Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRIL 1991
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR 14.' APRÍL 1991
21
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmjr Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Kúrdar
Kúrdum er að blæða út í írak.
Það er óhugnanlegt að fylgj-
ast með fréttum af því, hvemig
þeim hernaðarmætti, sem eftir er í
Irak, er beitt gegn þessu fólki. Sam-
vizkan nagar íbúa Vesturlanda. Að
vísu heyrist ekkert í þeim, sem
mest höfðu sig í frammi gegn hern-
aðaraðgerðum bandamanna í
Persaflóastríðinu. Það heyrðist
heldur ekkert í þeim, þegar Irakar
hertóku Kúveit. Hvað veldur? Hvers
vegna horfum við alltaf upp á þetta
tvöfalda siðgæði? Samúðin er einatt
afstæð, mannúðin af pólitískum
rótum runnin. Það sýnir sig æ oní æ.
Kúrdar segjast hafa tekið upp
hemað gegn Iraksstjóm vegna
áskomnar Bush, Bandaríkjaforseta,
til almennings í landinu um að_ rísa
upp gegn Saddam Hussein. í því
felst, að þeir hafi vænzt stuðnings
Bandaríkjamanna. Fyrir 35 árum
risu Ungveijar upp gegn komm-
únískri kúgunarstjórn. Yfirlýsingar
ráðamanna á Vesturlöndum höfðu
kveikt hjá þeim vonir um hernaðar-
legan stuðning. Hann kom aldrei
og uppreisn Ungverja var barin nið-
ur í krafti sovézkra skriðdreka. En
ákall þeirra til Vesturlanda um
hjálp, sem aldrei kom var átakan-
legt.
Kúrdar hafa ]engi átt í-stríði við
yfirvöld í írak. Átökin á milli þeirra
og Saddams Husseins nú eru fram-
hald af því stríði. Þeir hafa áreiðan-
lega gert sér vonir um, að nú yrði
þeim hjálpað til þess að hrekja ír-
aksforseta frá völdum. En hversu
langt geta Vesturlönd gengið í því
að blanda sér í grimmdarlegar deil-
ur þjóða og þjóðarbrota í þessum
heimshluta?
Reynslan af því, að vestrænar
þjóðir skipti sér af deilum þjóðanna
fyrir botni Miðjarðarhafs er misjöfn.
Margir telja rætur átakanna, sem
þar hafa geisað undanfarna áratugi
liggja í afskiptum Vesturlandaþjóða
af málefnum þessa heimshluta fyrr
á öldinni. Það er vafalaust ein af
ástæðum þess, að Bandaríkjamenn
hafa farið sér hægt þrátt fyrir hina
hryllilegu atburði í norðurhéruðum
íraks.
Með sama hætti og Sameinuðu
þjóðirnar urðu samnefnari þeirra
aðgerða, _ sem efnt var til vegna
hertöku íraka á Kúveit, er af eðli-
legum ástæðum spurt, hvort þessi
alþjóðasamtök geti ekki látið til sín
taka til þess að koma í veg fyrir
þjóðarmorðið á Kúrdum. Það er
heldur ekki óeðlilegt, þótt spurt sé,
hvort nágrannaþjóðir Iraka geti lát-
ið, sem þessir atburðir séu ekki að
gerast í námunda við þá. Þrátt fyr-
ir allt sýnast þessar þjóðir eiga
ákaflega erfitt með að takast á við
vandamál sín án afskipta annarra.
Það þarf einhvers konar lögreglu-
vald að vera til, svo að hægt sé að
koma í veg fyrir hroðaverk af þessu
tagi. Kúrdar eru drepnir með vopn-
um, sem Bandaríkjamenn, Bretar,
Frakkar og Sovétmenn og fleiri
hafa selt Irökum og hagnast á
þeirri sölu. Er ekki kominn tími til,
að þessar stórþjóðir endurskoði af-
stÖðu sína til voþnasölu til þeirra
þjóða, sem aldrei geta búið í friði
hver við aðra?
En hvað sem líður stjórnmáladeil-
um í þessum heimshluta geta hinar
ríku þjóðir Vesturlanda ekki horft
fram hjá neyð Kúrdanna. Þá vantar
mat, föt og húsaskjól. Við íslend-
ingar eigum að leggja eitthvað af
mörkum til þess hjálparstarfs. Við
eigum ekki að gleyma þeim þótt
þeir eigi ekki neina pólitíska sam-
viskufulltrúa hér á landi.
I
1 Of^ MARGT
-1- O • lýðræðis-
jafnaðarstefnu er mikil-
vægt og til fyrirmyndar og
því hef ég aldrei glaðzt
yfír erfiðleikum krata.
Margir jafnaðarmenn eru
frjálshyggjumenn og margir sjálfstæi
menn einhverskonar hægrikratar. Jón Bald-
vin var svo harður frjálshyggjumaður í AI-
þýðublaðsleiðurum á sínum tíma að margir
sjálfstæðismenn veifuðu þeim framaní okk-
ur ritstjóra Morgunblaðsins og sögðu, Svona
á að skrifa leiðara! En eitthvað er Jón far-
inn að digna. aftur í trúnni, við erum að-
minnstakosti ekki skammaðir lengur með
tilvísun í formann Alþýðuflokksins.
Framsóknarmenn hafa reynt að vefa
stefnu sína inní íslenzkan veruleika en lent
í klandri vegna fólksflótta úr sveitum og
hagsmunaárekstra við dugmikla millistétt
sem hefur meiri áhuga á borgaralegum
arfi og einstaklingshyggju en samvinnu-
stefnu undir fámennisstjórn. Nú stefnir aft-
urámóti í fámenniseign á hlutafjármarkaðn-
um og miðunum og það er rangt ef einhver
heldur Sjálfstæðisflokkurinn hafl verið
stofnaður um slíka einokun. Gömul kjörorð
einsog eign handa öllum, en ekki eign handa
fáum, eru í fullu gildi.
Sumt hefur verið athyglisvert í boðskap
framsóknarmanna um félagslegt átak I
verzlun og viðskiptum; jafnvel í anda Jóns
forseta. En einstaklingurinn hefur aldrei
verið sá miðpunktur í framkvæmd þessarar
hugsjónar sem fullnægir einstaklingsþörf-
um Islendingsins.
Því hefur fortíðarhyggja Framsóknar-
flokksins átt erfitt uppdráttar í deiglu nýrr-
ar heimssýnar; svo mikil breyting sem hef-
ur orðið á lífsviðhorfi þjóðarinnar.
Þjóðleg íhaldssemi Alþýðubandalagsins
er í senn tímaskekkja og heillandi draumór-
ar en þó harla ólíkir evrópskum hugsjónum
Fjölnismanna á sínum tlma. En það er
draugagangurinn í afskekktu húsi Alþýðu-
bandalagsins sem margir forðast af eðlileg-
um ástæðum.
Jafnvel Gorbatsjov reynir að gera upp
við gamlar kreddur þótt hann sé flæktur I
fortíðina. Hann telur markaðurinn sé ávöxt-
ur siðmenníngar og mér er nær að halda
Þórbergur hefði talið slíkur kommúnisti
ætti við persónuieikatruflun að stríða.
Sjálfstæðisflokknum hefur tekizt skap-
legast að samræma stefnu sína íslenzkri
hugsun og hugmyndum okkar um rúmgott
þjóðfélag. Hann er ekki fastur í flókin kerfi
og gamlar þjóðfélagskreddur. Þessi fjöl-
mennu samtök eiga sér verðugan talsmann
I Davíð Oddssyni sem kemur oftarenekki á
óvart með óvæntum hugmyndum og um-
mælum, tilaðmynda um EB og þjóðarat-
kvæðagreiðslu, kvótann og nauðsyn þess
„að tryggja virkni lagaákvæðisins um að
fiskimiðin umhverfis ísland eru sameign
íslensku þjóðarinnar", og kjör launafðlks.
Formaður Sjálfstæðisflokksins varpar fram
hugmyndum áðuren hann festist í niður-
stöður. Það er lofsvert og uppörvandi á
þessum fullyrðingasömu en óábyrgu tímum.
Þetta hlýtur að vera mörgum gleðiefni því
HELGI
spjall
ðis- og ht
hvaðsem öðru líður, þá hef-
ur hálf þjóðin fengið útrás
í sjálfstæðisstefnunni fyrir
þjóðræknishugmyndir
sínar, einstaklingsviðhorf
og pólitíska draumsýn.
Sjálfstæðisflokkurinn er
og hefur verið flokkur allra stétta og á að
gæta þess vandlega að glata ekki því mikil-
væga hlutverki. Stéttaflokkar eiga enga
framtíð fyrir sér.
Flokkurinn þarf umfram allt á að halda
til forystu fólki úr öllum stéttum; ekki kar-
akterlausum samnefnurum eða einsfólki,
heldur fólki úr ólíkum jarðvegi; með ólíka
menntun, fjölbreytt viðhorf. Svona stór
samtök þurfa góða pólitíska loftræstingu.
Þau þurfa sterka og litríka forystumenp sem
geta verið einskonar farvegur fyrir óánægju
og andstöðu; hégómalausa menn og tilfinn-
ingaríka einsog Pétur Ottesen á nýsköpun-
arárunum þegar nokkur hluti sjálfstæðis-
manna þoldi illa samstarf við sósíalista.
Pétur sóttist aldrei eftir ráðherradómi en
var þó áhrifameiri en flestir ráðherrar og
átti óskorað traust og vináttu Ólafs Thors.
Aðrir hafa einnig gegnt þessu mikilvæga
hlutverki fyrrogsíðar í sögu flokksins og
verið einskonar öryggisventlar á örlaga-
stundum án þess allt ætlaði um koll að
keyra eða flokkurinn rifnaði frá rótum.
Átök um málefni eru ávallt mikilvægari en
annað í stjórnmálum.
Sjálfstæðismenn treysta á örvandi þátt
einstaklingsins í þróun og þjóðfélagsmótun,
framkvæmdahug hans og útsjónarsemi.
Stefna þeirra er holdgerð ! trillukarlinum
þegar hann siglir I höfn með fullfermi af
fallegum fiski og gargandi máva í kjölfari;
frelsi undir guðsbláum himni; skáldleg við-
bót við taktbundna hrynjandi hafsins, at-
höfn þörf; í senn yndi og áskorun; fegurðin
sjálf. Og því sönn samkvæmt nútímavísind-
um.
1 Oíí ÞÓTT KVENNALISTINN
-I.O\J»hafi leyst pólitískan áhuga
konunnar úr læðingi og sumt sé gott um
hann og störf hans verður hinu ekki neitað
að þröng kvennapólitík er ekki ferskasti
þáttur islenzkra.stjórnmála nú um stundir;
hætt við tilhneiging til forsjárhyggju verði
þessum samtökum fjötur um fót, svo mikla
áherzlu sem almenningur — og þá ekkisízt
ungt fólk — virðist nú leggja á hraða þróun
og breyttar aðstæður sem kalla á endalaust
frelsi og engar refjar. Aukin krafa um
umhverfisvemd virðist t.ilaðmynda ekki
draga úr áhuga á stóriðju, einsog rekstri
álvers.
Konur hafa ekki allar eina skoðun á neinu
máli, ekki frekaren karlar. Og þær eiga
oftaren ekki f samkeppni sín á milli. En í
jafnréttismálum eru þær í einum og sama
báti og því ekki óeðliiegt sumar þeirra telji
samstarf á vettvangi Kvennalistans nauð-
synlegt meðan konur sitja ekki hvarvetna
við sama borð og karlar. Kvennapólitík á
íslandi hefur verið ágæt landkynning, en
þykir ekki eins sérstæð og áður. Auk þess
kallar þátttaka I landsmálapólitík á afstöðu
f öllum málum og f þeim efnum á Kvenna-
listinn oft um sárt að binda. Ef marka má
skoðanakannanir á hann heldur efitt upp-
dráttar. Það fer tilaðmynda ekki eftir kyn-
ferði hvort menn styðja aðild að EB eða
kvótakerfi. En í mannúðarmálum er afstaða
kvennalistakvenna oft til fyrirmyndar og
nægir að minna á sannfærandi áhuga á
fangelsismálum einsog hann birtist f mál-
efnalegum og velhugsuðum tillöguflutningi
á Alþingi, lausum við sýndarmennsku að-
skiljanlegra hulduheqa.
Hér mætti vel minna á það sem sagt
hefur verið sem alvarleg fyndni, Konur sem
vilja vera jafningjar karla skortir metnað(I)
Ekki er þetta nú alveg útí bláinn þegar við
hugsum um mótun og uppeldi æskunnar.
En hvílík fásinna er það þá ekki, þegar
reynt er að koma í veg fyrir konur fái sömu
laun fyrir sömu vinnu og karlar. Eða þá
þegar talað er um illa launuð kvennastörf
— að það skuli styðjast við blákaldan veru-
leika, það er óþolandi. Ekkisízt fyrir karl-
menn sem trúa því lýðræði sé réttlátt að
þessu leyti einsog náttúran; haginn gerir
engan greinarmun á hrút eða hryssu; þar
standa þau jafnt að vígi.
1 07 ÞAÐ ER EKKI EINS-
A I »dæmi að Þuríður gleymist á
bak við Pétur, segir gamall skagfirzkur
bóndi í ágætu bréfi til mín nýlega. Samt
er konan húsbóndinn i Njálu og hreyfir
söguna að sínum vilja. Þannig hafa konur
ævinlega haft meiri áhrif hérlendis en ann-
ars staðar. Grímur Thomsen hefur ritað
mikla grein um yfirburði íslenzkra kvenna
í fornum sögum yfir kynsystur þeirra í
grískum harmleikjum einsog ég hef áður
nefnt. En þrátt fyrir lögvernduð mannrétt-
indi er einatt gengið á hlut konunnar og þá
í skjóli fordóma sem fjallað er um af heilum
sársauka í skáldsögu Wiliu Cathers, 0 Pi-
oneers, en þar minnir aðalsöguhetjan, Alex-
andra, á ýmsar þær konur sem við þekkjum
úr umhverfi okkar. Hvaða kona skyldi tilað-
mynda ekki þekkja fordómana í tíunda
kapítula annars hluta sögunnar sem lýsir
því hvemig karlmennirnir telja sér skylt að
lifa fyrir þessa eftirminnilegu konu þarna
á sléttunni við Ómaha — og samt ber hún
af þeim einsog gull af eiri. Karlmenn voru
henni engin sérstök freisting. Þeir voru
samverkamenn að safna í komhlöður.
Vandi Alexöndru er annað fólk og hefð-
bundin afstaða þess, en ekki endilega þjóð-
félagslegt ranglæti. Og hann leysist í sög-
unni, eða öllu heldur: hún leysir hann sjálf,
með sársauka aðvísu. Kvennapólitískur
vandi okkar hefur einnig að miklu leyti
verið hugarfarið. Hann leysist með hugar-
farsbreytingu og hún hefur átt sér stað.
Því er afturámóti ekki fyrir að fara í um-
hverfi Katrínar í Washington Square eftir
Henry James, þarsem faðirinn telur sig eiga
að hafa öll ráð dótturinnar í hendi sér. Við
þekkjum það einnig í íslendinga sögum eins- '
og lífinu sjálfu. En það eru ár og aldir
milli Katrínar og þeirra ungu kvenna sem
nú bijótast áfram uppá eigin spýtur og að
eigin geðþótta.
M.
(mcira næsta sunnudag.)
ÞAÐ sem AF ER, HEF-
ur kosningabaráttan
fyrir alþingiskosning-
arnar, sem fram fara
eftir viku, valdið von-
brigðum. Fyrir nokkrum
mánuðum var stundum
haft á orði, að þetta yrðu einhverjar mikil-
vægustu þingkosningar í sögu lýðveldis-
ins. Ástæðan var sögð sú, að svo mörg
veigamikil málefni biðu úrlausnar á næstu
árum, að þessar kosningar mundu marka
stefnuna í þjóðmálum fram til aldamóta.
Þær ákvarðanir, sem teknar yrðu á grund-
velli þessara kosninga, gætu haft áhrif á
líf fólksins í landinu langt fram á næstu
öld.
Því miður stendur kosningabaráttan
ekki undir þessum væntingum manna.
Búizt hafði verið við, að fram mundu fara
málefnalegar umræður um afstöðu okkar
íslendinga til þátttöku í samstarfi Evrópu-
ríkja. Þá hafði einnig verið gert ráð fyrir
því, að miklar umræður mundu fara fram
um fiskveiðistefnuna og einnig um fram-
hald þjóðarsáttar og næstu skref í því að
viðhalda þeim árangri, sem náðst hefur í.
verðbólgubaráttunni. Sumir voru jafnvel
svo bjartsýnir að telja, að í kosningabarátt-
unni yrði fjallað um það, hvernig stjórn-
málaflokkarnir hugsi sér að ná tökum á
útþenslu ríkisútgjalda.
Ekkert af þessu hefur gerzt. Engar efn-
islegar umræður, sem máli skipta, hafa
farið fram um þessi veigamiklu málefni.
Það er nú þegar ljóst, að stjórnmálaflokk-
arnir fá ekki i þessum kosningum umboð
til eins eða neins í málefnalegu tilliti frá
kjósendum af þeirri einföldu ástæðu, að
þeir hafa ekki farið fram á slíkt umboð.
Kosningabaráttan hefur að vísu ein-
kennzt að verulegu leyti af umræðum um
tengsl okkar við Evrópubandalagið. En þar
hefur ekki verið um að ræða málefnalegar
umræður á vettvangi hinnar upplýstu þjóð-
ar um þetta mikiisverða mál, heldur
ómerkilegt dægurþras. Það hefur markast
af því, að Framsóknarmenn hafa sagt:
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur ætla
með Island inn í EB og frambjóðendur
þessara tveggja flokka hafa mátt hafa sig
alla við að hafna þessum fullyrðingum
Framsóknarmanna.
Framsóknarmenn hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að þessi áróður væri vænleg-
astur til árangurs í kosningabaráttunni og
tæpast fer á milli mála, að frambjóðendur
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks a.m.k.
á landsbyggðinni telja, að með þessum
áróðri hafi Framsóknarmenn náð vissri
sóknarstöðu gagnvart þeim, þótt ljóst sé,
að hvorugur flokkurinn hefur sagt annað
en að þeir vilji ekki útiloka aðild íslands
að bandalaginu einhvern tíma í fram-
tíðinni.
Það er ein af mörgun þverstæðum í
íslenzkum stjórnmálaumræðum, að þær
skoðanakannanir, sem hingað til hafa far-
ið fram um afstöðu fólks til Evrópubanda-
lagsins, hafa bent til ótrúlega mikils fylg-
is við aðild að bandalaginu, ekki sízt með-
al ungs fólks. Ef mark væri takandi á
þeim könnunum ættu þær setningar í
stefnuskrám Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks, sem Framsóknarmenn hafa hent á
lofti, fremur að vera þessúm flokkum til
framdráttar en vandræða en svo virðist
ekki vera.
Annars virðist vera minni munur á
málflutningi talsmanna stjórnmálaflokk-
anna um þetta mál en gefið hefur verið
til kynna í kosningabaráttunni að undan-
förnu. Þannig sagði Geir H. Haarde, al-
þingismaður, einn af frambjóðendum Sjálf-
stæðisflokksins, á fundi nú í vikunni, að
Sjálfstæðismenn mundú segja nei, ef spurt
væri um afstöðu þeirra til inngöngu í
Evrópubandalagið nú. Jóhann Einvarðs-
son, alþingismaður Framsóknarflokks og
meðframbjóðandi Steingríms Hermanns-
sonar í Reykjaneskjördæmi, sagði á fundi
BSRB um Evrópubandalagið í fyrrakvöld,
að aðild að Evrópubandalaginu kæmi ekki
REYKJAVIKURBRÉF
Laugardagur 13. apríl
til greina, nema með þeim hugsanlega
möguleika, sem væri í raun útilokaður,
að gerðar yrðu verulegar breytingar á
stjórnarskrá Evrópubandalagsins. Það er
þetta „nema“! Hvað er útilokað í Evrópu
um þessar mundir?! Það skyldi þó ekki
vera, að munurinn á afstöðu Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks
til Evrópubandalagsins sé minni en
Steingrímur Hermannsson vill vera láta?
Kjarni málsins er auðvitað sá, sem
Morgunblaðið hefur margsinnis undirstrik-
að og samtök sjávarútvegsins hafa líka
lýst, sem sinni afstöðu, að það hlýtur að
vera frumforsenda fyrir hvers konar
tengslum okkar við Evrópubandalagið að
tryggt sé, að engin erlend fiskiskip komist
inn í íslenzka fiskveiðilögsögu, hvorki nú
né síðar og að útilokað verði, að erlend
fyrirtæki geti keypt hlut í íslenzkum sjáv-
arútvegsfyrirtækjum. Við höfum barizt
hart og lengi fyrir því að tryggja full yfir-
ráð okkar yfir fískimiðunum og það kemur
ekki til greina að slaka á þeirri afstöðu.
Það er líka óhugsandi, að við héldum þann-
ig á málum, að sjávarútvegsfyrirtæki í
Hull og Grimsby, Bremerhaven og jafnvel
á Spáni og í Portúgal, gætu keypt upp
Bolungarvík eða Flateyri við Önundar-
fjörð, svo að tvö myndarleg sjávarútvegs-
pláss séu nefnd af handahófi. Talsmenn
allra stjórnmálaflokka í þessari kosninga-
baráttu taka undir þessi sjónarmið og það
er vel. Það þýðir, að það ríkir sterk sam-
staða í öllum flokkum um að veija auðlind-
ir okkar og þau fyrirtæki, sem mestu
máli skipta í því sambandi.
Því hefur verið haldið fram, af sumum
háskólamönnum og öðrum áhugamönnum
um aðild okkar Islendinga að Evrópu-
bandalaginu, en slíkir menn eru vissulega
til, eins og greinar, sem birtast hér í blað-
inu þessa dagana sýna, að við séum ekki
í þeirri hættu, sem haldið er fram í sam-
bandi við aðgang erlendra ríkja að auðlind-
um okkar. Það er ákaflega erfitt að skilja
röksemdir þessara manna fyrir slíkum full-
yrðingum. Menn þurfa ekki lengi að kynn-
ast sjónarmiðum embættismanna í sjávar-
útvegsdeild Evrópubandalagsins til þess
að sannfærast um, að slíkur málflutningur
hér á ekki við rök að styðjast.
Annars var fróðlegt að hlusta á yfirlýs-
ingu, sem Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, gaf á fundi með starfs-
mönnum í fiskvinnslustöð á Suðurnesjum
og sjónvarpað var á Stöð 2 í gærkvöldi,
föstudagskvöldi. Forsætisráðherra kvaðst
styðja evrópskt efnahagssvæði en ekki
aðild að EB. Svo?! Hvernig getur
Steingrímur Hermannsson lýst yfir stuðn-
ingi við þátttöku íslands í evrópsku efna-
hagssvæði, þegar samningum er ekki lok-
ið og ekki liggur endanlega fyrir, hvað í
slíkri þátttöku felst? Það hafa engar upp-
lýsingar verið lagðar fram á opinberum
vettvangi , sem gera þjóðinni kleyft að
taka afstöðu til þess nú , hvort hún er
tilbúin til að fallast á þátttöku íslands í
evrópsku efnahagssvæði. Það getur vel
verið, að Steingrímur Hermannsson hafi
undir höndum slíkar upplýsingar, en hann
hefur ekki miðlað þeim til þjóðarinnar og
þess vegna vita menn ekkert hvað það er,
sem hann er að lýsa stuðningi við.
Hins vegar vekur það óneitanlega vonir
um jákvæða niðurstöðu þeirra viðræðna
fyrir okkur íslendinga, að Mitterrand,
Frakklandsforseti, skuli hafa tekið frum-
kvæði í málinu í okkar þágu. Þegar Mit-
terrand kom hingað til lands og gaf vin-
samlegar yfirlýsingar um sérstöðu íslend-
inga voru skoðanir skiptar um það, hvort
þetta væri kurteisistal eða eitthvað, sem
byggjandi væri á. Nú virðist komið í ljós,
að forseti Frakklands er maður orða sinna.
Fréttir herma, að hann hafi gefið fulltrúum
Frakka hjá EB fyrirmæli um að fallast
ekki á neina þá samninga, sem taki ekki
tilit til sérhagsmuna okkar íslendinga.
Þetta eru ánægjuleg og raunar stórpólitisk
tíðindi. En hvað sem því líður þurfum við
fyrst að sjá, hvað í samningum um evr-
Frá ísafirði
ópskt efnahagssvæði felst áður en hægt
er að taka afstöðu til þeirra.
Morgunblaðið/KGA
Hvers vegna
engar al-
vöru um-
ræður?
HVAÐ VELDUR
því, að hér fara ekki
fram í kosningabar-
áttunni málefna-
legar umræður um
þau stóru mál, sem
taka verður afstöðu
til á næstu árum,
eins og EB-EFTA, fiskveiðistefnu, fram-
hald þjóðarsáttar, niðurskurð ríkisútgjalda
o.s.frv.? Að einhveiju leyti er það vegna
þess, að sporin hræða. Sjálfstæðismenn
eru t.d. gagnrýndir fyrir stefnuleysi í þess-
um kosningum. En þegar litið er til baka
hafa Sjálfstæðismenn slæma reynslu af
því að leggja fyrir kjósendur of nákvæmar
tillögur fyrir kosningar um það, hvað þeir
hyggjast fyrir eftir kosningar.
I kjölfar mikils kosningaósigurs Sjálf-
stæðisflokksins í þingkosningunum 1978
fylgdi umtalsverð sjálfsgagnrýni innan
flokksins. í þeim umræðum, sem þá fóru
fram og m.a. var haldið uppi af mörgum
þeirra manna, sem nú eru í forystusveit
flokksins, en þá töldust til hinna yngri
manna, var sagt, að Sjálfstæðisflokkurinn
ætti að ganga til kosninga með ítarlega
stefnuskrá og gera kjósendum grein fyrir
því fyrir kosningar, hvað hann ætlaði að
gera eftir kosningar. Þessi sjónarmið urðu
ofan á í flokknum og þegar kom að kosn-
ingum í desember 1979 var þeim fylgt
eftir. Þá lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram
einhveija ítarlegustu stefnuskrá í efna-
hags- og atvinnumálum, sem nokkur
stjórnnmálaflokkur hefur lagt fram og
nefndist leiftursókn gegn verðbólgu. Þessi
stefnuskrá var lögð fram í anda þeirra
umræðna, sem fram höfðu farið innan
flokksins og áður var vikið að.
Haustið 1979 nam fylgi Sjálfstæðis-
flokksins í skoðanakönnunum um 50% og
sumir töldu jafnvel, að flokkurinn ætti
möguleika á að ná meirihluta á Alþingi í
kjölfar þeirrar óvinsælu og misheppnuðu
vinstri stjórnar, sem setið hafði að völdum
frá hausti 1978. Andstæðingum Sjálfstæð-
isflokksins tókst hins vegar að snúa leiftur-
sókninni gegn flokknum og niðurstaða
kosninganna varð sú, að Sjálfstæðisflokk-
urinn fékk rúmlega 35% atkvæða.
Eftir þá lífsreynslu þarf kannski engum
að koma á óvart, þótt bæði Sjálfstæðis-
flokkurinn og aðrir flokkar fari sér hægt
í að segja kjósendum fyrir kosningar hvað
þeir hyggist fyrir eftir kosningar. Raunar
er reynsla flestra stjórnmálamanna sú, að
bezt sé að segja eitt en gera annað. Núver-
andi stjórnarflokkar hafa t.d. framkvæmt
einhvetja mestu kjaraskerðingu, sem um
getur á síðari tímum á þeim tveimur og
hálfa ári, sem þeir hafa setið að völdum.
Engum þeirra datt í hug að segja það
haustið 1988, þegar stjórnin var mynduð,
að þetta vekti fyrir þeim, en eftir að þeir
voru komnir í ráðherrastóla unnu þeir
markvisst að því að framkvæma þessa
kjaraskerðingu.
Ef litið er til pólitískra stundarhags-
muna, og auðvitað hugsa stjórnmálaflokk-
ar í kosningabaráttu ekki lengra en til
kjördags, virðist reynslan því benda til
þess, að það sé beinlínis óskynsamlegt
fyrir stjórnmálamenn að segja of mikið
fyrir kosningar. Slík þróun leiðir einungis
til þess, að nauðsynlegt verður að leggja
öll þverpólitísk ágreiningsmál fyrir þjóð-
ina.
HVORT SEM
mönnum líkar betur
eða ver, er veruleik-
inn í stjórnmálaum-
ræðum okkar sá,
að hin málefnalega
barátta hefst eftir kosningar en stendur
ekki fyrir þær. Það fer t.d. ekkert á milli
Baráttan
hefst eftir
kosningar
mála, að innan allra stjórnmálaflokka _er
fólk, ungt fólk og eldra, sem telur að ís-
land eigi ekki annarra kosta völ en tengj-
ast Evrópubandalaginu með aðild. Barátt-
an um þetta mál á eftir að verða hörð á
næstu árum og sennilega munu fylkingar
svo til allra flokka riðlast í þeirri baráttu.
Jafnljóst er, að enginn friður verður um
ríkjandi fiskveiðistefnu, sem nánast ekkert
er rædd í þessari kosningabaráttu en úr-
slitaátökin um hana munu standa eftir
kosningar, á næstu misserum. Þá verður
tekizt á um það, hvort handhöfum kvótans
tekzt að ná honum í sínar hendur til fullr-
ar eignar, eða hvort þjóðinni auðnast að
ná auðlindinni aftur til sín. Fylkingar allra
flokka munu einnig riðlast í þeim slag.
Stjórnmálaflokkarnir munu lítið sem
ekkert gefa upp fyrir kosningar um það,
hvernig þeir hugsa sér framhald þjóðar-
sáttar. En strax að loknum kosningum
má búast við, að línur fari að skýrast í
þeim efnum og þá kemur í ljós, hvort von
er til að halda þeim árangri, sem náðst
hefur í verðbólgubaráttunni.
Stjórnmálamennirnir munu lítið sem
ekkert gefa upp fyrir kosningar, hvort
þeir ætla að ráðast á útgjaldaþenslu ríkis-
ins. En strax eftir kosningar kemur í ljós,
hvort þeir hafa kjark og þrek til þess að
takast á við þetta verkefni.
Þetta er öfugsnúin staða. Svona á lýð-
ræðið ekki að virka. Það á þvert á móti
að vera svo þroskað, að kjósendur geti
fyrir kosningar tekið afstöðu til manna
og málefna á grundvelli upplýsinga um
það hvað flokkarnir hyggjast fyrir. En því
miður er veruleikinn annar og kjósendur
sjálfir eiga ekki sízt sök á því. Löng reynsla
stjórnmálamanna, hefur kennt þeim, að
það borgi sig að segja sem minnst fyrir
kosningar! Kannski er nauðsynlegt að ala
kjósendur upp fyrst áður en meiri kröfur
eru gerðar á hendur stjórnmálamönnum.
„Kosningabarátt-
an hefur að vísu
einkennzt að
verulegu leyti af
umræðum um
tengsl okkar við
Evrópubandalag-
ið. En þar hefur
ekki verið um að
ræða málefnaleg-
ar umræður á
vettvangi hinnar
upplýstu þjóðar
um þetta mikils-
verða mál, heldur
ómerkilegt dæg-
urþras. Það hefur
markast af því, að
Framsóknarmenn
hafa sagt: Sjálf-
stæðisflokkur og
Alþýðuflokkur
ætla með Island
inn í EB og fram-
bjóðendur þess-
ara tveggja
flokka hafa mátt
hafa sig alla við
að hafna þessum
fullyrðingum
Framsóknar-
manna.“
4-