Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 25

Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIINININGAR SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 C 25 Kveðjuorð: Gunnar Guðbjarts- son, Hjarðarfelli Gunnar Guðbjartsson á Hjarðar- felli, vinur minn og frændi, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík 17. marz sl. 73 ára að aldri. Með honum er horfinn af sjónarsviði eftirminni- legur baráttumaður á sinni tíð í flestum réttlætis- og sjálfstæðis- málum þjóðarinnar. Hans aðalævi- starf var helgað íslenskum landbún- aði — hann var bóndi af lífi og sál. Ég hygg að fáir menn hér á landi hafi skilið betur málefni og þarfir íslensks landbúnaðar en Gunnar á Hjarðarfelli. Hann ferðaðist um landið allt og kynnti sér aðstöðu í hverri sveit, jafnframt því að kynna sér stöðu landbúnaðarmála hjá öðr- um þjóðum. Það kom því af sjálfu sér að bændur landsins fólu honum forystustörf í þágu landbúnaðarins, ekki aðeins á heimaslóðum, heldur fyrir landið allt. Hann var formaður Stéttarsambands bænda, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins og fulltrúi á Búnað- arþingum. Auk þess sat hann í stjórn ótal samtaka opinberra stofn- ana og sjóða, auk fjölda nefndar- og trúnaðarstarfa, m.a. fyrir Ung- mennafélag íslands. Hann sat í sveitarstjórn og sýslunefnd fyrir sína heimasveit í tugi ára. í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga var hann í 16 ár og í stjórn Búnaðarsam- bands Snæfellinga og formaður þess í mörg ár. Gunnar sótti ótal ráðstefnur og þing fyrir bændasamtökin meðal erlendra þjóða sem fulltrúi íslands. Eftir hann liggja fjölmargar greinar í blöðum og tímaritum sem hafa vakið mikla athygli fyrir rökfasta og vandaða meðferð mikilvægra mála. Má þar síðast nefna greinar hans um EFTA og Efnahagsbanda- lagið og mat hans á stöðu íslands, ekki síst í landbúnaðarmálum. Lifsstíll Gunnars á Hjarðarfelli var festa og heiðarleiki og sérstak- ur hæfileiki til að skilgreina mál- efni og fylgja fast fram að rökvísi og sannfæringarkrafti svo eftir var tekið. Þess vegna varð hann fljótt þjóðkunnur maður og viðurkenndur baráttumaður, ekki síst í þeim mál- efnum sem hann helgaði krafta sína. Gunnar fæddist 6. júní 1917 að Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi. For- eldrar hans voru Guðbjartur Krist- jánsson, bóndi, og kona hans Guð- branda Þorbjörg Guðbrandsdóttir. Guðbjartur og Guðbranda á Hjarð- arfelli voru bændahöfðingjar síns tíma og báru hátt merki Hjarðar- fellsættarinnar, se’m er fjölmenn og litrík, ekki aðeins á Snæfellsnesi, heldur um allt ísland og raunar víðar, svo sem í Vesturheimi og Evrópu. Æskuheimili Gunnars, í stórum systkinahópi, mótaði lífsvið- horf hans. Þar var ungmennafé- lagshreyfingin og samvinnuhreyf- ingin í öndvegi, ræktun lands og lýðs, samhjálp og félagshyggju.' Stefna Framsóknarflokksins átti því sterkan hljómgrunn hjá fjöl- skyldunni á Hjarðarfelli, sem og raunar flestum af þeirra stóra ætt- stofni. Hjarðarfell var í þjóðbraut á þessum árum. Vegurinn yfir Kerl- ingarskarð norður yfir Snæfellsnes lá um hlaðið á Hjarðarfelli. Það var því gestkvæmt á þessu menningar- heimili sem var opið öllum. Ég minnist þess sem ungur drengur í sveit að Hjarðarfelli, hvílík reisn var yfir heimilishaldinu. Þar var fjöl- menni og búið stórt á þeim tíma. Hjarðarfellssystkinin, Elín, Krist- ján, Alexander, Guðbrandur, Ragn- heiður, Þorkell, Guðbjörg og Gunn- ar voru lífsglöð og kraftmikil til allra verka og þátttaka í félagslífi, íþróttir og söngur voru í hávegum höfð á þessu stóra heimili. Um þennan þátt systkinanna á Hjarðar- felli og áhrif þeirra mætti skrá langa sögu. Gunnar var alla ævi söngelskur og tók þátt í söng hvar sem tækifæri bauðst af mikilli gleði. Gunnar stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1937-38, lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1939 og vann að búi fo.reldra sinna til ársins 1942 er hann tók alfarið við búi að Hjarðarfelli. Gunnar var afburða námsmaður og hafði alla kosti til að stunda framhaldsnám með glæsibrag, eins og hugur hans stóð til, en aðstæður á þeim tíma, þegar alheimsstyrjöldin geisaði, komu í veg fyrir að Gunnar gæti látið þann draum rætast. Hann helgaði sig því búskapnum og lífsstarfi sínu í þágu íslenskra bænda og landbúnaðar í víðustu merkingu með glæsilegum árangri. Gunnar kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ásthildi Teitsdóttur, 6. júní 1942, en hún er dóttir Teits Eyjólfssonar, bónda í Eyvindar- tungu í Laugardal. Búskapur þeirra að Hjarðarfelli varð strax með myndarbrag. Hjarðarfellsbúið, sem síðar varð félagsbú með sonum þeirra, hefur ávallt verið í fremstu röð á Snæfellsnesi. Landkostir eru þar með afbrigðum góðir. Þau eign- uðust sex börn, sem öll hafa geng- ið menntaveginn með góðum vitnis- burði. Þau eru: Guðbjartur, kvænt- ur Hörpu Jónsdóttur, búa á Hjarð- arfelli, Högni, kvæntur Báru Bene- diktsdóttur, búa á Hjarðarfelli, Sigríður, gift frönskum manni, bú- sett í Frakklandi, Hallgerður gift Sturlu Böðvarssyni, búsett í Stykk- ishólmi, Þorbjörg, gift Erlendi Steinþórssyni, búsett á Egilsstöð- um, og Teitur, kvæntur Guðbjörgu Bjömsdóttur, búsett í Reykjavík. Gunnar og Ásthildur hafa verið sérstaklega samhent. Hin fjöl- breyttu störf Gunnars orsökuðu miklar fjarvistir hans og ferðalög frá heimilinu. Komu þá best í ljós hæfileikar Ásthildar við uppeldi' barnanna og stjórn á þessu stóra heimili. Síðar að fylgja manni sínum og styrkja hann í starfí og vera stoð hans og stytta í veikindum hans. Leiðir okkar Gunnars hafa oft legið saman í félagsmálum og á stjómmálasviðinu. Hann gerðist snemma forystumaður fyrir Fram- sóknarflokkinn í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, var í framboði til Alþingis, varaþingmaður 1959- 1971 og sat um tíma á Alþingi. Hann átti sæti í miðstjóm flokksins í 20 ár og var áhrifamikill og ávallt reiðubúinn í flokksstarfinu og hafði áhrif á stefnumótun. Hann hvatti mig til dáða í mínu starfí og til að taka beinan þátt í stjórnmálum. Stuðningur hans var ávallt til reiðu og góð ráð. Áhugi hans á þjóðmál- um fylgdi honum til síðasta dags. Á þessum vetri ræddi hann oft við mig um ganga mála. Jafnframt birtust merkar greinar hans í dag- blöðum. Áhugi hans og ráðsnilld voru ómetanleg og það að eiga vin- áttu hans og trausta frændsemi var mér ávallt mikils virði. Nú þegar hann er allur vil ég þakka þessum mikilhæfa frænda mínum samfylgdina, fyrir hin mikil- vægu störf hans til framfara á Vesturlandi og fyrir þjóðina í heild. Við hjónin og fjölskyldur okkar flytjum Ástu og börnum þeirra Gunnars, . eftirlifandi systkinum hans og öðrum ástvinum hugheilar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa þeim minninguna. Alexander Stefánsson Þótt leið þín sem áður þar liggi hjá er lyngið um hálsana brumar, mörg höndin sem kærast þig kvaddi þá hún kveður þig ekki í sumar. (Þorst. Vald.) Gunnar á Hjarðarfelli er allur. Lokið lífsgöngu þess manns sem um langt árabil beitti sér hvað harð- ast fyrir umbótum í búskap og fé- lagsmálum í sveit sinni og héraði og síðar méir fyrir bættum kjörum íslenskrar bændastéttar í heild. Það er ekki ætlun mín í þessum fáu og fátæklegu línum að rekja félagsmálastörf Gunnar um ævina. Til þess eru aðrir betur fallnir og jafnvel kunnugri. Ekki ætla ég heldur að rekja ættir Gunnars, það verður vafalaust gert af öðrum, auk þess sem um bæði þessi atriði, ættir hans og fé- lagsmálastörf, liggja fyrir glöggar upplýsingar í bókfestum heimildum. Hitt er mér ljúft og skylt, að minnast nágranna, ættingja, vinar og samstarfsmanns í áranna rás, með þakklátum huga, nú er leiðir skiljast um stund og fyrir því eru þessar línur festar á blað af góðum huga en veikum burðum. Hér verð ég að láta nægja aðeins örfá minningabrot, en úr vöndu er að ráða, því að minningarnar þyrp- ast þannig fram við þessi tímamót að erfítt er úr að velja. Lönd Hjarðarfells og Dals liggja saman á löngum káfla, eða frá miðju Kerlingarskarði og ofan í miðja sveit. Að undangengnu þijátíu ára ræktunar- og blóma- skeiði náðu tún þessara jarða saman árið 1974. Það tók ellefuhundruð ár sagði Ásta í Hjarðarfelli af sinni hófstilltu gamansemi. Þannig má segja að jarðirnar tvær myndi nokk- uð samstæða heild og sem að líkum lætur kallaði það og kallar enn á verulegt samstarf milli bæjanna og samhjálp ýmsa. Á það samstarf hefur aldrei skugga borið. Væri ég spurður um fyrstu kynni mín af Gunnari yrðu svör mín óljós. Fjórtán ára aldursmunur var alltof mikill til þess að um sameiginlegar æskustundir væri að ræða. Ætli það væri þá ekki helst að nefna það þegar bókasafn Miklaholtshrepps var komið fyrir í litlu herbergi uppi á lofti í gamla húsinu á Hjarðar- felli og sem dró „bókaorminn“ á næsta bæ að sér eins og segull. í þann dýrðarheim varð mér tíðför- ult. Gott var að koma til ungu hjón- anna, Gunnars og Ástu, og Gunnar reyndi að leiðbeina mér um bóka- val, þótt erfítt væri að hemja alæt- una í þeim efnum. Honum tókst þó í einni fyrstu ferð minni í bókasafn- ið að lauma að mér fornlegri skræðu sem ég fletti þegar heim var komið og þótt Valla-Ljótssaga þyki ekki meðal merkustu íslendingasagna, leiddi hún þó til þess að ég gerðist mjög handgenginn fornsögum þjóð- arinnar og lifði og hrærðist í efni þeirrra og anda. Átti Gunnar þann- ig sinn þátt í að móta bókmennta- smekk minn. Næst gríp ég þar nið- ur, að nokkra vetur árin eftir 1950 var ég við skepnuhirðingu á Hjarð- arfelli. Þann tíma sem Gunnar sat á Búnaðarþingi, en hann tók sæti þar að föður sínum látnum og var Búnaðarþingsfulltrúi Snæfellinga um langa hríð. Ég var þá um og yfir tvítugt. Þá bjuggu á Hjarðar- felli, jafnframt Gunnari og Ástu, Ragnheiður systir hans með manni sínum Hjálmi Hjálmssyni (í Hvammi) og Þorkell bróðir hans með konu sinni Ragnheiði Björns- dóttur. Ánægjulegt er að hugsa aftur til þessara tíma. Fólkið allt á besta aldri og „hresst“ eins og nú tíðkast að segja og margt skrafað og skeggrætt um margvíslegustu mál sem kannski snertu ekki svo mjög amstur hversdagsleikans. Ekki var þarna af mikilli mennt- un að státa en menningu fólksins þann veg háttað að það gat borið höfuðið hátt gagnvart hveijum sem var. Gunnar átti auðvitað illa heiman- gengt á Búnaðarþing, sem stóð þá lengur en nú, og það get ég fullyrt nú að með því að auðvelda honum það gerði ég bændastéttinni miklu meira gagn en með setu sjálfs mins á Búnaðarþingi áratugum síðar, slíkur málafylgjumaður sem hann var. Oft var ég stund og stund á Hjarðarfeli af öðrum tilefnum, m.a. vegna þess að Gunnar var mjög veill í baki fram eftir árum og stundum varla eð_a ekki vinnufær af þeim sökum. Á því fékk hann þó síðar allgóða bót. Þá kölluðu félagsmálastörfín á hann úr ýmsum áttum, en þau voru með firnum. Að sjálfsögðu leiddi þetta til þess að bústjórn og búum- svif lentu oft af talsverðum þunga á Ástu, en það virtist ekki hagga svo neinu næmi jafnaðargeði henn- ar, rósemi og ljúfri lund og fram úr öllum vanda var ráðið á farsælan hátt. Aldrei nefni ég Gunnar öðru- vísi en að Ásta komi mér í hug um leið. Gunnar á Hjarðarfelli var gijót- páll til verka eins og flestum er kunnugt sem kynntust honum, hvort sem var við bústörf eða á félagslega sviðinu. Hann gerði kröf- ur til annarra, en mestar til sjálfs sín í öllum störfum, og fór jafnvel illa með sig á stundum svo að við lá að heilsa hans biði hnekki af. Of langt mál yrði að rekja allar þær umbætur sem hann gerði á Hjarðar- felli í ræktun, byggingum o.fl. en þær voru geysimiklar. Gunnar var ásamt fleirum for- göngumaður að byggingu Lang- holtsréttar, en þar var Þorkell bróð- ir hans yfírsmiður. Við vígslu rétt- arinnar haustið 1956 flutti hann ræðu sem ég man nú reyndar fátt úr, nema þessi orð undir lokin: — „næst byggjum við yfir börnin“. Og hann lét ekki standa við orðin tóm, heldur hófst handa um að sam- fylkja sveitunum sunnanfjalla á Snæfellsnesi um byggingu barna- skólans að Laugargerði sem tók til Starfa haustið 1965. Er á engan hallað þótt kalla megi Gunnar „föð- ur“ þess skóla, en þeirri afrekssögu hans get ég ekki gert skil rúrhsins vegna. Gunnar vann á meðan verk- ljóst var. Eftir raunveruleg starfs- lok, sneri hann sér að öðrum hugð- arefnum sem hann átti, m.a. að rit- un minningarþátta frá fyrri árum og skrásetningu ábúendatals í Miklaholtshreppi svo eitthvað sé nefnt. Honum var það manna ljós- ast að þráðinn að ofan sem bindur fortíð við nútíð og myndar framtíð, má ekki slíta, svo ekki hljótist illt af. Þess vegna leitaðist hann við að bjarga frá gleymsku ýmsu því sem honum þótti þess vert að geymast úr sögu Hjarðarfells og hreppsins. Hann sýndi mér þann trúnað að fá mér til yfirlestrar ýmislegt af þess- um skrifum sínum og er ég honum þakklátur fyrir það, og býst raunar við að margt af því eigi eftir að koma fyrir almenningssjónir. Hjarðarfell er landstór jörð. Að- eins ein jörð í Snæfellsnessýslu mun vera landstærri. Fjalllendi jarðar- innar er að nokkru ógróið og þetta ógróna land var Gunnari þyrnir í augum. Hann var mótaður af ung- mennafélagsanda frá unga aldri og heillaðist eins og fleiri af orðum skáldsins: „Komið grænum skógi að skrýða, skriður berar, sendna strönd." Vænum skógarlundi hafði hann komið upp fyrr á árum í grennd bæjarins og lúpína breiðir úr sér í holtinu fyrir ofan, en efri árin hugs- aði hann sér að nota til þess að gera enn betur í uppgræðslu lands- ins. Síðastliðið sumar lét hann dreifa fræi og áburði úr flugvél yfir hluta íjallendisins í von um að geta bundið þar um nokkur foldar- sár. Réttur mánuður er nú síðan ég heimsótti Gunnar á Borgarspít- alann. Ég var þá á Búnaðarþingi. Hann var mjög veikur og máttfar- inn, en við gátum þó ræðst við skamma stund. Ég sagði honum frá því að við þingfulltrúarnir færum á morgun austur að Gunnarsholti til þess að kynna okkur störf Land- græðslunnar og aðra starfsemi þar. Ahugaglampi kom í augu hans og hann sagði: Skilaðu góðri kveðju til Sveins Runólfssonar og biddu hann að muna mig um fræ og áburð í vor. Þannig var umbótahugurinn enn til staðar þótt kraftar væru mjög svo þrotnir. Kveðjunni kom ég til skila daginn etir. En tími Gunnars var nær útrunninn. Skapadægur skammt undan og meiru ekki í verk komið. Hann gat þó hugsað til þess feginsamlega á hinstu stundum sínum að enn er unnið af atorku á Hjarðarfelli og búskapur rekTnn þar með glæsibrag. Þar er ekkert und- anhald og enn vaxa þar úr grasi börn og unglingar við leik og störf, svo sem forðum. Margt er ósagt hjá mér. Næstum allt. En hér skal staðar numið. Aðeins á ég eftir að bera fram það, sem er reyndar megin tilgangur minn með þessum línum, en það eru innilegar samúðarkveðjur okkar hjónanna í Dal til fólksins á Hjarð- arfelli og þakkir fyrir liðin ár. Sér- staklega. biðjum við um styrk til handa Ástu sem margar undanfarn- ar vikur hefur hjúkrað og vakað yfír manni sínum af þeirri um- hyggjusemi sem engin takmörk þekkir. Guð blessi minningu góðs ná- granna sem í dag verður til moldar borinn að sóknarkirkju sinni á Fá- skrúðarbakka. Kirkjunni sem hann rækti svo vel og veitti til margar góðar gjafir, ásamt systkinum sínum á genginni ævi. Veri hann svo kært kvaddur, frændi minn og vinur. Erlendur Halldórsson, Dal. Fleiri greinar um Gunnar Guð- bjartsson bíða birtingar og munu birtast næstu daga. BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR KRISTINSDÓTTIR, Fífuhvammi 29, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 25. mars nk. kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, eru vinsamlegast beðnir að láta SÍBS njóta þess. Jóhannes Sigurðsson, Hafsteinn Jóhannesson, Magnea Magnúsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Áslaug Erla Guðnadóttir, Sigurður H. Jóhannesson, Brynja Guðmundsdóttir, Haukur Jóhannesson, Eygló Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.