Morgunblaðið - 22.12.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.12.1990, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 ' Flensborgarskóli í Hafnarfírði; Enginn nýstúd- entanna reykir BRAUTSKRÁNING stúdenta frá Flensborgarskóla í Hafnarfírði fór fram í Hafnarborg föstudaginn 21. desember. Tuttugu og sex stúdent- ar brautskráðust frá skóianum, níu af hagfræðibraut, sjö af náttúru- fræðibraut, fimm af eðlisfræðibraut, fjórir af félagsfræðibraut og einn af íþróttabraut Athygli vekur að enginn nýstúdentanna tuttugu og sex reykir. AthöMn í Hafnarborg hófet með því að kór Flensborgarskóla söng tvö lög. Þá flutti Kristján Bersi Ól- afeson, skólameistari, ávarp þar sem hann opnaði meðal annars sýningu á myndverkum eftir nemendur skól- ans á annarri hæð hússins. Kristján talaði um list- og verkmennta- kennslu í Flensboigarskóla og sagði að þar væru nemendur skyldaðir til að taka að minnsta kosti eitt nám- skeið í þessum greinum. Einnig sagði Kristján að í bígerð væri að endurskoða námsskrá skólans með tilliti til breytinga sem átt hafa sér stað á framhaldsskólastiginu. Eftir ávarpið afhenti Kristján Bersi nýstúdentunum prófskírteini sín. Nokkrir nýstúdentanna fengu einnig viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur í ýmsum námsgrein- um. Með hæsta meðaleinkunn frá skólanum var Björg Össurardóttir, og fékk hún viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur í íslensku, ensku, þýsku, sögu, efnafræði og Nýstúdentar frá Flensborgarskóla í Hafnarfírði. Morgunblaðið/Þorkell Kffræði. Að lokinni afhendingu við- urkenninga söng kórinn jólalag og fulltrúi nýstúdenta færði starfs- mönnum Flensborgarskóla þakkir og gjafir fyrir hönd útskriftarhóps- ins. Því næst flutti Kristján Bersi skólaslitaræðu þar sém hann kvaddi nýstúdentana og óskaði þeim vel- famaðar í framtíðinni. Sérstaka athygli vekur að enginn nýstúdentanna frá Flensborg reykir. Nokkrar stúdínur í hópnum sögðu í samtali við Morgunblaðið að upp- götvast hefði að enginn í hópnum reykti strax í haust þegar hópurinn hélt samkvæmi og í ljós kom að enginn hafði not fyrir öskubakka. Þær sögðu að reykleysið í hópnum væri að einhveiju leyti tilviljun og benti á að nokkuð væri um það að yngri nemendur í skólanum reyktu. Einnig kom fram að fræðslustarf Krabbameinsfélagsins ætti sennileg stóran þátt í því að enginn reykti. VEÐUR VEÐURHORFUR IDAG, 22. DESEMBER YFIRLIT f GÆR: Á vestanverðu Grænlandshafi er víðáttumikil 955 mb lægð sem dýpkar og þokast norðaustur. SPÁ: Suðvestan stinningskaldi suðvestanlands en víðast kaldi í öðrum landshlutum í kvöld en gengur í hvassa sunnan- og suðaust- anátt suðvestanlands í nótt og einnig heldur vaxandi vindur í öðrum landshlutum á morgun. Sunnanlands og vestan verða skúrir í fyrstu og síðar él en léttskýjað norðaustanlands. Kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Fremur hæg suðvestan- eða breytileg átt. Él á víð og dreif um mest allt land, þó einkum vestantíl. Frost 2 til 8 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrír Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V V 9 ? oo 4 K VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 / gær að fsl. tíma Akureyri Reykjavik hlti 4 3 veflur rignlng snjóél Björgvin . hálfskýjað Helsinki 0 snjóél Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Narssarssuaq -rð léttskýjað Nuuk +12 snjókoma Ósló +7 léttskýjað Stokkhólmur +5 léttskýjað Þdrshöfn 4 rlgning Algarve 14 léttskýjað Amsterdam 8 skýjað Barcelona 7 mistur Berlín 4 rigning Chicago vantar Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt 2 rignlng Qlasgow 7 rigning Hamborg 4 skýjað Las Palmas 18 skýjaö London 10 rigning LosAngeles B skýjað Lúxemborg 2 rigning Madríd 3 lóttskýjað Malaga 16 léttskýjað Mallorca 11 léttskýjað Montreal +9 alskýjað NewYork 8 rigning Orlando 18 helðskírt Parls 7 alskýjað Róm 9 þokumóða Vin 0 snjókoma Washington 7 súld Winnipeg vantar Annasamt í inn- anlandsfluginu BÓKAÐIR eru á níunda hundrað farþegar til allra áætlunarstaða flugfélagana um helgina. Margar aukaferðir eru áætlaðar hjá Flugleiðum yfír helgina og fram á aðfangadag en síðasta brottför úr Reykjavík fyrir jól er til Akureyrar kl. 13 á aðfangadag. Á annan í jólum hefst áætlunarflug að nýju. Flogið verður á alla áætlunarstaði Arnar- flugs fram á Þorláksmessu og á alla staði nema á Strandir á aðfangadag. Flug hefst að nýju annan í jólum. Mæðrastyrksnefnd: Fleiri færa gjafir en áður í GÆR var fullt út úr dyrum hjá Mæðrastyrksnefnd að sögn Unn- ar Jónasdóttur formanns nefnd- arinnar. Þetta var síðasti dagur- inn fyrir jól sem Mæðrastyrks- nefnd veitti framlögum móttöku. Að sögn Unnar er fjöldi umsækj- enda um aðstoð nú kominn langt fram úr þeim fjölda sem leitað hef- ur áður til nefndarinnar á jólaað- ventunni. En hún tók einnig fram að flöldi gefenda væri einnig meiri en nokkru sinni fyrr. Hún minnti á að Mæðrastyrksnefnd starfar allan ársins hring og veitir einnig aðra aðstoð s.s. lögfræðiaðstoð. Tryggingaiðgjöld hækka ekki um áramótin BOÐUÐ hækkun á iðgjöldum húseigendatryggingar Sjóvár- Almennra tekur ekki gildi um um áramótin. Tryggingaeftirlit ríkisins hefur farið fram á ítar- legri gögn frá tryggingafélögun- um varðandi þessar tryggingar en þess er ekki að vænta að eftir- litið taki afstöðu til þessa máls á næstunni. Ekki hefur borist formleg beiðni frá Sjóvá- Almennum né öðrum tryggingar- félögum um hækkun á iðgjöldum húseigendatryggingar, að sögn Erlends Lárussonar, forsljóra Tryggingaeftirlitsins. Tryggingaeftirlitinu hefur borist útreikningar á afkomu Sjóvár- Almennra og Vátryggingafélags íslands í þessari tryggingagrein. Ólafur B. Thors, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, sagði að þetta hefði í för með sér að ekki yrðu sendir út neinir reikningar fyrr en Tryggingaeftirlitið hefði tekið afstöðu til þessa máls. „Að sjálfsögðu munum við hlíta efnis- dómi Tryggingaeftirlitsins fari svo að það telji að þetta sé ekki réttur grundvöllur sem við erum að vinna á. Meðan beðið er úrslita í þessu máli höldum við öllum þeim aðilum sem eru tryggðir hjá okkur eins og þeir voru tryggðir samkvæmt gamla samningnum,“ sagði Ólafur. Tryggingareftirlitið hefur farið fram á gögn um tjónadreifingu og aðrar tölulegar staðreyndir sem þeir telja að þurfi nánari skýringa við._ Ólafur sagði að deila mætti um hvort hagnaður Sjóvá-Almennra hefði verið það mikill að ónauðsyn- legt væri að hækka iðgjöld. „Ég held að hagnaðurinn hafí á síðasta ári verið 55 milljónir kr. af iðgjöld- um sem voru á bilinu 2,5-3 milljarð- ar kr. Við erum því ekki að tala um mjög stórar upphæðir.“ -----♦ ♦ ♦ Þorláksmessa: Opið í Glæsibæ og á Eiðistorgi VERSLANIR í Glæsibæ við Álf- heima á Eiðistorgi á SeKjarnar- nesi verða opnar eftir hádegi á Þorláksmessu, sem að þessu sinni ber upp á sunnudag. í Glæsibæ verður opið frá kl. 13 til 18 og flestar verslanir á Eiðis- torgi á Seltjamamesi verða opnar milli kl. 13 og 20. Að sögn Jóns Siguijónssonar kaupmanns við Laugaveg mælast samtök verslun- areigenda við Laugaveg til þess að verslanir þar verði lokaðar á Þor- láksmessu. Verslanir í Kringlunni verða lokaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.