Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INIULENT
reei jiAúHaa'í .vr huoaciuvmu8 Qia/uavruoflOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGWMT"FBBfíÚAitU1>9t-------------
Skemmdir í fárviðrinu:
Lélegt viðhald lang-
algengasta orsökin
- segir Björn Marteinsson hjá Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins
LÉLBGT viðhald var langalgengasta orsök þess að hús urðu fyrir
skemmdum í fárviðrinu sem gekk yfir 3. þessa mánaðar, að sögn
Bjöms Marteinssonar, verkfræðings hjá Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins, sem hélt erindi um reynsluna af fárviðrinu á vegum
Verkfræðingafélags íslands á fimmtudag. Rannsóknarstofnun bygg-
ingariðnaðarins og Skipulag ríkisins vinna nú að ítarlegri könnun
á tjóni í veðrinu og orsökum þess. Þess er vænst að ítarlegar niður-
stöður liggi fyrir innan mánaðar. Fram kom í erindi Björns Marteins-
sonar, að almennt mætti segja að þau hús sem mest létu á sjá í
veðrinu hafi verið eldri en 30 ára; mun meiri skemmdir hafi orðið
í sveitum en í þéttbýli og oft hefði þar verið um að ræða úr sér
gengnar landbúnaðarbyggingar, sem viðurkennt hefði verið áð væru
ónýtar en hefðu verið nýttar meðan þær enn stóðu.
í erindi sínu rakti Bjami að nokk-
ur dæmi’ væra þess að nýlegar
skemmur, oft hlöður, hefðu orðið
fyrir skemmdum. Þótt innlendir
hönnuðir hefðu í einstaka tilfelli
verið fengnir til að styrkja þessar
skemmur þannig að þær ættu að
standast íslensk veður, hefði orðið
misbrestur á að þeim úrbótum væri
hrint í framkvæmd. Virtist sem sum
mannvirki hefðu í raun ekki verið
annað en bráðabirgðauppfærsla eða
eftirlíking af sjálfum sér. Þá nefndi
Bjöm nefndi einnig dæmi þar sem
viðgerðir eða breytingar hefðu verið
gerðar á nýlegum mannvirkjum án
atbeina hönnuðar og hefði slíkt
handverk orðið illa úti í veðrinu.
Auk lélegs viðhalds kom fram á
fundi verkfræðinga gagnrýni á eft-
irlitskerfí með nýbyggingum en það
væri ekki nægilega fylgið sér. Nefnt
var að víða erlendis hefði lögum
verið breytt í þá átt að hönnuður
bæri því aðeins ábyrgð á skemmd-
um sem yrðu á mannvirki að hann
hefði sjálfur annast eftirlit á bygg-
ingarstigi.
Þá nefndi Bjöm að í úttektum
sveitarfélaga og byggingafulltrúa
yfír tjón virðist sumarbústaðir al-
mennt undanskildir og væri ekki
von á að nákvæmt yfírlit fengist
yfír þær skemmdir sem þar hefðu
orðið. Dæmi væra um að sumarhús
sem væru stórskemmd eða ónýt
. eftir veðrið hefðu verið reist at-
hugasemdalaust þótt augljóst hefði
átt að vera öllum fagmönnum að
þau stæðu ekki af sér íslenska veðr-
áttu.
SNYRTING
Morgunblaðið/Sverrir
Erfiðleikar hjá Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri:
Leitað sameiningar við fisk-
vinnslufyrirtæki í næstu plássum
FORRÁÐAMENN Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri við Súgandafjörð
leita nú meðal annars sameiningar við önnur fiskvinnslufyrirtæki í
nærliggjandi plássum til að freista þess að greiða úr miklum erfiðleik-
um fyrirtækisins. Að sögn Helga Þórðarsonar, stjórnarformanns
Freyju, hefur einnig verið reynt að fá nýja aðila með hlutafé inn í
fyrirtækið, en síðasta úrræðið segir hann vera að selja togara Súgfirð-
mga, Elínu Þorbjarnardóttur.
Freyju, sem var Sambandsfyrir-
tæki, var veitt greiðslustöðvun
haustið 1989 og var fyrirtækið þá
meðal annars innsiglað um tíma
vegna vangoldinna staðgreiðslu-
skulda og togarinn kyrrsettur. Hluta-
fjársjóður bjargaði Freyju þá frá
gjaldþtoti og á sjóðurinn nú 97 millj-
Bíldudalur:
Túlipanar
komnir upp
Bíldudal.
í BLÍÐVIÐRINU sem verið
hefur undanfarið eru túlipan-
ar komnir upp hér á Bildudal
og fáeinar páskaliljur líka.
Þetta þykir n\jög óvenjulegt
hér vestra á þessum árstíma.
Jón Jóhannsson, garðeigandi
og mikill plöntu- og blóma-
áhugamaður, segist aldrei áður
hafa séð túlipana eða páskaliljur
í sínum garði á þessum árstíma,
en hann hefur búið á Bíldudal
alla sína tíð eða í 75 ár.
„Þeir era hér allt í kringum
húsið hjá mér, í tugatali. Ég hef
mokað mold yfír þá til að forða
þeim frá að drepast, því það hlýt-
ur að snjóa og kólna aftur,“
sagði Jón Jóhannsson í samtali
við Morgunblaðið í vikunni.
Þess má geta í lokið að sólin
sást hér í fyrsta sinn á þessu
ári föstudaginn 8. febrúar, en
venjulega sést hún í kringum
1.-3. febrúar á Bfldudal.
- R.Schmidt.
ónir af 179 milljóna'króna hlutafé,
auk þess sem heimamenn komu inn
með hlutafé og bæjarfélagið gaf eft-
ir skuldir. Auk togarans Elínar Þor-
bjarnardóttur, sem er í eigu
Hlaðsvíkur, dótturfyrirtækis Freyju,
á fískvinnslan bátinn Sigurvon.
Heigi Þórðarson sagði í samtali
við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði
ekki haft fullan byr í seglin undanfar-
ið. Afli hefði verið um það bil helm-
ingur á við það sem eðlilegt gæti
talizt og Elín Þorbjamardóttir land-
aði ekki nema 55-60 tonnum á viku.
Það hefði að sjálfsögðu áhrif á
greiðslugetuna, og forráðamenn fyr-
irtækisins væra að líta í kring um
sig eftir leiðum til að bjarga því.
Helgi sagði að þeir væru að þreifa
fyrir sér um að sameinast fískiðjufyr-
irtækjum í grenndinni, en ekki hefðu
verið hafnar neinar viðræður um
slíkt. „Við höfum talað við alla hér
í kring, bæði norðan við heiði og
suður á við. Núna áður en göngin
koma, eru 20 kflómetrar frá Skutuls-
fjarðarbotni til Suðureyrar, til Flat-
eyrar, til Bolungarvíkur og Súðavík-
ur. Þetta er semsagt allt á sama 20
kílómetra hringnum, sem er svipuð
fjarlægð og frá gamla pósthúsinu í
Reykjavík og upp að Hlégarði," sagði
Helgi. „Þegar göngin koma verður
þetta allt styttra og Suðureyri verður
ekki nema kortérskeyrslu frá Isafirði.
Þetta opnar nýja möguleika."
Suðureyrarhreppur hefur átt í
mikium fjárhagsörðugieikum og fékk
greiðslustöðvun í desember, sem
rennur út 19. marz næstkomandi.
Hiuti af vanda hreppsins, sem hefur
um 370 íbúa, er að Freyja og dóttur-
fyrirtæki hennar hafa ekki getað
staðið skil á opinberum gjöldum.
Aukinheldur sér Freyja meira en
helmingi vinnufærs fólks fyrir starfí
og er því uppistaðan í atvinnulífi
staðarins. „Fyrirtæki, sem ekki getur
staðið í skilum, er ónýtt í sinni byggð
og það er því aðalatriðið fyrir byggð-
arlagið að koma fyrirtækinu á réttan
kjöl,“ sagði Helgi Þórðarson. Hann
sagði að þótt svo illa kynni að fara
að togarinn yrði seldur, ætti Freyja
enn Sigurvon, og hugsanlegt væri
að bátur kæmi í stað togarans, eða
hægt yrði að halda hluta af aflanum
á staðnum, eins og Bolvíkingar hefðu
gert.
Snorri Sturluson, sveitarstjóri á
Suðureyri, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að sveitarstjómin ynni nú
af fullum krafti að því að lagfæra
fjárhagsstöðu bæjarins. Búið væri
að gera fjárhagsáætlun fyrir næstu
þtjú ár, og væri þar gert ráð fyrir
afar litlum framkvæmdum. „Höfnin
er lífæðin og það verður að halda
áfram að dýpka innsiglingarrennuna
og styrkja sjóvömina. Um aðrar
framkvæmdir verður varla að ræða,
nema lögbundna þjónustu," sagði
Snorri. Hann sagði að verið væri að
byija viðræður við lánardrottna um
niðurfærslu á skuldum, og vonandi
tækist að ljúka endurskipulagningu
fjárhagsins að mestu áður en
greiðslustöðvunin rynni út.
Hann sagðist bjartsýnn á framtíð
staðarins í því ljósi að jarðgöng væru
á næstu grösum. „Það kemur til með
að breyta mjög miklu og þá á ég við
mannlega þáttinn, til dæmis varð-
andi þjónustu. Hins vegar lízt mér
verr á málin ef litið er á þau til
dæmis út frá kvótakerfinu. Aflinn,
sem kemur á land hér, minnkar allt-
af. Núna koma á land 4.000-4.500
tonn af bolfiski á ári, en voru fyrir
nokkrum árum 9.000 tonn. Aflinn
hefur minnkað um helming," sagði
Snorri.
Tveir þættir í þýskum
myndaflokki teknir hér
TVEIR þættir í þýskum sjónvarpsmyndaflokki verða teknir upp á
Islandi í sumar. Um er að ræða þrjátíu þátta myndaflokk, þar sem
hver þáttur er fimmtíu mínútur að lengd. Það er Ralph Christians,
kvikmyndagerðarmaður, og fyrirtæki hans Magma Film í Mosfells-
bæ, sem framleiðir þættina tvo fyrir þýska sjónvarpið sem gerast
eiga hér á landi.
Þáttaröðin er samvinnuverkefni
sjónvarpsstöðva í Þýskalandi, Sviss,
Austurríki og Frakklandi, en þýska
sjónvarpsstöðin Sudwestfunk hefur
veg og vanda af verkefninu. Heiti
myndaflokksins er „Fest im Sassel“
eða „Fastur í söðli“ og fjallar um
tvær konur, önnur þeirra er dýra-
læknir og hin kennari, sem reka
hestabúgarð í Svartaskógi. íslenski
hesturinn og íslensk náttúra tengj-
ast mjög þessum þáttum.
Ralph Christians, kvikmynda-
gerðarmaður, segir að tökur muni
hefjast á íslandi um miðjan júní og
standa fram í júlflok. Koma þijátíu
manns hingað frá Þýskalandi vegna
þessa og leikkonurnar báðar sem
fara með aðalhlutverkin. íslenskir
leikarar verða ráðnir í önnur hlut-
verk og auk þess verða ráðnir tutt-
ugu íslenskir starfsmenn. Fara tök-
ur annars vegar fram í Skagafirði
og hins vegar í nágrenni Reykjavík-
ur; við Þingvelli, Laugarvatn og
Krýsuvík.
—EFNI
►Gorbasjov er ekki lengur trú-
verðugur segir Bill Keller sem er
nú í þann veginn að hverfa frá
Moskvu eftir að hafa verið þar
fréttastjóri New York Times/10
Sjúklingar á
svefnlyfjum
►Deildur hafa vaknað um notkun
svefnlyfja og róandi lyfja á sjúkra-
húsum landsins. Er sjúídingum
boðið reglulega upp á svefnlyf af
gömlum vana eða er verið að gera
þeim spítalalífið bærilegra með
hóflegum skömmtum?/14
Hálendisvegir milli
landshluta
►í nýstárlegum hugmyndum
Trausta Valssonar er leitað leiða
til að veita lífsmagni út til ystu
byggða/16
Bheimili/
FASTEIGNIR
► l-28
Stúdentabærinn -
þáttaskil í húsnæðis-
málum háskólastúd-
enta
►- segir ArnarÞórisson, fram-
kvæmdastjóri Félagsstofnunar
stúdenta
Husseins
►Sveinn Guðjónsson gluggar í
sögu „landsins milli fljótanna"
Mesópótamíu, þar sem nú heitir
írak. Þar hafa stórveldi risið og
hnigið í aldanna rás, og þar telja
menn að fyrsti neisti hámenning-
arinnar hafí tendrast. Þar hafa
ríkt afburðamenn og örlagavaldar,
harðstjórarogheiðursmenn, allt
frá Hammúrabí tii Saddams Huss-
eins/1
Vel við aldur og enn að
►Það hefur löngum staðið
kvennaíþróttum fyrir þrifum
hversu fljótt íþróttakonur heltast
úr lestinni, eða nokkum veginn
um leið og þær lenda í hnappheld-
unni og fara að eiga börn. Frá
þessu eru þó nokkrar merkilegar
undantekningar og hér í blaðinu
segjum við frá fjórum afrekskon-
um af íþróttasviðinu sem eru enn
að, þrátt fyrir að vera komnar á
fertugsaidurinn og sumar hveijar
margra bama mæður/6
Setja traust sitt á
skriðdrekana
►Stríðið á landi í Kúveit nálgast
óðfluga og þar verða skriðdrekam-
ir í lykilhlutverki/12
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Dagbók 8
Hugvekja 9
Leiðari 20
Helgispjall 20
Reykjavíkurbréf 20
Minning 22
Myndasögur 24
Brids 24
Stjömuspá 24
Skák 24
Fólk í fréttum 34
Konur 34
Utvarp/sjónvarp 36
Gárur 39
Mannlífsstr. 6c
Dægurtónlist 14c
Kvikmyndir 15c
Fjölmiðlar 16c
Menningarstr. 18c
Minningar 20c
Btó/dans 22c
Velvakandi 24c
Samsafnið 26c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4