Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Kynferðisofbeldi: Yngsti þol- andi 3 ára ERÁ því Stigamót, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis og nauðgunar, tók til starfa fyrir réttu ári, hafa 250 þolendur leitað þangað, auk fjölda aðstandenda og annarra sem tengjast málefn- um kvenna og barna. Flestir þolendur sem leituðu til Stígamóta voru konur, sú yngsta 3 ára stúlka og sú elsta 81 árs göm- ul. Málum þessara kvenna tengdust alis 575 ofbeldismenn á aldrinum 9 ára til 90 ára og reyndist í 117 tilvik- um um að ræða föður, stjúpföður í 68 tilvikum, aðra venslamenn í 127 tilvikum, vin eða kunningja í 89 til- vikum, maka í 8 tilvikum og ókunn- ugan aðila í 62 tilvikum. Sjá nánar bls. B 2/3. Gripnir með ránsfenginn LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók í gær tvo 19 ára menn sem skömmu áður höfðu stolið tösku með um 90 þúsund krónum úr sendiferðabíl við verslun í Breið- holti. Þegar lögregla handtók ■ fnennina höfðu þeir fleygt tösk- unni en sátu í bíi sínum með fang- ið fullt af peningum og ávísunum. Sendiferðabílstjórinn var að af- henda vörur í verslun við Drafnar- fell og skildi töskuna eftir í bílnum í fáeinar mínútur. Þegar hann sneri til baka var taskan horfin en í sama mund var bíl ekið á brott á mikilli ferð. Sendiferðabílstjórinn fór á lög- reglustöðina í Breiðholti og af lýs- ingu hans vaknaði grunur hjá lög- reglunni um að ákveðnir menn hefðu verið að verki og var farið að leita þeirra. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Landsfundarfulltrúar hylla Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins, að lokinni setningarræðu hans við upphaf landsfundar Sjálfstæð- isflokksins í Laugardalshöllinni í gær. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafinn: Núverandi skipan forystu lík- legust til að tryggja samstöðu - sagði Þorsteinn Pálsson formaður flokksins ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í setning- arræðu sinni á landsfundi flokksins í gær, að það væri trú sín og sannfæring að á þessari stundu væri núverandi skipan forystuhlut- verka líklegust til að tryggja samstöðu í Sjálfstæðisflokknum. Búvörusamn- ingur lagður fyrir í dag STEINGRÍMUR J. Sigfússon, landbúnaðari’áðherra, mun leggja drög að nýjum búvöru- samningi fyrir ríkisstjórnarfund í dag. Samningurinn verður væntanlega undirritaður með fyrirvara strax eftir helgina. Samningsdrögin eru í öllum aðal- atriðum tilbúin, og myndar álit sjö- mannanel’ndai' grundvöllinn að þeim í meginatriðum. Þau drög að tillögu um sjávarút- vegsmál' sem hafa verið til umfjöll- unar innan EB undanfarið voru rædd á fundi fastafulltrúa aðildar- ríkjanna í Brussel í gær. Samkvæmt Keimildum varð ekkert samkomulag um innihald . tillögunnar fyrst og „Þess vegna fer ég fram á end- urnýjað traust. Ég geri ekki kröf- ur, en er reiðubúinn til þess að leggja fram krafta mína næsta tímabil til þess í einlægni og trú á málstaðinn að íjúka því verki sem ég hef unnið að. Þið treystuð mér á erfiðleikatímum í flokknum til þess að takast á við forystuhlut- verkið. Nú er spurt hvort þið treyst- ið mér til að leiða flokkinn í þeim meðbyr sem við höfum nú,“ sagði Þorsteinn. fremst vegna afdráttarlausrar kröfu Spánveija um umtalsverðar veiðiheimildir innan lögsögu EFTA-ríkja. Litlar líkur eru þess vegna taldar á að EB leggi fram tillögu um sjáv- arútveg á fundi. samninganefndar I í ræðu sinni fjallaði Þorsteinn Pálsson um árangur Sjálfstæðis- flokksins sem hann sagði hafa náðst með stefnufestu og þraut- seigju en ekki áhiaupum eða upp- hlaupum, á meðan vinstri fylkingin væri sundruð í hugmyndafræðilegri upplausn. Stjórnmálaágreiningur væri nú ekki jafn djúpstæður og áður og þessar nýju aðstæður hefðu ekki hvað síst skapast af málefna- sigri Sjálfstæðisflokksins. Sem dæmi um þetta nefndi Þor- sem verður í Brussel í dag. Heimild- ir Morgunblaðsins innan fram- kvæmdastjórnar EB fullyrða að kröfunni um 30.000 tonna veiði- heimildii' sé ekki síður beint gegn íslendingum en öðrum EFTA-ríkj- um. Sá misskilningur hefur komið upp að krafa um sérstakan' fisk- veiðisamning við íslendinga sem sett er fram í því uppkasti að til- lögu sem verið hefur til umfjöllunar jafngildi því að semja eigi sérstak- lega um þessi efni við Islendinga. steinn að fyrir fáum árum hefðu menn deilt um hvort ísland ætti að vera aðili að Atlantshafsbanda- laginu en nú væru mótmælaradd- irnar þagnaðar. Hann sagði að í fyrsta sinn í sögunni væri ekki telj- andi tortryggni í garð vinstri stjórn- ar vegna öryggis- og varnarmála þar sem ágreiningur í þeim efnum væri að mestu úr sögunni. Þá- nefndi Þorsteinn einnig að til skamms tíma hefði flokkur manna barist hart gegn hvers konar þátt- töku íslands í alþjóðlegu efnahags- samstarfi. Nú sætu sömu menn í ríkisstjórn sem ætti hlut að ein- liveijum viðamestu samningum af Ákvæðið um sérsamninginn er samningaviðræðunum um Evr- ópska efnahagssvæðið óviðkomandi að sögn heimildarmanna Morgun- blaðsins. Krafan um sérsamning byggist á þeirri skoðun fram- kvæmdastjórnai' EB að aldrei hafi verið gengið fyllilega frá samning- um við íslendinga árið 1972. Þá hafi einungis verið samið um að- gang íslendinga að mörkuðum EB, ósamið sé hins vegar um hvað EB eigi að fá fyrir sinn snúð. þessu tagi sem íslendingar hefðu tekið þátt í. Þorsteinn sagði að viðbrögð sjálfstæðismanna við þessu ætti að vera að opna flokkinn og breikka málefnasviðið en ekki þrengja það og færa flokkinn fjær miðju íslenskra stjórnmála. Það myndi knýja önnui' stjórnmálaöfl til þess að horfast í augu við breytta tíma. Þorsteinn fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og gagnrýndi hana fyrir efnahagsstjórn og stefnuleysi og sagði virðingarleysi hennar við orðheldni vanvirðu við ýmsar grundvallarreglur á sviði stjórn- skipunar. Hann sagði stærsta og þýðingarmesta verkefnið sem við blasti að stöðva skattaæði vinstri flokkanna, og tröllaukið viðfangs- efni væri að ætla að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á næstu árum án skattahækkana. Þegar þeim ár- angri væri náð væri hægt að snúa sér að skattalækkunúm, og þav væri brýnasta verkefnið að lækka eignarskatta. Hann fjallaði síðan um samninga íslendinga við Evrópubandalagið, og sagðist vera mjög ákveðið þeirr- ar skpðunar að íslendingar geti ekki gengið að öðrum samningum en þeim sem tryggi hindrunar- lausan aðgang að Evrópumarkaði með allar íslenskar sjávarafurðir. Hann sagði að á þann hátt væri hægt að móta heildstæða sjávarút- vegsstefnu, þróa hér frekari vinnslu sjávarafurða, búa til fleiri atvinnu- tækifæri og skapa meiri verðmæti og tryggja byggðina í landinu. Sjá bls. 12 og miðopnu. Kröfur EB um veiðiheimild- ir eiga jafnt við um Island Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins lítur svo á að þær kröfur sem settar verða fram um veiðiheimildir í samningunum við ríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) eigi ekki síður við um íslandsmið en fiskiinið Norðmanna og Svía. Ekki verður betur skilið en að samningamenn EFTA líti sömu augum á málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.