Morgunblaðið - 08.03.1991, Qupperneq 18
íeei SíIAM .8 flU0AQUT8Örí GIGAUaMUOflOM
MOKU U N BLÁÐIÐ' ItíSTUUAGUR'S: MSEzlðW"
Hlutafé Eimskips
aukið í rúmlega
milljarð á árinu
EIN breyting varð á stjórn Eim-
skipafélags Islands á aðalfundi
félagsins í gær. Baldur Guðlaugs-
son var kjörinn í stjórn til tveggja
ára í stað Péturs Sigurðssonar
sem lét af störfum eftir 37 ára
samfellda stjórnarsetu. Á aðal-
fundinum voru samþykktar ein-
róma tillögur stjórnar um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa upp á 10%
og 15% arðgreiðslu til hluthafa.
Engar athugasemdir komu frá
hluthöfum þegar skýrsla stjórnar
Eimskipafélagsins og ársreikningur
voru kynnt og sagði Halldór H.
Jónsson, stjórnarformaður félags-
ins, það merki þess að hluthafar
væru sáttir við reksturinn á síðast-
liðnu ári. Með útgáfu 10% jöfnunar-
hlutabréfa Eimskips á árinu mun
hlutafé félagsins aukast úr tæpum
930 milljónum í rúman milljarð.
Á aðalfundinum voru fjórir menn
kjörnir í stjóm til tveggja ára. Auk
Baldurs Guðlaugssonar voru Hall-
dór H. Jónsson, Jón Ingvarsson og
Jón H. Bergs endurkjörnir. Ekki
bárust aðrar tillögur um stjórnar-
menn. Baldur er einn stærsti hlut-
hafi Eimskips úr röðum einstakl-
inga og að auki einn af forsvars-
mönnum Hlutabréfasjóðsins sem á
stóran hlut í félaginu.
„ Morgunblaðið/KGA
Aðalfundur Eimskipafélags Islands var haldinn í gær. A myndinni sést Halldór H. Jónsson, sljórnarform-
aður, flytja skýrslu stjórnar. Næst honum er Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, og út frá honum
sitja stjórnarmennirnir Jón H. Bergs, Hjalti Geir Kristjánsson, Benedikt Sveinsson og Jón Ingvarsson.
Hagnaður Eimskips 341 milljón króna á síðasta ári;
Gert er ráð fyrir svipuðum
hagnaði á yfirstandandi ári
INNLENT
HAGNAÐUR Eimskips hf. nam
341 milljón króna eftir að greidd-
ur hafði verið tekju- og eignar-
skattur, og svaraði það til 4,7%
af rekstrartekjum. Það er ívið
meiri hagnaður en meðaltal
síðustu fimm ára, sem er 305
milljónir miðað við meðalverðlag
Bókasafn Cornell-háskóla í Bandaríkjunum:
Gefur út Islenska menn-
ingu Sigurðar Nordals
BÓKASAFN Cornell-háskóla í
íþöku í New York hefur gefið
út hið sígilda verk Sigurðar
Nordals prófessors, íslenska
menningu, í enskri þýðingu.
Þýðandi bókarinnar var Vil-
hjálmur Bjarnar, gamall nem-
andi Sigurðar og lengi bóka-
vörður við íslenska safnið í
Cornell-háskóla, The Fiske Ice-
landic Collection.
Útgáfan var kynnt fréttamönn-
um í gær, og við það tækifæri
sagði Jóhannes Nordal, sonur Sig-
urðar, að hér væri á ferðinni eitt
af meginritunum um foma menn-
ingu Islendinga sem kæmi nú
fyrst út á erlendu máli. Sagði
hann að bókin ætti tvímælalaust
erindi við erlenda lesendur sem
áhuga hefðu á íslenskri menningu
og fyllti skarð sem lengi hefði
verið ófyllt í bókakosti á erlendum
tungumálum um íslenska menn-
ingu.
Islensk menning kom fyrst út
árið 1942 og telst til tímamóta-
verka, og gefur yfirsýn yfir sögu
og menningu íslendinga frá upp-
hafi til loka hins forna þjóðveldis.
Var bókin að nokkru leyti ávöxtur
af langdvölum höfundarins er-
lendis og skýringar hans og fram-
setning því aðgengileg erlendum
lesendum jafnt sem Islendingum
sjálfum.
Sigurður Nordal var allt í senn
fræðimaður, heimspekingur og
listamaður. Er íslensk menning
talin sameina víðtæka þekkingu
og skáldlegt innsæi sem höfði til
unnenda góðra bókmennta hvar
sem þeir finnast.
Þýðandinn, Vilhjálmur Bjarnar
(1920-1983), lagði mikla vinnu
og alúð í þýðingu sína og hafði
samráð við höfundinn og ýmsa
aðra fræðimenn. Þykir þýðing
hans bæði vönduð og læsileg og
fylgja henni ítariegar tilvísanir og
skýringar.
Hérlendis hefur Iceland Review
umsjón með dreifingu bókarinnar
og mun auk þess kynna hana í
bókalistum sínum víðsvegar um
heim en útgefandinn, Cornell
University Library, mun annast
dreifingu hennar í Bandaríkjun-
um.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg.
Útgáfa íslenskrar menningar eftir Sigurð Nordal prófessor 1 enskri þýðingu var kynnt fréttamönn-
um í gær. F.v. Haraldur J. Hamar ritstjóri Iceland Review, sem hefur umsjón með dreifingu bókar-
innar hérlendis, Jóhannes og Sigurður Nordal og Krislján Karlsson, rithöfundur, sem starfaði um
árabil sem bókavörður við Cornell-háskóla.
1990, og talsvert meiri hagnaður
en á síðasta árþ sem var 189 miHj-
ónir króna. Áætlanir félagsins
gera ráð fyrir svipuðum hagnaði
á þessu ári og því siðasta en veru-
lega minni fjárfestingum.
Þetta kom fram á aðalfundi Eim-
skips sem haldinn var í gær. í reikn-
ingum félagsins kom fram að rekstr-
artekjur Eimskips og dótturfélaga
þess voru 7,3 milljarðar króna á
síðasta ári, samanborið við 6,1 millj-
arð árið 1989, sem er 19% tekju-
aukning. Hagnaður af reglulegri
starfsemi nam 295 milljónum, sam-
anborið við 110 milljónir 1989.
Hagnaður af sölu eigna nam 230
milljónum og gengishagnaður um-
fram almennar verðlagsbreytingar
177 milljónir. Af þessu greiddi félag-
ið 360 milljónir króna í skatta.
Arðsemi eigin fjár Eimskips var
11% á síðasta ári en hefur að meðal-
tali verið 13% síðustu fimm ár. Eig-
ið fé félagsins í árslok var 3,9 millj-
arðar og var eiginfjárhlutfallið 45%.
Fyrir fímm árum var þetta hlutfall
31%.
Eimskip og dótturfyrirtæki þess
fjárfestu fyrir 1,9 milljarða króna á
síðasta ári. Keypt voru þrjú skip,
fyrir samtals 538 milljónir, gámar
flutningatæki og áhöld fyrir 579
milljónir og fasteignir fyrir 204.
Loks voru keypt hlutabréf í öðrum
félögum fyrir 553 milljónir. Fram
kom hjá Herði Sigurgestssyni for-
stjóra Eimskips á blaðamannafundi
í gær, að þótt fjárfestingar hefðu
verið miklar á árinu væri það.þó
ekki mesta fjárfestingaár félagsins.
Á árinu fjölgaði hluthöfum Eim-
skips um 1.500 við nýtt hlutafjárút-
boð og eru hluthafar nú 14.300.
Hlutafé félagsins er nú rúmlega 90
milljónir króna en markaðsverð
hlutabréfanna er sex sinnum
meira.
Heildarflutningar Eimskips voru
993 þúsund tonn á síðasta ári og
var það 5% aukning á milli ára ann-
að árið í röð. Innflutningur jókst um
3% en útflutningur minnkaði um 2%.
Innanlandsflutningur jókst um 10%.
Mest varð aukningin í flutningum
milli erlendra hafna eða 72%, aðal-
lega milli Bretlands og meginlands
Evrópu og frá Kanada til Evrópu.
Félagið rekur nú sjö skrifstofur
erlendis þar sem starfa 116 starfs-
menn. Tekjur Eimskips og dótturfé-
laga þess af erlendri starfsemi voru
798 milljónir á síðasta ári eða um
11% af rekstrartekjum.
Félagið Burðarás hf., sem Eim-
skip stofnaði til að annast hluta-
bréfakaup og umsýslu, flárfesti í
hlutabréfum að kaupverði 522 millj-
ónir á síðasta ári. Nú nemur eigið
fé félagsins 959 milljónum króna,
en bókfært verð hlutabréfanna var
1.250 milljónir. Markaðsverð bréf-
anna var á sama tíma 2.048 milljón-
ir króna eða næstum tvöfalt meira.
Gáfu Öperunni tæplega
6 hundruð þúsund krónur
ISLENSKU óperunm var ný-
lega færð rausnarleg gjöf; á-
vísun að upphæð tíu þúsund
dollara (tæpar sex hundruð þús-
und íslenskar krónur). Hana
gáfu þær systur Þórunn, Berg-
ljót og Soffía Wathne, sem eru
búsettar og stunda viðskipti í
New York.
Þær systur hafa styrkt ýmsar
menningarstofnanir þar vestra um
árabil. Þrátt fyrir langdvalir á er-
lendri grund hafa systurnar haldið
góðu sambandi við fósturlandið.
Þegar þær voru á ferðinni hér
fyrir skömmu höfðu þær spumir
af þröngum fjárhag íslensku óper-
unnar og ákváðu um leið að leggja
henni fjárhagslegt lið. Hin höfð-
ipglega gjöf sem þær nú gefa
Óperunni ber vott um ræktarsemi
þeirra við menningarlífinu á Is-
landi.
Styrkur sem þessi er íslensku
óperunni ómetanlegur svo og sá
hugur sem að baki liggur. Stjórn
Öperannar sendir þeim Wathne-
systram sínar bestu þakkir fyrir.
(Fréttatilkynning frá íslcnsku ópcrunni.)
Amfetamínmálið upplýst:
Fékk pening-
ana með því að
smygla hassi
MAÐUR sá sem flutti eitt kíló af
amfetamíni til landsins falið í
borði hefur einnig játað að hafa
flutt til landsins hálft kíló af hassi
um mánaðamótin nóvember-
desember. Þá beitti hann svipaðri
aðferð og við amfetamíninnflutn-
inginn.
Þetta kom fram við yfirheyrslur
þar sem maðurinn var krafinn svara
um hvernig hann hefði fjármagnað
kaupin á amfetamíninu.
Rannsókn fíkniefnalögreglunnar
á því máli er nú lokið og hefur það
verið sent ríkissaksóknara til
ákvörðunar.
i iii n-~M*li—mii'