Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 43
íeei SflAW. .8 H 'JJ)AG UTaÖ'-i GIQAiaVlUOHOM_________________________
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991
URSLIT
Þór - Tindastóll..........97:96
íþróttahöllin á Akureyri, íslandsmótið i
körfuknattleik - úrvalsdeild, fimmtudaginn
7. mars 1991.
Gangur leiksins: 6:5, 10:15, 20:17, 35:29,
42:32, 48:35, 52:52, 54:61, 64:66, 73:69,
81:81, 84:92, 92:96, 97:96.
Stig Þórs: Dan Kennard 28, Sturla Örlygs-
son 26, Konráð Óskarsson 21, Jón Öm
Guðmundsson 9, Björn Sveinsson 4, Helgi
Jóhannesson 4, Jóhann Sigurðsson 3 og
Eiríkur Sigurðsson 2.
Stig Tindastóls: Ivan Jonas 30, Einar Ein-
arsson 22, Karl Jónsson 21, Valur Ingi-
mundarson 19, Haraldur Leifsson 2 og
Sverrir Sverrisson 2.
Dómarar: Kristján Möller og Kristinn
Óskarsson.
Áhorfendur: 300.
Haukar-ÍR.................78:70
íþróttahúsið í Hafnarfirði, íslandsmótið í
körfuknattleik - úrvalsdeiid, fimmtudaginn
7. mars 1991.
Gangur leiksins: 8:0, 18:4, 30:11, 38:27,
42:27, 55:40, 67:59, 72:61, 78:70.
Stig Hauka: Damon Vance 29, Pálmar
Sigurðsson 22, ívar Ásgrímsson 13, Sveinn
Steinsson 7, Hörður Pétursson 4, Henning
Henningsson 3.
Stig ÍR: Franc Booker 41, Björn Leosson
13, Eggert Garðarsson 8, Ragnar Torfason
4, Bjöm Steffensen 2, Karl Guðlaugsson 2.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi
Bragason.
Áhorfendur: 122.
ÍBK-Valur................102:73
Iþróttahúsið í Keflavík, íslandsmótið í
körfuknattleik, úrvalsdeild, fimmtudaginn
7. mars 1991. Gangur leiksins:0:l, 2:1,
7:12, 19:12, 24:20, 34:20, 39:21, 43:29,
47:35, 58:36, 68:43, 68:56, 83:56, 89:64,
94:71, 102:73.
Stig ÍBK: Falur Harðarson 30, Hjörtur
Harðarson 18, Jón Kr. Gíslason 14, Tyron
Thomton 12, Albert Óskarsson 10, Sigurð-
ur Ingimundarson 9, Kristinn Friðriksson
5, Skúli Skúlason 4.
Stig Vals: David Grissom 23, Matthías
Matthíasson 15, Guðni Hafsteinsson 15,
Helgi Gústafsson 8, Gunnar Þorsteinsson
6, Brynjar Sigurðsson 2, Ragnar Jónsson
2, Bjami Magnússon 2.
DómararcJón Otti Ólafsson og Guðmundur
Stefán Maríasson.
Áhorfendur:Um 300.
HANDKNATTLEIKUR
2. deild karla:
UBK-UMFN......................22:15
UMFA - Ármann.................19:22
ENGLAND:
1. DEILD:
Leikir á þriðjudag:
1. DEILD:
Manchester City - Luton...........3:0
■Quinn skoraði tvö mörk fyrir City.
2. DEILD:
Bristol City - Bristol R..........1:0
Swindon - Oxford..................0:0
West Ham - Plymouth...............2:2
Wolves - Leicester................2:1
3. DEILD:
Boumemouth - Wigan................0:3
Chester - Reading.............<...1:0
Mansfield - Stoke.................0:0
Rotherham - Bury................ 0:3
4. DEILD:
Aldershot - Wrexham...............3:2
Chesterfield - Burnley............2:1
Darlngton - Walsall...............1:0
Scunthorpe - Northampton..........3:0
Torquay - Lincoln.................0:1
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD
UMFT missti
af lestinni
UMFN, UMFG, ÍBK og KR leika til úrslita
HELGI Jóhannesson tryggði
Þórsurum sigur, 97:96, gegn
Tindastólsmönnum er hann
skoraði sigurkörfu Þórs er 9
sekúndur voru til ieiksloka í
einum mest spennandi körfu-
boltaleik sem f ram hef ur farið
á Akureyri. Með þessum sigri
tryggðu Þórsarar sér áfram-
haldandi veru í úrvalsdeildinni,
en Tindastólsmenn misstu þar
með af sæti í úrslitakeppninni.
Það er því Ijóst að það verða
UMFN, UMFG, ÍBK og KR sem
leika til úrslita um íslands-
meistaratitilinn 1991.
Það var g-reinilegt að f upphafi
leiks gætti töluverðrar tauga-
spennu hjá báðum liðum því hittni
var léleg. En hægt og sígandi náðu
Þórsarar góðum tökum á leiknum
og höfðu yfir í leikhléi, 48:35.
Tindastóll byrjaði síðari hálfleik
með miklum látum og skoraði 21
stig gegn aðeins fjórum stigum
heimamanna. Eftir það skiptust lið-
in á um að hafa forystu. En með
gríðarlegri baráttu í lokin tókst
Þórsurum að vinna þennan dýr-
mæta sigur.
Dan Kennard var besti leikmaður
Þórs. Hann var geysisterkur í fyrri
hálfleik, skoraði þá 21 stig og tók
20 fráköst. Þá var Konráð Óskars-
son einnig mjög sprækur. Ivan Jon-
as var besti leikmaður Tindastóls
og þá kom Kari Jónsson verulega
á óvart. Pétur Guðmundsson lék
ekki með Tindastóli þar sem hann
er meiddur í hásin.
A. Beqjamínsson.
ÍR á barmi falls
Tap ÍR-inga þýðir að síðasti leik-
ur liðsins gegn Snæfelli í
Stykkishólmi verður hreinn úrslita-
leikur um það hvort liðið fellur í
1. deild.
ÍR-ingar voru mjög taugaóstyrkir á
fyrstu mínútunum og hittu ekki úr
auðveldum færum, en á sama tíma
A-RIÐILL
Fj. leikja U T Stig Stig
NJARÐVÍK 24 20 4 2301: 1916 40
KR 25 16 9 2129: 2024 32
HAUKAR 26 12 14 2187: 2217 24
SNÆFELL 24 6 18 1873:2127 12
ÍR 25 6 19 2033: 2323 12
gekk allt upp hjá Haukum. Þeir
náðu fljótlega 19 stiga forskoti og
höfðu yfir í leikhléi, 42:27. í síðari
hálfleik tók Franc Booker til sinna
ráða og minnkaði muninn fyrir IR,
en Haukar héldu haus í lokin og
unnu með átta stiga mun, 78:70.
Pálmar og Vance voru bestu
menn Hauka, sem léku án bræð-
ranna, Jóns Arnars og Péturs lng-
varssona sem voru báðir veikir.
Barátta Hauka var fyrir hendi allan
leikinn þó þeir hefðu ekki að neinu
að keppa. ÍR-liðið lék undir getu
og hittni leikmanna var aldrei góð.
Booker var góður í síðari hálfleik
þó hann hafi verið meiddur, lék
með spelku á vinstri fæti. Björn
Leosson lék vel þann stutta tíma
sem hann var inná.
Frosti Eidsson.
Valsmenn yfirspilaðir
Keflvíkingar yfirspiluðu slakt
Valslið í Keflavík í gærkvöldi
og gátu leift sér að láta varamenn
sína leika til jafns við byrjunarliðið.
Það var aðeins á fyrstu mínútum
leiksins að jafnræði var með liðun-
um en 12 stig Keflvíkinga í röð
breytti gangi mála og mestur móð-
ur fór af Hlíðarendaliðinu.
Á 8. mínútu í síðari háfleiks varð
Bandaríkjamaðurinn Tyron Thom-
ton í liði ÍBK að fara af leikvelli
með 5 villur og þá hresstust Valsar-
ar aðeins um tíma en heimamenn
voru fljótir að ná tökum á leiknum
að nýju og eftir það var spurningin
aðeins hversu stór sigur þeirra yrði.
Ungu mennimir í liði ÍBK vaxa
nú með hveijum leik og má þar
nefna Hjört Harðarson, Júlíus Frið-
riksson og Egil Viðarsson. Falur
Harðarson var atkvæðamestur í liði
ÍBK ásamt Jóri Kr Gíslasyni. Bestir
hjá Val voru þeir David Grissom
og Matthías Matthíasson.
Björn Blöndal.
B-RIÐILL
Fj. leikja U T Stig Stig
iBK 25 GRINDAVÍK 25 TINDASTÚLL 25 .pÓfi 26 VALUR 25 19 6 2476:2271 38 17 8 2160:2049 34 15 10 2333:2254 30 7 19 2357:2490 14 7 18 2042:2220 14
Dan Kennard átti góðan leik með
Þór og skoraði 28 stig.
HANDBOLTI
Fjölnir sigr-
aði í 3. deild
ÆT
Iþróttafélagið Fjölnir tryggði sér
í gærkvöldi sigur í 3. deildar-
keppninni í handknattleik. Liðið
sigraði Leiftra í hreinum úrslitaleik
19:16 í íþróttahúsi Seljaskólans.
Aðeins þijú iið kepptu í 3. deild í
vetur og komust tvö þeirra upp í
2. deild, Fjölnir og Leiftri.
ÍÞRÓmR
FOLK
■ JÚGÓSLA VNESKI knatt-
spyrnumaðurinn Dragan
Manojlovic, sem hefur leikið með
1. deildarliðinu Radnicki æfir þessa
dagana með 2. deildarliði Þróttar
í Reykjavík. Þróttarar vonast eftir
að þessi 27 ára leikmaður gangi til
liðs við þá.
■ TORFI Magnússon, landsliðs-
þjálfari í körfuknattleik, er fótbrot-
inn og getur því ekki leikið meira
með Víkverjum í 1. dei!darkeppn-‘
inni í vetur. Víkverjar em á þrösk-
uldi úrvalsdeildarinnar.
■ SIGURJÓN Kristjánsson,
knattspyrnumaður í Breiðabliki,
var skorinn upp vegna hnémeiðsla
á föstudaginn. Hann verður í gifsi
til 18. mars og missir af æfingaferð
liðsins til Hollands, en á að vera
kominn á fulla ferð þegar deildar-
keppnin hefst í maí.
■ ÍBV sigraði á innanhússknatt-
spyrnumóti sem FH og Olís geng-
ust fyrir í Kaplakrikanum um
síðustu helgi, þar sem átta efstu
liðum 1. deiidarinnar sl. sumar var
boðið til keppni. Eyjamenn sigruðu
Víking í úrslitaleik.
■ AXEL Stefánsson, markvörð-
ur KA í handknattleik, gengur nú
um meðihálskraga. Hann fékk skot
í andlitið í leiknum gegn Fram á
miðvikudagskvöld og tognaði við
það á hálsi. Talið er líklegt að hann
geti ekki leikið með KA gegn 1R á
sunnudagskvöld.
KNATTSPYRNA
Úllendingar æfa
meðUBKogFH
Tveir eriendir knattspymu-
menn eru væntanlegir til
landsins, Júgóslavi til FH og
Tékki til Breiðabliks. Þeir munu
æfa og leika með félögunum um
tima — en síðar kemur í ljós hvort
þeir verða með þeim á komandi
keppnistímabili.
Tékkinn, sem var á miðjunni á
árum áður en leikur nú yfirieitt
sem vamarmaður, kemur í dag
og leikur æfingaleik með Blikun-
um á morgun gegn Þór í Kópa-
vogi og gegn Fylki á þriðjudag.
Hann heitir Kretovic, er 31 árs
og lék í vetur með 2. deildarliðinu
Kosiee — frá borginni þar sem
Island tapaði fyrir Tékkóslóvakíu
í Evrópukeppninni í haust. Hann
lék í austurrísku 1. deildinni í
fyrra.
Júgóslavinn sem kemur til FH
á sunnudag heitir Zoran Jevtic,
er 29 ára og einnig varnamiaður.
Hann er nú á mála hjá 3. deildar-
liðinu Ljubic i heimalandi sínu en
var á sínum tíma i tvö ár með
Borac Banja Luka í 1. deildinni.
Júgósiavneski framheijinn Der-
wic, sem var með Selfyssingum í
fyrra, er nú sem kunnugt er i
herbúðum FH, þannig að svo
gæti farið að Júgóslavamir í liðinu
yrðu tveir í sumar.
FRJALSAR IÞROTTIR / HM I SEVILLA
„Stefni á verðlaunasæti"
- sagði Pétur Guðmundsson kúluvarpari, sem keppir á HM í Sevilla í dag
Pétur Guðmundsson er bjartsýnn á góðan árangur í Sevilla.
ÍSLENSKU þátttakendurnir á
HM í Sevilla; Pétur Guð-
mundsson kúluvarpari,
Þórdís Gísladóttir hástökk-
vari og Einar Þór Einarsson
spretthlaupari, keppa öll í
dag. Þau komu til Sevilla seint
á miðvikudagskvöld og æfðu
í keppnishöllinni í gær. Það
var gott hljóð í þeim er blaða-
maður Morgunblaðsins hafði
samband við þau í Sevilla í
gærkvöldi.
Q étur Guðmundsson var bjart-
■ sýnn á góðan árangur. „Ég
stefni á verðlaunasæti. Undirbún-
ingurinn hefur gengið vel og ég
hef verið að varpa kúlunni vel
yfir tuttugu metra á æfingum.
Ég æfði í íþróttahöllinni í dag og
þá kom í ljós að kasthringurinn
er mjög stamur fyrir þá skó sem
ég hef notað og varð ég því að
fá mér nýja skó fyrir keppnina,"
sagði Pétur.
Undanúrslitin í kúluvarpinu
fara fram kl. 10 að íslenskum tíma
og úrslitin kl. 17. Pétur sagðist
reikna með að það þyrfti að varpa
kúlunni 19,5 metra til að komast
i 12-manna úrslit. í úrslitunum
falla fjórir út eftir fyrstu þrjú
köstin, þannig að 8 kúluvarparar
keppa um heimsmeistaratitilinn.
Þórdís Gísladóttir keppir í há-
stökki. Hún sagði að keppnin
legðist vel í sig. „Keppnisaðstaðan
er mjög góð, en skipulagning
Spánveijanna mætti vera betri.
Ég er í góðri æfingu og vona að
heppnin verði með mér í keppn-
inni sjálfri," sagði Þórdís. Hún á
að hefja keppni á sama tíma og
Pétur.
Einar Þór Einarsson tekur þátt
í 60 metra hlaupi kl. 10.15. „Það
eru mjög góðar aðstæður hér í
Sevilla. Hlaupið leggst vel í mig.
Æfingamar í Skotlandi áður en
við komum hingað komu vel hjá
mér og ég er bara nokkuð bjart-
sýnn,“ sagði Einar Þór.
í tengslum við HM fer fram
áheitasöfnun hjá FRÍ og verður
tekið á móti framlögum í síma
91-685525. Þess má geta að Sjón-
varpið verður með beina útsend-
ingu frá HM í Sevilla.
GOLF
Golfmót
á laugardag
Golfklúbburinn Keilir í Hafnar-
firði verður með opið golfmót
á Hvaleyrarholtsvelli á morgun,
laugardag. Það þykir tíðindum sæta
að golfmót sé haldið hér á landi á
þessum árstíma. En þar sem golf-
völlurinn í Hafnarfiðri er mjög góð-
ur um þessar mundir er ekkert því
til fyrirstöðu að halda mót, segja
forráðamenn Keils.
Leiknar verða 18 holur og verður
ræst út frá kl. 10-13. Skráning fer
fram í síma 53360.
í kvöld
HANDKNATTLEIKUR
1. deild - efri hluti:
ÍBV — Víkingur kl. 20.00.
2. deild karla:
ÍBK — Völsungur kl. 20.00.
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karlæ
UBK-Reynir......kl. 20.00.