Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 16
 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚA'R'1991 Trausti Valsson skipulagsfræðingur vill veita lífsmagni út til ystu byggða á íslandi og ná því marki að allir íslendingar njóti alls landsins með því að stytta samskiptaleiðir með hálendisvegum. MILLI LANDSHLUTA Lífsmagni veitt út tilystu byggða Hálendisvegir stytta leiðir. Fyrsti hringurinn sýnir mörk tveggja tíma aksturs út frá þéttbýlinu og þar hefur búsetuþróun stöðvast. Hringur 2 sýnir hve þetta tveggja tíma aksturssvæði mundi stækka mikið ef vegabætur þar væru framkvæmdar. Hringur 3 sýnir síðan fjögurra tíma fjarlægðarhring miðað við hraðbrautir. eftir Elínu Pálmadóttur teikningar Trausti Valsson VIÐ VERÐUM að taka heildarsýn af ís- landi, segir Trausti Valsson, skipulagsark- itekt í nýútkominni bók sinni, sem hann nefnir Framtíðarsýn: Island á 21. öldinni. Þá sýn hefur hann verið að þróa í 17 ár og setur hana fram með rökum og ótal skýringarteikningum. Þar er fjallað um það hvernig við íslendingar getum á far- sælastan hátt búið í landinu öllu. M.a; seg- ir hann: „Ekki er hætta á öðru en að íslend- ingar vilji nýta sér landið, ef samgöngur um það eru góðar. Miðkjarni þess innan fjarða er í raun aðeins 250-300 km. Með góðu vegakerfi kæmi grunnur að miklum og dreifðum ferðamannaiðnaði. En fram- tíðarsýn er að allir Islendingar fái að njóta alls landsins, m.a. með tvöfaldri búsetu. Nú þegar eru sumarbústaðir um 10 þús- und og vetrarbústaðir í þéttbýli líka fjöl- margir. íslendingar búi semsagt og njóti bæði borga og sveita og búi á tveimur stöðum eftir þörfum. Bent er á að geysileg þjónustukerfi hafa verið byggð útum allt land, sími, rafmagn, hiti o.s.frv. og slæmt yrði að sjá þessa hundraða milljarða fjár- festingu ónýtta er byggðalög tæmdust. Með góðum vegum, t.d. yfir hálendið, mundu eignir, jafnvel á Norður- og Aust- urlandi, geta selsttil þéttbýlisfólks og fólk sem þar missir atvinnu sína og þarf að flytja, mundi ekki standa uppi öreigar og sveitarfélög væru síður þjökuð af nær órekstrarhæfum þjónustukerfum vegna fárra notenda. Þá snýr Trausti sér að því að huga að tengingu landshluta. Bent er á að dýrt er að leggja hraðbrautir með útjaðri landsins. Miklu ódýrara að Ieggja hraðbrautakerfi milli landshluta, stystu leið þvert yfir hálendið. Sérstakur kostur er að þar þarf Landvirkjun hvort sem er að Ieggja mikið af vegum, hefur þegar lagt um 600 km, þannig að Vegagerðin þarf aðeins að leggja fram á móti Lands- virkjun. Með þessum vegabótum er sem- sagt ætlunin að opna fyrir byltingu í flæði lífsmagnsins frá SV-horninu í formi ferða- mennsku og tvöfaldrar búsetu, einnig út í hinar fjærstu byggðir. Af rökum Trausta Vals- sonar sést að lítið hefur verið um heildarsýn til þessa. íslandsskipulag, sem tekur mið af öllu landinu og framtíðar- horfum, staðhattum og atvinnuhorfum, fyrirf innst ekki hér eins og öðrum Norðurlöndum. Hann telur nauðsynlegt að gera slíkt heildar- skipulag fyrir landið allt, sem á uppsprettu í því að laga framtíðarbyggð að náttúrufarsfor- sendum landsins. Boilaleggingar um svæða- notkun og þörfin á að vita um áætlað framt- íðarvegakerfi, vegna staðsetningar þjónustu- miðstöðva, staðsetningar skóla o.s.frv. krefst skipulags sem sýnir helstu línur í framtíðarþró- un. Meðan atvinnuhættir og annað flýtur áfram í sama farvegi er ekki flókið að skipuleggja, en breytingar á byggðamynstri verða þegar kerfí landsins, t.d. vegakerfið, eiga að fara að þjóna nýjum atvinnugreinum, t.d. ferðaiðnaði, eins og er að verða hér á landi. Þá þarf alvar- lega að huga að endurskoðun. Og nú eru að auki ýmsar grundvallarbreytingar að verða á verðmætamatí heimsins, þannig að landið sjálft er að verða dýrmæt auðlind. Það er ekki síst þessar breytingar á verðmætamati, sem gefa okkur nýja framtíðarsýn um möguleika og auðlindir landsins. En til að hagnýta okkur og laga að hirini nýju heimsmynd, verðum við að skilja vel í hveiju hún felst. Og það er þessi nýja sýn sem er grunnurinn að þeim tillögum sem birtast í bókinni. Að opna allri þjóðinni landið Trausti talar um að við þurfum að fara að endurmeta hugmyndir okkar um væntanlega framtíðaratvinnuvegi. Við íslendingar eigum ennþá eitt tromp á hendi, það er hreinleiki og fegurð landsins. í heimi sem er að vakna upp við það að vatn, himin og jörð eru víðast að verða menguð, er hreinleiki vatns mikil auð- lind. Það sem er svo heillandi við þá stefnu að nýta hreinleika og fegurð landsins til tekju- öflunar, segir hann, er að við njótum einnig að öðru leyti góðs af því sjálf. í bókinni er sérstaklega fjallað um hugmyndir að opna allri þjóðinni landið, svo að við getum betur notið þeirra miklu forréttinda að búa í hreinu og ósnortnu landi. En til að geta notið landsins þarf að vera hægt að komast um það á bæri- legan hátt; þ.e.a.s. í landinu verður að vera gott vegakerfi og einnig gott þjónustukerfi. Gott þjónustukerfi, en vannýtt, er til í landinu. Þessvegna eru það fyrst og fremst tappar í vegakerfinu sem hindra betri nýtingu lands- ins, bæði fyrir ferðamennsku innfæddra sem erlendra og ekki síður hvað varðar þann heill- andi framtíðarmöguleika að við getum öll lifað tvöfaldri búsetu, þ.e. bæði átt bústað í bæ og sveit. Trausti bendir á að enn sem komið er megi jafnvel segja að ekki njóti nema um 10% þjóðarinnar landsins, eins konar forréttinda- stétt laxveiðimanna, hestamanna og óbyggða- fara. „Nauðsynlegt er að undirstrika, að sú uppstokkun og kollsteypa sem blasir við í byggðamálum, nú þegar útgerð leggst niður í litlum bátaplássum, eru nauðsynleg. Þessi breyting mun styrkja stóru bæina úti á landi og gera þá þar með færa um að sinna auknu þjónustuhlutverki á viðkomandi landsvæðum. En biturleiki bátafólksins, sem tapar vinnunni í heimabyggð sinni og stendur uppi með verð- lítil íbúðarhús, verður litlu minni en biturleiki almennings í gömlu kommúnistaríkjunum. Þá vaknar spurningin: Hvað er hægt að gera til að forða því að þessi nýju tíðindi þýði nýtt áfall fyrir landsbyggðina með enn auknum straumi fólks og fjármagns til SV-hornsins.“ Trausti rekur það hve við íslendingar erum fastheldnir á það byggðamynstur sem mynd- aðist um aldamót útfrá hestvagnaleiðum og smáútgerðaplássum, en helstu markmið núver- andi byggðastefnu sé að hér verði ekki nokkur breyting á, þ.e. „að komið sé í veg fyrir byggð- aröskun“, eins og það er orðað. Stærri byggða- kjarnar og bættar samgöngur séu aftur á móti framtíðin, m.a. til að geta mætt hinum vaxandi kröfum um aukna þjónustu í framtíð- inni. Gömlu ráðin til að efla landsbyggðina; fjölgun togara, heilsugæslustöðva o.s.frv. muni í þetta sinn ekki duga til að stöðva geigvænleg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.