Morgunblaðið - 24.03.1991, Side 21

Morgunblaðið - 24.03.1991, Side 21
r> os C 21 nwvíiuMW f MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 FRANSKUR ORGILL HEFÐBUNDIN leið ínn a evrópskan markað er jafnan í gegnum Bretland eða Skandinavíu. Orgill heitir sveit sem ákvað að ráðast frekar á garðinn þar sem hann væri hærri og fór til Frakklands til tónleikahalds og kynningar fyrir stuttu. Rolbeinn Einarsson gít- arleikari og primus inter pares í sveitinni sagði að Orgill hefði leikið á átta tónleikum í París og Lyon. Hann sagði að ferðin hefði verið sveitinni lærdómsrík, „við hittum afskaplega marga sem gott er að þekkja og lærðum á tónlist- arbransann franska, sem á eftir að koma sér vel í fram- tíðinni. í upphafi fórum við út með því hugarfari að tón- list eins og við eru að leika ætti greiðari leið til Frakka en fiestra annarra, en kom- umst að því að það var ekki rétt. Að vissu leyti er franskur markaður erfíðari Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Erfiður skóli Kolbeinn, Hanna Steina, Hermann og Ingólfur. FÖLR ■ STRÍÐIÐ fyrir botni Persaflóa hefur víða haft áhrif og rokkið er þar ekki undanskilið. Hermt er að bandarískir flugmenn í árás- arferðum hafí hlustað á Van Halen á, leið til skotmarka sinna. Van Halen er greini- lega vinsæl meðal her- manna, því í desember stóð til að hljómsveitin héldi tón- leika á dekkinu á einu af flugvélamóðurskipum Bandaríkjamanna á Persaf- lóa. Hætta varð við. þá af öryggisástæðum, en nú kann að verða af því. ■ í marshefti breska tón- listartímaritsins Sounds er m.a. ijallað um evrópskt rokk annars staðar en á Bretlandi og er ísland með í þeirri umfjöllun. Hún er reyndar fremur innantóm eins og sést á því að aðeins ein íslensk hljómsveit er nefnd til sögunnar, Sykur- molarnir, sem varla ætti að þurfa að kynna fyrir Bret- um. Þar kemur fram að flestum íslendingum megi skipta í tvo hópa eftir tónlist- arsmekk annar hlusti á diskó en hinn á þungarokk. Afieið- ingin er sögð sú að í útvarp- inu hljómi helst tónlist á borð við þá sem Heart flyt- ur. íslenskt útvarp fínnst blaðamanni með bragð- lausasta móti ef Skúli Helg- ason er undanskilinn. Lídó er sagt skásti vettvangur lif- andi rokktónlistar, en ein- hvers miskilnings gætir um stærðina, því kjallarinn er sagður rúma um 1.000 manns og barinn uppi á svöl- um um 1.500. Almennt fær Island ágæta umsögn, nema hvað tálsvert er gert úr dýr- tíðinni hér. inngöngu en t.a.m. breskur og þetta var því mjög erfitt; erfiður skóli.“ Kolbeinn sagði að sveitin hefði leikið á ýmsum stöð- um, allt frá hálfgerðum skítabúllum í fína staði. Hann sagði og að sveitar- meðlimir væru ákveðnir í að fara utan aftur og þá aftur til Frakklands. „Við viljum ólm fara aftur til Frakklands að spila, en þá betur undirbúin og með meiri fyrirvara. Við fórum í ferðina með rúmlega mán- aðar fyrirvara og rákum okkur á það að við hefðum þurft að tala við tónleika- haldara og úmboðsskrifstof- ur með minnst hálfs árs fyrirvara. Við verðum líka að hafa plötu í farteskinu, því ef marka mátti undir- tektir tónleikagesta, sem voru sífellt að biðja um plöt- ur, hefðum við geta selt hundruð eintaka." Við þetta er svo því að bæta að Orgill treður upp á tónleikum í Reykjavík 5. og 6. apríl næstkomandi. Bob Marley liflr DÆGURTÓNLIST um.) Fyrir stuttu kom svo út áðunefnd Talkin’ Blues, sem á eru óútgefnar upptök- ur. Þorri tónlistarinnar á Talkin’ Blues er útvarpsupp- taka í San Fransico 1973, eina sem til er frá fyrstu tónleikaferð Wailers um Bandaríkin. Þá var sveitin enn skipuð Bob Marley og Peter Tosh, en Joe Higgs kom í stað Bunny Wailer, sem vildi ekki með. Einnig eru óútgefnar útgáfur á titil- laginu og Bend Down Low, auk þess sem Am-A-Do, hljóðversupptaka sem ekki hefur heyrst á opinberri útg- áfu, og mögnuð tónleikaútg- áfu á I Shot the Sheriff Bob Marley, einn ástsælasti tónlistar- maður áttunda áratugarins. skreyta plötuna. Það sem gerir þessa útgáfu svo bráð- nauðsynlega eign er að inn á milli laga er skotið bútum úr viðtali við Marley þar sem han ræðir tónlist, Wailers og fleira. Tónlistin lifir, en útgáfa sem þessi undirstrikar hvaða missir er að Bob Marley. Klúr og kíminn hryílingur ROCKY Horror-söngleikurinn er víðfrægasti söng- leikur rokksögunnar, og hefur hann verið settur upp í flestum löndum heims, plötur með honum hafa selst í milljónaupplagi og kvikmynd sem gerð var við hann gengur enn í fjölda kvikmyndahúsa um heim allan, sem sum hafa sýnt aðeins þessa einu mynd í ára- tugi. Það mátti því sjá fyrir að hægt væri að hrífa áheyrendur hérlendis, þegar Leikfélag MH setti söng- leikinn upp í vetur, en engan gat grunað æðið sem greip um sig. Yrkisefni söngleiksins jaðrar við velsæmi þó á afskaplega kíminn hátt sé, og verður því ekki rakið hér, en ekki var að merkja annað en að íslenskir áheyr- endur kynnu vel að méta gálgahúmorinn sem gegn- sýrir verkið, enda slíkt löng- um átt vel við íslendinga. Svo vel gekk verkið hér að ákveðið var að drífa í að gefa það út á plötu og er sú plata væntanleg á næst- unni í útgæáfu p.s. músík. Stjarna uppfærslunnar á Rocky Horror hér var Páll Óskar Hjálmtýsson, sem leikur helsta hlutverk leiks- ins, hlutverk klæðskiptings- ins, og syngur það á plöt- unni. Páll sagði uppfærsl- una hafa átt sér langan að- draganda og undirbúning hafa hafist fyrir réttu ári. „Það hafa margir gengið með það í maganum að setja þetta á svið, og sumir hafa haldið því fram að það sé mikill Rocky Horror-fíðring- ur í MH-ingum, en það var fyrst rætt að setja söngleik- inn upp í MH 1978 og þá byijað á að þýða það, en það fengust ekki leyfí sem þurfti." Komu undirtektir ykkur á óvart? „Við vissum vit- anlega að það falla allir fyrir verkinu eins og skot, þannig að í upphafí gerðum við ráð fyrir mikilli aðsókn, og leigðum húsið fyrir tuttugu sýning- ar. Það er mikið af mennta- skólaleikriti að vera, sem ganga venjulega ekki nema fímm sýningar eða svo. Við reiknuðum með að við fengj- um um 100 manns á hverja sýningu, en það var alltaf uppselt, um 200 manns. Þessar tuttugu sýningar vo'ru því ekki nóg, svo við bættuni við fimm sýningum, sem seldust upp á örskömm- um tíma. Það er því ljóst að það verður að setja verk- ið upp aftur og við erum að vinna að því að setja það upp í vor' þegar allir eru búnir í prófum.“ Hvað með útgáfuna? „Engu okkar datt í hug að nokkur vildi gefa þetta út.'og síður vegna þess að íslenska þýðingin, sem er frábær hjá Veturliða Guðna- syni, er öllu klúrari en enski frumtextinn. Þetta verður því dónaleg plata, en sérlega vel heppnuð." Er þetta upphafíð á þín- um söngferli? „Ég hef gaman af að syngja og hef haft í fy'ölda ára, söng inn á fjölda platna þegar ég var lítill með háa englarödd, sem rústaðist í kringum 1983. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja, en það er afskaplega óp- raktískt að vera söngvari og þó ég vilji gjaman syngja, þá er ég ekkert blindaður af frægðar- draumum.” BOB Marley féll frá í blóma lífsins fyrir tæpum tíu árum á hátindi vinsælda sinna. Skömmu eftir andlát hans kom út plata með ófrágengnum upptökum, og töldu þá flestii- að allt sem til væri með honum hefði litið dagsins ljós. Það þótti því saga til næsta bæjar þegar Tuff Gong, fyrirtæki hans á Jamaica, gaf út plötu, Talkin’ Blues, sem á voru áður óútgefnar út- varpsupptökur og önnur lög sem ekki höfðu komið út. Rocky Horror Það falla allir fyrir verkinu eins og skot. Bob Marley var einn ást- sælasti tónlistarmað- ur áttunda áratugarins og tónlist hans hefur lifað. Nú þegar tíunda ártíð hans nálg- ast hefur Tuff Gong-fyrir- tækið tekið útgáfukipp til að minnast hennar veglega. Ekki er langt síðan allar breiðskífumar sem út komu á meðan hann lifði voru end- urútgefnar á geisladisk og þá lagðar til grundvallar jamaicskar útgáfur á plötum hans, sem þóttu öllu beittari og heitari en þær sem gefnar vom út af Island um heim allan. (Þess má og geta að Trojan-útgáfan hefur gefið út á disk tvær bestu plötur Marleys að flestra mati, African Herbsman og Rasta Revolution, er þar er Lee „Scratch" Perry á tökkun-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.