Alþýðublaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 12
&LÆGÐ ŒDfíílUF . — Miðvikudagur 21. janúar 1959 — 16. tbl. i Frumvarpið ium bænda húsið samþykkt í gær 40. árg Þar með er deilunni um bændahúsið lokið. Menntaskólanemar vilja fara á sjóinn Á almennum nemenda- fundi í Menntaskólanum í Reykjavík, höldnum á vegum Málfundafélagsins Framtíðin hinn 20. jan- úar 1959, var salnþykkt í einu hljóði neðanskráð á- lyktun: „Almennur nemenda- fundur menntlinga, hald- inn í Hátíðasal Mennta- skólans í Reykjavík 20. janúar 1959, lýsir yfir þeim vilja sínum, að ís- lenzkri skólþæsku vi'erði heimilað að aðstoða við framleiðslustörf útflutn- ingsatvinnuveganna á ný- hafinni vertíð. Fundurinn heinir þeim tilmælum til ríkisstjórn- ar íslands, að hún hlutist •» | & & « » I | I I MnMMWtMMWWMWMHHUMMmWHMMHtHMMUWMMWmnHWVMHHMIMMUM ti! um, að kannað verði, mcð hverjum hætti ís- lenzkir framhaldsskóla- nemar fái bezt orðið að liði við rekstur útflutn- ingsatvinnuvega nú og framvegis. Jafnframt skorar fund- urinn á alla framlialds- skólanema að fylkja liði íslenzkum útvegi til lið- sinnis.“ Unglingar brulusi inn hjá Sölunefnd. BR.OTIZT var inn hjá Sölu- nefnd varnarliðseigna að Skúla túni 4 í fyrrinótt. -Stolið var mjög verðmætum ítandtöskum, t. d. tveim, sem bosta 1200 krónur hvor. Enn fnemur var stolið alls 'kyns smá varningi; veiðistöngum, nælon-' .sokkum, filmum o. fl. Mun þýf ið vera nokkurra þúsund króna virði. Innhrotsþjófarnir voru fjór- ir, á aldrinum 14 til 16 ára. Haí'a tveir þeirra komið lítil- lega við sögu hjá lögreglunni áður. IÞjófarnir hafa skilað megn- inu af þýfinu, sumu höfðu þeir sfcemmt og fleygt töskum í sjó- irin. ÍRannsóknarlögreglan hefur tekið piltana til yfirheyrslu og tekið skýrslur af þeim. Hafa leiðfogar Framsóknar afhent kommum ÞAÐ HEFUR vakið undrun meðal verkamanna í Reykja- vík, að framsóknarmenn skuli ekki hafa sagt eitt orð í blaði sínu um framboðslistann í Dagsbriin, sem þeir lögðu fram sl. föstudagskvöld, en kommúnistar dæmdu ógild- an. Þeir virðast ekki hafa gert neina tilraun til að fá frest til að kippa í lag félagsréttind- um nokkurra manna. Ekki munu þeir heldur hafa reynt að útvega ný nöfn í stað þeirra, sem ekki voru lögleg. Þessi óvenjulega framkoma liefur gefið tilefni til spurn- inga þess efnis, hvort leiðtog- ar Framsóknarflokksins hafi ákveðið að afhenda kommún- istum allt framsóknarfylgið í Dagsbrún. Önnur skýring á þcssu furðulega framferði þeirra er varla bugsanleg. Er þá eftir að sjá, hvernig verka menn una slíkri meðferð og hvort þeir láta skrifstofuna í Edduhúsinu selja sig slíku mansali í hendur kommún- istum. DEILAN um bændahúsið í Reykjavík virðist til lykta leidd á alþingi eftir að frumvarpið var samþykkt í neðri deild í ■gair að lokinni annarri um- ræðu. Var þá frávísunartillaga Jóns Pálmasonar felld með 24 atkvæðumi gegn 5, en 5 þing- menn voru fjarverandi og 1 greiddi ckki atkvæði. Frumvarpið hefur verið mesta hitamál alþingis undan- farna daga og vakið mikla at- hygli vegna óvenjulegra orða- hnippinga þingmanna. 'Nafnakall var viðhaft við at- kvæðagreiðsluna um frávísun- artillögu Jóns Pálmasonar í néðri deild í gær að lokinni annarri umræðu. Féllu atkvæði á þessa lund: Já sögðu: Einar Olgeirsson, Gunnar Jóhannsson, Ingólfur Jónsson, Jón Pálmason og Karl Guðjónsson. Nei sögðu: Ágúst Þorvalds- son, Áki Jakobsson, Ásgeir Bjarnason, Benedikt Gröndal, Bjarni Benediktsson, Björn Ól- afsson, Eirífcur Þorsteinsson, Emiíl Jónsson, Eysteinn Jóns- son, Gísld Guðmundsson, Gylfi Þ. Gíslason, Tómas Árnason, Halldór E. Sigurðsson, Hanni- bal Valdimarsson, Jón Sigurðs- son, Lúðvífc Jósepsson, Ólafur Björnsson, Páll Þorsteinsson, Pétur Ottesen, Pétur Pétursson, Ragnhildur Helgadóttir, Sfcúli Guðmundsson, Steingrímur áínolaréflur húsnæðis fyrlr íélagisíarfsemi, LAGT hefur verið fram á al- Jíingi fi'umvarp tij laga um af- riofarétt húsnæðis fyrir félags- starfsemi. Flutningsmenn eru Hannibal Valdimarsson og Sig- urður Ágústsson. Frumvai’ps- greinin er svohljóðandi: „Styrfctarsjóðum1 Fórmanna- og fiskimannasanfbands ís- lands, Vélstjórafélags íslands, Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Aldan, Mótorvélstjóra- félags íslands, Félags íslenzkra loftskeytamanna, Skipstjórafé- íags íslands, Stýrimannafélags íslands, Skipstjóra- og Stýri- mannafélagsins Ægir Reykja- vik, Félags bryta. Kvenfélags- ms Keðjan og Kvenfélagsins Hrönn er heimilt að taka hús- eignina Bárugötu 11 í Reyfcja- vífe til afnota fyrir' félagsstarf- semi sína.“ Þetta kort er frá 15. janúar kl. 18 (Greenwich meðaí tími). Er það gott sýnishorn af veðurlagi því, sem ríkt hefur oftast nær frá áramótúm. Yfir Grænlandi er há- þrýstisvæði (loftvog 1030 millibarar), en lágþrýsti- svæði yfir Atlantshafi miíli Nýfundnalands og Bretlandseyja. Að þessu sinni er mjög djúp lægð og stormsveip- ur (loftvog 965) austur af Nýfundnalandi, en hann lireyfist austur til írlands án þess að hafa hein á- hrif á veður hér á landi. Á Suður-Grænlandi er hiti um frostmark, en 25 tij 30 stiga frost á NA- Grænlandi. Á íslandi hefur frost oftast verið 5 til 10 stig í útsveitum, en 10 til 15 stig í innsveitum (örvar á jafnþrýstilínu sýna 5 vindáttina). S muwwwMMMmmHMwvm Steinþórsson og Sveinbjörn Högnason. Fjárverandi voru: Guðmund- ur í; Guðmundsson, Jóhanji Hafstein, Kjartan J. Jóhanns- son, Ólafur Thors og Sigurður Ágústsson. Magnús Jónsson greiddi ekki atfevæði. Síðan var frumvairpið sam- þykkt til þriðju umræðu með' 23 atkvæðum gegn 4. Vísifala framfærslu kosfnaðar 212 sfki. k-> KAUPLAGSNEFND heíur reiknað út vísitölu framfærs: u- kostnaðar í Rey.kj avík hinn 1. janúar sl. og reyndist hún vei'a 212 stig. (Viðskiptamálaráðuneytið, 20. jan. 1959.) íslendingar sækja þjóðiega ráðstefnu i;;n möskvastærð. í GÆR hófst í London fi: ur fastanefndar Alþjóða h í- rannsóknaráðsins um mösfc /a- stærð. Þrír íslendingar sa-kja fundinn, þeir Davíð Ólaí; ;n fiskimálastjóri, Jón Jóns o í forstöðumaður Fis.kideildar '-t- vinnudeildar Háskólans og Hans G. Andersen amfoassa: or. Aðalverkefni fundarins er að endurskoðiai reglur um mösk ;a- stærð, sem settar voru lí'46. Ful'ltrúar eftirtalinna la” la sækja. fundinn: BéJgíu, D-m- rnerkur, Frakkl’ands, írlar 1j, íslands, Hollands, Noregs, Poi, lands, Porútgals, Spánar, Sví- þjóðar, Sovétríkjanna, Vestur- Þýzkálands, Englands. ASÍ hefur sagf álif sitl. ' MIÐSTJÓRN Alþýðusam- bands íslands hélt áfram að ræða væntanlegar i’áðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum sl. mánudagskvöld. Var þá gerð ályktun um málið. Ekki getur blaðið þó að svo stöddu skýrt frá því áliti þar eð þær upplýsingar er fulltrú- ar ASÍ fengu hjá ríkisstjórn- inni voru algert trúnaðarmál og ekki ætlast til þess að frá þeim yrði skýrt fyrr en frum- varp stjórnarinnar hefði kom-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.