Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 Tölvur Á tölti um tölvuborg Sýningin DECville sem Digital heldur í Cannes í Frakklandi annað hvert ár er með stærstu tölvusýningum í heimi sem einkafyrirtæki halda FRUMKVOÐULLINN — Stofnandi Digital, Kenneth Olson, (fyrir miðju) gengur út úr ráðstefnu- höllinni í Cannes ásamt borgarstjóranum og öðru fylgdarliði eftir að hafa opnað DECville ’90 formlega. eftir Hildi Friðriksdóttur RÁÐSTEFNUHÖLLIN í Cannes í Suður-Frakklandi var eins og seg- ulmagn fyrir jakkaklædda karl- menn og uppstrílað kvenfólk dag- ana 10.—12. september síðastlið- inn, en þá stóð yfir tölvusýningin DECville ’90, sem Digital Corpor- ation Company stendur fyrir. Reyndar lýkur sýningunni ekki fyrr en á morgun, 21. september. Klukkan 8:30 á morgnana streymdi fólkið að eins og litlir títuprjónar, sem dragast ósjálf- rátt að segulstáli. Öryggisverðir voru líkt og maurar í kringum höllina fyrsta daginn, en síðan virtist sem slakað væri örlítið á utan dyra og sáust þeir aðeins einn og einn á stangli. Eins var mjög strangt eftirlit haft með þeim sem áttu erindi inn í höllina og öryggiskortið, sem bæði gestir og starfsmenn þurftu að bera, var kannað við hveija inn- og út- göngu. Tvö hundruð blaðamönn- um var boðið á sýninguna fyrstu tvo dagana, en gestir hennar sem dreifðust á tímabilið voru um það bil sex þúsund. Sýningarsvæðið tók yfir 7000 fer- metra svæði í kjallara hússins og skiptist það í níu mismunandi svæði, má þar m.a. nefna tæknisvið, stjórn- völd og vísindj, framleiðslu, iðnað og íjármál, hver deild merkt ákveðn- um lit. Tæknibúnaður á svæðinu var að andvirði 50 millj. dollara eða tæpra þriggja milljarða íslenskra króna, sem er svipuð upphæð og heildarvelta íslenska tövlúmarkaðar- ins á síðasta ári. Fyrir tæknisinhað fólk hlýtur sýning eins og þessi að vera gullnáma. Fyrir framan einn af u.þ.b. 30 skjám í fjármáladeildinni sátu tveir menn, annar frá Bretlandi, að því er mér heyrðist, hinn sennilega kauphallarmaður frá New York. Hjá þeim stóð ung kona, starfsmaður Digital, sem útskýrði tölur á skján- um, sem var margskiptur. Við út- skýringar hennar og tilfærslur lifn- aði kauphallarmaðurinn allur við, iðaði í sætinu og sagði: „Við í New York notum þetta mikið, sérstaklega ef við erum með kaupendur í gegn- um síma. Þegar einhver hringir hef ég tölurnar hér beint á skjánum, sem hægt er að útlista um leið breyting- arnar verða þegar kaup eða sala fara fram.“ Síðan ræddu þeir áfram um þessar og fleiri aðgerðir. Þegar ég gekk í burtu var sá breski að spyrja hin tvö spjörunum úr fullur áhuga. Tölvan sem skilur mannamál Ég komst að raun um það að jafn- vel fyrir lítið sinnað tölvufólk getur verið geysilega skemmtilegt að ganga um'sýningarsali og skoða það sem fyrir augu ber. Á svæðinu um stjórnvöld og vísindi vakti sérstaka athygli tölva sem skildi mannamál. Forritið var hannað með stuttum fyrirvara og er einungis sýnishorn af þeim möguleikum, sem hægt er að bjóða upp á. Notaðar voru raddir eitt þúsund manna, karla og kvenna, til að þjálfa tölvuna og þekkir hún nú hvaða rödd sem er, það er að segja svo framarlega sem töluð er enska. Stjórnandinn sýndi hvernig hægt er að nota tölvuna til dæmis á skurðstofu á meðan á uppskurði stendur. Nánast allir — ef ekki allir — skjáir á sýningunni voru litaskjáir og var þessi engin undantekning. Á skjánum birtist mynd af höfði ímyn- daðs sjúklings efst til vinstri, hægra megin var skýrsla hans og neðst á skjánum voru nokkrir kassar, þar sem hægt var að velja úr ýmsum möguleikum. Stjórnandinn hafði hljóðnema fyrir framan munninn og var hann festur við spöng á höfðinu, þannig að hendurnar voru ftjálsar til að „skera sjúklinginn upp“. Þegar stjórnandinn sagði: „Didley“, komu viðbrögð frá skjánum og Didley sýndi að hann var í viðbragðsstöðu. Þá hélt stjórnandinn áfram og sagði: „Show me one“. Didley sýndi undir- eins höfuð sjúklingsins frá öðru sjón- arhorni. Stundum svaraði Didley ekki fyrstu tilraun og þá endurtók stjórnandinn með örlítið skerptri rödd eins og hann væri að ræða við óþekkan krakka: Didley!, sem tók þá viðbragð, og stjórnandinn hélt áfram: „Show me two“ og þá birtist ljósmynd af sjúklingnum. Einnig var hægt að heyra hvernig hjarta sjúkl- ingsins sló og um leið birtist línurit yfir hjartsláttinn. Þetta var mjög áhugavert, en var bara hluti af því sem forritið bauð upp á. Hag'naður aðeins 2% milli ára Á blaðamannafundum kom fram, að Digital hefur ekki gengið alltof vel á síðastliðnum þremur árum. Fyrirtækið stóð mjög vel árið 1987, en eftir hrunið mikla í Wall Street sama ár fór að halla undan fæti og á sl. fjárhagssári jókst hagnaður aðeins um 2% miðað við fyrra ár. Aðspurður sagði Mark A. Stein- krauss, frá Digital í Bandaríkjunum að fyrirtækið mundi bregðast við með því að reyna að líta nánar á allan kostnað, reyna að ná hærri markaðshlutdeild í Evrópu, þar sem hún væri einungis 8%. Einnig verði lögð aukin áhersla á sérhæfingu og nýja markaði og hafa í því skyni verið sett á markað ýmis ný forrit fyrir UNIX og VMS. „Matvælaiðn- aður er til dæmis eitthvað sem við ætlum að gefa mikinn gaum í fram- tíðinni," sagði Steinkrauss. Hann sagði einnig að þeir hyggðust kom- ast inn á markað í Austur-Evrópu og þar væri Austur-Þýskaland vænn kostur. Inn í Ungveijaland hafa þeir nú þegar brotið sér leið, en hins vegar sagði hann að ef litið væri til Rúmeníu væri ljóst að lítið væri um peninga þar og þar af leiðandi lítið um fjárfestingar í næstu framtíð. Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá Digital í starfsmannamálum á sl. ári. Hefur starfsfólki fækkað um 1800 og gert er ráð fyrir enn meiri fækkun á árunum 1991 og ’92, eða fimm til sex þúsund manns. Miklum fjármunum hefur verið varið til menntunar á því starfsfólki sem fyrir er og gáfu forsvarsmenn Digit- al það fyllilega í skyn að þeir éinir gætu haldið vinnunni sem væru til- búnir að leggja eitthvað á sig til þess að auka veg og vanda fyrirtæk- isins. Pier Carlo Falotti yfirmaður Digital í Evrópu sagði þegar hann ræddi um framtíð starfsfólksins og fyrirtækisins: „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, að við náum okkur upp úr lægðinni, við höfum gert það áður.“ TÖLVUPISTILL Holberg Másson Margar nýjungar kynntar hjá IBM í BYRJUN þessa mánaðar kynnti IBM yfir 300 nýjungar, en fyrir- tækið hefur ekki kynnt jafn marg- ar nýjungar í einu síðustu tuttugu og fímm ár. Kynntar voru nýjung- ar í núverandi tölvubúnaði og áform um nýjan tölvubúnað sem IBM mun byija að afhenda á næsta ári. Einnig kynnti IBM ýmsar nýjungar í hugbúnaði. Hér á landi eru þessar nýjungar kynntar á tveggja daga ráðstefnu sem IBM heldur á Hótel Örk í Hveragerði og hófst í gær. Áhugaverðar nýjungar IBM kynnti nýja hönnun á stór- tölvum, System/390 hönnunina. Þessi hönnun er áframhald þróunar eldri System/360 og System/370 stórtölvukerfa en nokkrar slíkar tölvur hafa verið fluttar til landsins. Eins og á einmenningstölvumark- aðnum þá hefur IBM farið að finna fyrir samkeppni í sölu á stórtölvum. Hefur þessi samkeppni lækkað verð á afkastaeiningu þó nokkuð síðustu tvö ár. Heldur þróunin áfram með tilkomu þessarar nýju hönnunar, verð á afkastaeiningu lækkar og tölvurnar verða fullkomnari. Lítur út fyrir að IBM muni takast að halda samkeppnisforskoti sínu á stórtölvu- markaðnum með þessum nýjungum. Hagnaður IBM mun þó minnka og sennilega mun IBM tapa smám sam- an markaðshlutdeild á stórtölvu- markaðnum, bæði til nýrra sam- keppnisaðila, svo sem Digital og Tandem auk þeirra sem framleiða IBM-stórtölvu samhæfðar tölvur og jaðartæki. Öflugri eintök af öðrum IBM tölv- um, svo sem 4381, 9370 og AS/400 tölvum, voru kynntar. Nýir prentar- ar og ýmis ný jaðartæki voru líka kynnt. Ymsar nýjungar í hugbúnaði voru kynntar, bæði fyrir stórtölvur, millitölvur og einmenningstölvur. Var í flestum tilfellum um að ræða nýrri útgáfur af eldri hugbúnaði eða hugbúnað fyrir stærri tölvukerfi. Yel sótt ráðstefna ' Ráðstefnan á Hótel Örk er vel sótt af yfir hundrað manns og er nú með öðru sniði en svipuð ráð- Stefna sem IBM hélt fyrir tveimur árum. Sú ráðstefna var tvískipt. Á Hótel Örk komu saman notendur minni tölvukerfa, svo sem S/36, S/38 og AS/400 tölva og einmenn- ingstölvuneta. Á Hótel Selfossi komu saman notendur stærri tölvu- kerfa, svo sem 9370 og 3090, milli- og stórtölvukerfa. Að þessu sinni er ráðstefnan öll haldin á Hótel Örk, meðal annars vegna þeirra bættu aðstöðu sem búið er að koma upp þar. Er Hótel Örk orðin mjög fram- bærilegur staður fyrir ráðstefnur sem þessa. í gær voru á dagskrá kynningar og frásagnir af helstu nýjungunum. Sagt var frá þróuninni hjá IBM síðan síðasta ráðstefna var haldin og rætt um þær nýjungar sem helst eiga við íslenska tölvumarkaðinn. Sagt var frá alþjóðatölvuneti IBM, sem heitir INS, en IBM býður íslenskum fyrir- tækjum tengingu við INS. í gegnum INS geta fyrirtæki til dæmis sent tölvupóst og viðskiptaskjöl, „EDI“, til annara fyrirtækja hér heima sem erlendis. INS er síðan tengt við önn- ur virðisaukin erlend tölvunet. í dag flytur Gunnar M. Hansson erendi, sýningin verður skoðuð og nokkur önnur erendi verða flutt. I lokin verður samantekt og umræð- ur. Ráðstefnunni lýkur kl 17.00. Áhugaverð sýning í tengslum við ráðstefnuna sýnir IBM sumar af þeim nýjungum sem þeir eru að kynna svo og hugbúnað- arkerfi frá ýmsum samstarfsaðilum. Ný öflug AS/400 tölva með nýrri útgáfu af stýrikerfinu er sýnd, ásamt nýrri íslenskaðri útgáfu af Skrif- stofusýn, skrifstofukerfi IBM. Sýnd- ar eru ýmsar nýjar PS/2 tölvur, PS staðarnet og nýir prentarar. Hinar nýju RS/6000 hraðvirku vinnustöðv- ar eru sýndar, en IBM er nú að byija að afhenda þessar tölvur, og er Reiknistofnun Háskóla íslands búin að taka á móti sinni fyrstu RS/6000 vinnustöð. Lítur út fyrir að IBM hafi nú þegar tekist að ná mjög góðum árangri í sölu vinnu- stöðvanna. Einnig sýnir IBM af- greiðslukerfi fyrir búðir, er um að ræða afgreiðslukerfi fyrir strika- merktar vörur þar sem búðarkassinn er síðan tengdur bókhaldskerfi búð- arinnar. IBM sýnir ýmsa þjónustu- þætti og notkun á tölvuneti sínu, þar á meðal notkun á EDI hugbún- aði, til sendingar viðskiptaskjala milli tölva. Á sýningunni er sýnd hin nýja PS/1 heimilistölva sem IBM kynnti nýlega og er að fara að selja hér á landi. Virðist sem IBM hafist tekist betur upp nú í hönnun og markaðs- færslu á heimilistölvu en síðast er þeir reyndu. í þessu sambandi má segja að tíminn hafi unnið með þeim þar sem mjög fnargir kunna nú á einmenningstölvur, sem þeir hafa lært á á vinnustað og riotkun tölva í skólakerfinu er orðinn mjög út- breidd. Heimilistölva verður meira nýtt nú en fyrir fimm árum, en- hve margar slíkar tölvur seljast á næst- unni ræðst mjög mikið af verði og markaðssetningu. Kæmi ekki á óvart að verð á nothæfu tölvukerfi sé enn í hærri kantinn og að skæður keppi- nautur PS/1 tölvunnar verði sam- bærilegar tölvur frá samkeppnisaðil- um IBM sem selja samskonar tölvur á lægra verði. Hörð samkeppni Með kynningu á yfir 300 nýjung- um þá hefur IBM gefið tóninn. Fyrir- tækið ætlar að keppa á tölvumarkað- inum yfir alla tölvulínuna. Sam- keppnin fer harðnandi og stendur IBM þar nokkuð vel að vígi. Höfundur starfar við tölvuráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.