Morgunblaðið - 07.11.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1990
29
Vöxtum Is-
landsbanka
mótmælt
AUKAÞING Alþýðusambands
Norðurlands hefur mótmælt
vaxtahækkun íslandsbanka og
harmar sérstaklega að banki sem
verkalýðshreyfingin á aðild að
skuli fyrstur hækka vexti.
í ályktun sem samþykkt var á
aukaþingi Alþýðusambands Norður-
lands um helgina kemur fram að
sambandið mótmæli harðlega vaxta-
hækkun þeirri, sem gildi tók hjá ís-
landsbanka nú um mánaðamótin og
nemi allt að 16% hækkun þeirra
vaxta sem áður voru í gildi. Þeir
hafi af flestra dómi verið nógu háir.
„Alveg sérstaklega harmar þingið,
að það skuli vera sá banki, sem
verkalýðssamtökin eiga aðild að, sem
nú ríður á vaðið með ótímabæra
vaxtahækkun. Anægjulegra hefði
verið, að einmitt sá banki reyndist
öðrum bönkum íhaldssamari, þegar
um vaxtahækkanir er að ræða,“ seg-
ir í ályktun Alþýðusambandsins.
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Ýttu bíl Eyjafjarðarhringinn
Knáir krakkar úr 10. bekk Glerárskóla ýttu þessari bifreið litla
Eyjafjarðarhringinn á laugardaginn, en það gerðu þau til að
afla fjár í ferðasjóð sinn. Lagt var af stað frá skólanum nokkru
fyrir hádegi og til baka komu þau síðdegis, en þrjár bekkjar-
deildir skiptust á að ýta bilnum þrjátíu kílómetra leið.
Atkvæðagreiðsla félaga í FFSÍ:
Gera þarf kröfur um
lágmarksþátttöku
- segir Sverrir Leósson formaður UN
SVERRIR Leósson formaður Út-
vegsmannáfélags Norðurlands
segist undrast þá lélegu þátttöku
sem var i atkvæðagrciðslu um
nýjan kjarasamning félaga í Far-
og fiskimannasambandi Islands
um helgina og taldi það grundvall-
aratriði að til að atkvæðagreiðsla
af þessu tagi teljist gild verði þátt-
taka að minnsta kosti að ná 55%.
„Ég er-þeirrar skoðunar, að þegar
verið er að greiða atkvæði um svo
veigamikla ákvörðun eins og þá að
beita verkfallsvopninu, þá ætti það
að vera grundvalíaratriði að þátttak-
an nái minnst 55%. Það er með ólík-
indum hversu léleg þátttaka yfir-
manna á fiskiskipum var í atkvæða-
greiðslu um jafn alvarlega ákvörð-
un,“ sagði Sverrir.
Hann sagði að í samningum frá
1987 hefði verið tekin ákvörðun um
olíúverðsviðmiðun, þannig að við
stighækkandi ■ olíuverð lækkaði
skiptaverðsprósentan, en hún yrði
aldrei lægri en 70% og aldrei hærri
en 76%. „Um þetta varð samkomulag
á milli sjómanna og útvegsmanna. L
Nú gerist það svo að olíuverð er
mjög hátt þannig að skiptaprósentan
fer niður í 70% og við það vilja sjó-
menn ekki una, en ég bendi á það
að fyrr á árinu var hún 76% og þá
sögðu sjómenn ekkert."
Leysist deilar ekki kveðst Sverrir
búast við löngu verkfalli. „Það má
benda á, að sjómenn hafa notið
hækkunar sem kemur í kjölfar hag-
stæðs fiskverðs að undanförnu og
þeirra hiutur hefur verið verulega
stærri en aðrir þjóðfélagshópar hafa
búið við. Mér þykir því mjög undar-
legt að þeir vilji nú nánast bijóta
þjóðarsátt, stíga fyrsta skrefið í þá
átt að hleypa af stað óstöðvandi
skriðu," sagði Sverrir.
Vélritunarkennsla
Nóvembernámskeið eru að byrja.
Vélritunarskólinn, s. 28040.
□ GLITNIR 599011077 - 1
I.O.O.F. 9 = 1721178V2 =
□ HELGAFELL 59901177 VI 2
I.O.O.F. 7 = 172117872’=
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
fflTj SAMBAND ISLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssamkoma á Háaleit-
isbraut 58 í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður: Gísli H. Friðgeirs-
son. Allir velkomnir.
Vakningarsamkóma
í Fíladelfíu, Hátúni 2, í kvöld og
næstu kvöld kl. 20.00. Roger
Larson predikar og þjónar.
Sönghópur syngur frá kl. 19.40.
Verið velkomin.
Sálarrannsóknarfélagið I Hafnar-
firði heldur fund í Góðtemplara-
húsinu annað kvöld, fimmtudag-
inn 8. nóv., kl. 20.30.
Á dagskrá m.a.:
Séra Sigurður Helgi Guð-
mundsson minnist látinna og
Selma Júlíusdóttir, miðill segir
frá miðilsþjálfun sinni, reynslu
og starfi. Þetta er í fyrsta sinn,
sem Selma kemur opinberlega
fram.^n hún hefur haldið einka-
fundi og starfað I bænahringum.
Spiluð verður stutt segulbands-
upptaka frá einum bænahrings-
fundi hennar.
Allir eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
Stjórnin.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
hefur sýnikennslu í matreiðslu á
margskonar kjúklingaréttum í
Félagsheimilinu á Baldursgötu 9
miðvikudagskvöldið 7. nóvem-
ber kl. 20.30. Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Kerlingarfjallahátíðin
verður föstudaginn 9. nóvember
í Átthagasal Hótels Sögu fyrir
18 ára og eldri.
Forsala aðgöngumiða er í dag,
miðvikudag og á morgun,
fimmtudag, milli kl. 17.00 og
19.00 í anddyri Súlnasalar, sími
20221.
Miðarveröa einnig seldirvið inn-
ganginn á föstudag frá kl. 19.30.
Hittumst heil!
Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3S 11798 19533
Miðvikudagur7. nóv.
Myndakvöld
Ferðafélagsins
Vestfirðir
og Hvítárnesgangan
Myndakvöld verður að venju í
Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og
hefst stundvíslega kl. 20.30.
Fyrir hlé mun Skúli Gunnarsson
sýna myndir úr sumarleyfisferð
Ferðafélagsins á Vestfirði (Vest-
fjarðahringnum). Þar koma við
sögu staðir eins og Látrabjarg,
Þingeyri, Selárdalur, Svalvogar,
Lokinhamrar, ísafjarðardjúp
með Æðey o.fl. Einnig verður
stutt myndasyrpa úr sumarleyf-
isferðinnni: Reykjafjörður -
Drangajökull.
Eftir hlé verður sýnt myndband
Magnúsar Sveinssonar úr
nokkrum af afmælisgöngunum
vinsælu frá Reykjavík í Hvítár-
nes. Við ítrekum ósk okkar um
að þeir, sem eiga litskyggnur
úr afmælisgöngunni, hafi sam-
band við skrifstofuna. Dregið
verður i happdrætti afmælis-
göngunnar.
Góðar kaffiveitingar á vegum
félagsmanna í hléi. Ferðafé-
lagsspilin verða tll sölu, en
ágóði þeirra rennur í bygginga-
sjóð. Fjölmennið, jafnt félagar
sem aðrir. Við minnum einnig
á nóvembertilboð til nýrra fé-
lagsmanna.
Félagsheimilisbyggingin,
Mörkinni 6
Nú vantar margar vinnufúsar
hendur í sjálfboðavinnu á næst-
unni við nýbyggingu Ferðafé-
lagsins. Nánari upplýsingar á
skrifstofunni. Allir velkomnirl
Ferðafélag íslands.
Þjóðarflokkur afneitar
Heimaslj órnarsamtökum
„ENGAR viðræður hafa átt sér
stað milli stjórnar Þjóðarflokks-
ins né annarra stofnana hans við
forsvarsmenn Heimastjórnarsam-
takanna. Því er það rangt sem
skilja mátti á ummælum, sem
höfð hafa verið eftir hvatamönn-
um að stofnun Heimastjórnarsam-
takanna, að Þjóðarflokkurinn
ætti aðild að undirbúningi á
þeirra vegum,“ segir í tilkynningu
frá Þjóðarflokknum sem send
hefur verið fjölmiðlum.
Þjóðarflokkurinn boðaði til blaða-
mannafundar, „til að leiðrétta, eða-
bera af okkur það sem ekki er rétt“,
eins og Arni Steinar Jóhannsson
orðaði það um meinta aðild flokksins
að undirbúningi stofnunar Heimá-
stjórnarsamtakanna, en auk hans
talaði Benedikt Sigurðarson máli
flokksins á fundinum.
„Það ber að harma að ranglega
hefut' verið greint frá þessu máli,
slíkt verður áldrei til framdráttar
góðurn áformum um samstillingu
þeirra krafta sem helst gætu orðið
til framdráttar lýðræði í landinu og
landsbyggðinni til réttarbóta,“ segir
í tilkynningu flokksins.
Landsfundur Þjóðarflokksins
verður haldinn í Ölfusborgum dag-
ana 23. til 25. nóvember næstkom-
andi, en þar verður unnið að stefnu-
skrá flokksins og stjórnmálayfirlýs-
ingu. Undirbúningur kosninga er
hafinn í öllurakjördæmum landsins.
Saga Akureyrarkirkju gefin út:
Hefur verið skemmtilegt
o g stundum spennandi
- segir höfundurinn, Sverrir Pálsson, sem ritaði sög-
una í tilefni af 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar
SVERRIR Pálsson, fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar, er nú að Ieggja síðustu hönd á bók sína um sögu Akur-
eyrarkirkju, en formlegur útgáfudagur hennar er 17. nóvember
næstkomandi, á 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Bókin er ríflega
500 síður og prýdd fjölda mynda, en samtals eru rétt um 300
myndir í bókinni. Sverrir hefur unnið óslitið við bókina frá því
í september í fyrra, en það var á vordögum árið 1988 sem hann
hóf að leita eftir heimildum og ræða við ýmsa þá sem kunnugir
voru einstökum þáttum í sögu kirkjunnar.
„Þetta verkefni hefur verið
mjög skemmtilegt, jafnvel miklu
skemmtilegra en ég bjóst við fyr-
irfram og á stundum blátt áfram
spennandi," segir Sverrir. Sóknar-
nefnd kaus á árinu 1987 útgáfu-
nefnd, sem falið var að sjá um
að saga Akureyrarkirkju og
kirkjuhalds í sókninni yrði skráð.
Fulltrúar nefndarinnar ræddu við
Sverri síðla árs um hvort hann
væri fús að taka verkið að sér.
„Ég sá í hendi mér að þetta var
mikið verk sem ekki yrði unnið í
hjáverkum,“ segir Sverrir, sem á
þessum tíma var skólastjóri gagn-
fræðaskólans, en hann ákvað
síðan að verða við ósk útgáfu-
nefndar og hóf verkið vorið 1988.
Starfi sínu við skólann sagði hann
lausu ári síðar og frá því á síðasta
hausti hefur hann í fullu starfi
unnið við að skrifa sögu Akui'-
eyrarkirkju. Ritun sögunnar lauk
í vor, en endurskoðun, prófarka-
lestur, myndasöfnun og samning
nafna- og myndaskráa hefur tekið
tíma.
Sverrir leitaði víða fanga hvað
varðar heimildir, ýmsar fundar-
gerðabækur, s.s. sóknarnefndar,
gáfu mikilsverðar upplýsingar,
svo og bréf og skjöl sem er að
finna í skjalasafni Húsameistara
ríkisins. Fundargerðir sóknar-
nefndar yfir 20 ára tímabil, frá
1934-54, eru glataðar, en Pétur
Sigurgeirsson biskup hljóp þar
undir bagga og léði einkabréf úr
bréfasafni föður síns, Sigurgeirs
Sigurðssonar, en hann hafði feng-
ið fjölda bréfa frá sóknarprestin-
um, séra Friðrik J. Rafnar, um
gang mála við Akureyrarkirkju á
þessum tíma.
110 köflum bókarinnar er ítar-
lega greint frá sögu kirkna og
kirkjulegs starfs frá upphafi til
vordaga 1990. Akureyringar áttu
í fyrstu kirkjusókn til Hrafnagils-
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sverrir Pálsson í vinnustofu
sinni.
kirkju eða allt fram til ársins 1863
er kirkja var vígð í Fjörunni. Sú
kirkja var rifin veturinn 1943,
eftir að hafa verið leigð Bretum
sem vörugeymsla um tveggja ára
skeið. Fimmtíu ára saga núver-
andi Akureyrarkirkju er og að
sjálfsögðu í bókinni, byggingar-
saga, kirkjulega starfið og félags-
störf margs konar, sagt er frá
búnaði og hljóðfærum, gerð grein
fyrir sóknarnefndármönnum,
safnaðarheimili og kirkjugarði.
Þá eru í bókinni æviatriði þeirra
18 presta sem starfað hafa við
Akureyrarkirkju.