Morgunblaðið - 07.11.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1990 Reykjavíkurborg: 330 millj. til bygging- ar hjúkrunarheimilis BORGARRÁÐ samþykkti í gær að veita 330 milljónum króna til byggingar hjúkrunarheimilis fyrir aldraða við Gagnveg í Graf- arvogshverfi í Reykjavík. Þar er ráðgert að rísi heimili með 100 sjúkrarúmum en það er sjálfs- eignarstofnunin EIR sem standa mun að byggingu heimilisins. Áætlaður kostnaður er 840 millj- ónir kr. en gert er ráð fyrir að rekstur stofnunarinnar verði kostaður af sjúkratryggingum ríkisins samkvæmt daggjalda- kerfi eða með föstum framlögum á fjárlögum. Að EIR standa Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Samtök blindra- vina, Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði, Félag aðstandenda alzheimersjúklinga, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Sjálfseignarstofnunin Skjól. Samkvæmt samningi sem Prix Europe- verðlaunin afhent: Bresk mynd valin best BRESKA sjónvarpsmyndin „The Firm“ hlaut Prix Europe-verð- launin í samkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva um bestu sjón- varpsmyndina, en verðlaunin fyrir þetta ár voru afhent í Barc- elona í gærkvöldi. Verðlauna- myndin var framlag BBC í keppninni. Framlag íslenska sjónvarpsins í keppninni var myndin „Steinbarn" eftir Vilborgu Einarsdóttur og Kristján Friðriksson, og var hún ein af 15 myndum sem valdar voru úr hópi 36 mynda í úrslitakeppnina. _ ^ Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur J. Guðmundsson og Guðmundur Agústsson útibússtjóri íslandsbanka á Laugavegi 31 (þar sem Alþýðubankinn var áður til húsa) takast í hendur eftir að gjaldkeri Dagsbrúnar hafði tekið við ávísun fyrir innistæðum Dagsbrúnar hjá gjaldkera. Á milli þeirra sést Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar. Peningar Dagsbrúnar í bankahólfi Islandsbanka Reykjavíkurborg hefur gert við EIR tekur sjálfseignarstofnunin við þeim undirbúningi sem unninn hef- ur verið af Reykjavíkurborg fram til 1. september sl., en þær fram- kvæmdir hafa kostað borgina 7 milljónir króna. Telst sá kostnaður framlag frá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg greiðir 5 millj- ónir kr. við undirskrift samnings- ins, 7 milljónir 10. desember nk. og 3 milljónir kr. 5. janúar á næsta ári. Þá greiðir borgin 75 milljónir króna á hvetju ári frá og með 1991 til og með 1994 og er fjárhæðin bundin vísitölu byggingarkostnað- ar. Brezkir veðbankar: Ástu Sigríði spáð 6. sæti Brezkir veðbankar spá Ástu Sigríði Einarsdóttur, Fegurðar- drottningu Islands, 6. sæti i keppninni Miss World, sem fram fer í London annað kvöld. Veðbankarnir hafa mesta trú á sovézku fegurðardrottningunni en stúlkurnar frá Englandi, Venesuela, írlandi og Noregi eru taldar eiga möguleika á sigri auk Ástu Sigríð- ar. Veðmálafyrirtækið Coral tak- markar hæsta boð við 20 pund, sem er óvenjulegt. Á skrifstofu fyrirtæk- isins fengust þær upplýsingar í gær að þetta væri vegna þess að kvis- ast hefði út frá aðilum sem standa nærri keppninni, að þetta væru þær sex stúlkur sem ættu mesta mögu- leika. FORYSTUMENN verkamanna- félagsins Dagsbrúnar tóku í gærmorgun um 106 milljónir af innistæðum félagsins út úr íslandsbanka. Úttektin var í formi ávísunar frá íslands- banka sem ekki var skipt í gær heldur sett til geymslu í banka- hólf i útibúi Islandsbanka við Lækjartorg. Félagsfundur Dagsbrúnar á sunnudag ákvað að félagið hætti öllum viðskipt- um við íslandsbanka ef hann drægi vaxtahækkun sína frá síðustu mánaðamótum ekki til baka. Halldór Björnsson, varaform- ' aður Dagsbrúnar, sagði í gær að ekki væri búið að ákveða hvert félagið sneri sér með dagleg bankaviðskipti í framtíðinni. Það tæki tíma að undirbúa ákvörðun um það. Hins vegar væru margar bankastofnanir tilbúnar til að geyma þær rúmu 100 milljónir sem teknar voru út úr íslands- banka í gær. Bjóst hann.við að ávísuninni yrði skipt fljótlega og peningarnir lagðir inn á reikninga félagsins í öðrum bönkum en Is- landsbanka. Sagði Halldór að ekki stæði til að fá lægri ávöxtun Ijár- ins. Dagsbrún á meiri peninga inni í íslandsbanka en að sögn Hall- dórs er það á reikningum sem lengri tíma tekur að losa um. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka, sagði í gær að íslandsbanki sakn- aði allra viðskiptavina, ekki síst góðra eins og Dagsbrúnar. Síldarviðræður í Moskvu: Sovrybflot skortir enn fé til saltsíldarkaupa Leitað leiðatil fjármögnunar með milligöngu íslendinga Gísli á leið til Bagdad SÍMSKEYTI hefur borist til ís- lands frá Gísla H. Sigurðssyni í Kúvæt þar sem segir að hann sé á leið til Bagdad. Enn er allt á huldu um hvort Gísli komist það- an úr landi. Skeytið var sent frá Bagdad 2. nóvember, að líkindum af kunn- ingja Gísla sem fengið hefur boð frá honum í Kúvæt. Þar segir að Gísli hringi frá Bagdad eftir þijá til fjóra daga. Einnig segir að Gísli sé að bíða eftir ferðaheimild og flutningum á búslóð. STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra óskaði eftir því á ríkissfjórnarfundi í gær að Seðlabankinn geri skýrslu um stöðu bankanna og leggi á það mat hvort þeir þurfi á vaxta- hækkunum að halda. Forsætis- ráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær eiga von á því að viðskiptaráðherra myndi óska eftir slíkri skýrslu frá Seðlabankanum strax og slíkt ætti ekki að þurfa að taka langan tíma að hans mati. Forsætisráðherra sagði að einnig NIÐURSTAÐA funda samninga- nefndar Síldarútvegsnefndar og Sovrybflot í Moskvu í upphafi vikunnar var sú, að sovézku kaupendurnir héldu fast við þá ákvörðun sína, að þeir gætu ekki staðið við gildandi samning um hefði verið um það rætt á ríkis- stjórnarfundinum í gær að fá sam- anburð vaxta hér á landi við vexti í öðrum löndum. „Nú er verðbólga hér orðin svipuð og í viðskiptalönd- um okkar, þannig að við getum borið saman nafnvexti hér og þar og eigum að mínu mati að hverfa frá þessari vitleysu, lánskjaravísi- tölunni," sagði Steingrímur. „Ég óskaði eftir upplýsingum um afkomu bankanna, lausafjárstöðu, og þess háttar. Það er auðvitað miklu betri mælikvarði á þörfina á saltsíldarkaup. Þeir fengju ekki afgreiddan gjaldeyri, þrátt fyrir að samþykki sljórnvalda hefði legið fyrir frá upphafi árs. Ólaf- ur Egilsson, sendilierra í Moskvu, ræddi í gær við aðstoðarutanrík- isráðherra Sovétríkjanna, sem vaxtahækkunum, heldur en einhver formúla, sem einhveijir hafa komið sér saman um. Mér skilst að hér sé markaðskerfi og þar af leiðandi hljóta slíkir hlutir að ráða,“ sagði forsætisráðherra. „Það var ákveðið að leggja mikla áherslu á það við okkar menn í bankaráðum að þeir standi ekki að ákvörðunum um vaxtahækkun, fyrr en þessi mál hafa verið skoðuð ofan í kjölinn, og ég er sannfærður um að viðskiptaráðherra biður um það strax," sagði Steingrímur. sagðist mundu hafa samband við hlutaðeigandi aðila í Sovétríkj- unum. Af hálfu samningamanna síldar- útvegsnefndar hefur verið gengið fast eftir að staðið yrði við þegar gerðan samning um sölu á 50.000 tunnum af saltsíld og að Sovyrbflot dragi til baka tilkynninguna um stöðvun á afgreiðslum. Gunnar Flóvenz, formaður stjómar SÚN, skýrði Morgunblaðinu frá því eftir símtal við framkvæmdastjóra SÚN í Moskvu í gær, hver staðan væri. Hann sagði, að fram hefði komið í Moskvu að engar viðræður yrði um frekari síldarsölu til afgreiðslu eftir áramót, fyrr en gengið hefur verið frá nýrri viðskiptabókun milli íslenzkra og sovézkra stjórnvalda. Sovrybflot heldur fast við fyrri ákvörðun að stöðva afhendingar og segir málið vera algjörlega í hönd- um sovézkra stjórnvalda þar sem þeir fái ekki afgreiddan gjaldeyri, þátt fyrir að samþykki stjómvalda til kaupanna hafí legið fyrir frá bytjun árs. Niðurstaða viðræðnanna í gær og fyrradag er þó sú, að þeir muni kanna enn frekar hvort leyfi fáist frá stjórnvöldum og utanríkisvið- skiptabanka Sovétríkjanna til að fjármagna eftirstöðvar gildandi samninga með erlendu láni, sem Islendingar myndu útvega með milligöngu Landsbanka íslands. Ekkert liggur fyrir um það hvenær svars sé að vænta frá bankanum. Áfram verður unnið af fullum krafti að lausn málsins, meðal annars með stuðningi íslenzkra stjórnvalda og sendiráðs íslands í Moskvu. Gunnar segir að sendiherra íslands í Moskvu, Ólafur Egilsson, hafi í gær átt fund með aðstoðarutanríkisráð- herra Sovétríkjanna, sem gegnir störfum aðalráðherra sem stendur. Þar var farið yfír alla þætti máls- ins, en ráðherrann hafði kynnt sér efni bréfs Jóns Baldvins Hannibals- sonar, utanríkisráðherra, og hét því meðal annars, að hafa þegar sam- band við þá aðila, sem ráða mestu um ráðstöfun þess takmarkaða gjaldeyris, sem fyrir hendi er og þá sem stjórna matvælainnkaupum til landsins. Gunnar segir ennfrem- ur að Halldór Ásgrímsson hafí þeg- ar ritað sjávarútvegsráðherra Sov- étríkjanna bréf vegna málsins og lagt sig allan fram um að finna lausn þess. Samingamenn SÚN hafa kannað enn einu sinni hvort í Sovétríkjun- um væri um að ræða aðra hugsan- lega innflytjendur á saltaðri síld en Sovrybflot, en Sovétmenn gátu ekki bent á neinn annan aðila frekar en áður. Samninganefnd SÚN skipa þeir Einar Bendiktsson, fram- kvæmdastjónfySÚN, Haraldur Stur- laugsson og Óskar Vigfússon. Rikisstjórnin ræðir vaxtamálin: Vill að Seðlabanki meti þörf á vaxtahækkunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.