Morgunblaðið - 07.11.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1990 IBM opnar tölvusýn- ingu í Hekluhúsinu NÝJUNGAR á fjölmörg'um sviöum tölvutækninnar eru kynntar á mikilli tölvusýningu IBM á íslandi sem hefst í dag undir yfirskrift- inni „Undraheimur IBM“. Stendur sýningin til 11. nóvember. Frétta- mönnum var í gær boðið að skoða sýningarsvæðið í nýja Hekluhús- inu við Laugaveg og mátti þar sjá ýmsar nýjungar og framfarir í tölvuvæðingu og hvernig þær má hagnýta á ýmsum sviðum með aðgengilegum hætti, s.s. við listsköpun, í sjávarútvegi, við hönnun, á heimilum og fyrir fatlaða. Gunnar -M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi, sagði að hér væri ekki sölusýning á ferðinni heldur eingöngu kynning á fjölbreyttum og áhugaverðum notkunarsviðum. Sagði hann að áhersla væri lögð á skemmtilega og aðgengilega framsetningu svo börn jafnt sem fullorðnir, kunnáttumenn sem aðr- ir, gætu kynnst nýjungum og notk- unarmöguleikum tölva. Nemendur við Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands hafa að- stoðað við uppsetningu og veita sýningargestum leiðbeiningar á svæðinu, sem er skipt upp í 15 viðkomustaði. Á sýningunni er kynnt hagnýt- ing tölva í heilbrigðismálum, við verslun, á skrifstofum, í skóla- starfi, tækni og við orðasöfnun svo dæmi séu nefnd. Miklar framfarir hafa orðið í notkunarmöguleikum tölva fyrir fatlaða. Á tölvusýningunni er m.a. kynntur sérbúnaður fyrir talmeina- fræðinga, svokölluð talsjá, til að þjálfa mál þeirra sem eiga við tal- örðugleika að stríða. Textasími sem gerir heyrnarlausum kleift að tala við aðra í síma og skjálesari fyrir blinda og sjóndapra. Skjáles- arinn gerir sjóndöprum kleift að heyra það sem aðrir sjá á skjánum og velur notandinn það svæði á skjá sem hann vill að sé lesið með sérstöku hnappaborði. Gísli Helga- son kynnti búnaðinn, og líkti hon- um við byltingu. Sagði helsta kost hans vera að hann gerði mögulegt að nota talgervil við hvaða rit- vinnsluforrit sem er. Sagði hann að búnaðurinn væri á lokastigi framleiðslu og mætti búast við að hann yrði settur á almennan mark- að næsta haust. „Skjálesarinn nýt- ist mjög vel og ekki síður þeim sem ekki lesa blindraletur,“ sagði hann. v Morgunblaðið/Sverrir Fjöldi starfsmanna sýndi fréttamönnum fjölbreytta notkunarmögu- leika tölvanna á sýningunni „Undraheimur IBM“, sem verður opnuð í dag. Fullorðin kona rænd á Suðurlandsbraut VEÐUR iDAGkl. 12.00 HeimiW: Veðuretofa Isfands (8yB8! 8 V06orspl W. 16,151 gœr) VEÐURHORFUR í DAG, 7. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Um 500 km suðsuðaustur af Hvarfi er 974 mb víðáttumikil lægð sem þokast austur en yfir Skotlandi er 1.036 mb hæð sem enn fer vaxandi og þokast aðeins í norðausturátt. SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt og kaldi og síðar kaldi vestanlands en heldur hægari norðaustanlands. Áfram súld sunnanlands og með vesturströndinni en víðast bjart veður á Norður- og Austur- landi. Hiti 5-12 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Suðaustlæg átt. boku- súld við suður- og austurströndina, skýjað en þurrt að mestu vest- anlands en léttskýjað í innsveitum á Norður- og Austurlandi. Frem- ur hlýtt um mestallt land, þó ef til vill næturfrost í innsveitum norð- austanlands. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað ZjHh Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda r * / * * * * * * * Snjókoma * * * 1 Q° Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða ’, 5 Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hlti 11 9 veður skýjað súld Bergen 7 léttskýjað Helsinki 5 skýjað Kaupmannahöfn 9 léttskýjað Narssarssuaq 7 úrk.ígrennd Nuuk +3 snjókoma Ósló 8 léttskýjað Stokkhólmur 7 skýjað Þórshöfn 8 skúr á síð. klst. Algarve 20 skýjað Amsterdam 8 rlgning Ðarceiona 13 rignlng Berlin 5 skýjað Chlcago 1 hálfskýjað Feneyjar 11 skýjað Frankfurt 8 skýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 6 skýjað Las Palmas 25 alskýjað London 10 léttskýjað Los Angeles 13 léttskýjað Lúxemborg 4 hálfskýjað Madríd 11 alskýjað Malaga vantar Mallorca 17 skýjað Montreal 7 rigning NewVork 14 skýjað Orlando vantar París 14 skýjað Róm 6 skýjað Vín 6 skýjað Washington 11 léttskýjað Winnipeg 4-12 léttskýjað MAÐUR um fertugt réðist að 78 ára gamalti konu á Suðurlands- braut á mánudagsmorgun og rændi af henni handtösku með um 28 þúsund krónum. Maðurinn komst undan á hlaupum og hefur hann ekki náðst. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins var konan að koma úr Landsbankanum við Suðurlandsbraut um ellefuleytið í gærmorgun, og var hún að ganga að biðskýli SVR í grennd við Bif- reiðar og landbúnaðarvélar, þegar maðurinn, sem klæddur var grá- grænni hettuúlpu, kom hlaupandi og sleit af henni handtösku. Hljóp maðurinn síðan í átt að Laugardals- höllinni, þar sem hann tók seðla- veski úr handtöskunni, en töskunni henti hann frá sér áður en hann hvarf á braut. í seðlaveskinu voru auk peninganna nafnskírteini, strætisvagnakort og fleira. Hirtshals í Danmörku: Barðinn GK með 30 krón- ur fyrir síld BARÐINN GK fékk 29,90 króna meðalverð fyrir ferska síld í Hirtshals í Danmörku á mánudag og þriðjudag. Seld voru samtals 106 tonn af sfld úr Barðanum í Hirtshals og 36 krónur fengust fyrir kílóið af bestu sfldinni úr skipinu. Skjálftavirkni hófst á laugardag um 45-50 km undan Reykjanestá Fyrir um viku hófst skjálftavirkni um 120 km suöur á Reykjaneshrygg. Á þessar slóöir var rann- sóknaleiöangurinn geröur út. I september gekk yfir hrina meö skjálftum allt aö 5,5 stig á Richter um 1000 km undan landi I maí í fyrra gekk yfir skjálfta- hrina á Reykjaneshrygg um 500 km suöur af Reykjanestá . ~................... Enn verður vart jarð- skjálfta við Reykjanes ENNÞÁ er virkni á jarðskjálfta- svæðinu út af Reykjanestá og mældust í fyrradag skjálftar að styrkleika upp undir 4 stig á Richter-kvarða um 120 kílómetra undan landi, að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræð- ings. Leiðangursskip Hafrannsókna- stofnunar, Bjarni Sæmundsson, var á þessum slóðum með hóp vísinda- manna og kom skipið til hafnar í gær. Leiðangursmenn telja ýmis- legt benda til þess eldgos hafi orðið neðansjávar á þessu svæði, en þó váeri ekki hægt að fullyrða um það fyrr en búið er að vinna úr gögnum frá leiðangrinum. Mengnn við Kletta- garða rannsökuð HAFNARSTJÓRA hefur verið falið að kanna mengunarástand á lóðinni Klettargarðar 9, þar sem fyrirtækið Hringrás hefur starfsemi sína. Á lóðinni eru bílhræ og brotamálmar en svæð- ið er ekki afgirt. Málið heyrir einnig undir Heil- brigðis- og hollustuvernd og mun hafnarstjóri vinna að rannsókn málsins í samvinnu við þessa aðila. „Við munum kanna hvað þarna er á ferðinni og þá hvað sé til ráða,“ sagði Hannes Valdimarsson, hafn- arstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.