Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
HANDKNATTLEIKUR / SPANN
Sigurður og félagar
mættu ekki til leiks
Atletico Madrid verður dæmt í fjársektir fyrir að hunsa „Super Cup“
ATLETICO Madrid dró sig út
úr meistarakeppninni „Super
Cup“ á Spáni aðeins fjörutíu
mín. áður en félagið átti að
leika gegn Barcelona íZara-
gossa - í beinni sjónvarpsút-
sendingu. Það var gert í mót-
mæiaskyni vegna þess að
félagið mátti ekki nota lands-
liðamanninn Ricardo Marin,
sem er enn samningsbundinn
Granollers.
Sjónvarpsáhorfendur sáu leik-
menn Barcelona veifa til
Atli
Hilmarsson
skirfar
frá Spáni
áhorfenda og ganga til búnings-
klefá. Dómarar skrifuðu undir
leikskýrsluna og
3000 áhorfendur
báuluðu ákaft. Til
að bjarga málum
voru lið Teka og
Bidasoa látin byija leik kl. 17.30
í stað 19. Mál Atletico Madrid
vakti mikla athygli og nú er
spurningin hvort að félagið er til-
búið að hefja deildarkeppnina um
næstu helgi án Marin. Talið er
að Samtök 1. deildarliðanna sekti
Atletico um fimm til sjö og hálfa
millj. ísl. kr. fyrir að draga sig
úr „Super Cup“ og einnig mun
spænska handknattleiksssam-
bandið sekta félagið. Ef Atletico
Madrid mætir ekki í fyrsta leik
sinn í deildinni - gegn Tres de
Mayo í Madrid, á félagið á hættu
að vera rekið úr deildinni.
Eins og kunnugt er leikur Sig-
urður Sveinsson með Atletico
Madrid.
Alfreð Gíslason lék lítið með
Bidasoa gegn Teka vegna meiðsla
og Kristján Arason leikur ekki
með Teka vegna meiðsla. Teka
vann yfirburðarsigur, 29:19, yfir
Bidasoa í leik sem Mats Olsson
varði frábærlega fyrir aftan geysi-
lega Sterka vörn Teka.
Barcelona vann Teka, 22:18, í
úrslitaleiknum, þar sem mark-
verðirnir Rico og Olsson voru
bestu menn liðanna. Júgóslavinn
Vujivic skoraði 9/4 mörk fyrir
Barcelona, en leikmenn Teka áttu
ekkert svar við 3-2-1 vöm Barce-
lona.
ípfém
FOLX
■ RAPID Búkarest, sem leikur
í 1. deild í Rúmeníu, hefur verið
dæmt til að borga kostnað vegna
viðgerða á velli Pitesti Arges. Um
síðustu helgi áttust liðin við á
heimavelli Arges og eftir mikil
ólæti voru rúmlega 100 stuðnings-
menn Rapid handteknir. Völlurinn
og áhorfendastæðin eru illa farin
eftir ólætin, sem hófust þegar
tveimur leikmönnum var vikið af
leikvelli. Báðir þjálfararnir voru
dæmdir í tveggja leikja bann og
dómarinn fékk sama skammt.
■ FÆREYINGAR leiks sinn
fyrsta leik í Evrópukeppni lands-
liða í Landskronan í Svíþjóð í
dag. Mótheijar þeirra verða Aust-
urríkismenn. Færeyingar leika
heimaleiki sína i Landskronan þar
sem grasvöllur er ekki til í Færeyj-
um.
íÞRóm
FOLK
H KEPPNI hófst um helgjna í
bandarísku NFL-atvinnudeildinni í
ruðningi. Meistararnir frá síðasta
keppnistímabili,San Fransico
■■■HH 49ers, eru almennt
Gunnar taldir sigurstrang-
Valgeirsson legastir í deildinni,
skrifar en(ja hefur Iiðið
styrkst með tilkomu
nýrra leikmanna frá því í fyrra.
■ VEGNA þessa nýja boðs Miami
hafa umboðsmenn nýliða, auk
þeirra leikmanna sem eru að semja
um nýja samninga, neitað að ræða
samninga sem byggðir eru á vænt-
ingum um laun sem giltu áður en
Miami bauð Williams þessi laun.
■ MIKIL óvissa um styrkleika
margra liða þar sem margar stór-
stjörnur hafa enn ekki samið við lið
sín um nýja samninga. Það á hins-
vegar ekki við um meistarana. I
síðasta mánuði settist eigandi liðs-
ins niður með leikstjórnandanum,
Joe Montana, í morgunkaffi og
bauð honum nýjan fimm ára samn-
ing upp á 1.160 milljónir króna!
■ SAMNINGAMÁL atvinnu-
íþróttamanna í bandarískum liðs-
íþróttum hafa annars verið mikið í
sviðsljósinu undanfarið. í NBA-
körfuknattleiksdeildinni setti lið
Miami Heat öll samningamál úr
skorðum nýverið er liðið bauð fram-
verði Cleveland, John „Hot Rod“
Williams, hæstu laun í deildinni.
Williams á lausan samning við
Cleveland og hafa mörg lið verið
á eftir honum.
■ BANDARÍSKA körfuknatt-
leiksliðið Boston Celtics fékk nú í
vikunni til liðs við sig júgóslavnesk-
an landsliðsmann Stojan
Vrankovic frá gríska liðinu Aris
Salonika. Hann flaug til Boston á
þriðjudaginn, en áður hafði hann
sagt á blaðamannafundi að hann
hefði samþykkt tveggja ára samn-
ing fyrir 1 milljón dollara. Celtics
hefur verið á eftir honum í þijú ár
en það var ekki fyrr en eftir að
hafa rætt við Drazen Petrovic sem
leikur með Portland að hann ákvað
að slá til. Vrankovic er fjórði Júgó-
slavinn sem leikur í NBA-deild-
inni.
■ ÞETTA eru góð tíðindi fyrir
Boston því liðið hefur lent í miklum
erfiðleikum með samningsmál leik-
manna undanfarin þijú til fjögur
ár. Boston hefur ávallt verið talið
mjög slungið er kemur að samning-
um en liðið hefur átt í erfiðleikum
með að ná samningum við
Vrankovic og landa hans Dino
Radja. Þá hefur liðið einnig misst
tvo sterka nýliða ti'i Italíu.
KNATTSPYRNA
Þróttarar meistarar í 3. deild
Morgunblaðið/BAR
Þróttur, Reykjavík, sigraði með yfirburðum í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Á myndinni eru í efri röð frá vinstri: Jónas Hjartarson, Ásmundur Vil-
helmsson, Ásgeir Árnason, Nikulás Jónsson, Benedikt Sigurðsson, Guðmundur Erlingsson, Baldur Baldursson, Sigurður Sveinbjörnsson, Theódór Jóhannsson,
Haraldur Úlfarsson, Óskar Óskarsson, Daði Harðarson, Magnús Jónatansson þjálfari og Konni stuðningsmaður. Fremri röð frá vinstri: Sverrir Pétursson, Þór-
hallur Sverrisson, Sigurður Hallvarðsson, Sigurður Pétursson, Haukur Magnússon, Steinar Helgason, Ásmundur Helgason og Héðinn Svavarsson.
Morgunblaðið/Einar Falur
Magni frá Grenivík meistari í 4. deild
Magni, Grenivik, sigraði í 4. deild íslandsmótsins án þess að tapa leik. Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Hringur Hreinsson aðstoðarmaður, Kristján
Kristjánsson þjálfari, Jón Illugason, Ingólfur Ásgeirsson, Heimir Asgeirsson, Bjarni Áskelsson, Magnús Helgason, Jóhannes Ófeigsson, Unnsteinn Jónsson,
Guðjón Hauksson og Heimir Ingólfsson liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Stefán Gunnarsson, Gísli Gunnar Oddgeirsson, Ragnar Guðjónsson, Þorsteinn Friðriks-
son, ísak Oddgeirsson, Reimar Helgason fyrirliði, Jón Stefán Ingólfsson, Sigurður Gunnarsson og Eymundur Eymundsson.