Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990
37
rískum vísindamanni, með stuðn-
ingi Ford-stofnunarinnar. Skýrslan
greinir frá kerfisbundnu ofbeldi
ísraelskra hermanna gagnvart pal-
estínskum börnum meðan á upp-
reisninni á herteknu svæðunum
hefur staðið.
Höfundur skýrslunnar segir
börnin hafa beðið varanlegan skaða
á líkama og sál, ekki einungis af
völdum skotárása og barsmíða,
heldur líka vegna útbreiddra hóp-
refsinga svo sem útgöngubanns,
eyðileggingar heimila og lokunar
skóla.
Thomas Hammerberg, aðalritari
Svíþjóðardeildar „Save the Childr-
en“, skrifaði í inngang skýrslunnar:
„Ekki er hægt að afgreiða brotin
einungis sem fáein tilfelli af slæmri
hegðun einstakra hermanna; þau
eru stórfelld og kerfisbundin. Þau
endurspegla stefnu ríkisstjórnar."
í skýrslunni kemur fram að 159
börn yngri en 16 ára hafi verið
drepin á fyrstu tveim árum upp-
reisnarinnar og talið er að á bilinu
50.000 til 65.000 hafi verið særð
af völdum byssuskota, barsmíða og
táragass. Rannsókn á hverju ein-
stöku tilviki leiddi í ljós að helming-
ur barnanna sem létu lífið voru á
engan hátt þátttakendur í mótmæl-
um og að mörg þeirra voru stödd
á heimilum sínum eða rétt fyrir
utan heimili sín, þegar þau voru
myrt.
Þá er greint frá rannsókn ísra-
elsku mannréttindasamtakanna
B’tslem sem unnið hafa tii viður-
kenninga fyrir starf sitt. Samtökin
könnuðu örlög 102 barna sem drep-
in hafa verið af ísraelska hernum.
Þau greindu frá því að aðeins í einu
þessara tilvika hafi morðin leitt til
fangelsisvistar hermanns — og þá
í 2 mánuði.
Sameinaði heraflinn —
stríðshætta
Margir urðu til að hrósa Banda-
ríkjastjóm fyrir viðbrögð hennar og
skelegga afstöðu þegar hún sendi
mikinn herafla á vettvang og tók
að koma sér_ upp herstöðvum í
Saudi-Arabíu. í fyrstu var markmið
aðgerðanna sagt vera að veija önn-
ur Arabaríki mögulegri innrás frá
írak. Seinna var tilgangurinn sagð-
ur vera sá að frelsa Kúvæt. Enn
síðar var markmiðið orðið að velta
Saddam Hussein úr valdastóli.
Fahd, konungur Saudi-Arabíu,
lýsti því yfir eftir komu fyrstu
bandarísku hersveitanna, að þær
myndu hverfa á brott um leið og
hann óskaði þess. Tónninn í þessari
yfirlýsingu var holur. Ur því að
hann þurfti að taka þetta sérstak-
lega fram, var eins og hann tryði
því loforði varla sjálfur. Fréttamað-
ur BBC og sérfræðingur í málefnum
Miðausturlanda sem var á staðnum
við komu Bandaríkjahers til Saudi-
Arabíu greindi frá því að hersveit-
irnar og búnaður þeirra væri þann-
ig að augljóst væri að hér skyldi
ekki tjaldað til einnar nætur. Hon-
um leist svo á, að ekki væri verið
að undirbúa skammtíma hernaðar-
aðgerð, heldur væri herinn kominn
til að vera. Yfirlýsingar ráðherra
Bandaríkjastjórnar stuttu síðar
studdu þetta álit. Stefnt væri að
því að koma upp varanlegum her-
stöðvum og koma á laggirnar nýju
hernaðarbandalagi á þessum slóð-
um.
Bandaríkjastjórn var ekki aðeins
fljót að bregðast sjálf við innrásinni
í Kúvæt, heldur tókst henni á
undraskömmum tíma að fá sam-
vinnu annarra ríkja, innan og utan
NATO, sem og nokkurra Araba-
ríkja, til beinnar og óbeinnar þátt-
töku í stríðsundirbúningnum. Sér-
staklega er athyglisvert að Banda-
ríkin hafa fengið stuðning Sov-
étríkjanna við stefnu þeirra gagn-
vart Irak, enda þótt friðarverð-
launahafi Nóbels í ár, Gorbatsjov
forseti, hafi til hins síðasta freistað
þess að knýja á um friðsamlega
lausn deilunnar.
Það sem Iétt hefur Bandaríkja-
stjórn róðurinn á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna er að menn hafa þóst
greina stefnubreytingu hjá Banda-
ríkjunum hvað varðar virðingu fyrir
alþjóðalögum og fullveldi ríkja. Al-
menn samstaða varð um að hnekkja
innlimun Kúvæts. Öflugra herveldi
skyldi ekki liðið að leggja undir sig
nágrannaríki. Þessi viðhorf hafa þó
ekki beinlínis ráðið ferðinni hjá
Bandaríkjastjórn, sem oftar en einu
sinni á síðari árum hefur gert inn-
rás í önnur sjálfstæð ríki. Varnar-
málaráðherra Bush gaf líka út yfir-
lýsingu þess efnis, að jafnvel þótt
írak kallaði her sinn heim frá Kúv-
æt, væri hlutverki bandaríska her-
aflans í Saudi-Arabíu ekki lokið.
Stríðsyfirlýsing
Oryggisráðsins
Þegar þetta er ritað var Öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna að sam-
þykkja að beita megi hervaldi gegn
Irak og fær Bandaríkjastjórn þá
ftjálsar hendur til að hefja stríð í
nafni samtakanna frá og með 15.
janúar nk. Það er skelfilegt til þess
að hugsa að heimurinn skuli nú
standa á barmi slíkrar stórstyrjald-
ar. Kjarnorkuvæddur Bandaríkja-
her býst til atlögu gegn vígvél Ir-
aka, sem ráða m.a. yfir efnavopn-
um. Þetta stríð getur orðið ógnvæn-
legra en nokkurn órar fyrir og fórn-
arlömbin skipt milljónum,,fyrst og
fremst óbreýttir borgarar, konur
og börn. Jafn ömurlegt er, að það
skuli hafa orðið hlutverk Samein-
uðu þjóðanna að leggja blessun sína
yfir slíkan hrylling. Hvað er orðið
af ætlunarverki þessarar alþjóða-
samtaka, sem urðu til í lok seinni
heimsstyijaldarinnar, með það fyrir
augum að koma í veg fyrir að slíkar
skelfingar gætu endurtekið sig?
Fyrir 13 árum ákvað allsheijar-
þing Sameinuðu þjóðanna, að 29.
nóvember ár hvert skyldi minnast
sem aiþjóðlegs dags til samstöðu
með palestínsku þjóðinni. Nú hefur
Öryggisráðið valið þennan dag til
stríðsyfirlýsingar, sama öryggisráð
og ekki hefur lyft litla fingri til að
binda enda á hernám Palestínu. Til
þess hefur Bandaríkjastjórn séð
með neitunarvaldi sínu.
Er stórstyijöld óumflýjanleg?
Ályktun Öryggisráðsins ber voðann
með sér. Samt verðum við að
treysta því að með hinni ört vax-
andi andstöðu við stríðið í Banda-
ríkjunum sjálfum, utan þings sem
innan, vinnist tími til að safna þeim
kröftum sem til þarf. Þá geta þjóð-
ir heims enn náð að leggja dtjúgan
skerf til friðsamlegrar lausnar, þar
á meðal Islendingar. Síðast en ekki
síst verður að binda þær vonir við
Arabaríkin, að þau leggi til þá lausn
sem leiðir til réttlætis og friðar við
Persaflóann og í Austurlöndum
nær.
Höfundur er læknir.
Blysför í
miðbænum
SAMSTARFSHÓPUR friðarsam-
takanna gengst fyrir blysför nið-
ur Laugaveginn í Reykjavík
laugardaginn 22. desember.
Gangan hefst við Hlemm kl.
18.00 og endar á Lækjartorgi.
Að venju verða blys seld á staðn-
um og hefst sala þeirra stundar-
fjórðungi áður en gangan leggur
af stað frá Hlemmi. Sérstaklega er
minnt á að gangan er að þessu sinni
daginn fyrir Þorláksmessu, degi
fyrr en undanfarin á.
í samstarfshópi friðarsamtaka
eru: Friðarhópur fóstra, Friðarhóp-
ur listamanna, Friðarhreyfing
íslenskra kvenna, Friðar- og mann-
réttindahópur BSRB, Friðarömmur,
Menningar- og friðarsamtök
íslenskra kvenna, Samtök her-
stöðvaandstæðinga, Samtök
íslenskra eðlisfræðinga gégn kjarn-
orkuvá,. Samtök lækna gegn kjarn-
orkuvá og Samtök um kjarnorku-
vopnalaust Island.
■ OPINBER FUNDUR verður í
bóksölu Pathfinder á Klapp-
arstíg 12, 2. hæð, laugardaginn
22. desember kl. 15.30 urn
stríðshættuna við Persaflóa. Fjallað
verður um vígbúnaðinn og málefni
Kóreu. Þar var háð stríð 1950-1953
undir fána SÞ. Frummælendur
verða Gylfi Páll Hersir og Jóhann
Björnsson, en hann sótti Kóreu
heim 1989 á Heimsþing æskunnar.
Fundurinn er öllum opinn. Það eru
aðstandendur vikublaðsins Militant
sem halda hann. Fundinum lýkur
áður en ganga Samtaka herstöðva-
andstæðinga og friðarhreyfinganna
hefst, kl. 18.00. Að henni iokinni
er opið hús í Pathfinder-bóksölunni.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Margrét Brynjólfsdóttir hótelstjóri á Flúðum, Anna María
Svavarsdóttir og Wolfgang Roling standa hér við hlið nýja full-
komna vatnsnuddsins.
Nuddstofa á Flúðum
Syðra-Langholti.
I HAUST var opnuð nuddstofa í tengslum við rekstur Skjólborgar
á Flúðum en það er sem mörguni er kunnugt vinsæll gististaður.
Það eru þau Wolfgang Roling og Anna María Svavarsdóttir sem
annast rekstur stofunnar.
Wolfgang er sérmenntaður á
þessu sviði og starfaði um árabil á
Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði.
Síðan nuddstofan tók til starfa í
haust hefur aðsóknin verið góð enda
margir sem vilja láta þreytu og gigt
líða úr sér hjá þessum fagmönnum.
Þau eru vel búin tækjum, einhvetj-
um þeim fullkomnustu á þessu sviði
hér á landi sem samanstanda af
bekkjum, lömpum og sérbúnu
vatnsnuddi. Nú býður Hótel Flúðir
upp á 5 eða 10 daga dvöl á Skjól-
borginni á vægu verði þar sem boð-
ið er upp á sjúkranudd, vatnsnudd,
sogæðanudd, hljóðbakstra og leir-
bakstra. Þá er einnig innifalin gist-
ing, heitur pottur utan við hvert
herbergi svo og morgunverður og
kvöldverður. Forstöðumenn þessar-
ar heilsulindar vildu benda á að svo
sem dvöl á Flú^pm væri upplögð
jólagjöf. — Sig. Sigm.
\^ricfs
Salmiak
200 g
jH( V'kWffx
Yrju Lakris
'Æ^ ) 200 é
Rafkaup
ÁRMÚLA 24, SÍMAR 681518 - 681574
JOLASVEINNINN
KEMUR
í DAG
0 /
á Þorláksmessu í Garðalundi, Garðabæ,
sunnudaginn 23. desember
kl. 17.00 til 19.00
Dagskrá er í aðalatriðum:
*Hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar*
*Laddi - Grínverjinn o.fl.*
*Bubbi Morthens*
*Begga frænka
ásamt jólasveinum*
*Jazzdansatriði*
*Dansað kringum
jólatréð*
*Jólasælgætispoki
frá jólasveininum*
*Kaffíveitingar -
happdrætti*
Verð aðgöngumiða 500 krónur.
Frítt fyrir 2ja ára og yngri.
Verið velkomin.
ÞESSIFYRIRTÆKI
STYRKJA STJÖRNUNA:
par smvA'
ALMENNAR
LAKKRÍS fyrir stelpur og stráka,
sætur eða með salmíaksbragði.
* SKÍXANDIG0TT * 1
f r