Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991
19
Sundurlaus-
ar æfingar
Bókmenxitlr
Ingi Bogi Bogason
Arni Sigurjónsson: Skólaljóð.
1990.
Hálfkæringi, kerskni og vissri
léttúð andar frá síðum þessarar
ósamstæðu ljóðabókar. Svo virðist
sem hér sé um að ræða samsafn
tækifærisvísna sem eru ólíkar að
gerð en eiga þó margar sameigin-
legt að vera rímaðar.
Bókinni er skipt í nokkra hluta
sem allir bera heiti þeirra borga þar
sem ljóðin urðu til, s.s. Reykjavík,
Stokkhólmi og Lúxembúrg. Sum
þeirra fela í sér smellin samanburð
heimalands við útlönd, (sjá útlönd
farsælda frón, spurt hefég og fúrst-
enberg). Önnur ljóð eru varla annað
en hljóðfallsæfingar, sbr. efð sem
hefst svo:
ef að efð efði efast
ef að enni enn efði enst
ó að æ ævi arði ynni
/.../
Sjálfur gerir höfundur hóflega
grein fyrir kveðskap sínum á baks-
íðu og segir m.a. að „margt af því
sem nú ér í felum megi svosem
alveg vera það áfram og þurfi ekki
endilega að koma úr felum“. Það
er freistandi að taka undir þetta
að hluta. Stundum gengur Árni
fulllangt í að leggja á herðar les-
andans einhvers konar prívatbrand-
ara, t.a.m. athugasemdir á bls. 20
og sjónarhorn á bls. 36.
Heiti ljóðabókarinnar er umhugs-
unarvert. Það má skilja tvennum
skilningi. Tilgangur höfundar getur
verið sá að tefla fram ljóðum sem
„skóli“ menn til „ljóða", séu fyrir-
myndir að því hvemig yrkja skuli.
Hinn skilningurinn, sem ég hallast
fremur að, er sá að höfundur hafi
hér safnað saman ljóðum úr námi
við eigin „ljóðaskóla". Bókin sé því
samsafn tilrauna í yrkingum.
I lokin skal minnst á þau ljóð sem
skilja eftir sætasta keiminn í huga
þessa lesara. Um er að ræða geð-
þekkar náttúru- og andartaks-
stemmningar eins og úti, október
og næturljóð. Hið síðastnefnda er
svo:
svefn lát hvarmana kyssa
þinn kalda og slökkvandi fingur
skjól þeim sem geta ekki gleymt
mér lötum finnst dagamir langir
leiðist andvöku martröð
i ljóssins ríki er reimt
svefn mér ungum þú unnir
ylsins af framtíðarvonum
í rökkrinu var mér rótt
auðævi mannanna aukast
örbirgðin vex þó hraðar
flý nákalda nótt
Leiðrétting
í ritdómi mínum í Mbl. 23. jan-
úar sl. um Uml II eftir Þorgeir
Þorgeirson misritaðist nafn höfund-
ar. Er hann hér með beðinn velvirð-
ingar á því. — IBB
_____________Brids___________________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Breiðfirðinga
Staðan eftir 41 umferð (loka-
staðan):
Sveinn Sigurgeirss. - Hallgr. Hallgnmss. 619
Jón V. Jónmundss. — Aðalbjörn Benediktss.414
Helgi Gunnarss.—Jóhannes Sigmarss. 372
Guðmundur Karlss. — Karl Jóhannss. 339
Þórður Jónsson — Gunnar Karlsson 337
Sveinn Þorvaldss. - Bjami Jónsson 326
Magnús Halldórss. — Magnús Oddss. 324
Elvar Guðmundss. — Marinó Kristinss. 290
Albert Þorsteinss. - Kristófer Magnúss. 249
AnnaÞóra-RagnarHermannsson 244
Hannes Jónsson - Jón Ingi Björnss. 241
Jörundur Þórðarson - Páll Bergss. 236
Næsta keppni og sú síðasta á
spilaárinu verður 3ja kvölda Butler.
Þú svalar lestrarþörf dagsins _
ásíöum Moggans!
alpen kreuzer tjaldvagnar
5 gerðir, 2ja -
8 manna, á
frábæru
verði.
alpen kreuzer umboðið,
Skipholti25, 105 Reykjavík. Uppl. ísíma 629990.
Námskeið í reiki - heilun
Kynningarfundur
Á reikinámskeiði er þér hjálpað til að opna
fyrir eiginleika, sem við búum öll yfir, þ.e. að geta nýtt
þá orku, sem við höfum aðgang að fyrir okkur sjálf og aðra.
Reiki hjálpar þér í baráttu þinni við streitu og sjúkdóma.
Námskeið verða í Reykjavík helgina 20.-21. apríl. Einnig
verður kvöldnámskeið dagana 22.-24. apríl.
2. stig í Reykjavík 14.-16 maí nk.
Kynningarfundur verður á Hótel Lind við Rauðarárstíg
miðvikudaginn 17. apríl kl. 20.30. Þar verða kynntir tveir
nýir íslenskir reikimeistarar.
Upplýsingar f síma 33934 milli kl. 10 og 12 á morgnana.
Guðrún Óladóttir, reikimeistari.
!
TAKMARKAÐUR FJÖLDI KEMST AÐ
D ( Ó JÓNÍNU & AGÚSTU
Skeifan 7, 108 Reykjavík, S. 689868
STIFT FITUBRENNSLU-NAMSKEIÐ
. •"!"■■■ '■iW.gL. —-
SEM SKILAR
HEFST 18. APRÍL
• Fitumæling og vigtun.
• Matarlistar og ráðgjöf.
• Fyrirlestrar um megrun
og mataræði.
• Þjálfun og hreyfing
5 sinnum í viku.
• Viðurkenningarskjal í lok
námskeiðsins með skráðum
árangri. Sú sem missir flest kíló
fær frítt mánaðarkort hjá Jóninu
og Ágústu.
Eina varanlega leiðin að lækkaðri
líkamsþyngd er aukin hreyfing og rétt
mataræði. Við hjálpum þér að brenna
fitu og kennum hvernig á að halda
henni frá fyrir fullt og allt. Okkar metnaður
er þinn árangur.
LÁTIÐ SKRÁ YKKUR STRAX
SIMI 68 98 68
' -r- r -' - Jgv
GOTT FÓLK/SÍA