Morgunblaðið - 08.03.1991, Qupperneq 4
4
MÖRGtltóáAÐIÍ) FÖSTtíDÁGuft' s' liíÁRZ
Morgunblaðið/PPJ
Svaf undir flugvélinni
Bandarískur feijuflugmaður kom til landsins aðfararnótt s.l. miðviku-
dags. Venjan er sú að feijuflugmenn gisti á Hótel Loftleiðum sem er
rétt við flugvöllinn en þessi flugmaður lagði sig til svefns undir flugvél-
inni. Hann svaf vært þrátt fyrir næturfrost og rumskaði ekki um
morguninn þótt flugvélar væru ræstar í grenndinni.
Seðlabankinn:
Ríkið á meginþátt í að halda
uppi háum raunvöxtum
Draga verður úr fjármögnunar-
áformum ríkisins um nokkra milljarða
SEÐLABANKINN segir að að mikil lánssfjárþörf ríkissjóðs og opin-
berra iánakerfa, aðallega húsnæðiskerfisins, hafi átt meginþátt í því
að halda uppi tiltölulega háum raunvöxtum á síðasta ári, þrátt fyrir
mikinn peningalegan sparnað og litla lánsfjáreftirspurn atvinnufyrir-
tækja. Eigi að ná niður raunvöxtum á þessu ári verði ríkið að gera
allt sem hægt er til að draga úr lánsfjáreftirspurn. Þetta kemur fram
í skýrslu Seðlabankans til viðskiptaráðherra, dagsettri 31. janúar sl.
en sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi að beiðni Þorsteins Pálsson-
ar og fleiri þingmanna.
í skýrslunni, sem gerir grein fyrir
horfum í vaxtamálum og hvernig
Seðlabankinn hyggist tryggja hóf-
lega raunvexti og vaxtamun á næst-
unni, kemur fram að vaxtaákvarðan-
ir bankanna hafi ekki verið ráðandi
um vaxtaþróun undanfarið, og raun-
vextir þeirra séu ekki óeðlilega háir
miðað við raunvexti opinberra verð-
bréfa á almennum markaði, eða
bankavexti erlendis. Þá hafí vaxta-
munur bankastofnana farið ört lækk-
andi á undanförnu ári, og bendi flest
til þess að hann sé síst hærri en
nauðsynlegt sé til að tryggja áfalla-
lausan rekstur. Seðlabankinn fjallar
um fjármögnunaráform ríkissjóðs á
þessu ári, og bendir á að innlend fjár-
mögnun ríkissjóðs hafi orðið um 3
milljörðum króna minni en áætlað
var á síðasta ári. Á sama tíma séu
áætianir um stóraukna fjáröflun, eða
um 33%, á innlendum lánsfjármark-
aði á þessu ári og sem fari hækk-
andij m.a. í meðförum alþingis.
„Ohætt er að staðhæfa að sú aukn-
ing sé ófær með öllu og að auki
mjög óæskileg með tilliti til væntan-
legrar aukningar orkuframkvæmda
til að mæta stóriðju, en sú aukning
er ekki inni í áætluninni. (...) Auk
þessa má fastlega gera ráð fyrir að
ríkissjóðshalli verði um 2-3 mrð. hr.
hærri en reiknað er með í fjárlögum
eða 6-7 mrð. kr. og mun það koma
fram í aukinni erlendri lántöku. Enn-
fremur er við líði sú gi'undvallai’veila
í yfirtaki A-hluta, að- vei-ulegt tap á
rekstri lánasjóða, byggingar og
námslána, á sér stað utan hans.
Niðurstaðan af þessu hlýtur ann-
ars vegar að vera sú, að draga verði
niður í fjármögnunaráformuni um
nokkra milljarða, hins vegar að ekki
veitist færi á lækkun raunvaxta,"
segir orðrétt í skýrslu Seðlabankans.
Er bent á að þegar leitað sé færis á
niðurfærslu blasi húsnæðismálin við,
en þar hafi orðið mikil aukning og
stefnt sé að enn meiri aukningu
umfram sýnilegan möguleika á fjár-
mögnun.
VEÐURHORFUR t DAG, 8. MARS
YFIRLIT í GÆR: Skammt norðvestur af Færeyjum er 998 mb lægð
sem þokast norðnorðvestur en 1.040 mb hæð yfir Norður-Græn-
tandi ‘
SPÁ: Noröaustanátt, kaldi og síðar stinningskaldi, en sums staðar
allhvasst norðvestanlands með kvöldinu. Él við norður- og austur-
ströndina en iéttskýjað suðvestanlands. Hiti 0-5 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðlæg átt, nokkuð
hvasst norðvestanlands og með norðurströndinni en hægari ann-
ars staðar. Dálítíl rígning eða slydda á Suðaustur- og Austurlandi
en léttskýjað suðvestanlands. Hiti um frostmark vestanlands en 1
til 5 stiga hiti austanlands.
TÁKN:
Heiðskirt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V
El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—[- Skafrenningur
[~7 Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hW 1 0 vcður alskýjað léttskýjað
Bergen 4 rign. og súld
Helsinki 1 þokumóða
Kaupmannahöfn 4 þokumóða
Narssarssuaq +5 þokumóða
Nuuk +16 skýjað
Osió 1 snjókoma
Stokkhóimur 2 þokumóða
Þórshöfn 7 skýjað
Algarve 11 skúr
Amsterdam 16 rlgning á s. klst.
Barcelona 13 þokumóða
Berlín 9 skýjað
Chicago +6 léttskýjað
Feneyjar 12 þokumóða
Frankfurt 10 skýjað
Glasgow 7 súld
Hamborg 6 rigning
Las Paimas vantar
London 12 rigningás.klst.
LosAngeles 11 helðskírt
Lúxemborg 12 mistur
Madrld 10 skýjað
Malaga 13 skúr
Mallorca 20 þokumóða
Montreal 5 rigning á s.klst.
New York 12 skýjað
Orlando vantar
París vantar
Róm 20 skýjað
Vln 4 súld
Washíngton 8 léttskýjað
Winnipeg +18 skýjað
Fjöldi fyrirspurna
um vinnu í Kúveit
15-20 manns hafa leitað til
Verktakasambands íslands eftir
upplýsingum um atvinnu í Kúveit
eftir að Morgunblaðið birti frétt
þess efnis að breskt ráðgjafai'fyr-
irtæki hefði boðið verktökum hér
á landi þjónustu sína við uppbygg-
ingu í Kúveit. Pálmi Kristinsson
Seltjarnarnes:
Dagvistargjöld
hækka um 12%
GJOLD á dagvistarheimilum á
Seltjarnarnesi hækkuðu um síð-
ustu mánaðamót um 12%.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á
Seltjarnarnési sagði að dagvistar-
gjöldin hefðu ekki hækkað frá því í
september 1989 og frá þeim tíma
hefðu laun hækkað um 17%. Hann
sagði að miðað .við launaþróun frá
því í águst 1989 til 1. mars 1991
hefðu dagvistargjöldin þurft að
hækka um 21%.
Fjögurra tíma vist kostar eftir
hækkun 8.020 en 4.880 fyrir ein-
stæða foreldra. Heilsdagsvist kostar
16.480 eftir hækkun en 9.700 fyrir
einstæða foreldra. Einnig er gefinn
svonefndur systkinaáfsláttur.
framkvæmdastjóri Verktakasam-
bandsins sagði að því miður hefði
þessi hópur ekki leitað til rétts
aðila, þar sem sambandið hefði
engar upplýsingar að veita í þessu
efni.
Pálmi sagði að það eina sem sneri
að Verktakasambandinu í þessu
máli væri, að þangað hefði borist
bréf frá breska fyrirtækinu þar sein
íslenskum verktakafyrirtækjum væri
boðin ráðgjöf, ef þau hygðust leita
eftir verkefnum í Kúveit.
Hann sagði Verktakasambandið
engar upplýsingar hafa um hvert
menn gætu snúið sér til að fá vinnu
í Kúveit. „Við höfum sagt mönnum
að það séu þá helst kúveisk stjórn-
völd sem eru þá næst okkur í sendi-
ráði þeirra í London."
Pálmi sagði að Verktakasamband-
ið gæti ekki miðlað störfum á þennan
hátt, enda væri það ekki hlutverk
sambandsins. í hópi þeirra sem
spurðust fyrir þegar voru verkfræð-
ingar, iðnaðarmenn og verkamenn.
„Þessir menn sem ég hef talað við
hafa talað um atvinnuástandið og
annað í þeim dúr,“ sagði Pálmi að-
spurður um hugsanlegar skýringar á
þessum viðbrögðum, en nefndi að
ekki væri heldur hægt að útiloka að
einfaldlega væri ævintýraþrá þar að
baki.
Valgerður Bjarnadóttir:
I fullt starf í Brussel
fyrir vinnuveitendur
Valgerður Bjarnadóttir við-
skiptafræðingur hefur verið ráðin
í fullt starf hjá Félagi íslenskra
iðnrekenda og Vinnuveitenda-
sambandi íslaiuls. Valgerður er
búsett í Brussel í Belgíu og verð-
ur starf hennar m.a. fólgið í að
fylfijast með þróun mála hjá Evr-
ópubandalaginu og samningavið-
ræðum EB og EFTA um
evrópskt efnahagssvæði.
Valgerður hefur til þessa starfað
hjá Evrópusambandi flugfélaga í
Belgíu, en hefur jafnframt verið í
hlutastarfi hjá FÍI og VSÍ sem fasta-
fulltrúi í UNICE, Evrópusamtökum
vinnuveitendasambanda og iðnrek-
endafélaga.
Olafur Davíðsson framkvæmda-
stjóri sagði við Morgunblaðið að á
undanförnum árum hefðu samtök
iðnrekenda og vinnuveitenda á hin-
um Norðurlöndunum innan EFTA
verið að byggja upp mikla starfsemi
í Brussel. Og það væri ótvírætt mik-
Valgerður Bjarnadóttir.
il þörf á því að hafa beinan aðgang
að Evrópubandalaginu til að fylgjast
með því sem þar væri að gerast.