
vanir varðandi stilkselju. Sú nýj-
asta er að uppgötva að neðst á
stilknum er smá „vöðvi“ eða
hjarta eins og það er kallað, sem
er eitt hið ljúfasta grænmeti, sem
ég hefi smakkað. Þetta hjarta er
mjög lítið og þarf nokkra stilka
til að fá nóg að því í heila máltíð.
Ég hefi vitað af þessu hjarta, en
ekki kunnað með það að fara og
líklega oftast skorið það af með
rótinni og fleygt, en það geri ég
ekki aftur, því að gott er það. Ég
var með nokkur búnt af stilkselju
og ætlaði að frysta og geyma til
vetrarins. Þá fékk ég nokkur
hjörtu og notaði sem fyllingu í
pítu, og það var svo sannarlega
Ijúffengt. Svo hugkvæmdist mér
að nota það mýksta af stilkunum
í smábrauð eða horn og nú á ég
marga poka af slíku brauði í fry-
stikistunni. Þótt búskapurinn hjá
mér hafi minnkað með árunum,
er að verða reglulega búsældar-
legt í kistunni hjá mér. Margar
tilbúnar blómkálsmáltíðir, sjá í
Morgunblaðinu 22. ágúst sl. og
mörg horn með stilkselju og svo
fullt af niðurbrytjuðum seljustilk-
um til að nota saman við annað
grænmeti eða eina sér.
Horn með stilkselju og osti
10 dl hveiti
3 tsk. fínt þurrger
2 tsk. sykur
'k tsk. salt
'/«tsk. cayennepipar eða chillipip-
ar
250 g óðalsostur
1 msk matarolía
3 'h dl mjólk
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR IKJRKELSSON
250 g rifinn óðalsostur
1 msk. matarolía
3 'A dl mjólk
150 g rjómaostur
4 dl fínt skorinn stilkselja
1 eggjarauða + 1 tsk. vatn
1. Setjið hveiti, þurrger, sykur,
salt og cayenne- eða chillipipar í
skál.
2. Rífið ostinn fínt og setjið
saman við.
3. Setjið matarolíu út í.
4. Hitið mjólkina í 35°C, eða
þar til hún er fingurvolg, hún má
allsekki vera heitari. Setjið mjólk-
ina út í og hrærið saman.
5. Leggið hreint stykki yfir
skálina og látið deigið lyfta sér á
eldhúsborðinu í 30 mínútur.
6. Takið deigið úr skálinni,
skiptið í 2 hluta. Fletjið hvorn
hluta út, þannig að það myndist
kringlóttur deigflötur, u.þ.b. 30
sm í þvermál. Leggið kringlótt fat
ofan á og skerið í kring.
7. Velgið ijómaostinn örlítið.
Annað hvort í örbylgjuofni eða í
íláti ofan í heitu vatni. Smyijið
síðan ijómaostinn yfir báða deig-
fletina.
8. Skerið hvorn deigflöt í 8 rif,
sjá mynd.
9. Þvoið stilkseljuna vel, skerið
þvert í þunnar sneiðar. Setjið nið-
urbrytjaða stilkseljuna ofan á
breiðari enda „hornsins“. Vefjið
saman frá þeirri hlið, leggið á
bökunarpappír ofan á bökunar-
plötu, beygið endana á hornunum
örlítið inn, sjá mynd.
10. Setjið 1 tsk. af vatni saman
við eggjarauðuna, penslið hornin
síðan með henni.
11. Leggið stykkið aftur yfir
hornin, setjið straum á bakaraofn-
inn, 200—210°C. Látið hornin
lyfta sér meðan ofninn er að hitna.
12.. Setjið bökunarplötuna í
miðjan ofninn ogbakið í um 12-15
mínútur eða þar til hornin hafa
fengið fallegan lit.
Athugið: Þetta er mjög gott að
frysta og hita síðan við notkun.
Fylling í pítubrauð
20 stilkseljuhjörtu
1 msk. smjör
'/\ tsk. salt
1 dós sýrður íjómi
1 msk. olíusósa, (mayonnaise)
2 skvettur úr tabaskósósuflösku
'/« tsk. salt
1 meðalstór salatlaukur (hvítur,
mildur laukur)
3 meðalstórir tómatar
nokkur blaðsalatblöð eða kínakál
1. Skerið „hjörtun“ úr stilkselj-
unni, setjið í pott ásamt smjöri.
Stráið salti yfir. Hafið hægan hita
og sjóðið í 10 mínútur. Kælið.
2. Blandið saman sýrðum
tjóma, olíusósu, tabaskósósu og
salti.
3. Skerið seljuhjörtun smátt og
setjið saman við sósuna.
4. Skerið laukinn og tómatana
smátt og setjið líka saman við.
5. Klippið eða skerið salatblöðin
(kínakálið) og setjið út í.
6. Setjið inn í pítubrauð og
berið fram.
Athugið: Uppskrift af pítu-
brauðum birtist í þessum þætti í
Morgunblaðinu 2. ágúst sl. En að
sjálfsögðu er hægt að kaupa pítu-
brauð í búðum.
Islendingar hljóta verð-
laun á NORDIU 90
________Frímerki______________
Jón Aðalsteinn Jónsson
Dagana 8.-12. ágúst sl. var hald-
in í Lundi í Svíþjóð samnorræn
frímerkjasýning, NORDIA 90. Því
miður hefur dregizt að geta sýning-
arinnar í þessum þætti, en nú skal
reynt að bæta úr því eftir föngum.
Verður stuðzt við ýmsar heimildir,
sem ég hef aflað mér eftir ýmsum
leiðum, enda átti ég þess ekki kost
að vera sjálfur viðstaddur sýning-
una.
Eins og stundum áður hefur
komið fram í þessum þætti, er orð-
inn árlegur viðburður í heimi
frímerkjasafnara á Norðurlöndum,
að haldin sé samnorræn frímerkja-
sýning. Eiga allir norrænir
frímerkjasafnarar, sem hafa unnið
til ákveðins verðlaunastigs á svo-
kölluðum þjóðlegum sýningum
(national), kost á þátttöku í þessum
samnorrænu frímerkjasýningum.
Hið sama gildir um frímerkjasafn-
ara annars staðar, ef þeir eru full-
gildir félagar í einhveiju félagi inn-
an norrænu Landssambandanna.
Engum vafa er það undir orpið, að
þessar árlegu samnorrænu
frímerkjasýningar eru mikil lyfti-
stöng fyrir alla frímerkjasöfnun á
Norðurlöndum og hafa vakið verð-
skuldaða athygli, bæði meðal safn-
ara almennt og eins þorra fólks,
sem býr í þeim Iöndum, þa_r sem
þær eru haldnar hveiju sinni. í fyrra
sáu norskir frímerkjasafnarar um
NORDIU-sýningu, á þessu ári voru
það svo Svíar, og svo er röðin kom-
in að íslenzkum frímerkjasöfnurum
í annað sinn á næsta ári. Verður
NORDIA 91 haldin í Laugardals-
höllinni í Reykjavík dagana 27.-30.
júní 1991. Frá þeirri sýningu verður
sagt sem nákvæmast, þegár þættin-
um berast einhveijar fréttir frá sýn-
ingarnefndinni.
NORDIA 90 var stærsta
frímerkjasýning, sem haldin hefur
verið í Svíþjóð síðan STOCKHOLM-
IA 86 var haldin í Stokkhólmi árið
1986. Sú sýning var hins vegar
alþjóðleg. Umboðsmaður NORDIU
90 hér á landi var Sigurður R. Pét-
ursson, en hann var jafnframt í
dómnefnd hennar. Við áttum svo
annan dómara á sýningunni, Hálf-
dan Helgason. Er sú skipan mála
orðin föst, að íslenzkir frímerkja-
safnarar eigi tvo fulltrúa í
NORDIU-sýningum. Er það að
mínum dómi mjög eðlilegt, enda
þótt seint megi búast við mikilli
þátttöku héðan að heiman og það
jafnvel þótt sýningin sé haldin á
heimaslóðum okkar. En öll þessi
samvinna og um leið þátttaka ísl.
safnara í sýningunum tengir okkur
æ betur við aðra norræna frímerkja-
safnara. Vona ég, að frímerkjasafn-
arar hér á landi séu mér samdóma
um mikilvægi þessara tengsla við
,kollega“ okkar á öðrum Norður-
löndum. ■
Eins og áður segir, var NORDIA
90 haldin í hinum gamla háskólabæ,
Lundi. Að baki lá margra ára undir-
búningur suður-sænskra frímerkja-
safnara, enda vita þeir, sem reynt
hafa, hversu mikils starfs slík sýn-
ing krefst, ef vel á að vera. Formað-
ur framkvæmdarnefndar segir í
sýningarskrá, að tilgangur NORD-
IU 90 sé sá að tengja sem bezt
saman starf norrænna safnara.
Minnir hann á, að sýningin eigi um
leið að festa enn betur í sessi það
norræna samstarf, sem grunnur var
lagður að fyrir rúmum hundrað
árum, þegar Lunds Filatelisfören-
ing var stofnuð og fyrsta mót nor-
Sýningarpeningur NORDIU 90.
rænna frímerkjasafnara var haldið
í Lundi 1893. Hann segir, að annað
og e.t.v. mikilvægara hlutverk
NORDIU 90 sé að vekja áhuga enn
fleiri ungra sem gamalla, karla og
kvenna, drengja_ og stúlkna á
frímerkjasöfnun. I því samb. bendir
hann á, að áður fyrr hafi nær allir
drengir og stúlkur safnað frímerkj-
um um eitthvert skeið, en nú sé
samkeppnin orðin hörð við önnur
viðfangsefni og margir alist upp án
þess að kynnast frímerkjasöfnun.
Af þessum orðum er ljóst, svo sem
hér hefur oft verið vikið að, að
gamlir frímerkjasafnarar hafa
verulegar áhyggjur af þessari þró-
un. Á NORDIU 90 var því höfð
mjög stór unglingadeild, þar sem
hinir ungu gátu spreytt sig, ekki
síður en gamlir og grónir sýnendur.
Kjörorð sýningarinnar var einmitt:
Sýning fyrir alla.
Fjölmargir vildu sýna, enda varð
eins og venjulega að synja mörgum
um þátttöku. Alls sýndu 250 safn-
arar í 1095 römmum margs konar
frímerkjaefni. Flestir sýnendur
komu að sjálfsögðu frá Svíþjóð, en
við rákum lestina, því að sjö þátt-
takendur voru héðan, fimm í sam-
keppnisdeild og tveir í bókmennta-
deild. Ástæðulaust er að greina
nákvæmlega frá ísl. efninu, enda
þekkja lesendur vel til þess.
Þorvaldur S. Jóhannesson fékk
gyllt silfur fyrir íslenzkt flugpóst-
safn 1928-1948 og Páll II. Ásgeirs-
son stórt silfur fyrir flugpóstsafn
1945-1960. Hjalti Jóhannesson
hlaut stórt silfur fyrir safn sitt af
íslenzkum póststimplum 1873-
1930. Jón Aðalsteinn Jónsson fékk
silfur fyrir Danmörku 1870-1905.
í Morgunblaðinu 14. ág. var þess
getið í frétt frá SHÞ, að Jón Aðal-
steinn hefði hlotið silfur fyrir safn
sitt af dönskum ferningum, þ.e.
fyrstu útgáfum danskra frímerkja.
Því miður var ekki svo, því að ég
sýndi svonefnd tvílit frímerki, sem
komu út á áðurnefndum tíma og
eru eftirsótt söfnunarsvið. Þetta
leiðréttist hér með. Guðmundur
Ingimundarson hlaut silfrað brons
fyrir átthagasafn sitt frá Vest-
mannaeyjum. í bókmenntadeild
fékk Sigurður H. Þorsteinsson silfur
fyrir íslensk frímerki 1990 og sömu
verðlaun hlaut Þór Þorsteins fyrir
bókina Pósthús og bréfhirðingar á
Islandi.
Auk íslendinga sýndu þrír Norð-
urlandabúar íslenzk söfn á NORD-
IU 90. Daninn Ebbe Eldrup, sem
er vel þekktur meðal íslenzkra safn-
ara, hlaut gullverðlaun fyrir safn
sitt af fyrstu ísl. frímerkjunum.
Kemur engum það á óvart, svo fal-
legt sem safnið er og í því mikið
af sjaldgæfum hlutum. Sömu verð-
laun, gull, hlaut safn, sem Finninn
Lars Trygg á, én það hef ég eftir
skilríkum heimildum, að ekki sé
unnt að nefna þessi söfn í sömu
andránni. Þá hlaut Svínn Stig Öst-
erberg stórt silfur fyrir safn af svo-
nefndum Tveggja kónga frímerkj-
um, en hann hefur lengi sérhæft
sig í þeirri útgáfu, sem út kom á
árunum 1907-15.
Gefin var út vönduð og óvenjufal-
leg sýningarskrá, sem ég vil benda
áhugasömu frímerkjasöfnurum sér-
staklega á. Því miður leyfir rými
þessa þáttar ekki, að efni hennar
sé rakið hér.
Ferðamála-
skóli MK að
hefja starf
NÚ ER að hefjast 5. starfsár
Ferðamálaskóla MK með kvöld-
námskeiði um íslenska ferða-
þjónustu. Um er að ræða grunn-
námskeið þar sem fjallað er um
sögu ferðaþjónustunnar og
skipulag, útskýrð eru ferða-
fræðileg hugtök og skilgreining-
ar og veitt er innsýn í störf og
starfsemi hinna ýmsu starfs-
greina atvinnugreinarinnar s.s.
fiugfélaga, hótela, veitingahúsa
og ferðaskrifstofa. Fjallað er um
jákvæð og neikvæð áhrif ferða-
inennsku, stjórnun og rekstur í
ferðaþjónustu, markaðssetningu
og mannleg samskipti.
Menntaskólinn í Kópavogi starf-
rækir ferðamálabraut í dagskóla
fyrir nemendur skólans, en á kvöld-
in er almenningi boðið upp á marg-
vísleg námskeið um ferðamál. Hafa
þau notið mikilla vinsælda og er
nú stefnt að því að skólinn verði
miðstöð ferðamálafræðslu í landinu.
Innritun í Ferðamálaskólann lýkur
13. september nk. og er nemenda-
fjöldi takmarkaður.
■ JC-KÓPA VOGUR heldur
kynningarfund um starfsemi fé-
lagsins í Félagsheimili Kópavogs
í dag, miðvikudag, klukkan 20.30.
Til fundarins er boðið fólki á aldrin-
um 18-40 ára, fólki sem áhuga
hefur og metnað til að þróa forystu-
hæfileika, öðlast félagslega ábyrgð-
artilfinningu, vináttu og koma á
jákvæðum breytingum, segir í
fréttatilkynningu frá félaginu.