Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
47
HANDKNATTLEIKUR /HEIMSMEISTARAKEPPNI KVENNA I SUÐUR-KOREU
Rögnvald og Stefán
dæma í lokakeppninni
Rögnvald ErHngsson og Slef-
án Arnaldsson hafa verið
útnefndir til að dæma í loka-
keppni heimsmeistaramóts
kvenna í handknattleik, sem fram
fer í Seoul í Suður-Kóreu 24. nóv-
ember til 4. desember n.k., ásamt
11 öðrum dómarapörum. Alþjóða
handknattleikssambandið velur
dómarapör á stórmót hveiju sinni
og er þetta í fyrsta sinn, sem ís-
lendingar eru valdir til að dæma
í lokakeppni heimsmeistaramóts.
Rögnvald og Stefán dæmdu
saman í nokkur ár, síðan skildu
leiðir, en þeir tóku þráðinn upp á
ný á síðasta ári. Þá fóru þeir m.a.
í átta ferðir tfl útlanda vegna
dómarastarfa auk fjölda leikja í
1. deild og sagði Stefán aðspurður
að hann hefði verið rúma þijá
mánuði að heiman vegna leikja
og því ákveðið að flytja frá Akur-
eyri til Reykjavíkur, þar sem hann
er nú að koma sér fyrir.
Félagarnir dæmdu í HM U-21
á Spáni í fyrrahaust og í fram-
haldi fengu þeir hvert verkefnið
á fætur öðru. Hápunkturinn var
undanúrslitaleikur í Evrópukeppni
kvenna og eftir þann leik var þeim
gefið til kynna að stærri verkefni
væru framundan. „Því kom þetta
ekki svo á óvart,“ sagði Stefán,
„en við höfum lært að trúa engu
fyrr en skrifleg staðfesting liggur
fyrir og nú er hún komin.“
Rögnvald, sem tók milliríkja-
próf 1985, sagði að þeir hefðu
fengið góða dóma, sem ekki hefði
skemmt fyrir. Þeir væru á besta
aldri, því verið væri að yngja upp
í alþjóða dömarastéttinni, og ár-
angur landsliðsins undanfarin ár
hefði haft mikið að segja í þessu
sambandi — að fá íslenskt dóm-
arapar í hóp þeiiTa bestu á stór-
móti. „En þetta er toppurinn og
við erum mjög ánægðir með að
fá þetta tækifæri.“
Keppni í 1. deild hefst um helg-
ina og byija Rögnvald og Stefán
á leik IBV og KR í Vestmannaeyj-
um á sunnudag. Þeir verða síðan
á fullu í deildinni, en gera ráð
fyrir þremur Evrópuleikjum fyrir
HM og verður sá fyrsti í Noregi
um aðra helgi, þegar Urædd og
Redbergslid mætast.
íslendingamir verða í hópi vel
þekktra dómarapara í Seoul. At-
hygli vekur að fjögur af 12 pörum
koma frá Noi'ðurlöndum, en þar
verða m.a. Christensen og Jörg-
ensen t'rá Danmörku, Johansson
og Kjellquist frá Sviþjóð, Ole og
llogsnes frá Noregi, Gutermann
og Taranukhín frá Sovétríkjunum
Suður-Kóreumenn greiða allan
kostnað vegna ferðarinnar, en
HSÍ verður að sjá um tryggingar.
Til úrslita leika að þessu sinni
Angóla, Austumki, Búlgaría.
Kanada, Kína, Danmörk, iS'akk-
land, Vestur-Þýskaland, Austur-
Þýskaland, Suður-Kórea, Noreg-
ur, Pólland, Rúmenía, Sviþjóð,
Sovétinkin og Júgóslavía. Rögnwald Erlingsson
foám
FOLX
B VINNY Jones var seldur í gær
frá Leeds til Sheffield United.
Kaupverðið var 700.000 pund (um
70 millj. kr.) og hefur Sheffield
ekki fyrr greitt svo háa upphæð
fyrir leikmann. Leeds greiddi
Wimbledon um 65 millj. fyrir
Jones á síðasta ári.
■ ENSKU liðin í Evrópukeppni
félagsliða, Manchester United og
Aston Villa hafa ákveðið að taka
aðeins um 700 áhorfendur með á
útileiki sína. United, sem mætir
Pecsi Munkas í Ungverjalandi,
hefur aðeins sótt um 520 miða og
Aston Villa sem leikur í Tékkósló-
vakíu gegn Banik Ostrava hefur
aðeins óskað eftir um 150 miðum
fyrir stuðningsmenn sína.
B FIMLEIKA- og badmintonsam-
bönd Austur- og Vestur-Þýska-
land hafa sameinast og eru því
fyrstu sérsambönd þjóðanna til að
mynda eitt. „Þetta eru mikil tíma-
mót að sjá þýskt fimleikafólk keppa
fyrir sömu þjóð að nýju,“ sagði
Walter Wallmann, forseti vestur-
þýska fimleikasambandsins. Önnur
sérsambönd vinna nú að samruna
og búist er við að í lok ársins keppi
allir undir fána sameinaðs Þýska-
lands.
ÚRSLTT
Knattspyrna
Vináttuleikir:
Danmörk—W ales...............1:0
Brian Laudrup (64.).
Evrópukeppni U-21 árs landsliða:
Sviss—Búlgaría...............0:2
Donkov 49., Yotov 85.
Skotland—Rúmenía.............2:0
Eoin Jess 36., Scott Booth 78.
Sovétríkin—Noregur...........2:2
Viktor Onpkó 15., Sergej Bekkenar 83.
(vsp) - Roar Strand 49., Claus Eftevaag 75.
Finnland—Portúgal............0:1
Filipe 32.
Ruðningur
NFL-deildin:
Chicago Bears—Seattle Seahawks.17: 0
Tampa Bay-Detroit Lions........38:21
Green Bay Packers—LA Rams......36:24
Kansas City Chiefs-Minnesota...24:21
Washington Redskins—Phoenix.....31: 0
Björn Borg er byijaður að æfa á fullu.
TENNIS
Borg snýr aftur
Undirbýr sig fyrir keppni á nýjan leik
Björn Borg segist ákveðinn í að
taka l'ram skóna að nýju og
keppa í „alvöru-tennis“ að nýju.
Þetta sagði hann í viðtali við Svatne
Lidén, blaðamann Aftenposten í
gær. Astæðan mun vera sú að Borg
er skuldum vafinn og þarf nauðsyn-
lega að fá aura til að gera hreint
fyrir sínum dyrum.
Borg, sem sigraði fimm sinnum
I á Wimbledonmótinu, er nú 34 ára
og hefur ekki keppt á stórmóti síðan
1983. Hann hefur æft stíft í Lon-
don og keppt annað slagið í sýning-
arleikjum: „Ég held að ég sé tilbú-
inn til að reyna að komast aftur í
fremstu röð. Ég er í góðu formi og
það er aldrei að vita. . sagði
Borg í viðtalinu sem er það fyrsta
sem birtist í nokkur ár.
KNATTSPYRNA
U-18 ára I Mætir Eng ÆT 1 slenska landsliðið í knattspyrnu, 1 skipað leikmönnum yngri en 18 ára, mætir Englendingum í dag í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni ÉM. Leikurinn er á Varmárvelli í Mosfellsbæ og hefst kl. 17.30. Wales og Belgía leika einnig í riðlinum og leikið verður heima og hoiman en eitt lið kemst áfram í andsliðið: lendingum lokakeppnina. íslendingar sigruðu Englend- inga, 3:2, í fyrra á opna Norður- landamótinu eftir að Englendingar höfðu náð tveggja marka forskoti. Liðin í dag eru skipuð nær sömu leikmönnum og því ættu íslending- ar að eiga ágæta möguleika.
KNATTSPYRNA / AGANEFND
Níu í leiks bann
rír leikmenn í 1. deild voru
úrskurðaðir í eins leiks bann á
fundi aganefndar KSÍ í gær. Eyja-
mennirnir Heimir Hallgrímsson
(ekki Friðrik Sæbjörnsson eins og
sagði í blaðinu í gær) og Andrej
Jerina fengu að sjá gula spjaldið
gegn Víkingum og fara í bann
vegna fjögurra spjalda. Sömu sögu
er að segja af KR-ingnum Birni
Rafnssyni.
Sex leikmenn í 2. deild fengu
einnig eins leiks bann. Kristinn
Tómasson, Fylki, og Jóhann Júlíus-
son og Siguijön Sveinsson, ÍBK,
vegna brottreksturs; Ingvaldur Gú-
stafsson, UBK, vegna sex spjalda,
og Hafþór Kolbeinsson og Henning
Henningsson, KS, vegna fjögurra
spjalda.
HANDKNATTLEIKUR / ÞYSKALAND
Héðinn
bestur
Héðinn Gilsson var markahæst-
ur hjá Dusseldorf með fimm
mörk og gerði sigurmark liðsins
gegn nýliðum Branstedter TS, í
^^■■■1 fyrslu umferð 2.
Jón deildar í Þýskalandi.
Halldór Dússeldorf vann
Garðarsson 15;14 (9;8) i mjög
lélegum en spenn-
andi leik og kom sigunnarkið, þeg-
ar ein og hálf mínúta var til leiks-
loka.
Héðinn var eini leikmaður Dúss-
eldorf sem lék af eðlilegri getu.
Mijatovic, þjálfari nýliðanna sem
er37 ára, var bestur hjá mótheijun-
um. Leikskipulag þeirra byggist á
Héðinn Gilsson
því að hnoðast í gegnum vömina
og áttu nýliðarnir aðeins þrjú skot
að marki utan af velli. •
Héðinn sagði að leikmenn Dús-
seldorf væru óánægðir með leikinn,
„en stigin eru mikilvæg.“