Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991
C 17
Lacy segir að stjórnmálaskoðanir
sínar séu ekki róttækar, svo ekki
sé það ástæða þess að íjölmiðlar
kjósi að sniðganga hann. „Ég segi
öllu heldur sannleikann og ef sann-
leikurinn er róttækur þá verður svo
að vera. Jesús Kristur sagði sann-
leikann og aliir töldu hann róttækl-
ing. Þess vegna var hann krossfest-
ur.“
Get ekki búið í New York
Lacy býr í New Brunswick, um
klukkustundarakstur frá New
York. En hvers vegna er hann ekki
í miðri hringiðunni, Mekku jassins?
„Þegar talað er um New York telur
þú að átt sé við Manhattan, Que-
ens, Bronx og Brooklyn. Þegar ég
tala um New York-borg á ég við
Manhattan-eyju. Veistu að það eru
næstum 16 milljónir manns á þess-
ari eyju. Það búa alltof margir
þarna, glæpir eru of tíðir og það
er erfitt fyrir tónskáld að lifa við
rokk-tónlist úr hljómflutningstækj-
um, ískur í hjólbörðum og stöðugt
sírenuvæl. Fyrir mér er ógerningur
að búa þarna og semja tónlist. En
ég leik oft 'í borginni, á Village
Vanguard, Blue Note, McCell’s, The
Weaving Factoiy og fleiri stöðum.
Jass er ekki einkamál efri
stéttanna
Undanfarin tvö ár hefur Lacy
unnið að gerð heimildarmyndar sem
hann nefnir Jasstónlistarmenn í
útlegð. „Því fleiri viðtöl sem ég tek
því skemmtiiegra finnst mér verkef-
nið en nú er farið að sjá fyrir end-
ann á þessu. Myndin á að fjalla um
bandaríska jassmúsikanta sem flust
hafa til Evrópu. Það er að mörgu
leyti betra að búa í Evrópu, þar er
meiri almennur áhugi fyrir jassi og
betur borgað, en „standardinn“ er
hærri í Bandaríkjunum. Það var
ekki fyrr en 1989 að bandarísk
stjórnvöld viðurkenndu að jass væri
ein af þjóðargersemum Banda-
ríkjanna en tónlistin hefur lifað með
þjóðinni í næstum eitt hundrað ár.
Kannski var það ekki gert fyrr sök-
um þess að hann er upprunninn á
meðal blökkumanna. Engu að síður
er það aðeins lítið brot bandarískra
blökkumanna sem hlustar á jass-
tónlist. Ég gæti trúað að um 5%
þeirra sem sækja jassklúbba séu
blökkumenn. Ég held að þetta sé
þjóðfélagsleg úlfakreppa. Staða
blökkumanna í Bandaríkjunum er
ógnvænleg, þeir hafa ekki sömu
tækifæri og hvítir andstætt fullyrð-
ingum íjölmiðla og almennings.
Tónlistin er ekki leikin í útvarpi í
hverfum blökkumanna, aðgangs-
eyrir að jassklúbbum er of hár fyr-
ir almenning og mörgum finnst tón-
listin of gömul. Það er reynt að
gera jasstónlist að einkamáli efri
stéttanna þótt uppruni hans sé á
meðal hinna fátæku. Jass er vitund
um eitthvað, jass er lífstíll, andleg
reynsla. Uppruninn er á meðal fólks
sem hefur háð harða lífsbaráttu og
þarf líklega að beijast eitthvað
lengur. Jass er neyðarkall frá þjóð-
félagi blökkumanna, samt hefur
verið reynt að gera hann að einka-
máli efri stéttanna. Þetta er afar
óvenjuleg þverstæða. Ég held að
blökkumenn leiki betri jass en
hvítir. E.tv. ber þessi fullyrðing
keim af kynþáttafordómum, en eins
og fyrr segi ég sannleikann. Ég get
nefnt nöfn hvítra manna sem leika
jass vel en fleiri nöfn blökkumanna
koma samt upp í hugann.“
HUGSAÐU UM BÆTIEFNIN
— en gleymdu ekki undirstööunni!
og gefur auk þess zink, magníum, kalíum, A-vítamín og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg.
Gencomplex
stanefnog GnsengeaatomGn
JX,
MJÓLKURDAGSNEFND