Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 40
t á§; f| f§ 4 ll f§ Landsbanki Islands Banki allra landsmanna Bögglapóstur um ollt lund PÓSTUR 0(3 SlMI MORGUNULAÐffl, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJA VÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 17. FEBRUAR 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Meðferðarheimili þroskaheftra: Maður handtekinn grunaður um að hafa orðið konu að bana 24 ARA gömul kona, sem fór að heiman frá sér í Kópavogi á fimmtudag, fannst látin í meðferðarheimili þroskaheftra í Njörva- sundi aðfaranótt laugardags. Konan, sem var þroskaheft, fannst í herbergi 28 ára gamals þroskahefts íbúa í sambýlinu. Hann hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ráðið kon- unni bana. Konan og vistmaðurinn þekktust. Áverkar vöru á líkinu en lagvopn, sem talið er að hafi verið notað við verknaðinn, hefur ekki fundist. Síðast spurðist til konunnar klukkan 16.30 á fimmtudag. Ýmislegt varð til þess að grunur beindist að því að hún hefði komið í sambýlið og því var leitað að konunni þar, að sögn Þóris Odds- sonar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisjns. Spænskt ferðatímarit: Sérrit um * Island í stað rits um um Afríku STRÍÐIÐ við Persaflóa hefur haft mikil áhrif á ferðaþjón- ustu um heim allan og í kjöl- far þess hafa margir ferða- menn beint sjónum sínum að Norðurálfu sem vænlegum ferðakosti. Spænskt ferða- tímarit hefur ákveðið að fjalla um Island, íslenska menningu og sögu á 40 blaðsíðum í næsta tölublaði. Á Spáni er gefið út tímaritið Altaír og kemur út f|órum sinn- um á ári í um 30.000 eintökum. Til stóð að næsta blað fjallaði um Norður-Afríku og ferðalög þangað, en í ljósi ástandsins í Mið-Austurlöndum ákváðu út- gefendur að taka frekar fyrir Norðurálfu og ísland varð fyrir valinu. Fæmbílar BÍLAFLOTI landsmanna hefur minnkað og öðrum ökutækjum þeirra fækkaði einnig á síðasta ári, alls sem nemur 2.913 öku- tækjum, samkvæmt upplýsingum frá Bifreiðaskoðun íslands. Um síðustu áramót voru 151.707 ökutæki skráð hjá Bifreiðaskoðun Islands. Á sama tíma í fyrra voru ökutækin 154.620. Fólksbílum fækkaði um 4.542 árið 1990, úr 124.273 árið 1989 í 119.731. Vöru- bifreiðum fjölgaði hirís vegar úr 12.177 í 13.122. Á sjóskíðum á Norðfirði Morgunblaðið/Ágúst Neskaupstað. Menn hafa brugðið á ýmsa leiki í veðurblíðunni að undanförnu. Á Norðfirði hefur til að mynda verið hægt að bruna á sjóskíðum um spegilsléttan ijörð- inn, eins og sést á þessari mynd sem tekin var fyr- ir nokkrum dögum, en slíkt er venjulega einungis gert um hásumar. Fjöll eru að mestu auð, græn slikja farin að koma á tún og laukar að gægjast upp úr blómabeðum. Þá var nýlega leikinn knatt- spyrnuleikur á Neskaupstað á alauðum malarvellin- um en hann er að öllu jöfnu hin mesta snjóakista á þessum árstíma. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: Sjálfstæðisflokkurinn fengi 46,2% atkvæða væri kosið nú Sjálfstæðisflokkurinn fengi 46,2% fylgi ef gengið væri til alþingiskosninga nú samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvís- indastofnun hefur unnið fyrir Morgunblaðið. Er þetta nokkuð minna en í síðustu könnun stofn- unarinnar í nóvember í fyrra en þá sögðust 47,3% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk. Alþýðuflokkur fengi samkvæmt könnuninni 14,7%, Framsóknarflokkur- 20,9%, Alþýðubandalag 8,9%, Kvennalisti 7,8%, Flokkur mannsins 0,1%, Þjóðarflokkur 0,8% og Borgaraflokkur 0,5%. Þijár spurningar voru lagðar fyr- ir fólk um afstöðuna til stjórnmála- flokkanna. Fyrst var spurt hvaða flokk eða lista viðkomandi myndi kjósa ef gengið væri til kosninga á Annir á steypustöðvunum eins og í g'óðum vormánuði Fimm milljónir í snjómokstur fyrstu daga mánaðarins, 88 milljónir í febrúar í fyrra ALLT útlit er fyrir að febrúarmánuður verði sá ódýrasti hvað snjómokstur varðar í mörg ár, að sögn starfsmanns Vegaeftirlits- ins. Vegir eru að mestu snjólausir og hefur kostnaður við snjó- mokstur hjá ríkinu og sveitarfélögunum verið í lágmarki. Fyrstu tíu daga febrúar hefur verið eytt um 5 milljónum króna í vetrar- þjónustu hjá Vegagerð ríkisins. I febrúar í fyrra fóru 88,3 milljón- ir króna í snjómokstur. Mikið hefur verið að gera hjá steypustöðvunum í Reykjavík að undanförnu. Starfsmaður Steypu- stöðvarinnar hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta tíðarfar skapaði vinnuálag sem helst líktist maímánuði þar sem húsbyggjend- ur hefðu óspart notað blíðviðrið undanfarið til framkvæmda. Víglundur Þorsteinsson, for- stjóri B.M. Vallá hf., sagði að það væri búið að vera mjög mikið að gera og að janúar í ár hafi verið sá besti í mörg ár. „Þetta segir þó ekki mikið fyrir árið í heild. Það sem vinnst núna er þess eðlis að það minnkar framleiðsluna þegar kemur fram á vorið og sumarið, en það er óneitanlega þægilegt að hafa þetta jafnara yfir árið. Mestu máli skiptir að þessi tíð gefur jafnan og góðan framkvæmdahraða hjá bygginga- verktökum. Úrtök og tafir vegna veðurs eru mjög lítil, ekki klaka- högg og snjómokstur eins og oft er hjá trésmiðum í mótasmíði á þessum tíma,“ sagði Víglundur. Snjóleysið hefur haft þau áhrif að skíðaáhugamenn flykkjast til útlanda og er uppselt í flestar skíðaferðir sem íslensku ferða- skrifstofurnar hafa upp á að bjóða. Verslunarmenn sem selja skíðaútbúnað kvarta hins vegar sáran þar sem lrtil sala er á slíkum búnaði. Guðmundur Hafsteinsson, veð- urfræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri búist við eins eindregnum hlýindum á næstu dögum og verið hefur und- anfarið. „Það fer nú að þróast yfir í svolítið kaldara veðurlag og má búast við umhleypingum og jafvel snjókomu. Næstu daga fara lægðir hér um en það verður þó enginn stórkostlegur gauragang- ur í þeim,“ sagði Guðmundur. Sjá Baksvið á bls. 6. morgun. Þeir sem svöruðu „veit ekki“ voru spurðir hvaða flokk þeir teldu líklegast að þeir kysu. Segðu menn enn „veit ekki“ voru þeir spurðir hvort þeir teldu líklegra að þeir kysu Sjálfstæðisflokk eða ein- hvem annan flokk. Með þessu fór hlutfall óráðinna niður í 5,8%. í Reykjavík sögðust 54,8% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk, 13,4% Alþýðuflokk, 9% Framsóknarflokk, 10,7% Alþýðubandalag, 11% Kvennaljsta og 1% aðra l.ista eða flokka. Á Reykjanesi sögðust 50,5% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk, 19,9% Alþýðuflokk, 13,9% Fram- sóknarflokk, 6,9% Alþýðubandalag, 8,3% Kvennalista og 0,5% aðra flokka eða lista. I öðrum kjördæm- um sögðust 36,1% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk, 35,8% Framsókn- arflokk, 12,2% Alþýðuflokk, 8,7% Alþýðubandalag, 5,1% Kvennalista og 2,1% aðra flokka eða lista. Einnig var í könnun Félags- vísindastofnunar spurt um afstöð- una til ríkisstjórnarinnar. Sögðust 40,2% aðspurðra vera stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar, 36,9% andstæðingar en 23% voru hlutlaus- ir í afstöðu sinni til stjórnarinnar. Könnunin var unnin dagana 8.-12. febrúar og var leitað til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu. Alls fengfust svör frá 1.068 manns af þeim 1.500 sem komu í úrtakið og er það 71,2% svarhlutfall. Þegar frá hafa verið dregnir þeir sem eru nýlega látnir, veikir, eriendir ríkisborgarar og fólk sem dvelur erlendis er nettósvörun- in 72,9%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.