Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 37
. MÓáGlÍKBÍAÍEÍlEÍ FÓLK Í FRt Ií viili VEITIN G AREKSTUR * Gamalt á Italíu - nýtt á Islandi EINN AF frumkvöðlunum í íslenskum veitinga- rekstri er Sverrir Þorsteinsson sem ásamt eig- inkonu sinni Anettu Ásgeirsdóttur hefur löng- um annað hvort verið í framvarðarsveit nýrra strauma, eins og til dæmis er hamborgarabylgj- an var að hefjast og Sverrir fór af stað með Hlíðargrill sem hann er raunar oft enn kennd- ur við, eða að hann hefur verið á undan sinni samtíð eins og nú, er hann opnaði nýja veitinga- staðinn sinn Kaffi Mílanó í Faxafeni. Sá veiting- astaður er engum líkur. Útlitið er sótt til ítal- íu eins og nafnið gefur til kynna, en veitingam- ar eru sambland af því sem boðið er upp á á„fínum“ matsölustað og kaffihúsi sem sérhæf- ir sig í því besta sem völ er á samkvæmt sviss- neskum og austurrískum hefðupi. Ogneytend- ur kunna að meta staðinn, því um 100 manns fara þar um á degi hveijum. Sverrir Þorsteinsson ásamt gengilbeinum sínum Rakel sem einnig er dóttir hans og Ásthildi Óskars- dóttur. Nú eru þau Anetta og Sverrir að færa út kvíamar í þeim skilningi að þar verður framvegis opið á kvöldin frá fímmtudögum til laugardags og ekki bara fyrir mat, heldur einnig fyrir kaffihúsa- meðlætið. Sverrir var spurður hver tilurð þessa staðar var. Hann svaraði: „Þannig vill til, að vinur minn einn ítalskur, listamaður að nafni Giovanni, á svona veitinga- staði í Mílanó. Við höfum oft veitt saman í Norðurá og Grímsá og hugmyndin fæddist er ég sá stað- ina hans. Þetta er gamalt fyrir- bæri á Ítalíu þótt það sé nýtt hér. Mér fannst þetta spennandi, enda búinn að vera í 20 ár í brans- anum og jafnan í hamborgurum og kjúklingum. Nú fínnst mér ég loks vera kominn í alvöru veiting- arekstur og mér hefur aldrei liðið betur.“ Hönnunin er sérstæð, Sverrir segir um hana, „hönnuðirnir, Guð- rún Margrét Olafsdóttir og Odd- geir Þórðarson eiga veg og vanda að henni, við settumst niður og ræddum um hvað við hjónin vild- um fá og þetta er afraksturinn. Við vildum ekkert gervi, þannig eru húsgögnin öll innflutt frá ít- alíu og til að hafa bakkelsið það eina rétta fengum við Baldur Öxdal frá Lækjarbrekku til að kenna okkur bökunina, en hann lærði hana í Sviss. Það er nú Anetta sem ber hit- ann og þungann af kökubakstrin- um og það er spuming hvað það þýðir. Ánetta segir, „það þýðir auðvitað stöðuga viðveru og mikla vinnu. Það er ótrúlega mikið í sumar af þessum tertum lagt. Hvað þetta þýðir er m.a. að við Sverrir förum að minnsta kosti ekki í frí saman á næstunni. Svona staðir þurfa sinn tíma til að skjóta rótum, alltaf tvö ár. Svo má fara að hugsa um annað og óþarfara, eins og frí... FLU GUHNYTIN G AR Hnýtarar tóku vel við sér Fyrir skömmu rann út skilafrestur á veiðiflugum í samkeppni sem verslunin Litla Flugan gekkst fyrir í samvinnu við Byigjuna. Gyifí Pálsson skólastjóri sem hefur verið í forsvari fyrir keppnina sagði í samtali við Morg- unblaðið að svömn hefði verið mjög góð, um 20 hnýlar- ar hefðu sent inn flugur sem þætti mjög góð þátttaka. „Nú bíðum við þess að dómnefndin setjist að störf- um, en hana skipa þrír menn, Orri Vigfússon, Sigurður Pálsson og Stef- án Hjaitasteð. Spuming hvemig þetta gengur, því Sigurður er alla virka daga norður á Blönduósi, en Ori er eins og kría á steini. Annars þarf ekkert að örvænta," sagði Gylfi. Keppt er í tveimur flokkum, opnum flokki þar sem keppendur skila inn þeim flugum sem þeir kæra sig um. Hin svegar hnýta þeir þtjár klass- ískar fjaðraflugur, Crosfíeld, Night Hawk og Blue Charm. Besta þrennan gefur verðlaunin sem em glæsileg, 12 feta Lamiglass fluguveiðistöng ásamt Lamson veiðihjóli með línu við hæfí. Minni verðlaun em einnig í boði, vöraúttekt í Litlu Flugunni og fluguhnýtingarbækur. Greint verður frá því er úrslit liggja fyrir, en þá verða flugurnar til sýnis í Ármótum, félagsheimili Stangaveiðifélagsins Ármanna. Þórir ásamt Ingibjörgu konu sinni inni á bar tékk/íslenska veitingastaðarins. hætti veitingarekstur í Tékkoslóvak- >u rak á fjöru hans. „Það var nú þannig að ég starfaði talsvert við að halda veislur í sendi- i'áðum heima á íslandi, meðal annars ' tékkneska sendiráðinu. Einhvéiju sinni bar þannig til að mér var síðan boðið að hafa afnot af íbúð í Prag í nokkra daga og þar kynntist ég ýmsu fólki, m.a. kokki einum sem kom síðan til íslands og starfaði þá á Hótel Esju, kynntist þar íslenskum fiski og var mjög hrifinnn. Þegar það barst síðan í tal að kaupa veitinga- staðinn af tékkneska ríkinu, þetta var fyrir byltinguna, þá var ég tiltölu- |ega fljótur að sjá að þetta gæti ver- >ð skemmtilegt uppátæki,“ svarar bórir. En hvernig gengur þetta svo? Gengur? Ja, það er skemmst frá »ð segja, að síðustu tvo mánuði hef- ur verið fullt hús, við erum að vísa fólki frá flesta daga. Ég fæ vikulega ferskan físk að heiman með flugi og nota hann mikið, en svo er einnig blandaður matseðill. Við emm ör- ugglega það sem kallað er „inn“ í Prag og því er kannski helst að þakka að Tékkar hafa ekki fengið almenni- legan físk og kunna vel að meta hann. Svo höfum við ákveðið forskot r á aðra veitingastaði. Þannig var eins og ég sagði, að við keyptum staðinn fyrir byltinguna. En í dag em allir veitngastaðir seldir á uppboðum. Við tókumst á við ótrúlega seinvirkt kerfí og uppskeram nú það sem til var sáð. Þetta er svo skrýtið héma mað- ur, fólkið er svo vant að bíða að það bíður enn. Það er eins og reiknað sé með þvi að utanaðkomandi aðilar komi og framkvæmi hlutina. Svona var nú þetta kerfí sem hér var og það tekur sinn tíma að breyta því. En hvemig er nú að vera í veiting- arekstri í Prag, en fjölskyldan er heima á íslandi? Gengur þetta til lengdar? „Það er nú það alversta við þetta. Ég er búinn að vera hér úti síðan á jólum, kom aðeins heim um páskana. Konan mín rekur hamborg- arastaðinn Winnies á Hlemmi og bömin eru á viðkvæmum aldri, strák- urinn á sautjánda ári og stelpan 14 ára. Þetta er það versta að geta ekki verið meira heima og satt að segja get ég ekki séð í stöðunni hven- ær ég geti breytt þessu. Sem stendur vinnur maður 16 stundir á dag og veitir ekki af. Þetta verður allt að koma í ljós,“ segir Þórir Gunnarsson veitngamaður á U Zlatého Rozné.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.