Alþýðublaðið - 24.01.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.01.1959, Blaðsíða 9
( IÞróttir ) „Það þarf andlega orku, líkamlegí þrek og sið- ferðilegan sfyrk' segir Pétur EINS og skýrt var frá hér á síðunni nýlega, fór Pétur Rögnvaldsson, okkar ágæti og fjölhæfi frjálsíþróttamaður vestur til Bandaríkjanna í byrjun janúar, nánar tiltekið Kaliforníu. Þar hyggst Pétur stunda nám og æfa íþróttir í írístundum sínum, en í þeim skóla, sem Pétur nemur, Uni- versity of Southern-California, eru margir af frægustu frjáls- íþróttamönnum heimsins, svo sem Charles Durnas, Olympíu- meistari og fyrrverandi heims- methafi í hástökki og Dallas Long, efnilegasti kúluvarpari heimsins: Long er aðeins 18 ára, en hefur varpað fullorðins ,kúlu 18,61 m. Tíðindamaður íþróttasíðunn- ar rabbaði lítillega við Pétur um íþróttaferil og íþróttir al- mennt, áður en hann lagði upp í þessa langreisu. — Þú ert auðvitað fæddur 0g uppalinn í Vesturbænum, Pétur? — Nei, ekki er það svo, ég fæddist á Siglufirði 22. apríl 1934 og dvaldist þar til sjö ára aldurs. Á Siglufirði komst ég fyrst í kynni við íþróttir — lagði stund á skíðaíþróttir af kappi — keppti fyrst 7 ára gamall og á mín fyrstu verð- laun fyrir skíðakeppni. — Þegar til Reykjavíkur kom, gekk ég strax í KR og íil þess að ná ( Rögnvaldsson. byrjaði að æfa knattspvrnu og handknattleik, auk skíðaíþrótt arinnar. ■— Hvenær komst þú fyrst í kynni við frjálsíþróttir, Pétur? -— Ég hef alltaf haft gaman af hlaupum, en áhuginn fyrir frjálsíþróítum kviknaði fvrst alvarlega árið 1948, þegar Olle Ekberg var hér að þjálfa vænt anlegt Olympíulið íslendinga. Þá fóru íþróttamennirnir í hóp í göngu- og hlaupaæfingar, mér fannst þetta allt svo há- tíðlegt og spennandi. Þá skaut þeirri hugsun upp hjá mér, að gaman væri nú að taka þátt í svona og verða valinn til að keppa á Olympíuleikjum e_ða hliðstæðu stórmóti fyrir ís- lands hönd. Ég hafði einstaka sinnum farið upp á íþróttavöll og Benedikt Jakobsson þá hvatt mig til að hefja frjáls- íþróttaæfingar, en ekkert varð úr þessu hjá mér fyrr en 1952, þegar ég var 18 ára, en þá setti ég drengjamet í 110 m. grindahlaupi á 15,5 sek. og ,hljóp 100 m. á 12,0, annars var lítið sem ekkert um æfingar, en þá stundaði ég erfiða vinnu á Keflavíkurflugvelli. Næsta ár, 1953, fékk ég vinnu í bænum og fór að geta stundað æfingar meira, varð fyrst íslandsmeistari í 110 m. grindahlaupi 1953, en auk þess unglingameistari í nokkrum greinum. En fyrsta árið, sem ég æfði virkilega vel var 1954 og síðan hef ég tekið íþróttirn- sar ákveðnum tökum og fórnað miklu af frístundum mínum til þeirra. Ég varð fyrst íslands meistari í tugþraut 1954 og hef verið það síðan, en alls hef ég unnið 14 íslandsmeistarastig í einstaklingsgreinum. Fyrsta landskeppnin, sem ég tók þátt i var gegn Hollendingum hér heima 1955 og gekk illa, varð síðastur í 110 m. grindahlaupi, síðan hef ég verið fjórum sinn- um með í landskeppni. Utan- farir hafa verið ýmsar, bæði á vegum KR og FRÍ. -— Hvað viltu nú segja um allar þessar æfingar og keppni? — íþróttir eru ágætar og nauðsynlegar fyrir ókvænta menn, en það verður erfiðara að fylgjast með, þegar konan kemur í spilið. Það kemst eng- inn hjá því að vanrækja annað hvort konuna eða íþróttirnar. Hvað mig snertir, hef ég hugs- að mér að æfa vel til 1960 og reyna að ná það góðum ár- angri, að ég verði valinn í Olympíulið íslendinga til Róm. Eftir það mun heldur draga úr íþróttaæfingum hjá mér. — Hvaða eiginleikum þarf góður íþórttamaður að vera gæddur, að þínu áliti? — Til þess að ná góðum ár- Framhald á 5. síðu. * ÓSKALÖG * ELLY VILHJÁLMS * RAGNAR BJARNASON og * K.K, sextéttinn leikur nýjustu calypsó, rock og dægurlögin. Aðgöngumiðasala frá kl. 4-—6. Komið tímanlega og tryggið ykkur miða og borð. DANSLEIKUR Iðnó í kvöld klukkan 9. Iðnó Iðnó Ullarcfni allskonar Nærfatnaður — Náttkjólar Sokkar — Vettlingar Prjónavörur — Barnaföt Regnföt — Leðurlíking Eins og að undanfömu munum við á árinu 1959, úfvega frá neðangreindum fyrirlækjum í Tékkósiévakíu: GÓLFDÚKAR: Gúmmí, Línoleum, Plast Penslar — Burstar Tölur — Hnappar Ferðatöskur — Leðurvara Leikföng — Gerfiblóm Herðatré o. fl. ; STBOJEXPOHT Stálgrindahús: Gróðurhús, Vörugeymslur, Verksmiðj uhús I.WVJ Saumavélar Vefstólar Smásjár Sjónaukar Sólglcraugu 1 Þilplötur (Hai’d boarcl) Trétex Parket Fólks- og vörulyftur Brýr — Vinnupallar Ðælur — Botnventlar Sjálfvirkt vatnskerfi Brynningartæki Rafmótorar ARIIA- Myndabækur spil o. fl. Hjólbarðar — Slöngur Reiðhjól — Varahlutir Rifflað mottugúmmí Plast- og gúmmíslöngur Vélareimar o. fl. Niðursoðnir ávexíir. ’grænmeti o. fl. Kex Makkaroni — Spha-hetti CHEMAPOl Kcmiskar vörur Kerti o. fl. Rifflar — Haglabyssur Skotfæri Jarðstrengir fyrir rafmagn og síma TECHNOEXPORT Heilar verksmiðjur Vatnsaflstöðvar o. fl. Alþýðublaðið — 24. jan. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.