Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 LÆKNISFRÆÐI/F^r álib uppreisn ceruf AlzJmmerveiki ÞAÐ VAR árið 1906 sem þýski taugalæknirinn og meinafræð- ingurinn Aloys Alzheimer rak augun í skrýtið fyrirbrigði þeg- ar hann einu sinni sem oftar var með litaða sneið úr manns- heila undir smásjánni. A . Avíð og dreif í heilavefnum voru ókennilegar skellur eða blettir sem stungu í stúf við um- hverfið og inni í sumum tauga- frumum voru flækjur örfínna þráða sem Alz- heimer kannað- ist ekki við að ættu þar heima. Þessi heili var ósköp rýr og ve- sældarlegur; hann var úr hálf- sextugri konu sem hafði dáið eftir margra -ára veikindi sem engu líktust fremur en hægtvax- andi elliglöpum og hrumleika sumra þeirra sem verða fjörgaml- ir og glata smám saman öllum sálarkröftum. Alzheimer notaði nú hvert tækifæri sem gafst til að skoða sneiðar úr heila slíkra gamalmenna þegar dauðinn loks- ins batt enda á stríð þeirra og mæðu allra sem þurftu að annast þá. Og mikið rétt, þar var að finna skellur þær og flækjur sem hann leitaði að. Svo liðu tugir'ára og athuganir hins þýska meinafræðings gleymdust að mestu. Þó var í sumum lækningabókum minnst á Alzheimerveiki, eina af mörgum sjúkdómsmyndum sem elhglöp væru þekkt fyrir að sýna og gjarn- an tekið fram um leið að hún væri afbrigði sem birtist fýrr á ævi en flest hinna. En kringum 1980 hefst ef svo mætti segja blómaskeið sjúkdómsins, líklega ekki af því að hann væri þá orð- inn miklu algengari en áður held- ur hinu að mönnum duldist ekki lengur að Alzheimerveiki er sjúk- dómur út af fyrir sig en ekki hluti af öðru og víðtækara vandamáli. Fyrstu einkennin eru gleymska, einkum á nöfn og nýlega reynslu. En þess konar atriði vilja líka vefjast fyrir þeim sem farnir eru að gamlast, þótt Alzheimerveiki sé ekki til að dreifa, og því er rétt að bíða og sjá hverju fram vindur áður en ályktanir eru dregnar. En sé heilarýrnun Alz- heimers á ferðinni er viðbúið að andlegri heilsu fari jafnt og þétt hrakandi, rugli fari að bregða fyrir í hugsanagangi og sjúkling- urinn eigi erfitt með að leysa hversdagslegustu störf af hendi, svo sem kaupa í matinn eða leggja á borðið. Geðslag breytist og verð- ur oft sveiflukennt, þunglyndis- köst og þeirra á milli órói og upp- nám. Enn fjölgar vandamálum þegar lengra líður, vit og vilji slokkna, „tvisvar verður gamall maður bam“, það verður að mata hann, klæða og hátta, hann miss- ir stjórn á hægðum og þvaglátum, talar lítið sem ekkert, ratar ekki um íbúðina og þekkir ekki sína nánustu. Margvíslegum getum hefur verið að því leitt hver sé orsök þessa sjúkdóms. Veirur hafa verið nefndar, sjúklegar breytingar í slagæðum („hann er farinn að kalka“) og síðast en ekki síst eitr- anir ýmiskonar, umhverfismeng- un, óhollusta í mat og drykk o.s.frv. Efnafræðingar hafa stundum fundið meira af áli í heilavef Alzheimersjúklinga en annarra og því hefur sú kenning skotið upp kollinum að um sé að kenna vaxandi notkun þess málms upp á síðkastið, m.a. í búsáhöld- um. Aðrir segja sem svo að í fyrsta lagi sé fólk víðast hvar langlífara nú en áður og því meiri líkur á ellisjúkdómum; í öðru Iagi hafí fleiri fengið þennan sjúkdóm fyrr á árum en vitað er um og óná- kvæmari nafngiftir notaðar, sagt var að fólk væri elliært, ráðvillt, ruglað, út úr heiminum og annað ámóta. Og hvað tilgátu um áleitr- un varðar má ekki gleyma því að ál er þriðja algengasta frumefnið á yfirborði jarðar — súrefni og kísill koma á undan — svo að flest sem við snertum á og leggjum okkur til munns er áli blandið og af þeim sökum léttvæg forvöm að fleygja álpottum og pönnum út á hauga. Nýjustu fréttir herma að þeir vísindamenn sem liggja yfír litn- ingum og genum hafi komið auga á missmíði ákveðins gens sem fínnist oftar í þeim sem eru af Alzheimerætt. Sjúkdómurinn virðist misjafnlega algengur í fjöl- skyldum en fáir sem best þekkja til álíta hann samt arfgengan. Hvort þetta gallaða gen er fyrsti lykillinn að völundarhúsi sjúk- dómsins á reynslan eftir að leiða í ljós. eftir Þórarin Guönason Til leigu eða sölu á besta stað í miðbænum Til leígu er strax skrifstofuhæð um 90 m2 í þessu húsi á Bergstaðastræti 10. Hæðin skiptist í 3 herbergi, stórt móttökuherbergi, kaffistofu og salerni. Stutt í alla þjónustu. Bílageymsluhús við dyrnar. Allt húsið er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Það skiptist í kjallara, verslunarhæð og tvær skrifstofu- hæðir. Teikningar af rishæð fylgja. Upplýsingar gefa Eínar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, sími 622900. ífljjninausC ^K^Borgartúni 26 sími 622262 ALLT TIL AO ÞRÍFA BÍLiHH SKÓLAMÁLÆr nógu vel búib ab skólasöfnum í landinuf Skólasafnið SKÓLASAFNIÐ er griðastaður í skólanum. Þar ríkir kyrrð og ró þótt það sé vinnustaður. Safnið gegnir mikilvægu hlutverki í skólastarfinu, því skiptir miklu að vel sé að því búið, gagnakost- ur nógur og húsnæðið aðlaðandi. Þá stuðlar það að fjölbreyttu og skapandi starfi. Skólasafnið var áður fyrst og fremst bókasafn en hefur nú fært út kvíamar. Þar eiga að vera, auk bókanna, hvers konar hjálþar- gögh önnur svo sem hljómbönd með mum^mi^m töluðu máli og tón- list, myndbands- spólur og fleira sem tilheyrir fræðslu-, upplýs- inga- og menning- armiðstöð skólans. Skólasafnið er ekki aiþreyingar- staður nema að litlu leyti heldur staður þar sem nemendur geta bætt við þekking- arforða sinn á markvissan hátt. Því þarf þar að vera nægur kostur námsgagna, uppsláttarbóka og annarra safnrita sem þeir geta leit- að heimilda í á markvissan hátt. Enn er safnkosturinn að langmestu leyti bundinn við bækur. I skólasafni þarf einnig að gæta hagsmuna kennara, þar ætti að vera gott úrval fræði- og fag- rita fyrir lærifeðuma. Ekki er nóg að í safninu sé góður stofn ef notendur kunna ekki að hag- nýta sér hann. Því þarf safnkennarinn, sem auðvitað þarf að vera lærður safn- vörður, að kenna ný- liðum hvort heldur em nemendur eða kennarar á „kerfið" og að nota spjaldskrámar. Eins og skólasafn þarf að vera í nánum tengslum við daglegt starf í skólunum þarf safnkennari að hafa vakandi auga fyrir því helsta í daglegu lífí og atburðum líðandi stundar sem hægt er að nota við kennslu i hinum ýmsu greinum. Skólar fá nú óumbeðið og ókeypis öll dagblöð landsins og úr þeim er hægt að klippa brúklegt efni, flokka það og raða niður í heimildaskrá, Þetta nýttu margir sér í nýaf- stöðnu stríði við Persaflóa og án þess að gangur styrjaldar og blóðs- úthellinga hafí verið rakinn ná- kvæmlega er ekki ólíklegt að skóla- nemar séu margs fróðari um ríkja- skipan, sögu og menningu araba- ríkjanna nú en áður. Þá væri feng- ur í að fá á skólasöfn erindi Jóns Orms Halldórssonar um arabaheim- inn sem hann flutti í hljóðvarpi á dögunum. Nauðsynlegt er að safnkennari sé með í ráðum með að semja kennsluáætlun til þess að ekki verði árekstrar við gagnasöfnun til verk- efna eða þegar kennarar vilja láta semja ritgerðir. Þá verður safn- kennaranum að veitast ráðrúm til að tína til heimildarit og jafnvel fara á fjörurnar við almennings- safnið eða kennslugagnamiðstöð viðkomandi fræðsluskrifstofu til að fá að láni tiltekin gögn í ákveðinn tíma. Húsnæði skólasafnsins þarf að henta til að taka þangað inn heilar bekkjardeildir jafnt sem smærri hópa til vinnu. Það veitir því ekki af góðu rými ef ekki á að koma tii árekstra sem spillir vinnufriði. Á safni eða lesstofu þar sem allir eru að vinna skipulega að ákveðnum verkefnum þarf að vera auðvelt að einbeita sér og einbeiting er smit- andi. Margir hafa lært öguð vinnu- brögð á bókasöfnum. Það ætti að vera metnaðarmál þeirra sem kosta rekstur skóla að tryggja að hægt sé að sinna menn- ingarhlutverki skólasafnsins með sóma. Ýmsir halda að það kosti ekki svo mikið að kaupa bækur á safn handa krökkum. Sum- ir hafa átt gamlar bamabækur í kössum uppi á lofti eða niðri í kjall- ara og gefið skólum. Þetta er vissu- Iega vel meint en vanhugsað. A.m.k. á eldri stigum vantar okkur vandaðar heimildabækur með nýj- um upplýsingum sem hægt er að sækja í bitastætt efni. Úrval slíkra bóka á flestum sviðum hefur farið vaxandi og því ber að fagna. En þær bækur em dýrar og oft er nauðsynlegt að kaupa fleiri eintök af hverri bók. Orðabækur eru t.a.m. dæmi um slíkar bækur. I hátíðaræðum er nú gjaman lát- ið liggja að því að gamla orðtakið um bókvitið og askana sé öfug- mæli. Vonum að hinn nýi skilningur sé ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. eftir Gylfa Pólsson Ég þakka öllum þeim, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára afmœli mínu. Guðjón Tómasson. Innilega þakka ég öllum, er heiðruÖu mig og glöddu meö heimsóknum, gjöfum og heillaósk- um á 100 ára afmœli mínu 10. mars sl. Guö blessi ykkur öll. Guðmundur Pétursson, Hrafnistu, Reykjavík. m 8 S Metsölubladá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.