Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990
Minning: _
Guðjón Eggerts-
son bifreiðasijóri
Fæddur 20. desember 1914
Dáinn 13. desember 1990
Að kvöldi dags þann 13. desem-
ber síðastliðinn, lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans Guðjón Egg-
ertsson, sjö dögum vant í sjötug-
asta og sjötta afmælisdaginn sinn.
Hinsta lega hans var stutt og
óvænt, aðeins einn sólarhringur.
Því þó hann hafi nú um nokkura
ára skeið háð harða baráttu við
óvæginn sjúkdóm, lét hann ekki
deigan síga og vann hveija giímuna
af annarri af miklu harðfylgi og
með einstaklega jákvæðu hugar-
fari. Það var enda til þess tekið að
aldrei heyrðist hann kvarta né
bregða skapi þó þjáður væri á
stundum og brá þá jafnvel við
glettni.
Guðjón var af borgfirsku bergi
brotinn. Fæddur 20. desember 1914
að Bráðræði í Innra-Akraneshreppi,
en þar bjuggu þá foreldrar hans,
þau Unnur Jónsdóttir fædd á Hesti
í Andakýl 6. desember 1875 og
Eggert Guðnason fæddur á Bjarna-
stöðum í Hvítársíðu 27. febrúar
1876 en jafnan kenndur við Kópa-
reyki í Reykholtsdal.
Guðjón var fjórði í röð sex systk-
ina. A undan honum eru farin þau
Guðni, Elín og Jóhanna, en eftir
lifa þau Guðrún og Páll. Foreldrar
Guðjóns brugðu búi árið 1935 og
fluttu þá til Reykjavíkur þar sem
þau áttu heima uppfrá því í skjóli
Guðrúnar dóttur sinnar, með þeim
kom Guðjón til Reykjavíkur og bjó
þar síðan.
Hann fór strax að vinna, þegar
kraftar leyfðu, eins og þá var títt,
var margar vertíðir á sjó, en stund-
aði byggingavinnu þess á milli.
Á stríðsárum seinni heimsstyrj-
aldarinnar hóf hann bifreiðaakstur
og varð það hans ævistarf. Fyrst á
vörubflum, en síðan á leigubílum
og lengst af á Hreyfli eða þar til
hann hætti fyrir aldurssakir. Guð-
jón var mikið náttúrubarn og vakn-
aði snemma áhugi hans á landinu,
útiveru og veiðiskap hverskonar.
Slíkra stunda naut hann til fulls og
var sérstaklega skemmtil'egur ferð-
afélagi, léttur í lund og úrræðagóð-
ur, þegar það þurfti. Að ytra útliti
var hann meðaimaður á hæð, frísk-
legur, kvikur og samsvaraði sér
vel, laglegur, móeygður, með mikið
brúnt liðað hár. Hann var svipmik-
ill, en með mildu yfirbragði og mik-
il birta í brosi hans.
Hann var ljóðelskur og bók-
hneigður og kunni ógrynni kvæða.
Sannur höfðingi í sjón og raun.
Guðjón átti trúmennsku við sjálf-
an sig, fjölskyldu og vini og nú er
skarð fyrir skildi. Frændgarðurinn
saknar vinar í stað. Sárt er að hugsa
til þess, að eiga ekki framar von á
honum inn um dymar, á sinn hljóð-
láta hátt, flytjandi fréttir af ættingj-
um, sem annars bámst ekki, því til
margra ára var hann sá eini er
hélt sambandi við þá vel flesta og
var því mikill aufúsugestur á heimil-
unum, þegar hann birtist. Hér skulu
honum færðar alúðar þakkir fyrir
þá tryggð.
Gæfuríkasti dagur í lífi Guðjóns
rann upp þann 27. júní 1947 er
hann gekk að eiga brúði sína Sól-
veigu Guðlaugsdóttur frá Vík í
Mýrdal. Þau vom einkar samhent.
Elskulegri, fómfúsari og yndislegri
eiginkonu, sem stóð með manni sín-
um í blíðu og stríðu til hinstu stund-
ar, getur enginn maður óskað sér.
Hann átti því láni að fagna að
búa við einstaka heimilishamingju
og mikið bamalán, en þeim hjónum
fæddust þijú börn, myndarfólk og
hinir nýtustu þegnar, elst er Sigríð-
ur Kolbrún, hjúkrunarfræðingur,
og á hún fjögur böm, þá Unnur,
húsmóðir, og á hún þijú börn, en
yngstur er einkasonurinn Eggert
verkfræðingur og hann á þijú börn.
Óhætt er að fullyrða að leitun
muná öðru eins ástríki og Guðjón
sýndi bamabörnunum sínum og
verður það þeim ómetanlegt vega-
nesti á lífsins brautum. Sá sem hér
stýrir penna átti því láni að fagna
síðastliðið haust að fara í ferðalag
dagstund með þeim bræðrum Páli
og Guðjóni á æskuslóðir þeirra upp
á Akranes, en þar hefur Páll ætíð
búið. Þessi minning er perla nú, er
þeir bræður kepptust við að flytja
kvæði og segja sögur frá löngu lið-
inni tíð. Svo kátt var á hjalla, að
hlátur tafði för. Reyndar eru flestar
minningamar tengdar hlátri og
fölskvalausri gleði.
Ég ætla að enda þessi fátæklegu
kveðjuorð mín til míns kæra móður-
bróður með því að þakka honum
samfylgdina, leiðsögnina og vinátt-
una frá fmmbemsku minni og fyrir
hvað hann auðgaði mitt líf því án
hans hefði það orðið mun fátæk-
legra.
Við hjónin og bömin okkar þökk-
um honum af hrærðum hug og flytj-
um fjölskyldu hans allri innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hans.
Ágúst Karlsson
Guðjón Eggertsson, sá mæti
maður, hefur nú kvatt þennan heim.
Þegar við lítum til liðinna stunda,
sem nú virðast allt of fáar, kemur
ósjálfrátt upp í hugann hve einstak-
ur maður Guðjón var. Líkt og jóla-
ljósin sem nú lýsa upp skammdegið
lýsti Guðjón upp umhverfi sitt og
í dag fer fram frá Selfosskirkju
útför Brynjólfs Björnssonar, mjólk-
urbflstjóra á Selfossi.
Brynjólfur var fæddur 25. júní
1916 að Kolsholtshelli í Villinga-
holtshreppi, sonur Bjöms Brynjólfs-
sonar og Þórunnar Guðmundsdótt-
ur sem bjuggu síðar í austurbænum
í Skeiðháholti og þar ólst Brynjólfur
upp í foreldrahúsum fram að tví-
tugsaldri. Brynjólfur Björnsson
vann næst’u sumur á búi foreldra
sinna en réðst í vist annað yfir vet-
urinn, var marga vetur hjá feðgun-
um í Litlu-Sandvík, þeim Guðmundi
og Lýði. Árið 1941 réðst Brynjólfur
til þeirrar vinnu sem varð hans lífs-
starf, gerðist bflstjóri hjá Kaup-
félagi Árnesinga og síðar Mjólkur-
búi Flóamanna þegar það tók við
mjólkurflutningunum árið 1946.
Brynjólfur Bjömsson hlaut gott
uppeldi og var vel gerður til sálar
og líkama, rammur að afli og hug-
ur fylgdi hveiju því verki sem hann
tók að sér. Hann stóð albúinn til
starfa á miklum umbrotatímum í
íslensku þjóðfélagi, þjóðin var að
vinna sig út úr kreppunni og síðan
skall heimsstyijöldin á með
hernáminu og öllum þeim svipting-
um sem því fýlgdu.
Egill í Sigtúnum var að efla Ár-
nesinga til dáða í gegnum tvö sterk
samvinnufélög, annarsvegar Kaup-
félag Ámesinga og hinsvegar
Mjólkurbú Flóamanna, en þar var
hann stjórnarformaður. Það félag
kom áður en lauk með lífsbjörgina
inn á nánast öll heimili á Suður-
landi. Egill þurfti vaskan her manna
sem nenntu að vaka og vinna, tak-
ast á við vosbúð og ófærð. Brynjólf-
ur var réttur maður á réttum stað
í þessu nýja landnámi Suðurlands,
dugnaðurinn og þjónustulundin
gerðu það að verkum að hann átti
auðvelt með að vinna þetta starf.
Hann var trúr fyrirtækinu sem hann
vann hjá og óvenju lipur að þjóna
sveitafólkinu, eins og þeir vom
margir mjólkurbílstjóramir. Snún-
ingarnir vom margir sem Brynjólf-
ur vann fyrir fólkið, annaðist
bankaviðskipti, borgaði af víxlum,
lagði inn og tók út peninga og
keypti hitt og þetta sem fólkið van-
hagaði um. Állt var með fullum
skilum af hans hálfu og á fjörutíu
ára ferli sem bílstjóri varð honum
varla misdægurt, veikindadagamir
hans urðu ekki margir hjá Mjólkur-
búi Flóamanna.
yljaði nærstöddum með nærveru
sinni og hlýju. Þannig tókst honum
jafnan með sinni alkunnu glettni
og gamansemi að laða fram bros
og allt hið bjarta og jákvæða sem
lífið óneitanlega hefur upp á að
bjóða.
Ofarlega í huga okkar er minning
frá því fyrir nokkrum ámm. Við
vomm þá ásamt þeim Guðjóni og
Sólveigu að dytta að sumarhúsi fjöl-
skyldunnar í Vík. Guðjón lék á als
oddi, sem endranær og gerði þetta
verkefni að skemmtilegu ævintýri.
Eitthvað á þessa leið vom allar
okkar samverastundir. Þar sem
Guðjón og Sólveig stóðu að málun-
um vom öll vandamál úr sögunni,
svo samhent sem þau hjónin vom.
Guðjón naut ferðalaga bæði inn-
anlands og utan. Ferðuðust þau
hjón mikið hin síðari ár og var gam-
an að fá Guðjón í heimsókn eftir
að heim var komið. Frásagnarhæfi-
leikar hans vom slíkir að segja má
að maður hafi farið í ódýra og
skemmtilega utanlandsferð þegar
hlustað var á ferðasögur Guðjóns.
Guðjón hafði yndi af ljóðum og
góðum bókmenntum og var góðum
gáfum gæddur.
Viðbmgðið var hve gott var að
koma á heimili þeirra Guðjóns og
Sólveigar og þar var öllum tekið
opnum örmum. Systkinahópurinn
úr Vík var stór og oft þurfti að
bregða sér í bæinn. Ávallt var Guð-
jón þá reiðubúinn að greiða hvers
Árið 1947 gekk hann að eiga
eftirlifandi konu sína, Guðbjörgu
Sveinsdóttur frá Arnarbæli, og
stofnuðu þau sama ár heimili í Ár=
túni 6 hér á Selfossi og hafa búið
þar síðan. Þau eignuðust íjögur
börn sem eru: Kristín búsett í Sví-
þjóð, hennar maður var Karl Erik
Huldgren, hann er látinn. Svein-
björg Þóra, gift Alfreð Guðmunds-
syni, þau eiga 1 son. Hulda, gift
Fróða Larsen, þau eiga 2 syni.
Björn, sambýliskona Rósa Magnús-
dóttir, Björn á 2 dætur frá fyrra
hjónabandi.
Heimili Brynjólfs og Guðbjargar
er myndarlegt, húsinu vel við hald-
ið, allt fágað og snyrtilegt bæði úti
og inni. Þá alltof sjaldan er sá er
þetta ritar heimsótti þau í eldhús-
krókinn, var gestrisnin söm og
þægilegt viðmót þeirra beggja.
Kynni okkar Brynjólfs hófust
fyrir alvöm þegar hann hætti akstr-
inum og gerðist afgreiðslumaður á
vömlager/ mjólkurbúsins, þeirri
deild sem sá um varahlutaþjónustu
og vömr til bænda. Þetta mun hafa
verið 1979, man ég enn að ég var
hálf kvíðinn að maður, kominn á
sjötugsaldur, ætti að taka þetta
starf að sér, setja sig inn í og fara
að þekkja mjaltavélar o.fl., sem
Brynjólfur hafði aldrei komið ná-
lægt í lífínu. En þetta fór á annan
veg. Á stuttum tíma hafði hann
sett sig það vel inn í þetta nýja
starf að ekki varð betur gert. Þarna
nýttist honum vel þjónustulundin
og viljinn til að gera vel, ennfremur
sá hann um innkaup á vörulagerinn
og fómm við stundum saman til
Reykjavíkur í slíkum erindum. Vom
það skemmtilegar ferðir.
Með Brynjólfí var gott að vera,
hann var málefnalegur, tilgerðar-
laus og forðaðist deilur. Hvort sem
ég hitti hann í önnum á vinnustaðn-
um eða á förnum vegi var hann
samur og jafn, hlýr í viðmóti og
glaður. Það eru margir sem kveðja
nú Brynjólf Björnsson með sökn-
uði, hann var skyldurækinn heimil-
isfaðir og frístundir sínar notaði
hann til að vinna heimili sínu gagn,
hjálpa bömum og bamabömum sín-
um.
Hann lifði margan hamingjudag,
vann erfítt starf og hlífði sér hvergi,
uppskar þakklæti og vinskap
margra og dó sáttur við alla.
Að lokum sendi ég og fjölskylda
mín innilegar samúðarkveðjur til
Guðbjargar og barna hennar.
Guðni Ágústsson
t
Eiginmaður minn, faðir og afi,
THOMAS HOUHOULIS,
Fairfax, Virginia,
lést að kvöldi hins 19. desember sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Agústsdóttir Houhoulis.
Móðir okkar og tengdamóðir,
ELÍM GUÐMUIMDSDÓTTIR
frá Bæ í Miðdölum,
lést í sjúkrahúsi Stykkishólms fimmtudaginn 20. desember.
Synir og tengdadætur.
t
Faðir okkar, ,
PÉTUIÍ GÍSLASON
múrarameistari,
Dalseli 24,
Reykjavík,
lést þann 20. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurður Pétursson,
Hörður Pétursson,
Bella Pétursdóttir.
Brynjólfur Bjömsson
Selfossi - Minning
Fæddur 25. júní 1916
Dáinn 13. desember 1990
manns vanda, aka fólki um allan
bæ og útréttingarnar fyrir Víkur-
fólkið vom ófáar. Alltaf var líka
pláss í Bugðulæknum og síðar í
Álftamýrinni.. Það var til þess tekið
hversu góður og þægilegur Guðjón
var við tengdaföður sinn og áttu
þeir saman margar góðar stundir.
Við þökkum af alhug samfyigd-
ina við Guðjón. Hann gaf alltaf
rétta tóninn og við vonumst til að
halda honum áfram. Hann var sátt-
ur við lífíð og tilvemna, sem lýsir
sér best í því hversu hetjulega hann
tók veikindum sínum og kvartaði
aldrei.
Lífínu lifði hann sem sannur heið-
ursmaður og kvaddi það með sæmd.
Leiðir hafa nú skilið um stund en
við trúum því að Guðjón gangi nú
á Guðs vegum um ótroðnar slóðir.
Við hlökkum til að heyra ferðasög-
una hans þegar yfír móðuna miklu
kemur.
Lengi heilluðu hugann,
heiðríkir dagar, alstimd kvöld.
Líf þeirra, ljóð og sögur,
sem lifðu á horfinni öld.
Kynslóðir koma og fara,
köllun þeirra er mikil og glæst.
Bak við móðuna miklu,
rís mannlegur andi hæst.
(Davíð Stefánsson)
Sólveigu, börnum og ástvinum
öllum vottum við okkar dýpstu sam-
úð.
Svavar og Ninna
Hann elsku afi okkar, Brynjólfur
Björnsson, er dáinn. Það er svo
ótrúlegt að hann sé ekki lengur
hérna hjá okkur því allt frá því við
munum fýrst eftir okkur hefur hann
verið okkur til halds og trausts.
Okkar fyrstu minningar um afa em
þegar hann var að leika við okkur
með gömlu kubbana seih foreldrar
okkar áttu þegar þau vom böm.
Afí var svo þolinmóður við okkur
að hann gat setið stundunum saman
og raðað með okkur ýmsu dóti eða
þá spilað en því hafði hann jafn
gaman af og við. Það var líka afí
sem kveikti hjá okkur áhuga á að
rækta garðinn því það vom ófáar
ferðirnar sem hann fór með okkur
til að taka upp kartöflur, gulrætur
og annað grænmeti og svo fengum
við alltaf að taka þennan góða mat
með okkur heim. Áð-fá að fara með
afa í mjólkurbúið var ævintýri út
af fyrir sig og þegar eitt af okkur
bömunum úr Reykjavík kom með
skólanum í skoðunarferð í mjólkur-
búið, gerði það að geta sýnt bekkj-
arsystkinum sínum afa sinn þessa
stúlku ólýsanlega hamingjusama og
stolta.
Hann afí hefur gengið mörg spor-
in fyrir okkur og erum við honum
að eilífu þakklát. Og eitt er víst að
samveran við ömmu og afa er eitt
af því dýrmætasta og lærdómsrik-
asta sem við eigum. Afi verður allt-
af hjá okkur öllum og við komurn
aldrei til með að gleyma honum.
Við biðjum góðan Guð um að
vera með elsku ömmu á þessum
erfíðu stundum. Blessuð sé minning
þessa góða manns.
Guðrún Þóra, Pálmi, Bent,
Kristín Lilja og Karl Bryiýar.