Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990
fclk í
fréttum
BÓKA & Ri AaAÚTGÁFA
Morgunblaðið/KGA
BÆKUR
Fróðamenn fagna
Eigi alls fyrir löngu héldu forráðamenn bóka- og
blaðaútg áfunnar Fróða upp á að jólabækur fyr
ir tækisins voru allar komnar út og í verslanir. Var
að því tilefni efnt til samkundu á Hótel Sögu þar sem
flestir höfunda, þó ekki allir, voru samankomnir ásamt
ýmsum gestum. Á meðfylgjandi mynd eru saman
komnir nokkrir bókarhöfunda Fróða, frá vinstri taldir
Jón Ottar Ragnarsson, Ólafur E. Jóhannesson, Eiríkur
Jónsson, íris Erlingsdóttir og fyrir aftan hana Þorgrím-
ur Þráinsson, Ásgeir Hannes Eiríksson, Steinar J.
Lúðvíksson, Sveinn Sæmundsson, Sighvatur Blöndahl,
Björn Jónsson og Baldur Gunnarsson.
TONLIST
Fór að leita að
meiri djassi
Mitt í útgáfuflóðinu mikla sem
skellur á fjörur neytenda
þessa síðustu daga og vikur, hefur
farið lítið fyrir hljómplötu einni sem
gefin er út í Bandaríkjunum af ís-
lendingi og inniheldur íslenskan
djass. Hún er komin á
markað hér á landi
þótt ekki sé hún komin
á markað fyrir vestan
haf. Maðurinn á bak
við þessa hljómplötu
er Jón Páll Bjarnason, -
gamalkunnur tónlist-
armaður sem búið hef-
ur erlendis síðan árið
1964. Framleiðandinn,
eða „pródúsentinn" er
Þráinn Kristjánsson,
íslendingur búsettur í
Winnipeg. Jón Páll
hefur aftur á móti að-
setur í Los Angeles
síðan árið 1983.
Jón Páll sagði í sam-
tali við Morgunblaðið
að hann hefði byijað
að spila fyrir alvöru
um 1955 og hefði hann
leikið á gítar með ýms-
um hljómsveitum, m.a.
KK um tíma, svo og eigin hljómsveit-
um. „Þetta voru danshljómsveitir,
en við vorum alltaf að leika djass í
bland og hann var okkar uppáhald.
1964 fór ég út, eiginlega í leit að
meiri djassi. Endaði hér í LA, en var
lengi í Svíþjóð," segir Jón Páll.
Þetta er djasshljómplata. Tónlistin
er leikin af kvartett og leika auk
Jóns þrír Bandaríkjamenn. Hljóð-
færin eru auk gítars Jóns bassi,
. trommur, saxófónn, flauta og fag-
ott. „Þar sem platan hefur ekki kom-
ið út hér fyrir vestan enn sem kom-
ið er, hefur ekki verið ritað um hana
eða fjallað opinberlega. Hins vegar
hafa þeir sem heyrt hafa tónlistina
Jón Páll Bjarnason spilar
árið 1987.
„Heita pottinum"
allir lokið miklu lofsorði á hana,
m.a. maður að nafni Leonard Feat-
her sem er líklega sá allra frægasti
af djassskríbentunum," segir Jón
Páll og hann bætir við að platan
komi brátt út á sínum slóðum og
henni verði fylgt eftir með hljóm-
leikaferð þar sem kvartettinn muni
freista þess að þefa uppi djasshá-
tíðir vítt og breitt um Bandaríkin.
Hagstætt verð
Stakur stóll
Verð kr. 7.000,- stgr.
Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75
Borð + 4 stólar
Verð kr. 87.300,-afb.,
78.600,- stgr.
Aukastóll kr. 11.500,-
rt/ý sending afskápum,
kommóðum og mörgu
fleiru
Opiðtilkl. 23.00
í kvöld
BÆKUR
COSPER
30 bækur frá
Skjaldborgu
Bókaút gáfan Skjaldborg h.f.
kynnti fyrir skömmu nokkra
höfunda sinna, en hjá Skjaldborg
hasfa komið út rúmlega 30 bækur,
um 10 frumsamdar og 20 þýddar
bækur.
Á meðfylgjandi uiynd eru höfund-
ar nokkurra nýútgefinna bóka for-
lagsins. í efri röð eru: Víðir Sigurðs-
son höfundur bókarinnar Islensk
knattspyma 1990, Kristján Péturs-
son með bók sína Margir vildu hann
feigan, Guðmundur Jónsson sem
skráði bókina Hestar og menn 1990
ásamt Þorgeiri Guðlaugssyni, Ásgeir
Guðmundsson og Önundur Bjömsson
höfundar bókarinnar Með kveðju frá
sankti- bemharðshundinum Halldóri.
Hrafn Jökulsson og Bjami Guðm-
arsson sitja með bók sína Forsetar
íslenska lýðveldisins.
- Hvert við ætlum? Ég er að lesa auglýsingarnar um íbúðir til leigu.
/