Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 6
76 FRÉTTIR/INNUENT
IMttRÖOK&lAbÍÐ SL'.MNUó'ÁGúftÁfy.1 1
Morgunblaðið/KGA
Eyjólfur Konráð Jónsson og Guðmundur Hallvarðsson á framboðs-
fundi í Kaffivagninum í gær
Eyjólfur Konráð Jónsson á framboðsfundi:
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur frá upphafi baráttunnar um
200 mílna landhelgi haft forystu í þeim málaflokki, um lausn Jan
Mayen málsins, útfærslu á Reykjaneshrygg og nú um að leysa mál-
efni Hatton-Rockall hásléttunnar. í næstu viku munu breskir aðilar
koma hingað til Iands til viðræðna um lausn þess máls. Þetta kom
fram í máli Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingismanns á framboðs-
fundi í Kaffivagninum í gærmorgun. Á fundinum bað hann þann sem
mótmælti því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft alla forystu í land-
helgismálum undanfarin ár að gefa sig fram. Það gerði enginn.
Eyjólfur Konráð gat þess að ís-
lendingar hefðu fyrst séð uppdrátt
á sjónvarpsskermi af 200 mílna
landhelginni þann 1. september árið
1973, fyrir einungis tæpum tveimur
áratugum, á eins árs afmæli 50
mílnanna. Þá hefði það verið skoðun
Selfoss:
Brauðgerð og- kjötvinnsla
KA gjörónýt eftír stórbruna
„VIÐ hlupum út og áttum sannarlega fótum okkar fjör að launa,“
sagði Ingólfur Þorláksson bakarameistari í Brauðgerð Kaupfélags
Árnesinga sem eyðilagðist af eldi í gærmorgun ásamt kjötvinnslu
kaupfélagsins sem var í sama húsi. „Við vorum inni að baka þeg-
ar allt í einu varð sprenging ofarlega í bakarofninum. Við hlupum
strax í símann og eftir slökkvitæki en síðan strax út og máttum
þakka fyrir að komast út,“ sagði Ingólfur sem var við vinnu í
brauðgerðinni ásamt tveimur starfsmönnum þegar eldurinn kom
upp klukkan 6.50.
Slökkviliðið var komið á staðinn
eftir nokkrar mínútur en þá þegar
var mikill eldur í húsinu og gífur-
legur hiti. Eldurinn breiddist ört
út og logaði upp úr þaki hússins
og út um loftstokka. Slökkviliðs-
menn rufu göt á þak hússins til
að koma vatnsslöngum að eldin-
um. Einnig fóru reykkafarar inn
með vatnsslöngur.
Mikil hitasprenging varð í hús-
inu á meðan þrír slökkviliðsmenn
voru inni fengu þeir yfir sig mik-
inn þrýsting, svartan reyk og mik-
inn hita. Þeir bókstaflega ultu út
um dyr kjötvinnslunnar þar sem
þeir voru inni en sakaði ekki.
Húsið sem brann var byggt
1943 sem pakkhús kaupfélagsins
en var endurnýjað fyrir starfsemi
brauðgerðarinnar og kjöt-
vinnslunnar. Eldurinn kom upp í
austurenda hússins og barst þaðan
eftir þakinu yfir í kjövinnsluna.
„Þetta er tjón upp á tugi millj-
óna,“ sagði Sigurður Kristjánsson
kaupfélagsstjóri.
Unnu við bakarofninn
„Þetta gerðist á tveimur til
þremur mínútum að allt fylltist
af reyk,“ sagði Ingólfur Þorláks-
son bakarameistari. „Ég var nýbú-
inn að setja í hinn ofninn og svona
fimm mínútur í að ég færi að vinna
við að setja í þennan sem sprakk.
Nokkrum mínútum áður þá tók
ég vínarbrauðin úr ofninum án
þess að verða var við nokkuð. Það
er mjög líklegt að sprengingin
hafi orðið í mótor ofna við ofninn.
Um leið og rafmagnið sló út þá
tók ég það af í töflunni. En loftið
og ofninn urðu strax alelda og
reykurinn var rosalegur. Við
reyndum að nota slökkvitækið og
tæmdum það en þá var reykurinn
orðinn svo rosalegur að það var
ekki annað að gera en hlaupa út,“
sagði Ingólfur.
„Manni brá auðvitað alveg rosa-
lega,“ sagði Bára Guðnadóttir,
„Við litum hvert á annað áður en
við hlupum út. Þetta var bara eld-
ur og ekkert annað að gera en
forða sér.“
Slökkviliðsmenn á Selfossi unnu
við slökkvistörf fram eftir degi.
Þeim barst aðstoð frá Hveragerði.
Rífa þurfti þak hússins til að kom-
ast að eldinum en þakið féll niður
að hluta yfir kjötvinnslunni.
Sig. Jóns.
Slökkviliðsmenn unnu ötullega
við slökkvistarfið.
Morp^inblaðið/Sigurður Jénsson
margra að 200 mílna takmarkið
ekki nást fyrr en að tólf eða fjórtán
árum loknum. „Skömmu síðar tók
ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar við
og hún leysti landhelgismálið á
tveimur árum. Sjálfstæðismenn
hafa síðan haft forystu bæði um
lausn Jan Mayen málsins, útfærslu
á Reykjaneshrygg og eru nú að
leysa Hatton-Rochall málin,“ sagði -
Eyjólfur Konráð.
Eyjólfur Konráð vék að kvóta-
málinu og sagði að mál væri þann-
ig vaxið að skiptar skoðanir væru
um það í öllum flokkum. „Þetta er
mál sem taka verður til heildarskoð-
unar og Sjálfstæðisflokkurinn mun
í stjórnarmyndunarviðræðum gera
kröfu um að fá sjavarútvegsráðu-
neytið þar sem hann treystir engum
öðrum til þess að ná um það þeirri
þjóðarsátt sem verður að nást. Mín
skoðun hefur alltaf verið sú að
sóknarmark sé æskilegra heldur en
kvóti. Það dettur hins vegar engum
heilvita manni í hug að horfið verði
frá kvótanum í einu vetfangi. í
þessu máli verður að finna mála-
miðlun og ná víðtækri sátt,“ sagði
Eyjólfur Konráð.
Guðmundur Hallvarðsson, sem
situr í níunda sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins, hafði einnig
framsögu á fundinum. Hann lagði
áherslu á að hvalveiðum yrði haldið
áfram.
Öxnadalsheiði:
Lægsta tilboð
14 milljónum
undir áætlun
SAUTJÁN verktakar buðu I
lagningu vegar á Öxnadals-
heiði. Lægsta tilboðið átti Hött-
ur sf., 22,9 milljónir kr., og er
það 62,1% af kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar. Kostnaðar-
áætlunin er 36,9 milljónir og er
tilboð Hattar því 14 milljónum
undir áætluninni.
Vegurinn liggur frá Giljareit að
Grjótá í Norðurárdal, 4,26 km leið.
Verkinu á að ljúka fyrir 1. október
í haust.
Flest tilboðin eru undir kostnað-
aráætlun Vegagerðarinnar. Hæsta
Lilboðið var þó 48,7 milljónir kr.
SjáJfstæðisflokkurinn
hefur haft forystu í
hafréttarmálum
Kvíði ekki verkefna-
leysi í framtíðinni
segir Stefán Örn Arnarsson sem lýkur einleikaraprófi á selló
STEFÁN ÖRN Arnarsson, sellóleikari, mun leika verk eftir Jo-
hann Sebastian Bach, Claude Debussy, Hafliða Hallgrímsson og
Johannes Brahms á tónleikum í íslensku óperunni annað kvöld
kl. 20.30. Tónleikarnir eru seinnihluti einleikaraprófs Stefáns
Arnar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nú í vor. Undirleikari
á tónleikunum verður David Knowles.
í stuttu samtali við Morgun- Sennilega hef ég valið sellóið
blaðið kom fram að Stefán Örn
hefði snemma byrjað að læra á
hljóðfæri. „Segja má að það sé
heilög regla í minni fjölskyldu að
fólk fái einhveija nasasjón af
hljóðfæraleik. Spumingin er bara
á hvaða hljóðfæri maður lærir.
vegna þess að foreldrar mínir
þekktu Pétur Þorvaldsson, selló-
leikara, og ég hef einhvertíma séð
hann æfa, annars man maður
þetta ekki svo glöggt," sagði Stef-
án Örn en sjö ára gamall hóf
hann sellónám í Tónmenntaskól-
Stefán Örn Arnarson
Morgunblaðið/Sverrir
anum undir handleiðslu Ólafar
Sesselju Óskarsdóttur. Nokkram
árum seinna fór hann svo að
sækja tíma til Gunnars Kvaran,
sellóleikara, sem hefur verið kenn-
ari hans síðan.
Tónleikarnir á morgun munu
hefjast á svítu eftir Johannes
Sebastian Bach. „ Svítan er núm-
er 5 í c-moll,“ sagði Stefán Öm.
„Hún er tvímælalaust ein af perl-
um sellóbókmenntanna, stór og
mikil, og krefjandi fyrir flytjand-
ann og áheyrandann. Á eftir
svítunni flyt ég svo impressioníska
sónötu eftir Debussy sem er eitt
af hans síðustu verkum en þá
taka við þjóðlög í útsetningu Haf-
liða Hallgrímssonar. Lokaverkið á
tónleikunum er sónata í e-moll
ópus 38 eftir Brahms en hann
samdi tvær sónötur og er þetta
sú fyrri, fallegt verk og gífurlega
vel samið. Sannur Brahms!"
Stefán segist ekki kvíða verk-
efnaleysi í framtíðinni. „Ég er
með kennara og skóla í Banda-
ríkjunum í sigtinu og vona að ég
fái inni. Þar stefni ég svo á að
læra eins mikið og ég get og jafn-
vel taka að mér verkefni erlendis.
Þar er mikið af stóram hljómsveit-
um og kammersveitum en sam-
keppnin auðvitað miklu meiri en
hér heima. Annars gæti ég vel
hugsað mér að starfa á íslandi.
Mér fínnst spennandi að starfa
við kennslu, auk þess sem næga
vinnu er hægt að hafa við tón-
leikahald. Ég kvíði því alls ekki
framtíðinni."