Morgunblaðið - 24.03.1991, Side 13

Morgunblaðið - 24.03.1991, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 C 13 og þruma úr heiðskíru lofti og efn- ið og efnistökin eru þjóðholl og hábandarísk í anda Fords og ann- arra snilldar vestraleikstjóra, spái ég honum sigri. En Scorsese verð- ur ekki langt undan í atkvæða- tölunni, svo mikið er víst. Þunga- vigtarmaðurinn Coppola geldur þess nú að hans mynd stenst ekki samanburðinn við verðlaunamynd- imar hans, þó góð sé. Þeir Sehröed- er og Frears eru „svörtu hrossúT, eins og sagt er fyrir vestan, í þess- um flokki. 1. Kevin Costner, Dansar við úlfa 2. Martin Scorsese, Góðir gæjar 3. Francis Ford Coppola, Guðfaðir- inn III 4. Stephen Frears, The Grifters 5. Barbet Schroeder, Sýknaðurf! Besti karlleikari ársins Robert De Niro gerir góða hluti í Uppvakningum (en er orðinn nokkuð hversdagslegur í elítunni), og sama gildir örugglega um stór- leikarana evrópsku, þá Harris í The Field og Depardieu í Cyrano de Bergerac. Þeir tveir síðastnefndu eru heldur fráleitir sigurvegarar, böndin berast að Costner, en ef við göngum frá því sem vísu að hann fái verðlaunin fyrir bestu mynd og leikstjóm, hættum við okkur ekki út í þá ofrausn að setja hann efstan á blað. Það heiðurs- sæti er ljóst fyrir mér, enginn er betur að því kominn en stórleikar- inn Jeremy Irons sem ber af öðram ágætisleikuram í Sýknaður!!! En eigum við ekki að spá John Good- man verðlaununum 1991 fyrir Flintstone íSteinaldarmönnunum\ 1. Jeremy Irons, Sýknaður 2. Kevin Costner, Dansar við úlfa 3. Robert De Niro, Uppvakningar 4. Richard Harris, The Field 5. Gerard Depardieu, Cyrano de Bergerac Besti kvenleikari ársins Það er ekki fyrir hvítan mann að komast að niðurstöðu í þessum flokki. Þijár afbragðsgóðar, sögu- frægar stórleikkonur, Huston, Streep og Woodward, beijast um heiðurinn ásamt Bates, kunnri sviðsleikkonu sem er sögð leika vanþakklátt hlutverk hjúkranar- konunnar ragluðu í Eymd, af fít- onskrafti. Sú síðastnefnda gæti hæglega farið með sigurinn af hólmi, þó hún þyki sjálfsagt einna síst sigurstranglegust. Það gerði Brenda Fricker í Vinstri fætinum, ekki lengra síðan en í fyrra. Og merkilegt nokk, flestir era á því að hin glæsilega og ágæta leikkona Julia Roberts sé best að sigrinum komin í hinni geysivinsælu Stór- kostleg stúlkal Hér er því allt í uppnámi. Ég vel Huston einfald- lega af því að ég er bráðskotinn í henni! 1. AnjeUca Huston, The Grifters 2. Kathy Bates, Eymd 3. Meryl Streep, Á barmi örvænt- ingar 4. Joanne Woodward, Herra og frú Bridge 5. Julia Roberts, Stórkostleg stúlka Besti karlleikarinn í aukahlutverki Enn vandast málið. Að mínum dómi hefur Pesci örlítið forskot á Pacino (sem var hinsvegar bestur í Guðföðumum III, en hlaut enga umbun fyrir), en Brace Davison hefúr fengið frábæra dóma fyrir leik sinn í Longtime Companions, góðu drama um sambönd kyn- hverfra. Þessir piltar era öragg- lega allir vel að sigrinum komnir. Garcia og Greene eiga minna tæki- færi. 1. Joe Pesci, Góðir gæjar 2. A1 Pacino, Dick Tracy 3. Bruce Davison, Longtime Comp- anions Costner ber höfuðið hátt sem leikstjóri, framleiðandi og aðalleikari Dansar við úlfa 4. Andy Garcia, Guðfaðirinn III 5. Graham Greene, Dansar við úlfa. , Besti kvenleikarinn í aðalhlutverki Ekki lagast það. Annars var Gold- berg svo fima góð í Draugum, og í svo jákvæðu hlutverki til verðlaunasætis að það skyggir eng- in alvarlega á hana — nema Diane Lane sem hefur geysim- ikinn meðbyr vestra. Bæði hjá starfssystkinum og þessi magnaða leik- kona hefur verið iðin við að auglýsa^ kosti sína. MeDonn- ell er bæði hrífandi og stendur sig með miklum ágætum í Dansar við úlfa, Bening hefur feng- ið frábæra dóma í The Grifters, en ég held að sú einstaka Goldberg sé best að sigrinum komin. Gleym- um Bracco. 1. Whoopi Goldberg, Draugar 2. Dianc Lane, Tryllt ást 3. Mary McDonnell, Dansar við úlfa 4. Annette Bening, The Grifters 5. Lorraine Bracco, Góðir gæjar. Besta frumsamda handritið Avalon, nýja myndin hans Barry Levinsons, kemur ekki til með ríða jafn feitum hesti frá garði og Regn- maðurinn. En handritið hans kemur sterklega til greina því Alice hefur hlotið heldur slæma dóma — mjög slæma þegar Allenmynd á í hlut, og Draugarog Gre- en Card eru létt- meti. 1. Barry Levinson, Avalon 2. Peter Weir, Green Card 3. Woody Allen, Alice 4. Brian Joel Rubin, Draugar 5. Whit Stillman, Metropolitan TILNEFNINGAR Á MYND: {Tvaar eða fleiri) Dansar við úlfa 12 ..7 ' Guðfaóirinrt III ..7 Gáðir gæjar ..6 Cyrano de Bergerac ..5 Draugar ..5 Avafon ..4 The Grifters ..4 Uppvakningar ..3 Leitin að rauða október -.3 Sýknaðurit! Hamlet .. -.2 Aíeinn heims .... 2 Á barmi arvæntingar ..2 FuUkominn hugur. _2 TILNEFNINGAR Á DREIFINGARADILA (Tvær eða fleiri) Orion og Orion Classics... _19 Paramnnnt 16 Columbia/Tri-Star ..13 Wairœr Rms „11 Bueana Vista 9 Miramax 7 2Qth Century Fax 4 Universal.. 2 Samuel Goldwyn —.2 BOBERT DENIFO RC3BIN WLilAMS Jhe iL£ uod&Hier PflBTI/l TILNEFNINGAR 1991 BESTA BANDARÍSKt KVIKMYND ÁRSINS: UPPVAKNINGAR - Awakenings DANSAR VIÐ ÚLFA - Dances With Wolves DRAUGAR - Ghost GÚÐIR GÆJAR - Goodfellas GUÐFAÐIRINNIII -The Godf ather Part III BISTA ERLENDA KVIKMYNDIN: Cyrano de Bergerac, Frakkland Ju Dou, Kína The Nasty Giri, Þýskaland Opnardyr, italía Reise der Hoffnung, Sviss BESTI LEIKSTJÓRINN: Kevin Costner, Dansar við úlfa Francis Ford Coppola, Guðfaðirinn III Martin Scorsese, Góðir gæjar Stephen Frears, The Grifters Barbet Schroeder, Sýknaður!!! - Re- versal of Fortune BEST9 KARLLEIKARINN í AÐALHLUTVERKI: Kevin Costner, Dansar við úlfa Robert De Niro, Uppvakningar Gerard Depardieu, Cyrano de Ber- gerac Richard Harris, The Field Jeremy Irons, Sýknaður!!! BESTl KVENLEIKARINN! AÐALHLUTVERKI: Kathy Bates, Eymd - Miserv Anjelica Huston, The Grifters Julia Roberts, Stórkostleg stúlka - Pretty Womao Meryl Streep, Á barmi örvæntingar - Postcards From The Edge Joanne Woodward, Herra ogfni Bridgo ■ Mr. 6 Mrs. Bridge BESTil KARliEIKARlNN: AUKAHLUTVERKI; Bruce Davison, Longtime Companion Andy Garcia, Guðfaðirinn iU Graham Greene, Dansarvið úffa Al Pacino, Dick Tracy Joe Pesci, Góðir gæjar BESYIKVENLEIKARINN 9 AUKAHLUTVERKI: Anette Bening, The Grifters Lorraino Bracco, Góðir gæjar Whoopi Goldberg, Draugar Diane Ladd, Tryllt ást - Wild at Heart Mary McDonneli. Dansar við úlfa BESTA FRUMSAMDA HANDRITIÐ: WoodyAllen, Alice Barry Levinson, Avalon Brian Joei Rubin, Draugar Peter Weir, Green Card Whit Stillman, Metropolitan BESTA HANDRIT BYGGT Á ÁDUR BIRTU EFNI: Steven ZaiUian, Uppvakningar Michael Blake, Dansarviðúlfa Nicholas Pileggi, Martin Scorsese, Góðir gæjar Donald E. Westlake, The Grifters Nicholas Kazan, Sýknaður!!! BESTI KVIKMYNDATÖKUSTJÓRINN: Allen Daviau, Avalon Dean Semler, Dansar við úlfa Vittorio Storaro, DickTracy Gordon Wjllis, Guöfaðirinn II! Philippe Rousselot, Henry og June - Henry & June BESTIKLIPPARINN: Neil Travis, Dansar við úlfe Walter Murch, Draugaí' Barry Malkin. usa Fruchtman, Walter Murch, Guðfaðirinnií: Thelma Schoomaker, Góðir gæjar Dennis Virkler, Johr: Wright, Leitinað rauða október - The Hunt for Red October BESTAIRUMSAMDA TÓNUSTIN: Randy Newman, Avalon John Barry, Dansar við úlfa Maurice Jarre, Draugar David Grusiri, Havana Jahn WiWarns, Aieinn heima - Home Alone BESTA FRUMSAMDA LAGMt Blaze OfGlory, Ungu byssubófarnir II - Young Guns II /’m Checkin’ Out. Á bartni örvaenting- ar Promise Me You'b Remember, Guð- faðirinn lli Somewhere In My Memory, Aieirm heima Sooner OrLater, DickTracy BESTl LISTRÆNi STJÓRNANDINN: Ezio Frigerio, Jacques Rouxel, Cyrano de Bergerac Jeffrey Beecroft, Lisa Dean, Dansar við úlfa Richard Sylbert, Rick Simpson, Dick Tracy Dean Tavoularis. GaryFettis, Guðfað- irinn III Dante Ferretti, Francesca Lo Sc- hivao, Hamlet BESTI BÚNINGAHÖNNUÐURINN; Gloria Gresham, Avalon Franca Squarciapino, Cyrano de Ber- gerac Elsa Zamparelli, Dansarvið úlfa Miiena Canonero, DickTracy Maurizic Milienotti, Hamlet BESTU HUÓÐUPPTÖKUMENN: Russel! Williams II., Jeffrey Perkins, Bill W. Benton, Greg Watkins, Dansar við úlfa Charles WUborn, Donala O. Mitchell, RickKline, Kevin O'Connell, Dagar þrumunnar - Days Of Thunder Thomas Causey, ChrisJenkins, David E. Campbell, D.M. Hempbill, Dick Tracy Richard Bryce Goodman, Richard Overton. Kevin F. Cleary, Don Bass- man, Leitin að rauða október Nelsori Stoll, MichaelJ. Kohut, Carios deLarios, Aaron Rochin, Fullkomirui hugur-Total Recalí BESTL HUÓBRELLURNAR. Á mörkum lifs og dauöa - Flatiiners Leitio aó rauða oktáber Fullkominn hugur BESTA FÖRÐUNiN; Cyrano de Bergerac Dick Tracy Edward Scissorhands í siðustu smáflokkunum get óg aðeins heita myndanna og sleppi stuttmyndum og heimildarmyndum. Þa hafa nú þegar ein verðlaun verið útnefnd, þau sem veitt eru árlega fyrir framúrskarandi órangur • Special Achievement Award í ór falla þau i skaut breilumeistaranna Eric Brevig, Rob Bottin, Tim McGovern ogAlex Funke, fyrir Fullkominn hug. Þau verða afhent um leið og önnur, 25. mars. Besta handrítíð byggt á áður birtu efni Hér má fastlega reikna með að úlfamir fái sér snúning þó svo að Pileggi og Scorsese séu til allra hluta líklegir. Og Kazan gerir marga góða hluti í SýknaðurH! 1. Michael Blake, Dansar við úlfa 2. Nicbolas Pileggi, Martin Scors- ese, Góðir gæjar 3. Nicholas Kazan, Sýknaður 4. Steven Zaillian, Á barmi örvænt- iogar 5. Donald E. Westlake, The Grift- ers Bestí kvikmyndatökustjórinn Hér era nokkrir snillingar til kvaddir og hefði ég ekkert á móti því að þeir allir hlytu Óskarinn. Ég var svo gott sem búinn að af- henda Storaro verðlaunin á silfur- fati fyrir Dick Tracy á sínum tíma og er svo sem engin raun að standa við það, þó snilldartaka Willis í Guðfóðurnum III geri mig óneitan- lega tvístígandi. Þarna getur Seml- er hæglega sett strik í reikninginn og handbragð Rousselot var það langbesta í mistökum ársins, Henry og June. Og Daviau er af- burða listamaður þó svö að Avalon sé ekki beint líkleg til afreka. 1. Vittorio Storaro, Dick Traey 2. Gordon Willis, Guðfaðirinn IH 3. Dean Semler, Dansar við úlfa 4. Philippe Rousselot, Henry og June 5. Alien Daviau, Avalon Þá eru eftir þau verðlaun sem vekja heldur minni athygli og ætla ég að láta nægja að nefna sigur- vegarann í hveijum flokki: Besta klippingin: Neil Travis, Dansar við úlfa Besta tónlistin: Maurice Jarre, Draugar Besta lagið: Blaze of Glory, Jon Bon Jovi Besta listræn hönnun: Richard Sylbert, Rick Simpson, Dick Tracy Besta búningahönnun: Milena Canonero, Dick Tracy. Það verður ekki farið lengra útí þessa sálma að sinni. Eins og sjá má álít ég Dansa við ú/fa sigur- stranglegasta í helstu flokkum og koma víðar til greina. Það skelfir mig hins vegar hversu sjaldan Góðir gæjarem í verðlaunasætinu. En þetta er búið og gert og megi þeir bestu vinna þann 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.