Morgunblaðið - 20.09.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.09.1990, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 299% Raunkostnaður viöskiptavíxla - % 25,6% 25 20,3% 21, >% 21 4% 18,7% 20 16,5% P 15 10,2% 10,0% 10 01. 21. 21. 01. 01. 01. 01. 01. 01. 11. 02. 04. 09. 12. 02. 03. 06. 09. 88 89 89 89 89 90 90 90 90 YFIRLITIÐ yfir raunkostnaö viöskiptavíxla er miöað viö tveggja mánaöa víxla, sem 100.000 krónur fást fyrir. Um er aö ræöa einfalt meöaltal raunkostnaöar viöskiptabankanna á hverjum tíma (ekki vegið meðaltal). Verðbólga er mæld meö lánskiaravísitölu og hún áætluö fyrir ókomna mánuði í samræmi viö spa um 0,5% hækkun aö meðaltali á mánuði. Lánshæfi Ahættan fólg’in ísveiflu- tilhneigingu útflutnings - segir Moody’s í umsögn um lánshæfi ríkissjóðs UMRÆÐUR hafa orðið hér á landi út af fréttum norsks blaðs um ágæti íslenskra ríkisskulda- bréfa í ljósi áhættumats banda- riska fyrirtækisins Moody’s á lánshæfí ríkissjóðs. Moody’s er ásamt Standard og Poor’s þekkt- Fjármál Raunkostnaður 100 þús. kr. viðskiptavíxils áætlaður 18,7% — miðað við kostnað af tveggja mánaða víxli á ársgrundvelli VÆNTANLEGUR raunkostnaður vegna 100 þúsund króna víxils sem gefinn var út 1. september sl. til tveggja mánaða er 18,7% miðað við heilt ár samkvæmt útreikningum Verslunarráðs Íslands. Þá er annarsvegar miðað við einfalt meðaltal raunkostnaðar við- skiptabankanna og gert ráð fyrir 0,5% hækkun lánskjaravísitölu á mánuði að meðaltali. í tölum yfir raunkostnað við- skiptavíxla sem Verslunarráð reiknar eru öll gjöld felldi inn í kaupgengi, þar með talið stimpil- gjald til ríkissjóðs. Tölumar gefa til kynna hver upphæð víxils þarf að vera til að fyrirtæki komi slétt út m.ö.o., miðað er við að fyrir- tæki tapi ekki á móttöku víxil- greiðslu í stað staðgreiðslu. Til að tryggja það þarf fyrirtækið að taka mið af kostnaði og álagningu hlut- aðeigandi viðskiptabanka. Aðeins íslandsbanki kaupir viðskiptavíxla á sérstöku kaupgengi. Aðrir bank- ar auglýsa sérsþakt vaxtaálag á viðskiptavíxla. Álagið er 2% hjá Búnaðarbanka, Landsbanka og SPRON en 2,5% hjá Samvinnu- banka. í yfirliti Verslunarráðs kemur fram að fjármagnskostnaður vegna viðskiptavíxla hefur ekki breyst frá því í júní. Þann 1. júní og 1. september sl. var meðal- kostnaður vegna 50 þúsund króna víxils til 60 daga 30,4% á árs- grundvelli. Samsvarandi kostnaður vegna 100 þúsund króna víxils til 90 daga var í bæði skiptin 23,2%. Raunkostnaður vegna 100 þúsund króna viðskiptavíxils sem gefínn var út í byrjun júní til þriggja mánaða var nálægt 15,8% miðað við heilt ár. Þá var annars vegar stuðst við 23,2% meðalvíxilkostnað í byrjun júní og hækkun lánskjara- vísitölu frá 1. júní til 1. septem- ber. Ef litið er á væntanlegan raun- kostnað vegna 100 þúsund króna viðskiptavíxils sem gefinn var út 1. september til þriggja mánaða má gera ráð fyrir að hann verði á ársgrundvelli sá sami og fyrir þremur mánuðum eða nálægt 16%. Þá er annars vegar miðað við meðalvíxilkostnaðinn 23,2% og 0,5% meðalhækkun lánskjaravísi- tölu á mánuði. Verslun Andrés önd og félagar famir til Vöku-Helgafells BÓKAFORLAGIÐ Vaka-Helga- fell hefur gert samning við danska útgáfufyrirtækið Guten- berg Hus um dreifingu á þeim dönsku blöðum sem fyrirtækið gefur út og hafa verið seld á Fólk ■ BJORN Jóns- son tók nýlega við starfí markaðs- stjóra hjá útgáfu- fyrirtækinu Fróða hf. Bjöm er 29 ára að aldri. Hann útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Há- Björn skóla Islands árið 1986 og stund- aði síðan nám í þýsku og viðskipta- fræði í Universitat in Bremen í Vestur-Þýskalandi. Bjöm starfaði áður hjá Pósti og síma og vann við að stofnsetja markaðsdeild stofnunarinnar og skipuleggja starf hennar. Þá starfaði hann einnig um skeið- hjá Basel Kan- tonalbank í Basel í Sviss. Björn er kunnur íþróttamaður. Hann hef- ur verið fyrirliði handknattleiksliðs Breiðabliks og leikið nokkra landsleiki í handknattleik, auk þess að hafa leikið handknattleik bæði í Vestur-Þýskalandi og Sviss. Bjöm er kvæntur Helgu Sigurð- ardóttur og eiga þau eitt barn. íslandi. Um er að ræða mörg þekkt blöð svo sem Hjemmet og Andrés önd. Innkaupasamband bóksala hefur undanfarin ár séð um dreifíngu á þessum blöðum, en frá 1. október nk. verður hún í höndum Vöku-Helgafells. Að sögn Ólafs Ragnarssonar fram- kvæmdastjóra hjá Vöku-Helga- felli mun fyrirtækið taka yfir þýðingu á Andrés önd og áskrif- endaþjónustu fyrir blaðið á næsta ári, en Gutenberg Hus hefur hingað til séð alfarið um þá hluti. Olafur Ragnarsson sagði að Vaka-Helgafell og Gutenberg Hus hefðu verið í samstarfi vegna efnis frá Walt Disney fyrirtækinu og það væri eflaust ástæða þess að danska fyrirtækið leitaði til þeirra þegar þeir ákváðu að skipta um dreif- ingaraðila. „Okkur þykir þetta áhugaverð starfsemi sem fellur ágætlega að ýmsu öðru sem við erum að gera. Við erum fyrir í viðskiptum við flestar bókabúðir landsins þannig að þetta er ósköp eðlilegt framhald af þeim viðskipt- um.“ sagði Ólafur. Olafur sagði ennfremur að í beinu framhaldi af þessum dreif- ingarsamningi væri ætlunin að Vaka-Helgafell tæki yfir alla þjón- ustu við áskrifendur Andrésar and- ar blaðanna og einnig þýðingar- vinnslu á blaðinu, en það hefur hingað til verið þýtt yfir á íslensku í Danmörku. Einnig verði stefnt að því að Vaka-Helgafell verði búið að taka yfír áskrifendakerfi þeirra um mitt næsta ár, þannig að íslenskir áskrifendur geti borg- að sína áskrift hér. „í tengslum við þessar breyting- ar er áætluð söluherferð og mark- aðsátak til þess að efla blaðið á íslenskum markaði. Það má því segja að samningur okkar við Gut- enberg Hus tengist Andrés önd að verulegu leyti. Salan á blaðinu hefur verið verulega mikið minni hér miðað við fólksfjölda heldur en á öðrum Norðurlöndum og það er nokkur pressa frá Disney fyrir- tækinu að auka hana. Gutenberg fyrirtækið treystir sér varla til þess að gera það frá Kaupmanna- höfn og þessi samningur okkar við Danina er í okkar augum nokkuð eðlilegt framhald á fyrra samstarfí okkar. Gutenberg fyrirtækið er mjög öflugt, eitt af stærstu útgáfu- fyrirtækjunum í Danmörku og á auk þess útgáfufyrirtæki í sjö öðr- um löndum Evrópu. Við höfum því talið það mjög skynsamlegt að eiga gott samstarf við þá og eins þykir okkur áhugavert að fara inn á ný svið og renna fleiri stoðum undir reksturinn. Það hefur gengið ágætlega það sem við erum að gera, en það er alltaf gott að hafa eggin í fleiri körfum og áhugavert að vera með fjölbreytilegri rekst- ur,“ sagði Ólafur Ragnarsson. ast þeirra fyrirtækja sem gefa út umsagnir og einkunnir um lánshæfi ríkja og fyrirtækja og mikið tillit tekið til álits þessara fyrirtcekja við lánveitingar á al- þjóðlegum fjármagnsmarkaði. Frétt Moody’s virðist aðallega byggð á nýjustu umsögn Moody’s um Is- land, því einkunnin sem ríkissjóður íslands fær er óbreytt frá síðustu úttekt, og íslandi skipað þar í A- flokk. í umsögn Moody’s segir m.a. að mælt sem hlutfall af útflutningi hafi erlendar skuldir íslendinga vax- ið úr um 90% undir lok áttunda ára- tugarins í um 148% 1985 en minnk- að á ný eftir því sem útflutningur jókst og viðskiptajöfnuður náði meira jafnvægi, en þó verið komnar á ný í 158% í árloks 1989. Erlendu skuldirnar liggi fýrsta og fremst hjá ríki og ríkistengdum aðil- um, og að í árslok 1989 hafi um 10% af heildarskuldum verið hjá einkageirunum, ef fjármagnsmark- aðurinn er ekki meðtalinn. í dollur- um nemi heildarskuldir 3,1 milljarði dollara en þar af séu um 83% með - greiðsludaga að ári eða meira. íslendingar hafi hagað skulda- sýslu sinni á þann veg að árlegar afborganir séu hóflegar. Dreifing afborgana sé slík að greiðslubyrði skulda hafi alla jafnaði verið um 10% heildarskulda. Árið 1988 hafi langtímaskuldir með breytilegum vöxtum verið um 65% af heild og hækkað úr 45% frá 1984. Moody’s segir hins vegar að svei- flutilhneiging í útflutningstekjum veki upp spumingar um hvaðá áhrif mikill og óvæntur samdráttur tekna geti haft á greiðslugetu íslands. Ljóst sé að verði samdrátturinn var- anlegur muni innanlandsneyslan dragast varanlega saman um leið og því eigi A2 einkunnin að endur- spegla þá áhættu. Sértækara vanda- mál sé hvort slíkur samdráttur muni valda greiðsluvanda til skemmri tíma og þannig e.t.v. gera aðlögun yfir lengra tímabil erfíðari. Moody’s telur slíka framvindu þó hæpna, og bendir á hvemig íslendingum hafi tekist að halda greiðslubyrgðinni hóflegri, gjaldeyrisvarasjóði full- nægjandi og hafí innhlaup á ýmsum stöðum til greiðslujöfnunar. Þess vegna sé þessi möguleiki á greiðslu- erfiðleikum fjarlægara vandamál heldur en innbyggður halli á við- skiptajöfnuði og lengri tíma aðlögun að útflutningssamdrætti . Fólk Þorsteinn Þorsteinsson í nýtt starf innan NIB ÞORSTEINN Þorsteinsson, aðstoðarbankastjóri við Norræna fjárfest- ingabnakann, NIB, sem undanfarin ár hefur haft umsjón með lánveit- ingum bankans til íslands, er nú að hverfa til nýrra starfa innan bank- ans, að því er fram kemur í frétt frá NIB. Þorsteinn mun nú taka við nýju starfi í fjármáladeild bankans og veita þar forstöðu því sviði sem fer með innlán bankans, svo sem skulda- bréfaútgáfur og skuldaskipti. Norr- æni fíárfestingabankinn fjármagnar lánastarfsemi sína með skuldabré- faútgáfum á norrænum og alþjóð- legum fjármagnsmörkuðum og nýt- ur þar bestu kjara. Nemur skulda- bréfaútgáfan ein sér um 60 milljörð- um króna ár hvert. Norræni fjárfestingabankinn hef- ur aðalskrifstofur í Helsinki í Finn- landi og fjármagnar samnorræn verkefni, orkuframkvæmdir og verk- efni í umhverfismálum. Nema lán- veitingar til íslands nú um 18 mill- jörðum króna. í ráði er að ráða nýjan svæðis- stjóra fyrir ísland, og hefur staðan þegar verið auglýst laus til umsókn- ar. Tryggingarsjóðir og eigið fé líftryggingarfélaga 31. desember 1989. Milljónir króna Trygginga- Eigið fé Samtals sjóður Almennar líftryggingar hf. 9,5 14,0 23,5 Alþjóða líftryggingafélagið hf. 135,6 39,4 175,0 BI Líftrygging GT 5,9 16,7 22,6 Líftryggingafélag Sjóvá hf. 28,8 17,8 46,6 Líftryggingafélagið Andvaka GT 78,4 53,3 131,7 Líftryggingaféiagið Vörður hf. 0,0 13,8 13,8 Sameinaða Líftryggingafél. hf. 99,7 28,7 128,4 Samtals: 357,9 183,7 541,6 Upplýsingar um íslensk trygginga- og líftryggingafélög birtust nýlega í Lögbirtingablaðinu. Úr meðfylgjandi töflu má lesa upplýsingar um trygg- ingasjóði og stöðu eigin fjár félaganna. Lífsbiörg = Andvaka og BÍ-líf ATHYGLI hafa vakið opnuauglýsingar sem birst hafa tvo síðustu daga og titlaðar Lífsbjörg án þess að frekari skýringar séu gefnar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er með þeim verið að boða nýtt líftryggingafélag, sem til verður með sameiningu Andvöku, líftryggingarfélags Samvinnutrygginga og líftryggingafélags Buna- bótar. Móðurfyrirtækin eru sameinuð fyrir alllöngu í Vátryggingarfélag íslands. Hefur því sameining líftryggingafélaga þeirra legið í loftinu alllengi og kemur ekki á óvart. Auglýsingunni er því vænt- anlega ætlað að skapa spennu og eftirvæntingu um nýja félagið. Meðfylgjandi tafla sýnir umfang líftryggingafélaganna á markaðin- um fyrir sameininguna, og með því að leggja saman tölur Andvöku og BÍ-líftryggingu má sjá stærð þess miðað við þau sem eftir standa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.