Alþýðublaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 5
Tízkan 1959 14. JANÚAR s. 1. segir í Reutersfregn, að næsta dag i hefjist tízkusýningar á Ítalíu, ■ þar sem „lína ársins“ verði ■ kunngerð. Þar er geysihörð bar átta milli Rómar og Florenz um yfirráðin í heimi tízkunn- ar. Veldur þstta eigi alllitlum , erfiðleikum fyrir kaupend- urna, sem vita ekki fyrr en á síðustu stundu á hvorn hestinn eigi að veðja, hvor línan sé sú eina rétta. í fyrra var ætlað, að Florenz hefði unnið endanlegan sigur, enda stóð hún ólíkt betur að vígi, þar eð borgin er stað- sett miðja vegu milli Rómar 05- • Milano, þannig að tízkuteikn- ■ arar bæði að norðan og sunn- , an mætazt þar á miðri leið. — Sömuleiðis er Florenz miðstöð . leðurvinnzlu og tága — auk . þess, sem hún um langan tíma hefur verið helzta tízkuborg skófatnaðar. En þótt Róm væri unnin er nokkuð eftir: París, New York o. s. frv. Og nú virðiist Róm vera aft- ur að ná sér á strik. 14. janúar s. 1. var því spáð, ; að ,,empire“-línan mundi halda velli, tízkufrö'muðurnir mundu ekki þora að skipta enn þá snöggt um. Ef til vill mundi þó linan lækka örlítið, en haldið yrði áfram með bönd undir i brjóstunum og eftirlíking hins ; japanska kimono. En ein stór Alþýðublaðið — 21. jan. 1959 eins og Dior kom fram með síð- ast. 16. jan. segir í Reutersfregn að tízkuhúsin í Róm sýni nú ,,the misfit“ þ. e. línuna, sem fer öllum illa og sé það lína ársins. Er þá bandið haft mitt á milli brjóstanna og hins raunveruíega mittis. Pilsin ku vera ógnarstutt. Hjá einu stærsta fyrirtækinu, tízku- húsi Georginu, voru þó meira áberandi efnin en sniðin. Mest bar á stífum, litskrúðugum efn um, sem snarkaði í og brakaði, svo hejua mátti langt til. Efn- in voru og gjarna bróderuð með svo fðlilegum rósum, að einna Hkast var sem sjálft vor ið kæmi svífandi með þyt í krónum trjánna. Dæmigerður Georgínukjóll var hvítur kvöldkjóll með bró- ááru.ðum villirósum, n»eð , klukkupilsi“, stuttu, og kraga, sem lá laus frá báísinum, en náðí alveg niður í ,,misfit“- iindann. Þetta segja þeir á Ítalíu . . . Enn hefur boðskapur Parísar ckki borizt yfir heimsbyggð- ina, en það er ,,spegúlerað“ og spáð í það óendanlega, enda t.kki nema von, þótt það þyki ærið spennandi, hvort henda bera innihaldi klæðaskápsins út á öskuhaug eða ekki. Og hér er einn spádómur- inn. Trapezan verður aðeins fyr- ir vanfærar konur. Pokinn þekkist ekki. Empirelínan mun koma fram í breyttri mynd . . . breyting yrði þó líklega, faldur inn færi ofaná miðjan kálfa það er jafnvel álitið, að það geti hent sig, að mittið verði haft á réttum stað! ! ! seljum við það þó ekki dýrar en við keyptum. Kjólarnir eiga eftir að styttast enn. Þær, sem hafa verið svo hugdjarfar að klippa um hnjákóllana mega enn taka smávegis rieðan af. Hælar skónna eiga að vera mjög lágir og mjóir, táin þver- skorin eða eitthvað nýtt kem- ur fram en T-bönd verða að- eins fyrir fermingarstúlkur. TÁNIN GATÍZK AN verður kvenlegri. Er þetta ekki sam- kvæmt fyrirskipunum tízku- kónganna, heldur hafa táning- arnir sjálfir tekið máíið í sín- ar hendur. Það er þegar orðið óalgengt í París, London, Stokkhólmi og Bandaríkjunum að sjá unglingsstulkur í síð- buxum, groddapeysum og úlp- um, nema í óveðri sé. Leður- jakkarnir eru að verða úreltir, og nú krefjast hinar kvenlegu ungpíur að sterka kynið líti einnig vel og snyrtilega út — fyrst og fremst í pressuðum buxum og gjarnan í jökkum með bindi eða slaufu , . . Annars verður lítil breyting á herratízkunni, nema enginn maður getur 1959 látið sjá sig í buxum með uppbroti og það ber einnig að hafa tvær klaufir á jakkanum a. m. k., ef um er að ræða ,,sportjakka“. Hnapp- arnir eiga að vcra þrír, en að- eins ber að hneppa tveim þeim efstu. Axlir mega alls ekki vera stoppaðar, engin upp- slög á jakkaermumu, en aftur á móti á frakkaermunum. •— Betra er að hafa jakkana ekk- ert sniðna inn í mittinu. Þessu spá þeir. En hver verð ur raunin? Það leiðir tíminn í ljós. Og þá er kominn tími til að kíkja í klæðaskápinn —----en hvort verður þá hlátur eða grátur? Vör. F, ERÐALAG Títós Júgó- slavíuforseta til ýmissa ríkja Afríku og Asíu hefur ekki valcið milda athvgli á alþjóð- legum vettvangi, en óhætt er að fullyrða, að för hans marki að vissu leyti tímamót. Júgó- slavar keppa nú eftir að taka upp samvinnu við ríki, sem svipaða afstöðu hafa til hsims málanna og þeir. För Tííós er eins konar mótmæli gegn þeirri einangrun, sem Sovét- ríkin hafa reynt að hneppa Júgóslavíu í. í för sinni heimsækir Tító Indónesíu. Indland, Ceylon, Eíópíu, Súdan og Sameinaða arabiska lýðveldið. Júgóslav- ar eru andvigir því að kalla samstarf þessara þjóða ..þriðju blokkina“,: þeir leggja áherzlu á, að standa utan allra hern- aðárbandalaga og stórvelda- pólitikur. En eins og ástandið er í heiminum getur varla verið um sla'kt að ræða, og þótt samvinnu þessara ríkja sé ekki þannig varið að hægt sé beinlínis að tala um blokk, þá hafa þau bersýnilega sér- stöðu, sem veldur því, að þau eru sterkt afl í alþjóðastjórn- málum. Sameiginlegt þessum ríkj- um er það, að þau eru ekki í neinu stórveldabandalagi og halda fram, að með hlutleysi sínu gegni þau þýðingarmiklu^ hlutverki. Bakgrunnur þess- arar afstöðu er andúð á hern- aðarsamsteypu stórveldanna í austri og vestri. Þau hafa öll reynslu af stórveldunum, en á mismunandi hátt. Hinar gömlu nýlendur í Afríku og Asíu þekkja Vesturveldin frá því þau fóru þar með allan rétt. Júgóslavar þekkja Sovét ríkin allnáið og vita hveimig þau eru viðfangs. Fýrsti þjóðhöfðinginn, sem Tító heimsótti, var Sókarnó, forseti Indónesíu. Þessir tveir menn eru fulltrúar andstæðn- anna í hópi hlutlausu þjóð- anna. Indónesíumenn hafa lengstum verið uppteknir af baráttunni gegn nýlendu- stefnunni, sem verið hefur hálfu erfiðari viðfangs vegna innri baráttu, en Tító hefur mátt berjast við rússnesku heimsvaldastefnuna. í Burma og Indlandi er and rúmsloftið smám saman að breytast. Þessi lönd eru að gleyma afskiptum vestrænna ríkja af málum þeirra og nú er Kína það veldið, sem þau óttast mest. Áður fyrr var sambúð Kínverja og Indverja mjög góð, en þeir kærleikar eru nú úr sögunni. Indverjar hafa andstyggð á hinum harkalegu aðferðum, sem Kínverjar nota í innanríkis- málum ogóttastaðgangsfrekju þeirra á landamærum Ind- lands og Tíbet. Hörðustu á- rásirnar á Tító hafa einmitt komið frá Kína og er þarna því um sameiginlegt vanda- mál Títós og Nehrus að ræða. Framhald á 10. síðu. Bílferðir miili ianda M, EÐ hverju ári sem b'ður verður auðveldara að ferðast í einkabiíreiðum milli landa í Evrópu. Áður fyrr og á árun- um efíir síðustu heimsstyrj- öld var krafizt alls konar skjala og skilríkja, trygginga og yfirlýsinga, ef ekki bein- harðra peninga í ofanálag, a’f þeim, sem óku bifreiðum sín- um yfir landamæri. í dag geta. ökumenn farið nokkurn veginn: óáreittir fram hjá landamæra- vörðum hvar sem er í Evrópu. í hæsta lagi er beðið um bréf- . snuddu er, „triptick11 nefnist. Þetta skilríki fæst fyrir lítiiia pening, er handhægt í meðför- um og fer vel í vasa. Það er Efnahagsnefnd Sam~ einuðu þjóðanna fyrir Evrópu — ECE —, sem situr í Genf, sem hefur átt aðalfrumkvæðick að því að ryðja úr vegi skrif- finnsku og for.msatriðum í- sambandi við bifreiðaakstm* milli landa. Hvað eftir annað frá því aö síðustu styrjöld lauk hefui* ECE gengist fyrir samkomum. sérfræðinga í umferðarmálum. frá ýmsum löndum í Evrópu ► Framhald á 10. síðu. 50 miltj. börn- um og mœðr- um kjálpað HRIÐ sem leið nutu rúm- lega 50 milljónir sjiikra barna og mæðra víðs vcg- ar í heiminum aðstoðar frá Barnahjáip Sameinuðu þjóðanna — UNICEF —. Ekki eru hér taldar með þær milljónir barna og mæðra þeirra, sem nutu góðs af mjólkurgjöfum og beint eða óbeint frá heilsu- verndarstöðvum UNICEF. Sijórn UNICEF, en hana skipa fulltrúar frá 30 þjóð- um, veitti árið sem leið 22,6 milljónir dollara til framkvæmdar á 325 áætl- unum. Fyrir hvern doll- ara sem UNICEF lagði fram kontu að jafnaði 2,5 frá því landi er UNICEF starfaði. Eins og er starfar UNICEF í 97 löndum og lertdum. Af þcirri hjálparstarf- semi, sent UNICEF gekkst fyrir á árinu 1958 má nefna: Rúmlega 30 ntilljón börn og ntæður voru varin gegn ntalaríu. 15 íitilljón börn voru bólusett gegn berklaveiki. Unt 3,5 milljónir barna nutu læknishjálpar vegna hitabeltissárasjúkdómsins jaws. 1,3 milljónir barna nutu læknishjálpar vegna tra- conta og annarar skyldrar augnveiki. Um 800.000 ntanns nutu aðstoðar vegna holdsveiki. ■j,'d ntitljónir ntæðra -og barna nuíu ntjólkurgjafa í skóluin og öðrum stofnuii- um fyrir tilstilli UNICEF. Heilsuverndarstöðvum, sent kontið hefur verið upp iyrir íuilligöngu UNICEF fjölgaði á-árinu og eru þær nú samíals 19.000 talshts í öllunt heiminum. Af þeim 174 stöðvimt til gerilsneýðingar tttjólkur og til frantleiðslu á þurr- mjólk, sem UNÍCEF hefur átt frmttkvatðið að, eru nú 144 þegar teknar til starfa. < 1 >M :l <iá /1f/ < (f 1 r|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.