Morgunblaðið - 07.11.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
253. tbl. 78. árg.
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1990
• •
Ofgamenn í
Israelhóta
blóðhefndum
ÖFGAMENN úr röðum gyðinga í
Jerúsalem sóru þess eið í gær að
láta arabískt blóð streyma um göt-
ur borgarinnar til að hefna leiðtoga
síns, Meirs Kahanes rabbína, sem
var myrtur í New York í fyrrinótt.
Talið er að morðingi rabbínans sé
arabi en Kahane hafði barist fyrir
því að arabar yrðu reknir úr ísrael
og af hernumdu svæðunum. „Ég
lofa ykkur því að arabískt blóð mun
streyma eins og fljót um göt-
urnar,“ sagði Yoel Ben David, einn
af forystumönnum Kach-flokksins,
sem Meir Kahane stofnaði. „Kah-
ane rabbíni hafði á röngu að standa
þegar hann sagði að flytja ætti
arabana í burtu. Fyrst drepum við
þá og síðan losum við okkur við
þá,“ sagði annar félagi í Kach-
flokknum, Barbara Ginsburg.
Talsmenn Jihad, hreyfingar Pal-
estínumanna í Jórdaníu, fögnuðu
morðinu á Kahane en sögðust ekki
vita hveijir hefðu staðið fyrir því.
Hreyfíngin hafði lagt fé til höfuðs
rabbínanum.
Sjá „Óttast að ísraelskir öfga-
menn hefni..." á bls. 22.
Saddam ákveður að láta
108 vestræna gísla lausa
Nikósíu. Kaíró. Reuter.
SADÐAM Hussein íraksforseti ákvað í gær að sleppa 108 vestræn-
um gíslum vegna áskorana fulltrúa fimm ríkja sem rætt hafa við
íraska ráðamenn í Bagdad síðustu daga. Flestir þeirra eru japan-
skir eða 77 og fljúga þeir heim með Yasuhiro Nakasone forsætis-
ráðherra sem átti fundi með Saddam í gær og fyrradag.
Einnig verður 20 ítölum, fimm
Svíum, tveimur Portúgölum,
tveimur Þjóðveijum og tveimur
Áströlum sleppt. Þrátt fyrir þetta
eru þó enn rúmlega 2.000 vest-
Landbúnaðarráðherrar EB:
Samkomulag
um 30% lækk-
un styrkja
Brussel. Reuter.
SAMKOMULAG náðist á fundi
landbúnaðarráðherra Evrópu-
liandalagsríkjanna (EB) í gær-
kvöldi um 30% lækkun niður-
greiðslna og styrkja til landbún-
aðar til ársins 1996 og er þar
með talið að skriður rnuni kom-
ast á ný á viðræður um afnám
tolla í alþjóðaviðskiptum
(GATT).
Ráðherrarnir höfðu átt sex ár-
angurslausa fundi um afstöðu
bandalagsins til GATT-viðræðn-
anna en í gær samþykktu þeir svo
tillögur sem framkvæmdastjórn EB
lagði fram í byijun síðasta mánaðar
nánast óbreyttar. Er í aðalatriðum
gert ráð fyrir því að niðurgreiðslur
og styrkir til landbúnaðar verði
lækkaðir um 30% miðað við tímabil-
ið 1986-96.
rænir gíslar í haldi íraka.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, ræddi í gær við
Hosni Mubarak Egyptalandsfor-
seta um ástandið við Persaflóa og
hugsanlegar hernaðaraðgerðir til
að hrekja íraka frá Kúvæt. Að því
loknu hitti Baker Qian Qichen,
utanríkisráðherra Kína og í sam-
eiginlegri yfirlýsingu þeirra lögðu
þeir áherslu á að friðsamleg lausn
Persaflóadeilunnar fyndist. Baker
sagði hins vegar að ekki mætti
útiloka aðrar leiðir til að binda
enda á innrás íraka í Kúvæt og
mun þar hafa átt við hernaðarað-
gerðir.
Willy Brandt fyrrum kanslari
Vestur-Þýskalands átti í gær viðr
ræður við íraska ráðherra og búist
er við að hann ræði við Saddam
í dag. Sagðist hann myndu leggja
nýjar tillögur um friðsamlega
lausn stríðsástandsins fyrir íraks-
forseta en útskýrði ekki í hveiju
þær væru fólgnar. Brandt hyggst
reyna að fá allt að 400 þýska gísla
lausa í ferð sinni og þótti það til
marks um bjartsýni hans um ár-
angur af ferðinni að hann kom til
íraks á 259 sæta leiguþotu frá
Lufthansa-flugfélaginu.
Anker Jorgensen fyrrum for-
sætisráðherra Danmerkur hélt
áleiðis til íraks á mánudag en er
nú strandaglópur í Amman í Jórd-
aníu þar sem hann hefur enn ekki
fengið vegabréfsáritun. Jorgensen
sagðist hafa afráðið að fara til
íraks vegna sérstakra -óska þar
að lútandi frá 31 af hinum 60
dönsku gíslum sem þar eru í haldi.
Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands, lét í gær í ljós
áhyggjur vegna ferðalaga vest-
rænna stjórnmálamanna til
Bagdad og taldi þau geta spillt
samstöðunni gegn írökum. Hún
ræddi í gær við Hússein Jórdaníu-
konung og sagði honum að ekki
væri útilokað að írakar yrðu
hraktir frá Kúvæt með hervaldi.
Irland:
Hnífjöfn barátta í
forsetakosningum
Dublin. Reuter.
BRIAN Lenihan, sem vikið var úr ríkisstjórn írska lýðveldisins
fyrir nokkrum dögum, og Mary Robinson, einstæð þriggja barna
móðir, eru hnífjöfn samkvæmt síðustu skoðanakönnunum fyrir
forsetakosningarnar sem verða í dag. Dagblaðið Irish Times
segir þau hafa 43% fylgi en þriðji frambjóðandinn, Austin
Currie, er Ieggur áherslu á sameiningu írska lýðveldisins og
Norður-írlands, nýtur stuðnings 14% kjósenda samkvæmt könn-
un blaðsins.
Robinson er 46 ára gamall
lögfræðingur og þekkt fyrir bar-
áttu sína fyrir auknum réttindum
kvenna og homma. Hún vill auk
þess gera sölu á getnaðarveijum
auðveldari og leyfa skilnaði _en
allt eru þetta viðkvæm mál í ír-
landi þar sem kaþólska kirkjan
er mjög öflug. Embætti forseta
er að mestu táknræns eðlis og
segist Robinson ekki munu reyna
að auka völd þess.
Lenihan er frambjóðandi
stjórnarflokksins Fianna Fail er
hefur ráðið mestu í landinu frá
því að það hlaut sjálfstæði frá
Bretum. Lenihan varð að víkja
úr stjórn vegna ásakana um ótil-
hlýðilegar tilraunir til að hafa
áhrif á gerðir forseta landsins
fyrir átta árum. Hljóti enginn
frambjóðandi meira en helming
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Gro Hariem Brundtland:
Setjimi ekki
skilyrði fyr-
ir samning-
um um EES
Ósló. Reuter.
GRO Harlem Brundtland forsætis-
ráðherra Noregs sagði í gær að
stjórn Verkmannaflokksins myndi
leggja áherslu á að samningavið-
ræðum Fríverslunarbandalags
Evrópu (EFTA) og Evrópubanda-
lagsins (EB) um evrópska efna-
hagssvæðið (EES) yrði hraðað og
myndu Norðmenn ekki setja nein
skilyrði fyrir samningum.
Br.undtland flutti í gær stefnuræðu
sína á þingi og sagði við það tæki-
færi að Norðmenn vildu getá notið
sem flestra ávaxta samninga EB og
EFTA. „Stjórnin mun kappkosta að
þessir samningar takist sem best og
Norðmenn verða að taka þátt í þeim
án þess að setja fram fyrirvara sem -
mismuna þegnum annarra ríkja,“
sagði Brundtland. Með því mun hún
eiga við lög sem takmarka möguleika
útlendinga til fjárfestinga í fasteign-
um, iðnaði og bankastarfsemi. Sam-
steypustjórn Jans P. Syse, leiðtoga
Hægriflokksins, féll í síðustu viku
þegar Miðflokkurinn hafnaði því að
rýmka þessi lög.
Talsmenn Verkamannaflokksins
sögðu að stjórn Brundtlands ráðgerði
að taka ekki afstöðu til hugsanlegrar
umsóknar um aðild að EB fyrr en
samningum um EES væri lokið.
í stefnuræðu sinni sagði Brundt-
land að megin viðfangsefni stjórnar-
innar yrði að draga úr atvinnuleysi,
auka velferð barna og vinna að um-
hverfisvemd. Reynt yrði að vinna
bug á atvinnuieysi með því m..a að
auka útgjöld til samgöngu- og hús-
næðismála. Tilkynnti hún að stjórnin
hygðist skattleggja koltvíildisfram-
leiðslu á olíuborpöllum í Norðursjó.
Skatturinn, sem áætlaður er að nemi
460 milljónum norskra króna á næsta
ári, jafnvirði 4,3 milljarða ÍSK, yrði
notaður til umhverfishreinsunar.
Hluti skattsins yrði veittur til meng-
unarvarna í þróunarríkjum.
Mary Robinson
atkvæða yerður kosið milli
tveggja efstu og er Robinson
sögð líklegri til að fá stuðning
kjósenda Currie en Lenihan sem
hefur sótt mjög á í skoðanakönn-
unum undanfarna daga. Búist
er við niðurstöðutölum kosning-
anna á föstudag.