Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGARrN[iu;R 17. FEBRÚAR 1991
María Helgadóttir og systkini
hennar frá Hreimsstöðum
Fædd 25. júní 1908
Dáin 6. ágúst 1988
María var fædd 25. júní 1907.
Hún var systurdóttir ömmu minnar,
Karitasar Bjarnadóttur, og var eins
og hún myndarleg, dugleg og elsku-
leg, trygg, hógvær en ákveðin. Hún
kom nokkrum sinnum á heimili for-
eldra minna, eftir að hún fluttist til
Reykjavíkur og var orðin ekkja.
Mild glaðværð hvíldi yfir heimsókn-
inni, og ekki voru gerðar neinar
kröfur til lífsins, heldur þess notið,
eftir því sem hægt var, á einfaldan
hátt.
Foreldrar Maríu voru þau hjónin
Helga Bjarnadóttir, fædd 29. ágúst
1868, og Helgi Ámason, fæddur 14.
apríl 1863, bóndi á Hreimsstöðum
í Norðurárdal. Helga var dóttir
Bjama Einarssonar bónda á Skarðs-
hömmm í Norðurárdal í Borgar-
fírði, og þriðju konu hans, Kristínar
Guðmundsdóttur, ættaðri frá
Hraunsnefi í sömu sveit. Árni var
sonur hjónanna Áma bónda Brands-
sonar í Geirshlíðarkoti í Flókadal í
Borgarfírði, seinna að Háreksstöð-
um í Norðurárdal og fyrri konu
hans, Sigríðar Sigurðardóttur.
Böm Bjama og Kristínar á
Skarðshömmm vom 7. Þar af lifðu
4. Helga var elzt, þá Einar, sem
seinna varð bóndi á Skarðshömrum,
Karitas, sem búsetu hafði í
Reykjavík, og yngstur var Brynjólf-
ur, seinna bóndi í Króki í Norðurár-
dal. Hjá honum, elskulegum ömmu-
bróður mínum, og hans góðu konu,
Amdísi Klemenzdóttur, og börnum
þeirra fímm fékk undirrituð að
dvelja 6 sumur í sveit og á þaðan
yndislegar endurminningar.
Foreldrar Maríu giftu sig haustið
1887, er Helga var 19 ára en Helgi
24. Fyrstu árin bjuggu þau að mestu
hjá skyldmennum, þar sem erfítt
reyndist að fá jörð með ábúð, en
vorið 1893 fengu þau ábúð að
Hreimsstöðum í Norðurárdal. Á
Skarðshömmm fæddust þeim 2
meyböm, tvíburar, en aðeins önnur
lifði, sem hlaut nafnið Kristín í höf-
uðið á húsfreyjunni á staðnum,
ömmunni, sem tók slíkt ástfóstur
við nöfnu sína, að hún varð eftir
hjá henni, er ungu hjónin fluttu að
Háreksstöðum í Norðurárdal, þar
sem þeim fæddist önnur dóttir, sem
hlaut nafnið Sigríður eftir hinni
ömmunni, sem þá var látin. Á
Hreimsstöðum fæddust þeim 14
börn í viðbót, sem flest komust til
fullorðinsára. Eins og áður hefur
verið minnzt á í fallegri minningar-
grein um Maríu eftir Klemenz Jóns-
son, leikara, frá Klettastíu í Norður-
árdal þ. 8. september 1988 í Morg-
unblaðinu, varð hin mikla ómegð
ásamt hörðu árferði á þessum árum
þess valdandi, að mörg barnanna
voru tekin í fóstur af ættingjum og
kunningjum í nágrenninu, þar sem
jörðin Hreimsstaðir var hvorki
nægilega stór né kostum búin til
að geta framfleytt jafn barnmargri
fjölskyldu.
Mestu skipti þó, að heimilisfaðir-
inn féll frá á bezta aldri, aðeins
nýlega orðinn 52 ára, þ. 16. júní
1915. Það er því ekki rétt í Vestur-
íslenskum æviskrám, að hann hafí
látizt 1919. Vorið 1914 varákaflega
hart og snjóþungt. Örlög þessara
bammörgu hjóna urðu hörð og sár,
er bæinn þeirra lága skefldi í kaf,
svo viðir allir sliguðust. í einu
áhlaupinu urðu allmargar kindur
úti, þar sem beita þurfti, er lítið var
orðið um hey. Litlu seinna drekkti
hlaup í Norðurár stórum hópi þeirra.
Síðan tók lambadauði við hjá þeim,
sem þetta lifðu af. Jörðinni var
sleppt og heimilið leyst upp. Helga
fékk athvarf í Klettstíu með Sigurð
son sinn, en María dóttir hennar var
þar fyrir. Hún hafði verið tekin þar
í fóstur þremur árum áður. Helgi
hafði vetursetu hjá Elínu Ólafsdótt-
ur og manni hennar, Hallgrími Sig-
urðssyni, sem þá bjuggu á Svarta-
gili í sömu sveit. Um vorið fór Helgi
í vegavinnu, fékk heiftuga lungna-
bólgu og dó úr henni.
Helga er þannig lýst, að hann var
mikill vexti, fríður sýnum en þó stór-
leitur og karlmannlegur, rammur
að afli og duglegur og laginn til
allra verka, en gæfur og umgengnis-
góður. Vel var hann greindur og
mjög bókhneigður, sérlega gefínn
fyrir ættfræði og þjóðlegan fróðleik
og minnugur á allt, sem hann las
og heyrði, enda eftirsóttur til að
kveða og lesa upp. Fertugur að aldr-
ei var Helgi orðinn kunnur víða út
fyrir héraðið af frásagnargáfu og
fræðimennsku og því að fara ekki
með fleipur. Góð skytta var hann
og tamningamaður, en ungviði tók
hann oft til tamninga bæði fyrir sig
og aðra sér til ánægju. Svo var
hann rammskyggn. Gestkvæmt var
líka á Hreimsstöðum, þótt eigi væri
auður í garði, er.da húsráðendur
fjarskalega gestrisnir. Kristín, elzta
dóttirin, sem alin var upp á Skarðs-
hömrum við gnægð alls, minntist
þess, hve notalegt það var að koma
í heimsókn til foreldra sinna, þrátt
fyrir basl og áhyggjur voru hjónin
hýr og tillitssöm við hvort annað,
höfðu til að bregða á glens eftir
erfíði dagsins og aldrei voru þau svo
af sér gengin, að þau hefðu ekki
gaman af barnahópnum sínum
stóra.
Vegna þess hve undirritaðri
fínnst merkileg saga þessarar fjöl-
skyldu, hefur hún ráðist í að taka
saman æviágrip 16 barnanna, sem
öll eru látin nema tvö, Emil og Sig-
urður. Þessi systkini komu flest á
heimili Karitasar ömmu minnar og
afa míns, Ólafs Hróbjartssonar, sjó-
manns, en amma greiddi götu þeirra
og annarra, sem hún mátti. Móðir
mín minnist þeirra sem glaðværra
og skemmtilegra frændsystkina,
sem öll voru myndarleg og sum
mjög glæsileg. Sjálf átti ég því láni
að fagna að kynnast Kristínu,
Sigríði og Maríu, sem allar voru
skemmdilegar og indælar og Emil,
sem er það líka og minnugur og
fróður. Honum, Kristínu systur hans
og Guðmundi G. Hagalín, rithöf-
undi, og niðjum barna þessara er
það að þakka, að unnt var að skrifa
þessa grein.
Börn Helgu og Helga voru þessi:
1. Kristín, fædd 7. nóvember
1888. Kunnur lækningamiðill og sjá-
andi, sem hjálpaði fjölda fólks með
dulrænum gáfum sínum. Um hana
ritaði Elínborg Lárusdóttir, rithöf-
undur, bók sína: „Forspár og fyrir-
bæri“, Reykjavík 1957. Að henni
stóðu 3 óskyldir ættbogar, sem voru
rammskyggnir. Hún var í Reykjavík
1906-13, vann lengst af hjá Birni
Jónssyni, ráðherra, en fluttist til
Kanada 1913. Giftist þar 22. maí
1914 Sigtryggi Kristjánssyni, f. 22.
apríi 1880, d. 1969, skólakennara
og seinna húsamálara og bjuggu þau
í Wynyard, Lundar og Gimli. Þau
eignuðust 3 syni og 3 dætur. Af
þeim er Guðmundur sonur þeirra
látinn. Árið 1930 kom Kristín með
3 dætur sínar til íslands, en af þeim
hefur aðeins ein þeirra ílenzt hér.
Árið 1947 heldur Kristín aftur til
Kanada og kemur síðan í stutta
heimsókn 1956, en 1959 kemur hún
alkomin en fer vestur um haf vorið
1962, o g átti það að vera stutt heim-
sókn en varð bráðkvödd þann 24.
apríl s.á. og var jarðsett að Gimli.
Eftir hana liggja bækurnar „Það er
engin þörf að kvarta“, útg. 1961 og
„Margt býr í þokunni", útg. 1962,
báðar útg. af Skúggsjá í Hafnarfirði
í skrásetningu Guðmundar G. Haga-
líns, rithöfundar. I þær bækur er
m.a. sóttur fróðleikur í þessa grein.
2. Sigríður, fædd 30. ágúst 1890.
Sigríður fór 16 ára gömul frá
Hreimsstöðum í vist til hjóna, sem
seinna fóru til Englands. Þar dvaldi
hún a.m.k. 3 ár. Hún er úti í Eng-
landi, þegar faðir hennar deyr. Það-
an fór hún til Danmerkur og Fær-
eyja, þar sem hún vann um tíma hjá
færeyskum hjónum. Síðan ræðst hún
til Þórhalls Danielssonar á Höfn í
Hornafirði, þar sem hún starfaði um
tíma hjá Fiskverkun Konráðs Hjálm-
arssonar, og segir sagan, að þurft
hafí 2 karla til þess að bera á móti
henni. Þar var hún líka matráðskona
í mötuneyti og hjá Vilhjálmi Stefáns-
syni. Árið 1921 ræðst hún ráðskona
til Símonar Jónssonar, f. 5. október
1856, d. 27. febrúar 1934, bónda í
Hellisfirði í Norðfirði, sem var ekkju-
maður og giftust þau og eignuðust
2 syni og eina dóttur. Áður hafði
Sigríður eignast son með Runólfí
Bjarnasyni frá Skaftafelli í Öræfum.
Sveitina sína sá Sigríður ekki aftur
fyrr en hún var orðin 65 ára, eftir
að hún fluttist frá Norðfírði og var
orðin ekkja. Hún lézt í Reykjavík
24. apríl 1969.
3. Jónína Guðbjörg, f. 21. júní
1893. Hún fór 14 ára í fóstur til
Guðrúnar Pálsdóttur, sem þá bjó við
Amtmannsstíg, móður séra Friðriks
Friðrikssonar og var hjá henni, unz
hún giftist Nikulási Árna Halldórs-
syni, trésmið, f. 25. desember 1887,
d. 10. desember 1978, ættuðum frá
Miðdalskoti í Biskupstungum. Nikul-
ás vann alla tíð sjálfstætt og hafði
vinnustofu sína á Hólatorgi 8 hjá
Jónasi Hvannberg, nema að undan-
teknum nokkrum mánuðum á
stríðsárunum, þegar hann vann hjá
Alm. Byggingarfélaginu. Hann vann
mikið fyrir Guðmund Jensson og
Bjarna Jónsson, eigendur Nýja bíós,
svo og fyrir Freystein Gunnarsson,
skólastjóra, og gamla kennaraskól-
ann. Nikulás var eftirsóttur lista-
smiður og hvers manns hugljúfi. Þau
hjón bjuggu á Bræðraborgarstíg 17
í tvílyftu steinhúsi, sem er í dag
Unnarstígur 2, á horni Unnarstígs
og Öldugötu. Þau áttu 4 dætur og
2 syni. Af þeim eru Þórdís, Bjarni
og Guðrún látin. Jónína dó langt um
aldur fram, þ. 27. júní 1931, í
Reykjavík. Hún var bókelsk, hafði
yndi af tónlist, var alltaf í góðu skapi
og öllum þótti vænt um hana.
4. Guðríður, f. 25. maí 1894.
Starfaði um tíma í Vinaminni hjá
Birni Jónssyni, ráðherra, og konu
hans. Hún fór árið 1913 til Hull'að
læra ensku og ætlunin var einnig
að fara til Brussel að læra frönsku.
Hún kom á enska grund með 10
pund í gulli, sem hún varð að hafa
á þeim tíma, til þess að fá að fara
inn í landið. Hún byijaði að vinna
hjá frú Paulson og fjölskyldu henn-
ar, eins og fyrirhugað hafði verið,
en seinna hjá frú Hanson, sem bjó
á West Dock Avenue í Hull. Hún
giftist 1. febrúar 1919 í Hull, ensk-
um manni að eftirnafni Jowitt, sem
hún hafði kynnst þar ári áður. Hann
var fæddur í Leeds, Yorkshire, 21.
apríl 1893, og kom frá velþekktri
fjölskyldu þar í borg. Hann hafði
unnið sem blaðamaður áður en hann
gekk í herinn 1914. Þau bjuggu í
Hull, þar sem eiginmaður hennar rak
flutningafyrirtæki eftir fyrra stríð,
en hann keypti hrátimbur frá Nor-
egi, Svíþjóð og Finnlandi, sagaði það
niður og ók því út um allar Bret-
landseyjar. Móðir mín heimsótti þau
hjón í Hull árið 1925 á heimleið eft-
ir 3 ára dvöl í Suður-Englandi, og
tóku þau ákaflega vel á móti henni
og voru mjög elskuleg, en hjá þeim
dvaldi hún í nokkra daga. Árið 1946
kom Guðríðurtil íslands ásamt Julie,
dóttur sinni, sem er yngst barnanna
og dvaldi hér í tvo mánuði og naut
þess að hitta vini og ættingja. Hún
var flínk handavinnukona, hvort sem
var um að ræða saumaskap, útsaum
eða að pijóna. Hún hafði áhuga fyr-
ir sögu Hull og sótti marga fyrir-
lestra í því efni. Hún elskaði hesta
og þá sérstaklega íslenzka hestinn.
En aðaláhugamál hennar var samt
sem áður fjölskyldan og tengdafólk
hennar. Guðríður lézt 16. nóvember
1974 en eiginmaður hennar 13. okt-
óber 1963. Þau áttu 4 dætur og
son. Af þeim' er elzta dóttirin,
Nonna, látin. Þessar upplýsingar lét
mér í té William Ernest sonur henn-
ar ’í Hull, að hluta.
5. Bjarni, fæddur 25. júní 1895.
Ólst upp í Hægindakoti í Reykholts-
dal frá 8 ára aldri hjá Helga Þor-
bergssyni. Hann var hraustur og
duglegur. Varð bráðkvaddur í
smalamennsku tvítugur. Hann var
ókvæntur og barnlaus.
6. Árni, f. 12. ágúst 1896. Fór
ungur frá æskuheimili sínu Hreims-
stöðum að Gljúfurá, þar sem hann
dvaldi í nokkur ár. Á unglingsárun-
um var hann vinnumaður á Hafþórs-
stöðum í Norðurárdal og Fróðhúsum
í Stafholtstungum. Síðar að Bei-
galda með Þorvaldi bróður sínum.
Hann var við nám í tvo vetur við
Hvítárbakkaskóla, 1917-19, en 1917
gekk hann í Ungmennafélag Staf-
holtstungna, þar sem hann fljótlega,
svo og á nokkrum stöðum í Borgar-
firði, kenndi glímu, sund og leikfimi
og keppir í sömu greinum, jafnframt
því að vinna ötullega að félagsmál-
um félagsins, enda heiðursfélagi
þess seinna. Hann er kominn í
fremstu röð glímumanna um 1920,
og í eina skiptið, sem honum bauðst
að fara til útlanda í sýningarferð
með glímuflokki, átti hann ekki boð-
leg föt og hafði ekki fjárhagslegt
bolmagn þá til að leysa það vanda-
mál. Þó að hann vildi ævinlega hvers
manns vanda leysa og átti sér örugg-
lega á þeim tíma marga vini, sem
fúslega hefðu léð honum hæfíleg
föt, gat hann ekki lagst svo lágt að
ganga bónarveginn, og var hann þó
að eðlisfari ekki stór upp á sig. Þetta
atvik ásamt öðru tengdu fátækt
hans varð til þess að herða hann í
þeim ásetningi að verða sem fyrst
bjargálna og sem fæstum háður.
Árið 1927 flytur Árni í Borgar-
nes, er hann gerist pakkhúsmaður
hjá Kaupfélagi Borgarness, þar sem
hann kennir og keppir í áðurgreind-
um íþróttum. Sem dæmi um áhuga
og ósérplægni hans kennir hann
strákum glímu í hádegishléum.
Sama ár, þ. 9. október, kvænist
hann elskulegri og hæfíleikaríkri
stúlku, Sigríði Sveinsdóttur, Niels-
sonar frá Grímsstöðum í Álftanes-
hreppi, f. 14. desember 1901. Þau
voru barnlaus og bæði gædd miklum
dulrænum hæfíleikum. Sigríður var
skáldmælt og ljóðelsk, hafði ágæta
söngrödd og spilaði prýðisvel á
píanó.
Fyrsta sýsluglíma Mýrarsýslu var
haldin árið 1929 að undirlagi Árna,
sem gaf fagran silfurbikar og feg-
urðarglímuskjöld til keppninnar og
er einn þriggja dómara keppninnar.
Þegar fyrir stríð hafði Árni brotizt
í að kaupa jörðina Beigalda í Borgar-
hreppi og er búsettur þar 1933-36
en stundar vinnu sína í Borgamesi
jafnframt búskap. Hann var flínkur
bóndi og eftirsóttur dýralæknir, þótt
-ólærður væri, og svipaði honum þar
til móðurafa síns, Bjama á Skarðs-
hömrum og sonar hans Einars, sem
báðir voru eftirsóttir og farsælir
dýralæknar, þótt ólærðir væm. Árni
átti jafnan góða hesta. Hafði hann
yndi af á yngri árum sínum að synda
samhliða með uppáhaids hesti
sínum, Baldri, yfir Hvítá.
Um Árna má segja, að hann var
ákaflega duglegur, fjölhæfur og
hugmyndaríkur, hafði næmt skop-
skyn og einstaklega gott skap. Dýr
og unglingar hændust að honum
ósjálfrátt. Hann var framsýnn og
úrræðagóður og liðtækur orgel- og
píanóleikari, en á þau hljóðfæri spil-
aði hann jöfnum höndum, á dans-
skemmtunum á yngri árum en fram
á fullorðinsár af og til í kirkjum.
Hann var mikill samvinnumaður og
ötull stuðningsmaður Jónasar frá
Hriflu og hafði miklar áhyggjur af
flokknum, á hvern veg hann þróað-
ist, eftir brotthvarf Jónasar sem
áhrifamanns í stjórnmálum. Árni
varð flínkur ljármálamaður. Þannig
keypti hann við sölu Beigalda eitt
stærsta hús í Borgarnesi, sem lengi
hýsti sýslumanninn og varð síðar
læknisbústaður. Sem dæmi um
framsýni hans, lagði hann til nokkr-
um árum fyrir stríð, að Ungmenna-
félag Borgarfjarðar keypti jarðhita-
jörð, sem þá var til sölu. Þessu var
hafnað og þótti hin mesta firra, þar
sem skilningur manna á þeim tíma
var takmarkaður á kostum slíkra
jarða. Þá lagði Árni seinna einnig
til, að Stangveiðifélag Borgarness
keypti laxveiðijörðina Langárfoss, til
þess að skapa félaginu aðstöðu og
tekjur, en því var einnig hafnað.
Þessi úrslit réðu ábyggilega miklu
um, að Árni, sem eins og áður var
sagt, var mikill félagshyggjumaður,
réðst einn í það stórvirki að kaupa
jörðina Langárfoss 1948/49, þar
sem hann gerist bóndi. Fyrsta_ árið
1949-50 bjó einnig bróðir Árna,
Guðbjarni, og fjölskykla hans. Árið
1964 flytja þau hjón, Árni og Sigríð-