Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 9

Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 C 9 UMHVERFISIVIÁL/Zsr umhverfisvemdforsenda hagsœldar? ____ Náttúm ogsaga II Aþessum vettvangi Norræna umhverfisársins í Morgun blaðinu verður nú haldið áfram þar sem frá var horfið í fyrri grein. Þar var fjallað um umhverfisvemd og náttúruvemd eða vistvemd í þéttbýli og við sjávarsíðuna og þá sérstaklega við Faxaflóa og á Reykjanes- eftir Svend Aoge skaga. Molmberg Umhverfis- vernd og hagsæld Efstu menn á listum stjórnmál- aflokkanna í Reykjaneskjördæmi keppast við að dásama náttúru Reykjanesskaga og minna á ríki- dæmi hans sem beri að varðveita til útivistar og menningarauka. Þama í kring er einnig mesta þéttbýli landsins nú þegar og fer það enn vaxandi. í raun er ísland ekki eins strjálbýlt land og oft er af látið þar sem svo lítiil hluti landsins er byggilegur. Á u.þ.b. 1000 ferkílómetra svæði í land- námi Ingólfs búa um 150.000 manns, óg þætti það jafnvel mik- ið í þéttbýlli löndum heims. Þessi fjöldi þarf svigrúm bæði til yndis og yrkju. Náttúran sjálf þarf svo á vernd að halda. Umhveríisvernd er forsenda hagsældar voru m.a. ályktunarorð á málþingi Norræna umhverfisársins um umhverfisí- mynd og hagsæld á íslandj sem haldin var í Norræna húsinu 2. febrúar sl. Oft er því þannig farið að þrátt fýrir stórhuga yfirlýsing- ar frambjóðenda til Alþingis og viljayfirlýsingar náttúraverndar- manna þá er eins og að þrengi þegar sveitastjórnir eiga í hlut. Þær standa nær daglegum raun- veraleika heimamanna og telja oft alla auðsæja og skjóta hagsæld þýðingarmeiri en náttúruvemd og önnur menningarverðmæti. Sveit- arstjórnir þurfa í þessum efnum að staldra við og gæta sin. Flest- um er t.d. ljóst að í Reykjavík hefur nær allstaðar verið farið illa með fjörur og strandlengju borg- arinnar, allt frá Seltjamamesi og upp í Gufunes. Skeijafjörður, Fossvogur og Kópavogur era einnig illa famir og á Alftanesi er barist í bökkum. Til að gæta sanngimis skal þó bent á að úr- bóta er leitað. Hafnarfjörður í byggð og utan byggðar Höfundur bjó í langan tíma suður í Hafnarfirði eða í bænum í hrauninu. Hann færir Hafnfírð- ingum sínar innilegustu þakkir fyrir góð ár. Hann telur sig enn vera Hafnfírðing að miklu leyti þótt fluttur sé á jökulölduna í næsta nágrenni við hraunið eða í Garðabæ. í Hafnarfirði var gott að búa og einnig batnandi fyrir margra hluta sakir. Framkvæmd- ir á sviði skóla-, félags-, heilsu- vemdar-, íþrótta- og annarra vist- verndarmála voru miklar undan- farin misseri og bæjarbúar leggja mikla rækt við viðhald húsa og gróður í görðum. Sama gildir ekki alltaf í stóru landi Hafnarfjarðar utan meginbyggðarinnar. Af mörgum dæmum má nefna Óbrynnishóla, sem hurfu í ofan- íburð, og Kapelluhraun fyrir löngu eyðilagt og allt lagt undir iðnað sem svo kemur illa búinn á svæð- ið í mynd t.d. malbikunarstöðvar og stálbræðslu. Þegar stundir líða og áfram verður haldið suður með sjó verður að varast vítin. Iðnaður er að sjálfsögðu góðra gjalda verð- ur en aðgát verður að hafa með þekkingu og skilning á náttúra og sögu landsins að leiðarljósi. Straumsvík Álverið við Straumsvík er stað- reynd. Þar nálægt er býlið Straumur sem nú er góðu heilli listahús og er þar rekinn listabú- skapur. Landið í kringum Straum er á náttúraminjaskrá, en alltof miklar tafír hafa orðið á löngu ákveðinni friðlýsingu á svæðinu. Auk merkilegrar sögu staðarins era þama einstakar tjarnir, bæði ísaltar og ferskar, þar sem gætir flóðs og fjöra og sérstaks lífs sem því fylgir á klettunum. Svæðið afmarkast af hraunborgum ann- arsvegar og einstakri fjöra hins- vegar. Þarna fossar ferskt vatn undan hrauninu á útfallinu og blandast sjó bæði í pollum og gijótum á útfírinu og til hafs sem aftur hefur íjölbreytt og ríkt lífrí- ki í för með sér. Á milli hrauns og fjöra era svo tún gamla tímans. Við Straumsvík er því kjörið úti- vistarsvæði til leiks og yndis. I því sambandi skal bent á að nálægð stóriðju eins og álvers og friðaðs náttúraundurs eins og Straumsvíkur þarf ekki að fara illa saman. Andstæðumar geta jafnvel eflt og skerpt mannlíf og listsköpun. Sama gildir um aðra hraunbæi á ströndinni suður með sjó eins og Óttarsstaði sem um var fjallað í fyrri grein, Lónakot og fleiri staði. Fjölbreytt íjaran, hraunið og túnin við þessa bæi verðskulda vernd. Friðlýsing lands á sjó út Við áframhaldandi landnýtingu suður með sjó verður að standa vörð um náttúra svæðisins og raska eins litlu og framast má í hrauninu við sjóinn og í fjöranni síkviku. Einnig þarf að gæta vel að ömefnum á slóðinni. Helst þyrfti að friða strandlengjuna alla í sunnanverðum Faxaflóa fyrir sunnan Straumsvík og a.m.k. suð- ur í Vatnsleysuvík ásamt nær- liggjandi landi eins og við Óttars- staði. Einnig ætti að huga að frið- un á sjó út. Friðun svæða hefur almennt gildi fyrir náttúravemd og útivist og hún hefur einnig gildi fyrir samanburð á snortinni og ósnortinni náttúru. Áfram má hugsa sér að skipuleggja strand- svæði fyrir t.d. frístundaskak og fiskeldi á sama hátt og sveitarfé- lög bjóða upp á land fyrir kart- öflu- og kálgarða eða tijárækt. Hugmyndinni um friðun á sjó út hefur verið fleygt með aðilum að Norrænu umhverfísári. Þetta er stórt mál sem krefst mikils og vandaðs undirbúnings. • Hvar skyldi að fínna betra svæði fyrir friðun strandlengju á sjó út en í innanverðum og sunnanverðum Faxaflóa? Þar nýtur t.d. þéttbýlis, sögu og undra náttúrannar eins og flóðs og fjöru í ríkari mæli en annars staðar á Islandi. Hefjumst handa. „Leyfið börnunum að koma til Hans“ Að lokum skal aftur vitnað til fleygra orða Sigurðar Þórarins- sonar jarðfræðings um aðgát. Hann lagði áherslu á „að lifa í sátt við landið“ og „að læra að lesa í landið“. Það er uppalenda og skóla að kenna þann vísdóm. Fyrir áhrif frá m.a. Sigurði hefur höfundur svo tileinkað sér að hin fleygu orð ritningarinnar um „að það sem þú gerir einum af mínum minnstu bræðrum það gerir þú mér“ spanni allar víddir mann- legra samskipta og sambýlið við náttúrana jafnt til yndis sem til yrkju. í beinu framhaldi berast böndin að bömunum þar sem er að fínna upphaf margs sem séinna verður í lífinu, gott og illt. Orðatil- tækið „það gamall temur ungur nemur“ er mörgum tamt, en hvað þá um að standa vörð um börn landsins og „leyfa bömunum að koma til Hans“? Spanna þau orð ekki allar víddir þess sem segja þarf í von um góðan þroska eins og hveijum einum er gefíð? Vinn- um með virkum vonum að góðu mannlífi í góðu umhverfi þar sem vonimar byggjast ekki á aðgerð- arleysi eða örlagatrú eða á að allt sé gott í sjálfu sér, jafnvel einnig svonefnd óspillt náttúra. Reyndar er náttúra íslands langt frá því að vera óspillt. Nei, við eigum valið um virka samstöðu með lifandi fólki, umhverfí þess og komandi kynslóðum og jarðvist þeirra. Hvemig tekst til dæmir svo um hvort við séum verð vistar- innar eða vistverð, orð sem hér er að lokum lagt inn í umræð- una um umhverfisvænn, vist- þekktur o.fl. orð fyrir hugtakið að valda ekki tjóni og jafnvel að bæta úr tjóni. Erum við vist- verð eða vistarverð? Verið sæl og blessuð. Orð skulu standa. Náttúruvættir og stóriðja við Straumsvík. xampox 'JItenúiri deyin attt catt yazcLút Skóverslunin LITIR RAUTT, GRÆNT, BRÚNT, SVART. STÆRÐIR 36-41 Kr. 5.990>\\S7, CyVl\t\V\ .'ú1 Laugavegi74 Sími 17345^^1/ 211.gr. alm. hegn- ingariaga nr. 19/1940: „Hver, sem sviptir ann- an mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.“ LÖGFRÆÐlÆ/uFr/ erhámarkib fyrir unglinga? Manndráp MANNDRÁP er í öllum löndum álitið meðal alvarlegustu glæpa og sá sem einna þyngst refsing liggur við. Island er engin undantekn- ing. í 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir. „Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt. í samræmi við þetta eru þyngstu refsidómarnir sem kveðn- ir hafa verið upp hér á landi fyrir manndráp af ásetningi." Nýlega játuðu tvö ungmenni, 15 og 17 ára gömul, að hafa orðið manni að bana í miðbæ Reykjavíkur. Fróðlegt er að velta því fýrir sér hvemig lögin gera ráð fyrir að refsað sé fyrir svo alvarlegt afbrot fólks sem ekki hefur náð hærri aldri en hér um ræðir. Rétt er að benda á að unglingar verða eftir Davíö Þór sakhæfir 15 ára. Björgvinsson Þeim sem eru yngri en það verður ekki refsað. Þegar rætt er um refsingu unglinga er því einkum hafður í huga 2. tl. 1. mgr. 74. gr. hegningarlaganna þar sem fjallað um brot þeirra sem yngri eru en 18 ára. Þar segir m.a.: Aldrei má dæma í þyngri hegningu fyrir brot, sem menn hafa framið á þessum aldri, en 8 ára fangelsi." Hér um að ræða það sem í refsi- rétti er kallað almenn refsilækkun- arástæða þar sem hún gildir fyrir öll brot og er óháð því hvemig að broti var staðið. Ætla má að hér búi að baki að sú hugmynd að draga sem mest úr óheppilegum afleiðing- um fangelsisvistar þegar svo ungt fólk á í hlut sem ekki hefur náð fullum þroska. Aðeins einu sinni hefur reynt á þetta ákvæði hegning- arlaganna hér á landi, enda sjald- gæft að ungmenni fremji svo alvar- leg afbrot. Hér er um að ræða dóm Hæstaréttar 9. mars 1978 (H.1978,32!?). Dómurinn sýnir raunar einnig hversu reglan getur við ákveðnar aðstæður reynst ósanngjöm gagnvart þeim sem hafa nýlega náð 18 ára aldri þegar af- brot er framið. Málavextir voru þeir að tveir pilt- ar, fæddir í júní og september 1958, voru ákærðir fyrir að hafa orðið manni að bana þann 6. júlí 1976. Þótti sannað að þeir hefðu í samein- ingu framið verknaðinn af ásettu ráði. Var talið að þeir hefðu í fyrstu ráðist að honum í því skyni að ná af honum peningum, en ásetningur til að svipta hann lífí orðið til eftir að atlagan var hafin. Var talið að þáttur þeirra í árásinni hafí verið jafn. Brot þeirra átti undir 211. gr. hegningarlaganna, sem vitnað er til hér að framan. Að auki var ann- ar pilturinn fundinn sekur um ýmis þjófnaðarbrot og skjalafals. Þegar piltarnir frömdu verknað- inn var annar þeirra nýlega orðinn 18 ára, en hinn var enn 17 ára. Aldursmunur þeirra var um 4 mán- uðir. Samkvæmt tilvitnuðu ákvæði í 74. gr. hegningarlaganna var óheimilt að dæma þann yngri í meira en 8 ára fangelsi og var það gert. Greinin átti hins vegar ekki við þann eldri og var hann dæmdur í 12 ára fangelsi. Var við þá ákvörð- un sérstaklega tekið tillit til ungs aldur hans og þess að hann játaði brot sitt hreinskilnislega. Vandaðir ítalskir kvenskór frá... komnir í miklu úrvali Póstsendum SKÓVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 4 17 54

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.