Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUKBLAÐH) ATVINfMA/RAÐ/SIVIA 74'. AFRÍL 1'991 ATVINNII Móttaka gesta Veitingahúsid á Öskjuhlíð er hefja mun starfsemi nú í vor, óskar að ráða starfskraft til að annast móttöku gesta í veitingasali. Kvöld- og helgarvinna. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14. GtiðntTónsson RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARNÓNUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13*22 Sölumenn Balti hf. leitar nú að hressum, jákvæðum og áhugasömum sölumönnum sem eru tilbúnir til þess að takast á við krefjandi sölustarf á tölvum og tölvubúnaði, Ijósritunarvélum og ýmsum skrifstofutæknibúnaði. Hér er um að ræða framtíðarstörf í ört vax- andi fyrirtæki með jákvæðum starfsanda. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um aldur og fyrri störf skal skilað á skrifstofu okkar fyrir 17. apríl nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Balti hf., Ármúla 1, 105 Reykjavík, sími (91) 82555. LANDSPITALINN Reyklaus vinnustaður Hjúkrunarfræðingur Á bæklunarlækningadeild 1, 12-G er laus staða hjúkrunarfræðings. Deildin er 23 rúma deild og þar dvelja sjúklingar vegna slysa og sjúkdóma í stoð- og hreyfikerfi. Á deildinni er góður starfsandi. Þar er unnið eftir markmiðum sem miða að því að auka gæði hjúkrunar. Boðið er upp á góða aðlög- un. Vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Upplýsingar veita Steinunn Ingvarsdóttir, deildarstjóri, í síma 601400 og Anna Stefáns- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601366 og 601300. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleys- inga á kvenlækningadeild 21-A, gyn og krabbameinsdeild kvenna 21-A, onc. Þrískipt vaktavinna. Á þessum deildum er möguleiki á að ráða sig á sérstakar vaktir. Upplýsingar gefur María Björnsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í símum 601195 og 601300. Ljósmæður Ljósmæður óskast til sumarafleysinga á : Göngudeild 20-A,dagvinna alla virka daga. Meðgöngudeild 23-B, vaktavinna, 12 tíma vaktir um helgar, unnið 3ju hverja helgi. Sængurkvennadeild 22-A og 22-B, vakta- vinna, möguleiki á sveigjanlegum vinnutíma. Upplýsingar um ofangreind störf gefur María Björnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í símum 601195 og 601300. Ljósmæður óskast einnig til sumarafleys- inga á Kvennadeild Landspítalans, fæðinga- gangi. Upplýsingar gefur yfiljósmóðir, Kristín I. Tómasdóttir, í síma 601130. Læknaritari Læknaritari óskast á röntgendeild Lands- pítalans. Um fullt starf er að ræða. Stúdents- próf æskilegt. Vinnutími frá kl. 8.00-16.00. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 601084 frá kl. 10.00-12.00 virka daga. Aðalbókari Opinber stofnun vill ráða reyndan aðalbók- ara til starfa. Laun skv. samningum BSRB. Umsóknir, merktar: „Aðalbókari - 3901“, sendist á auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðju- dagskvöld. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Fóstra Við erum með lítið heimili í Vesturbæ og okkur vantar fóstrur. Aldur barnanna er 1- 3ja ára og er heimilið mjög vel útbúið. Nánari upplýsingar gefur Arna Heiðmar, for- stöðumaður, í síma 604364. Kvenfataverslun óskar eftir starfskrafti strax. Vinnutími frá kl. 13-18, 5 daga vikunnar. Æskilegur aldur umsækjanda sé 35-55 ár. Góð laun í boði. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. apríl merktar: ST. JÓSEFSSPÍTALI. LANDAKOTI Áhugavert og gefandi starf Hefur þú áhuga á að starfa með börnum og foreldrum? Við á barnadeild Landakotsspít- ala þurfum á fleiri hjúkrunarfræðingum að halda til að vinna með okkur að umönnun barnanna. Hjúkrunarsvið deildarinnar er bæði sértækt og fjölbreytilegt. Við bjóðum upp á 3ja mánaða starfsaðlögun og leggjum áherslu á símenntun með stöðugri fræðslu- starfsemi á vegum deildarinnar. í haust verð- ur námskeið í hjúkrun barna og barnasjúk- dómum, með áherslu á sérsvið deildarinnar. Ef þú hefur áhuga þá hafðu samband við deildarstjóra í síma 604326 eða 622722 (kvöldsími). íþróttafélagið >y Akureyri Húsnefnd Hamars, félagsheimilis Þórs, óskar eftir að ráða umsjónarmann. Starfið felst í daglegum rekstri ásamt öðrum tilfall- andi verkefnum. Umsjónarmaður þarf að geta unnið sjálfstætt og haftfrumkvæði. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. í Hamri er íbúð og er möguleiki að hún fylgi starfinu. Upplýs- ingar gefur Ragnar Sverrisson, vs. 96-23599, hs. 96-21366. Umsóknarfrestur er til 22. apríl 1991. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar til: Hamar, P.O. Box504, 601 Akureyri. Byggingafyrirtæki Rekstrarstjóri Óskum að ráða rekstrarstjóra til starfa hjá byggingafyrirtæki í Hafnarfirði. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið: Dagleg stjórnun, innlend við- skiptasambönd, mannaforráð, dagleg áætla- nagerð, sölustjórnun o.fl. Við leitum að manni með menntun tengda byggingariðnaði (húsameistari). Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði, geta starfað sjálf- stætt og skipulega. Þekking á þörfum bygg- ingariðnaðarins æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar „Rekstrarstjóri 104“. Skrifstofustarf Deildaskipt þjónustufyrirtæki í borginni vill ráða starfskraft í sérhæft skrifstofustarf. Lertað er að reglusömum og snyrtilegum aðila, lipurð í mannlegum samskiptum og einhver reynsla af skrifstofustörfum nauð- synleg. í boði er gott framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 18. apríl nk. Gtiðnt ÍÓNSSON RÁÐGJQF & RÁÐN l N CARhjÓN Ll 5TA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Kjötafgreiðsla HAGKAUP vill ráða nú þegar starfsmann til að hafa umsjón með kjötborði í verslun fyrir- tækisins í Njarðvík. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af vinnu með kjötvörur. Starfið er heilsdags- starf. Nánari upplýsingar um starfið veitir verslun- arstjóri í síma 92-13655. HAGKAUP Tölvunarfræðingur Öflugt fjármálafyrirtæki í borginni óskar að ráða starfsmann til starfa í tölvudeild. Starf- ið er laust samkvæmt nánara samkomulagi. Leitað er að tölvunarfræðingi eða einstakl- ingi með sambærilega menntun. Jafnt koma til greina aðilar beint úr skóla og/eða með starfsreynslu. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi frumkvæði, vinni sjálfstætt og sé lipur í samskiptum viö fólk. Starfssvið: Vinna við upplýsingakerfi, sem byggjast á nettengdum einmenningstölvum. Um er að ræða mjög fjölbreytt verkefni. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 20. aprfl nk. GtiðntTónsson RAÐGJQF & RÁÐNINCARÞJÓNLISTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.