Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 26
ATVIN NUAUGÍ YSINGAR
Endurskoðun
Laus störf
Óskum eftir að ráða viðskiptafræðing til
starfa á skrifstofu okkar. Æskilegt er að
umsækjðndi sé af endurskoðunarkjörsviði.
Umsækjendur skili umsóknum á auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 25. febrúar merktum: „Endur-
skoðun - 8657“.
ESS
Endurskoðun
Sig.Stefánsson hf.
Stjórnun
- stór rekstrareining
Óskum að ráða hæfan yfirmann til starfa
hjá stóru deildaskiptu iðnaðar- og verslunar-
fyrirtæki. Um er að ræða stærstu rekstrarein-
ingu fyrirtækisins.
Starfssvið: Almenn stjórnun. Erlend og inn-
lend viðskiptasambönd. Mannaforráð 60-70
starfsmenn. Áætlanagerð, sölustjórnun og
eftirlit með innkaupum.
Við leitum að manni með menntun, helst
tengda byggingaiðnaði, verkfræði, tækni-
fræði eða sambærileg menntun. Reynsla af
stjórnun nauðsynleg. Nauðsynlegt að við-
komandi hafi innsýn í rekstur fyrirtækja.
Þekking á þörfum byggingaiðnaðarins æskileg.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð-
um, sem liggja frammi á skrifstofu okkar,
merktar: „Stjórnun 104“, fyrir 23. febrúar nk.
Hasva tigurhf
“ ■ Grensásvegi 13 Reykjavík 1 Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Ratsjárstofnun,
Laugavegi 116, pósthólf 5374,125 Reykjavík.
Deildarstjóri rekstr-
ardeildar
Starfið:
Umsjón og viðhald á húsnæði, vélum og
tækjum í ratsjárstöð. Meðal tækja má nefna
varaaflstöðvar, hita- og loftræstikerfi, bifreið-
ar og vinnuvélar. Sjá þarf um að allur búnað-
ur sé alltaf í fullkomnu lagi, flutninga, snjó-
mokstur, viðhald á húsnæði, ræstingu, við-
hald umhverfis, birgðahald o.m.fl.
Um er að ræða starf á ratsjárstöðinni á
Bolafjalli, og er krafist búsetu í nærliggjandi
byggðarlögum.
Kröfur:
Deildarstjóri þarf að vera fjölhæfur einstakl-
ingur, sem sjálfstætt getur tekist á við mörg
ólík verkefni og leyst þau.
Leitað er að einstaklingi með nægilega
reynslu og menntun í meðferð og viðhaldi
véla, rafbúnaði, járnsmíði og annarri við-
haldsvinnu. Reynsla af mannahaldi er æski-
leg og umsækjandi þarf að hafa góða fram-
komu og gott vald á ensku.
Umsækjandi þarf að standast inntökupróf
þar sem tekið verður tillit til enskukunnáttu,
líkamsburðar, framkomu og persónuleika.
Krafist er 4. stigs vélstjóramenntunar, véliðn-
fræði eða sambærilegrar menntunar.
Umsækjendur verða metnir með tilliti til
menntunar og starfsreynslu samanlagt.
Umsækjandi skal hafa bílpróf.
Umsóknir skulu vera skriflegar og skal þeim
skilað ásamt sakavottorði á skrifstofu Rat-
sjárstofnunar, Laugavegi 116, pósthólf 5374,
125 Reykjavík, fyrir kl. 17.00 þ. 25. febrúar
nk. Fyrirspurnum verður ekki svarað í síma.
Ritari (102)
Við leitum að ritara á lögmannsstofu, sem
hefur reynslu af innheimtukerfi lögmanna.
Áhersla er lögð á góða og lipra framkomu.
Laust strax.
Bókari(103)
Óskum að ráða bókara í innflutningsfyrirtæki
sem fyrst. Stúdentspróf frá Verzlunarskóla
íslands, ásamt einhverri starfsreynslu, skilyrði.
Ritari (108)
Við leitum að ritara, sem hefur mjög gott
vald á ensku, færni í ritvinnslu og hefur starf-
að í nokkur ár sem ritari. Þekking á notkun
töflureiknis æskileg.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk-
ar, merktar númeri viðkomandi starfs.
Hagva ngurhf
Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
TT
Tölvuteiknari
Ríkisútvarpið óskar eftir að ráða teiknara til
að vinna á teiknitölvu í leikmyndadeild Sjón-
varpsins. Auglýsingateiknun og/eða mynd-
listarmenntun er nauðsnleg. Reynsla í tölvu-
vinnslu er æskileg.
Tæknifræðingur
Ríkisútvarpið óskar eftir að ráða veik-
straumstæknifræðing til starfa við mynd-
tækjadeild Sjónvarpsins. Starfið er fólgið í
hönnun og umsjón með uppsetningu á mynd-
vinnslueiningum og stúdíóbúnaði ásamt öðr-
um verkefnum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir deildar-
stjóri myndtækjadeildar í síma 91-693900.
Umsóknum um þessi störf ber að skila til
Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, eða Sjónvarps-
ins, Laugavegi 176, fyrir 24. febrúar nk. á
eyðublöðum, sem fást á báðum stöðum.
ráy
RÍKISÚTVARPIÐ
LANDSPITALINN
Sjúkraliðar
Sjúkraliða vantar nú á allar vaktir á krabba-
meinslækningadeild 11-E, Landspítala.
Einnig vantar þar sjúkraliða á fastar nætur-
vaktir. Deildin þjónar bæði einstaklingum
með krabbamein og einstaklingum með ill-
kynja blóðsjúkdóma. Starf sjúkraliða á deild-
inni er fjölbreytt og gefandi en jafnframt
mjög krefjandi. Við leitum eftir sjúkraliðum
með góða faglega þekkingu og einhverja
starfsreynslu. Unnið er fjórðu hverja helgi
og starfshlutfall er eftir samkomulagi. Hafir
þú áhuga þá höfum við þörf fyrir þig.
Upplýsingar gefur Kristín Sóphusdóttir, hjúk-
runardeildarstjóri, í síma 601225, og Elín J.G.
Hafsteinsdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, í síma 601290.
Hjúkrunarfræðingar!
Lausar eru stöður fyrir áhugasama hjúkrunar-
fræðinga.
Handlækningadeild 1,12-A
Handlækningadeild 1, 12-A er almenn hand-
lækningadeild með áherslu á meltingarfæra-
og æðaaðgerðir. Deildin er mjög áhugaverð
og fjölbreytt. Boðið er upp á góðan aðlögun-
artíma með vönum hjúkrunarfræðingum.
Reynt verður að koma til móts við þarfir hvers
og eins hvað vaktir varðar. Deildin er rómuð
fyrir góðan starfsanda.
Upplýsingar veitir Anna Lilja Reimarsdóttir,
hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601310, og Anna
Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í
síma 601366 eða 601300.
Bæklunarlækningadeild 1,12-G
Á bæklunarlækningadeild 1,12-G er laus staða
hjúkrunarfræðings. Þar dvelja sjúklingar vegna
slysa og sjúkdóma í stoð- og hreyfikerfi. Á
deildinni er góður starfsandi. Þar er unnið eft-
ir markmiðum, sem miða að því að auka
gæði hjúkrunar. Boðið er upp á góða aðlögun.
Vinnuhlutfall eftir samkomulagi.
Upplýsingar veita Steinunn Ingvarsdóttir,
deildarstjóri, í síma 601400, og Anna Stefáns-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma
601366 og 601300.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
athugið
Nú eru lausar stöður á deildum lyflækninga-
sviðs. Ýmist er um fullt starf eða hlutastarf
að ræða og ýmiskonar vaktafyrirkomulag kem-
ur til greina.
Lyflækningadeild 11-A
Hjúkrunarfræðingur óskast. Um er að ræða
18 rúma lyflækningadeild með aðaláherslu á
hjúkrun sjúklinga með meltingarfæra-, lungna-,
innkirtla- og smitsjúkdóma.
Lyflækningadeild 11-B
Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði óskast. Á
deildinni er 21 rúm og er hún opin 5 daga
vikunnar (lokuð um helgar).
Lyflækningadeild 14-G
Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði óskast. Um
er að ræða 22 rúma lyflækningadeild með
aðaláherslu á hjúkrun sjúklinga með gigtar-
og nýrnasjúkdóma.
Taugalækningadeild 32-A
Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði óskast. Deild-
in er með 22 rúm og áherslan er á hjúkrun
sjúklinga með vefræna taugasjúkdóma. Ýmsar
rannsóknir eru í gangi á deildinni og starfsað-
staðan mjög góð.
Blóðskilunardeild - dagvinna
Hjúkrunarfræðingur óskast í 60-100% starf.
- Einstaklingshæfð aðlögun í boði.
- Sjúklingaflokkun er framkvæmd á flestum
deildunum.
- Frammistöðumat er að hefjast á öllum deild-
um lyflækningasviðs.
Upplýsingar gefur Hrund Sch. Thorsteinsson,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601299 og
601300, og deildarstjórar viðkomandi deilda.
Hjúkrunarfræðingar - dagvinna
Vegna aukinnar starfsemi á skurðstofu Lands-
prtalans, m.a. vegna fjölgunar á hjartaskurð-
aðgerðum, vantar hjúkrunarfræðingar til
starfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi sér-
leyfi f skurðhjúkrun. í boði er a.m.k. 3ja
mánaða aðlögunartfmi. Ef þú ííefur áhuga
hafðu þá samband við Svölu Jónsdóttur,
hjúkrunarforstjóra skurðstofu, f sfma
601317, eða Bergdfsi Kristjánsdóttur, hjúk-
runarframkvæmdastjóra, í síma 601300, og
fáðu meiri upplýsingar.