Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 C 11 Adda Steina með ferjumanni og barni hans við Gangesfljót. sé ábótinn í klaustrinu í Transylv- aníu uppi í fjöllum í Rúmeníu. Þau höfðu frétt, að í gömlu klaustri væri búið að byggja menningarmið- stöð þar sem fólk af öllum trúar- brögðum gæti komið, búið þar og rætt saman. Þar væri málari sem enn málaði „naiva“ íkona á gler, þar sem hann vissi ekki að allir væru löngu hættir slíku. Þetta kveikti í Oddu Steinu og þau óku langa leið upp í fjöllin, komu þar um kvöld. „Við hittum ábótann, sem var lítill maður, þéttvaxinn og klókur á svip. Hann var bróðir lista- mannsins, sem var alger andstæða hans, langur og mjór og sveif áfram eins og heilagur maður. Hann mál- aði guði til dýrðar stórkostlegar helgimyndir og bróðir hans sá um að koma þeim í verð. Munkarnir hafa haldið sýningar í New York og Genf. Ábótinn veitti heima- bruggaðan snaps og sagði að við yrðum að skála fyrir föður, syni og heilögum anda. Eftir að hafa tæmt þijú staup var okkur farið Ferðalangarnir á fílsbaki. ég verið viðloðandi fjölmiðlana og skrifaði lokaritgerð mína í guð- fræði um fjölmiðlasiðfræði á ís- landi 1989. Það var Björn Bjöms- son prófessor í siðfræði sem stakk uppáþví við mig.“ Að hvaða niðurstöðum ætli Adda Steina hafi komist um fjölmiðlasið- fræði á íslandi? „Ég gat farið í skýrslur siðanefndar Blaðamanna- félags íslands og siðareglur félags- ins og eftir að hafa skoðað fjöl- miðla erlendis og fréttir hér á landi komst ég að þeirri niðurstöðu að við værum ekkert svo illa stödd. Það kom mér á óvart, því ég hafði farið af stað með allt aðra skoðun. Hér erum við siðferðilega betur sett en fjölmiðlar í löndunum í kring um okkur. En við þurfum samt að gæta okkar.“ Brúðkaup í 12 vindstigum Og svo lagðist Adda Steina í ferðalög. Hvernig stóð á því? „Mig langaði alltaf til að ferðast og sjá heiminn. Svo kynntist ég Þóri haustið 1987 á leiðtogafundinum og við hittumst aftur árið eftir. Þá var hann að tala um að leggjast í ferðalög og við ákvaðum að fara saman í heimsreisu. Hann hafði áður farið þrisvar sinnum til Ind- lands og unnið fyrir sér í ferðinni og var búinn að fara kring um hnöttinn, svo það var ekki nema sanngjarnt að ég færi það líka. 1988 var hann farinn að tala um að fara líka til Austur-Evrópu. Þar færi eitthvað að gerast. Við ætluð- um að halda af stað haustið 1989. Þá hefðum við lent beint í bylting- unni. En það dróst að við kæm- umst af stað fram til 1. mars 1990. Þá hélt Þórir til Berlínar en ég á kirkjuþing í Kóreu.“ Kórea virðist að vísu ekki vera beint í leiðinni frá íslandi til Berlínar, en Adda Steina segir ákveðin að það sé í leiðinni ef maður fari bara réttu leiðina. Adda Steina og Þórir gengu í hjónaband 1988. Það varfyrsta veislan í Viðeyjarstofu við mikinn fögnuð og góðan viðurgerning, seg- ir hún. Svo þurftu allir að komast í land — í 12 vindstigum. „í sein- ustu ferðinni í bátnum með Haf- steini var veðrið orðið alveg bijál- að. Sumir voru dauðskelfdir, vissir um að þetta yrði sitt síðasta, en ég og öll mín fjölskylda, sem alltaf hefur verið svo söngglöð, sungum hástöfum eins og forhertustu sjóar- Brúðkaupið í Viðey. ar. Hafsteinn gerði þijár atlögur að því að komast upp að í Sunda- höfn, sem endaði við bakka Eim- skips. Það tókst og gestirnir hímdu undir gámi eins og hnípin þjóð í vanda, brúðarvöndurinn minn að tætast upp í loftið og skotthúfan á mömmu komin út á kinn, meðan hraustustu karlmennirnir brutust í að sækja bílaná á stæðið við hefð- bundna lendingarstaðinn. Þegar þeir komu til baka ætluðu verðirnir hjá Eimskip ekki að hleypa þessum veisluklæddu mönnum inn. Hvað 'voru þeir að flækjast þarna á bakk- anum? Hvort brúðhjónin hafi verið seinust í land? Já, já, það var svo gaman,“ segir Adda Steina og auð- heyrt er að þetta hefur verið frá- bært brúðkaup. Lögst í ferðalög Á næsta ári voru þau svo lögð af stað út í heim, með þau áform að vinna fyrir sér á ferðalaginu. Adda Steina hafði samið við út- varpið um að senda fréttir frá stöð- um þar sem það ekki hefur mann og Þórir búinn að gera samning um sjónvarpsfréttir við Pál Magn- ússon á Stöð 2. „Við vorum með Skódann að heiman og ókum svo um alla Austur-Evrópu, komum í hvert land nema Albaníu," segir Adda Steina. „Vorum svo heppin að lenda í öllum eftirmálum bylt- inganna og gátum gert okkur grein fyrir því sem var að gerast og vand- amálunum sem við blasa í þessum löndum, sem eru auðvitað gífurleg. Við vorum því þarna í átta mánuði eða lengur en ráð var fyrir gert. Við ókum meira að segja um Hvít- arússland og til Litháens. Þar var engin fyrirstaða. Við vissum að fylgst var með okkur, en eins og Landsbergis forseti Litháens sagði við okkur: „KGB hefur um annað að hugsa núna.“ í nóvember flug- um við svo til Indlands frá Vínar- borg. Otal skemmtilegir atburðir ger- ast á langri leið, þótt ekki séu þeir kannski fréttnæmir í sjálfu sér. Adda Steina segir að minnisstæður að hitna. Þarna var okkur boðið í kvöldmat, sem var sá besti sem við fengum í Rúmeníu. Þetta var allt framleitt á staðnum og heimagert hvítvín. Nú fórum við að spyija um þessa miklu trúarlegu menninga- miðstöð þeirra. Ábótinn skellihló. Þarna var ekki annað en ósvikið klaustur. Hann sagði bara yfirvöld- unum að hann væri að stofna til menningarmiðstöðvar og byggði við klaustrið fyrir allt það fé sem fékkst fyrir myndir bróðurins. Það höfðu komið einhveijar eftirlits- nefndir, sem ekkert þekktu mun- inn.“ Meðan við erum að tala um Rúmeníu skýtur Adda Steina því inn í að tungumálið þar sé svo skemmtilegt. Það er latneskt mál og þó það sé óskiljanlegt talað, þá sé vel hægt að lesa og skilja rúm- ensku textana á sjónvarpinu, þegar þeir fylgja enskum myndum. Meðan á Evrópureisunni stóð höfðu þau Adda Steina og Þórir bækistöð í Búdapest, höfðu þar íbúð og fóru svo akandi þaðan. „Það var Þórir sem skipulagði ferð- ina. Hann er óþreytandi ferðalang- ur, alltaf á fartinni, þar sem ég mundi una mér vel við að sitja og skoða fólkið og lífið. Fólk heldur að ég ráði öilu í þessu hjónabandi, en það er misskilningur. Ég ræð bara því sem við erum sammála um. Hann tekur málið einfaldlega upp aftur eftir svolítinn tíma. Og hefur sitt fram. Það er þessi þögla seigla sem er svo dijúg,“ segir Adda Steina og hlær þessum smit- andi hlátri sínum. Lausamennskan gafst þeim vel alla ferðina og gekk upp. „Við vor- um aldrei með yfirdrátt á banka- reikningnum. Vissum hvað við sendum og reiknuðum þetta út. Islendingar hafa áhuga á eriendum fréttum og fréttastofurnar hér lif- andi áhuga á því sem er að gerast í heiminum. Það er stóri kosturinn. I Austur-Evrópu var á ferðinni í sumar margt fólk á borð við okk- ur. Hópamir voru alltaf að hittast. Fréttafólkinu frá stóru löndunum gekk stundum miklu verr en okkur að koma fréttum sínum á fram- færi. Skandinavarnir eru best sett- ir. Þeir gera ekkert nema fyrir liggi örugg borgun." A Indlandi voru ferðalangarnir í sex vikur. Fóru líka til Nepal og Thailands. „í Asíu ferðuðumst við á öðrum forsendum," útskýrir Adda Steina, sem tekur fram að í Austur- Evrópu hafi þau verið ein um hit- una, en margir íslendingar hafi ferðast á líkan hátt um Indland, þó þeir hafi ekki verið svona dug- legir við að auglýsa sig. „Ég hafði samið við Ævar Kjartansson um að senda 30 mínútna þætti frá Indi- andi. Gerði mér ekki grein fyrir því hve gífurlega erfitt er að vera að skrifa svona langa þætti meðan maður er að ferðast. Við höfðum nóg á okkar könnu. Ég var tökulið- ið hans Þóris og hann hljóðmaður- inn minn. Farangurinn var því mik- ill. Við ferðuðumst með mynd- bandstæki og allt sem því fylgir, lítið upptökutæki og allt sem því fylgir, heilmikið af spólum, tölvu og prentara.“ Þar fyrir utan segir hún að þau séu bæði ferlegir bókagleypar. „Við gengum varla fram hjá bókabúð án þess að bæta á okkur bók. Á Indlandi vorum við fræg fyrir að vera þessi sem gengu um með bók- asafnið sitt á bakinu. En sé verið að skrifa er óhjákvæmilegt að hafa bækur og lesa sér til um baksvið þess sem verið er að vinna. Við lásum og lásum. Ég var t.d. búin að kynnast heima flóttafólki frá Austurlöndum og nú náði ég í bækur sem veittu mér svör við mörgu, svo sem hvers vegna Aust- urlandafólk er alltaf brosandi. Ég komst að því að brosið tengist ekki skapgerðinni. Þeir brosa til að lifa af. Og þeir geta brosað sig út úr hveiju sem er. í Nepal rákumst við á góða bókabúð, sem hafði mikið af bókum um austurlensk trúar- brögð, hinar mismunandi greinar búddisma, hindúisma, jainisma, zorgstatrú o.fl. Þetta var alveg ein- stakt tækifæri. Hér á íslandi er ekki slíkar bækur að fá,“ segir Adda Steina og bætir því við að fjarri fari því að hún sé búin að læra, þótt henni sé mikils virði að hafa lært guðfræði í 5 ár. „Það skiptir svo miklu máli að geta lesið áfram. Ég fæ ekki launahækkun út á það en ég verð ríkari sjálf. En mér finnst alveg dásamlegt að fá tækifæri til þess að halda áfram að læra. Þessvegna er svo gott að komast í þessar bókabúðir. Nú bíð ég í ofvæni eftir að fábækurnar sem við sendum frá okkur og geta byijað að lesa.“ Heimsreisunni lauk í Ástralíu. Þar skildu leiðir. Adda Steina yfir- gaf Þóri, sem fór I stríð eins og hún segir. Eftir að Persaflóastíðið hófst var fréttamaðurinn kominn með fiðring og eftir tvær vikur þar hélt hann heim. Nú tók ferðalag Öddu Steinu enn nýja stefnu. Hún var allt í einu alein í Ástralíu. „Ég var komin inn á heldur óhijálegt hótel, ferðlúin og lítil í mér, svo ég hringdi í íslenska konu sem mér hafði verið bent á, Lillý Sigurðs- son. Hún sótti mig snarlega og ég bjó hjá henni og Lúðvík manni hennar í viku. Þau tóku mig alveg upp á sína arma. Það var svo nota- legt að koma þarna hinum megin á hnettinum inn á íslenskt heimili, alveg eins og þau voru hér fyrir nokkrum áratugum. Með myndum á veggjum og Kapitólu og Jóni Trausta í bókahillunum. Þarna á svæðinu eru margir íslendingar og þetta fólk opnar heimili sitt fyrir löndum sínum.“ Við hefðum getað haldið áfram að tala saman endalaust um allt það sem Adda Steina er búin að upplifa á seinasta ári. Þetta hefur verið eins og besti skóli og hún kveðst hafa heyjað sér mikinn forða til að nærast af á komandi árum. Þessi unga kona kann líka sannar- lega að lifa lífinu lifandi. Með áhuga á öllu sem fyrir ber. í sam- tali okkar hefí ég veitt því athygli að ein setning kemur hvarvetna fyrir eins og stef í lífi hennar: Þetta var svo gaman!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.