Alþýðublaðið - 27.01.1959, Page 4
í
/sMsEEöiamtiíp
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást-
þórsson og Helgi Særnundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars-
son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs-
son. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu-
sími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsiö. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10.
Vantrúin á verðlœkkunina
KOMMÚNISTAR neita þeirri staðreynd, að ráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum leiði
til verðlækkunar, og miða alla sína útreikninga við
þá þvermóðsku. Þess vegna komst Hannibal Valdi-
marsson svo að orði í þingræðu á dögunum, að
stefna frumvarpsins um niðurfærslu verðlags og
launa væri kannski góð út af fyrir sig, en það skipti
litlu máli, því að hann treysti ekki Alþýðuflokkn-
um til að framkvæma hana.
Verðlækkunin er auðvitað tryggð. Frumvarp
ið mælir fyrir um hana ótvíræðum orðum. Og
meira en það: Núverandi ríkisstjórn er verðlækk
unin svo mikið kappsmál, að hún byrjaði einmitt
á að framkvæma hana með niðurgreiðslum strax
um áramótin. Þar með gekk ríkisstjórnin til móts
við fólkið í landinu, enda væri niðurfærsla laun-
anna ella sú ósvífna tilætlunarsemi, sem’komm-
únistar staðhæfa. En þeir líta hvorki vlð því, sem
, ríkisstjórnin hefur þegar framkvæmt) né hintt,
er leiðir af lögfestingu frumvarpsins um niður-
færslu verðlagsins og launanna. Það gerir hins
( vegar mikinn mun eins og öllum sanngjörnum
mönnum liggur í augum uppi.
Og hvers vegna eru kommúnistar svona vantrú-
aðir á verðlækkunina? Sennilega verður Hannibal
Valdimarssyni hugsað til þess hvernig hann rækti
skyldu hennar, meðan yfirstjórn verðlagsmálanna
var á hans hendi. Sama máli mun gegna um Lúð-
vík Jósepsson. Verðlækkunin var ekki hans sterka
hlið sem viðskiptamálaráðherra. Því fór sem fór um
óheillaþróun dýrtíðarmálanna á valdadögum fyrr-
verandi ríkisstjórnar. Og kommúnistar kvittuðu
fyrir síðustu kjarabætur Dagsbrúnarmanna með
því að íallast á almenna verðhækkun.
Að þessu athuguðu er von, að kommúnistar leggi
lítið upp úr verðlæ’kkunarstefnunni. Alþýðuflokk-
urinn ætlar sér hins vegar að framkvæma hana.
Þess vegna leggur hann til, að launþegar gefi eftir
tíu vísitölustig gegn því að fá í aðra hönd verðla;kk
isíi, sem nemur seytján vísitölustigum.
Hannibal og Lúðvík buðu aldrei upp á slíkx í
i’áðherratíð sinni. En verðlækkunarstefnan er til
eigi að síður og framkvæmanleg, þó að þeir reyr.d-
ust ekki vanda hennar vaxnir.
Land mikilla möguleika
i
IFRIKANSKT ríki, sem
verða mun sjálfstætt, þegar
þróunin þar er komin á nógu
hátt stig, er Belgíska-Kongó.
Þar eru rúmlega 12 milliónir
manna á 2,3 ferkílómetrum
lands. Meðal íbúanna eru að-
eins fáir hvítir eða um 80.000.
Höfuðborgin, Leopoldville,
telur aftur á móti um 300.000
íbúa og meðal þeirra eru 14.
000 hvítir.
lONGÓ er eitt þeirra
landsvæða, sem Englending-
urinn Stanley rannsakaði
187-1—77. Þegar árangur
þeirra rannsókna barst út um
hinn menntaða heim, vakti
það áhuga Leopolds 2. kóngs
í Belgíu. Hann stofnaði ríki,
sem stóð undir vernd belgíska
kóngsins og á alþjóðaráð-
stefnu í Berlín 1885 var það
viðurkennt af stórveldunum
og jhirlýst hlutlaust. Verzl-
unarfrelsi og frjálsar sigling-
ar á fljótinu Kongo var
tryggt öllum þjóðum. Þræla-
sala, sem blómstrað hafði
þarna í nokkuK ár var bönn-
uð, en það orsakaði síðar
árekstra við Arabana. Leo-
pold var viðurkenndur sem
þjóðhöfðingi landsins, sem þó
var aðeins formlega og að því
leyti sem um var að ræða,
heyroi það persónulega und-
ir kónginn sjálfan.
§ BYRJUN var Kongó Leo-
pold þung í skauti. Afr'akstur-
inn af nýlendunni lélegur,
innanlandsdéilur risu upp*og
hann varð að láta miklar fjár
hæðir af hendi rakna til þess
að halda þessu öllu gangapdi.
Eftir margs konar flókna
samninga milli kóngs og rík-
is urðu úrslitin þau, að land-
ið varð innlimað í hið belg-
íska ríki. Kóngurinn fékk 95
milljónir franka í skaðabæt-
ur. Síðan þá hefur landið ver-
ið belgísk nýlenda.
■ ANDINU er stjórnað af
nýlenduráðherra, sem er með
limur ríkisstjórnarinnar og
forseti hins svokallaða ný-
lenduráðs. Fulltrúi belgíska
kóngsins, sem yfirmanni rík-
isins er í Leopoldville. Þjóðin
er að mestum meirihluta
Bantu-negrar, en ennfremur
Sudan-negrar hamítablandað-
ir og inni í fordimmum frum-
skógunum, þar sem illmögu-
legt er að komast til, búa
Pygmearnir. Flestir aðhyllast
frumtrúarbrögð innfæddra,
en katdlskir menn, sem þarna
eru um það bil þrjár milljón-
ir og mótmælendur, reka trú-
boð. Flestir skólar í Kongó
eru trúboðsskólar, en einnig
hafa sum stórfyrirtæki stofn-
sett skóla á eigin kostnað. í
bænum Lambarene hefur Al-
bert Schweitzer unnið sitt
starf sem læknir og trúboði,
en fyrir það fékk hann frið-
arverðlaun Nóbels fyrir nokkr
um árum.
! IKILVÆGASTI atvinnu
vegúrinn í Kongó er námu-
Baklvin, konungur Belgíu —•
og Kongó.
gröftur. Belgíska Kongó flyt-
ur út allra landa mest kóbolt,
sem hefur geysi gildi í hern-
aði. Sömuleiðis er mikill út-
flutningur á úraníum; fram-
leiðslan jafn mikil og hjá
Kanada. Ennfremur er tals-
verð framleiðsla á kopar, gulli
og öðrum verðmætum málm-
um og þaðan kemur mest það
magn demanta, sem notað er
til iðnaðar í heiminum. Út-
flutningur demantanna er
upp í 11 milljónir karöt ár-
lega.
Á plantekrum Evrópu-
Framhald á 10. síðu.
a
a n nes
h o r n i n u
★
★
★
Heimsókn í alþingi.
Ræður vekja furðu.
Hvað spyr fólkið
um
★ Um skattaskýrsl-
umar.
PALLAGESTUR sendir mér
þetta bréf: „Ég held að þú þurf-
ir eklci að hvetja fólk til þess að
fylg-jast nákvæmlega með því,
sem gerist á alþingi út af frum-
varpi ríkisstjórnarinnar um niðý
urfærslu dýrtíðarinnar. Maður
verð'ur áþreifanlega var við það',
að fólk fylgist mjög vel með því.
Margir hafa til dæmis spurt mig
að því, hvað lengi alþingismenn
ætli að tefja framgang málsins.
hamagang í mönnunum ef um
útvarpsumræður hefði verið að
ræða.
EN í>AÐ LIGGUR í augum
uppi að svona ræður eru ekki til
framdráttar fyrir neinn flokk
eða einstakling. Það er ekki ver-
ið að ræða um vandamálin. Það
er einna líkast því sem strákar
séu að skammast. Fólk er yfir-
leitt að hugsa um allt annað.
Það er að hugsa um þann vanda.
sem við stöndum í og hvernig
þjóðin eigi að snúast við honum.
Það leggur yfirleitt alla flokk-
ana að jöfnu þegar um sök á á-
standinu er að ræða. Það spyr
aðeins um afstöðuna nú. — Ég
verð að segja það, eftir þessa
heimsókn á pallana, að þangað
er ekki margt að sækja.“
i BARÁTTAN
: MATVÆLA- og landbún-
. ðarstcfnun Sameinuðu þjóð-
anna — FAO — hefur margs
konar þýðingarmikii verkefni
á prjónunum um þessar
■ rnundir. Þar á meðal er stofn
• un umdæmisdeildar í Afríku,
að stuðla að framförum í
’ landbúnaði í löndunum við
■ Miðjarðarihafið, ‘herferð gegn
Lungurvofunni og útvegun
betra útsæðis til þess að
I; tryggja betri uppskeru víða
* um heim.
Það var FAO ráðið, sem
« -úkvað á fundi sínum í nóvem-
; ber í fyrrahaust að stofna
' r.kyldi umdæmisdeiid fyrir
FAO í Afríku. Aðalskrifstofa
. déildarinnar verður í Accra,
| liöfuCbörg Ghaná. Minni skrif
HUNGURVOFUNA.
stcfa verður og í Addis Ab-
eba.
18 þjóðir taka þátt í við-
leitni FAO til þess að bæta
landbúnað í löndunum við
Miðjarðaríhafið. Sérfræðingar
starfa nú að rannsóknum í
þessum löndum: Grikklandi,
írak, ísrael, Júgósilavíu, Lí.'
banon, Marokkó, Spáni, sýr-
lenzka hluta Sameinaða Ara-
bis.ka lýðveldisins, Tunis og í
Tyrklandi. Sérfræðingarnir
eiga að skila skýrslum og til
lögum sínum í sumar og
verða þær lagðar fyrir FAO
ráðstefnuna, sem haldin verð
•ur í nc vembermánuði í haust.
Fyrir nckkru lagði aðalfor.
stjóri FAO, Indverjinn B. R.
Sen, til, að heilt ár yrði helg-
að alþjóðlegri herferð gegn
hungri og næringarskorti í
heiminum. Hann stakk upp á,
að árið 1963 yrði valið til
þessa. Á þessu ári er ætlast
til, að allar þjóðir heimsins
leggi fram krafta sína og hug-
vit að sameiginlegu marki,
metta sveltandi mannkyn.
Sérstck nefnd hefur verið
kjörin tid þess að aðstoða Sen
aðalforstjófa við að undirbúa
þéssa baráttu. í nefndinni
eiga sæti fulltrúar frá eftir-
töidum þjóðum:
Brásílíu, Frakklandi, Hinu
sameinaða arabiska lýðveldi,
Hollandi, Ind'landi, íran,
Stóra Bretlandi, Suður-Af-
ríku, Bandaríkjunum. Þess er
vænzt að nefndin leggi fram
(Framh. á 11. síðu).
ÉG FÓR Á ÞINGPALLANA
þá tvo daga, sem fyrsta umræða
stóð á alþingi. Þangað hef ég
ekki komið árum saman. Ég
hlustaði á ræður manna og mig
furðaði stórlega. Forsætisráð-
herra lagði málið fram, hélt sig
eingöngu við það og var áreitn-
islaus við alla aðila. En varla
hafði hann sleppt orðinu þegar
þeir risu upp hver af öðrum
talsmenn hinna flokkanna
þriggja ekki til þess að tala um
málið sjálft, nema þá eins og af
tilviljun, heldur til þess að rífa
hvern annan á hol.
ÞEIR SVÖRUÐU hver öðrum
um allar vammir og skammir og
seildust langt aftur í tímann, rif
ust um það hverjum væri um
að kenna, hvað hver hefði sagt
þá og þarna og svo til viöbótar
lýstu þeir bjálfaskap og var-
mennsku hvers annars. Mér datt
í hug: Hvers vegna eru mennirn-
ir að þessu? Það var að vísu
fjölmennt á pöllunum. Ef til vill
'hafa þeir verið að tala fyrir þá.
Ég hefði betur skilið þennan
SKATTGREIÐANDI skrifar:
„Viltu ekki gera alþýðu þann
greiða, að benda á efirfarandi í
greinum þínum: Skatteyðublöð
voru fyrst borin út um 20. þ.
m„ og sumii^ hafa ekki fengið
þau enn. En strangt er gengið
eftir, að alþýða skili framtali
fyrir mánaðarlok. Þetta er ekki
hægt. Framteljendur munu vera
nær 40 þúsund, fáir telja tekjur
sínar saman sjálfir, en atvinnu-
rekendur geta ekki enn gefiS
upp, hve miklu tekjur liveiis eins
hafa numið.
ÞAÐ ÆTTI AÐ VEITA auk-
inn frest til miðs næsta mánað-
ar almennt, en veita engum frelc
ari frest, nema sérstakar ástæð-
ur séu til. Ýmsir löggiltir end-
urskoðendur og lögfræðingar
virðast hafa ótakmarkaðan frest,
jafnvel til maíloka. Það ætti að
takmarka. Rétt er að benda al-
þýðu á, að leita sem mest fyrir-
greiðslu á Skattstofunni sjálfri.
Þar eru margir afbragðsstarfs-
menn, sem óhætt er að treysta
um fyrirgreiðslu.ý
Ilannes á horninu.
4 27. jan. 1959 — Alþýðublaðið