Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 15 Saga tímamóta- manns í listum Nálarstunga — eitthvað fyrir þig? Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Hans Bronkhorst: VAN GOGH OG LIST HANS. í fótspor áhrifa- mikils brautryðjanda í nútímalist. Islensk þýðing: Olafur Bjarni Guðnason. Ráðgjöf við þýðingu: Gunnar B. Kvaran listfræðingur. Vaka-Helgafell 1990. Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í ár eru liðin hundrað ár frá dauða hollenska listmálarans Vincents Van Gogh. Bækur, blaðagreinar, kvikmyndir, útvarps- og sjónvarpsþættir eru meðal þess sem minna okkur á snilld Van Goghs og dapurlega ævi. A unglingsárum las ég Lífsþorsta eftir Bandaríkjamanninn Irving Stone, skáldsögu um dæmigert lista- mannslíf þar sem Van Gogh var í öndvegi. En þar komu líka margir aðrir við sögu, ekki síst hinn óstýri- láti Paui Gauguin, félagi Van Goghs og tímamótamaður í málaralist eins oghann. í bók Hans Bronkhorts haldast texti og myndir í hendur svo að hún verður kjörin leiðsögn um list Van Goghs. En mikið er lagt upp úr einkalífi málarans, baráttu hans, biðinni eftir viðurkenningu, mann- fælni og bijálun að lokum. Rétt fyrir sjálfsmorð Van Goghs gerðust þau tíðindi að einn gagnrýn- andi skrifaði lofsamlega um hann. Aðeins tvær eða þrjár myndir seld- ust meðan hann var á dögum. Bréf Van Goghs, m.a. til Theos bróður síns, sem studdi hann eins og hann framast gat og kvað í hann kjark eru merkilegar heimildir og hafa ekki bara listsögulegt heldur einnig bókmenntalegt gildi eins og Bronkholst bendir á. Eitt af því sem kemur fram í Van Gogh og list hans er að málarinn fæddist ekki alskapaður og sumt af því athyglisverðasta í list hans á sér vissar hliðstæður hjá minna þekkt- um listamönnum, sumir þeirra eru gleymdir nú. Sumarið 1888 skrifaði Van Gogh systur sinni eftirfarandi og má velta, fyrir sér hvort bréfið feli ekki enn í sér sannleikskjarna: „Við lifum í heimi þar sem kjör iistamanna eru ótrúlega erfið og ömurleg. Sýningar, listaverkaversl- anir, allt, allt er rekið af fólki sem hirðir alla peningana. Þú mátt ekki halda'að ég ímyndi mér þetta. Stórfé er greitt fyrir verk listamanna þegar þeir eru dánir og verk þeirra hindra lifandi listamenn." Líkaminn og starfsemi hans Höfundur: Steve Parker Myndir: Giovanni Caselli, Guil- iano Fornari Sergio Þýðandi: Björg Þorleifsdóttir Utgefandi: Mál og menning 1990 Líkaminn og starfsemi hans er ný bók í flokknum Gluggi alheims- ins, sem gefinn er út hjá Mali og menningu. Á síðari árum hafa marg- ar prýðilegar fróðleiksbækur verið gefnar út fyrir börn og unglinga og hafa ýmsar þeirra slæðst heim til mín við mikinn fögnuð smáfólksins. Má sem dæmi nefna Heim í hnot- Vincent Van Gogh. Hluti sjálfs- myndar frá 1887-1888. Texti bókarinnar um Van Gogh er ljós og skýringar listaverkanna aðgengilegar. Myndaval er gott, þýðingin lipur. Um hina fræðilegu hlið eru aðrir færari að dæma. Bókin verður að teljast prýðilegur inngangur að Vincent Van Gogh. skurn, sem Vaka / Helgafell gefur út og Undraveröld dýranna, sem Fjölvi bar ábyrgð á. Ég minnist þess ekki að hafa rekist á Glugga al- heimsins fyrr, og ekki kemur það fram, svo ég fái séð, hvort þessi bók er sú fyrsta í röðinni. Fræðibækur af þessu tagi geta vakið áhuga barna á umheiminum og löngun til að vita meira. í fréttatilkynningu frá Maii og menningu segir, að í bókinni sé fjall- að um starfsemi mannslíkamans í máli og myndum og að bókin hæfi börnum allt frá 8 ára aldri til ungl- ingsára. Ég fékk því son minn 10 ára til að gefa álit sitt. Honum fannst textinn mjög góður, en ýmsar mynd- ir iélegar. Líklega er það í hnot- __________Bækur_______________ Katrín Fjeldsted Kilja eftir J.R. Worsley. Útgef- andi: Dögun/Prentver að tilhlutan Svæðameðferðarskóla Islands. Þýðandi: Þóra Kristín Arthurs- dóttir. Vestrænir læknar hafa löngum þótt tortryggnir í garð þeirra, sem stunda óhefðbundnar lækningar. Al- menn þekking lækna í Evrópu á nál- arstunguaðferðinni svonefndu (acup- uncture) er fremur ný af nálinni, enda þótt aðferðinni hafi verið beitt árþúsundum saman í Austurlöndum fjær. I bókinni segir að þessi ævaforna aðferð byggist á því að hafa áhrif á lífsorku líkamans (Ch’i-orkuna) en hún er talin stjórna starfsemi líf- færanna og streyma frá einu líffæri til annars eftir 12 orkubrautum. Til skurn sannleikurinn um bókina. Skýringarmyndir, sem mikil vinna hefur verið lögð í, eiga sýnilega að verða áhugaverðari með teiknibrell- um og tæknibrellum, sem því miður heppnast ekki, auk þess sem einfald- ir hlutir eru sums staðar gerðir óþarflega flóknir. Sem dæmi um það má nefna mynd af munninum, sem er teiknuð eins og maður standi í- kokinu og horfi fram eftir eða þá hangi í lausu lofti bak við úfínn. Vissar fullyrðingar má segja að ég hafi hnotið um, eins og þá, að heilinn sé mikilvægasti hluti lík- amans, en í heild er textinn vel unn- inn og settur fram á skemmtilegan hátt. Þýðing er prýðilega af hendi leyst. þess að hvert líffæri vinni rétt þarf orkan að rénna óhindruð og komi upp veikindi, hefur orkuflæðið raskast. Nálarstungan beinist að sérstökum punktum, sem liggja á orkubraut- unum og með henni má stjórna orku- flæðinu. Það kemur fram í inngangi, sem höfundur ritar, að bókin hafi upphaflega verið gefin út fyrir einum 17 árum. Það má vel vera að hún hafi þá verið nokkuð áhugaverð, því að fæstir læknar voru þá kunnugir aðferðum af þessu tagi. Sá tími tor- tryggni er að mestu liðinn og nálarst- unguaðferðin hefur skipað sér sess meðal hliðargreina læknisfræðinnar enda þótt sá sess sé fremur lítt áber- andi eða mikilvægur. Aldur bókarinnar gerir það einnig að verkum, að eina alvarlega sýking- arhættan, sem talin er geta stafað af nálunum, tengist lifrargulusmiti, en ekki er einu orði minnst á eyðnism- it, og fráleitt að endurskoða ekki bokina við útgáfu og þýðingu á árinu 1990. Höfundur gerir skýran greinarmun á þeim sem í raun kunna aðferðina, hafa margra ára nám og reynslu að baki og hinum sem farið hafa á nám- skeið, en hafa takmarkaða kunnáttu og skilning á fræðunum. Við þeim síðarnefndu er eindregið varað. Ég geri ráð fyrir að notagildi með- ferðar sem þessarar fari eftir ýmsu, til dæmis almenningsálitinu, trú sjúklingsins á lækningarmátt og sannfæringarkrafti þess sem með- ferðinni beitir. Það er þó allsendis öruggt, að þótt einhveija kvilla megi lækna hjá einhveijum, læknast ekki allt á þennan hátt. Höfundurinn, J.R., eins og hann er kallaður, forðast for- dóma og fullyrðingar og líklega er þetta hinn vænsti og greindasti mað- ur. Hann er þó ábyggilega betri sem nálarstungumeistari en sem rithöf- undur og hefði auk þess átt skilið betri þýðingu og prófarkalestur. Líkaminn og starfsemi hans ____Bækur Katrín Fjeldsted

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.