Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 2
:2 íJB 14T/1 MORGUNBLAÐIÐ IÞROl t'kRMIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Morgunblaðið/Sverrir ■ DOMARARNIR voru Júgósla- var, þeir sömu og dæmdu úrslita- leikinn í síðustu heimsmeistara- keppni, milli Svía og Sovétmanna. ■ ALFREÐ virtist taka úrslitun- um karlmannlega, þó auðvitað væri hann gríðarlega vonsvikinn, en hann tók m.a. að sér að hugga Pólverjann Bogdan Wenta í bún- ingsklefanum. Wenta átti ákaflega bágt með sig eins og fleiri. ■ UM 400 stuðningsmenn Bid- asoa komu frá Spáni á leikinn. Þeir mættu á hótel liðsins um há- degisbil, fjórum tímum fyrir leik, og- hófu söng og hljóðfæraleik eins og Spánverjum er lagið. ■ DÓMARARNIR voru ekki hátt skrifaðir í spænsku blöðunum. Þeir fengu 0 (núll) fyrir frammistöðuna og verður ekki komist lægra á stig- anum. VONBRIGÐI! Alfreð Gíslason gat ekki leynt vonbrigðum sínum, dró sig afsíðis og kvaldist lengi með sjálfum sér eftir leikinn. Ótrúlegur síðari úrslitaleikur Milbertshofen og Bidasoa í Þýskalandi: ■ LEIKMENN spænska liðsins tóku það skiljanlega mjög nærri sér að tapa leiknum á mánudag, og missa af Evrópubikarnum, en það fór greinilega ekki síst í skapið á þeim hvers vegna — að þeirri áliti — þeir töpuðu. Vegna dómaranna. Leikmenn og forráðamenn Bidasoa vönduðu þeim ekki kveðjurnar eftir leikinn. Flestir leikmenn og þjálfari voru hágrátandi í og við búnings- klefann þegar blaðamann Morgun- blaðsins bar að garði. Bikarfylli af tárum, en enginn bikar ÞAÐ var ótrúlegt að horfa upp á eitt besta lið Spánar, Elgorr- iaga Bidasoa, með Alfreð Gíslason innanborðs, steinliggja fyrir liði Milbertshofen — liði sem gekk illa í þýsku úrvalsdeildinni í vetur — í síðari úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í Augsburg í Þýskalandi á mánudaginn. Þjóðverjarnir unnu með sjö marka mun, 24:17, Alfreð og félagar unnu 20:15 á Spáni og urðu því af bikarnum sem Kristján Arason og samherjar íTeka hömpuðu fyrir réttu ári. Þetta var í annað sinn á fáeinum árum sem Alfreð missir af Evrópubikar f úrslitum. Þegar liðin eru borin saman fer ekkert á milli mála að Alfreð og samherjar hans höfðu alla mögu- leika á vinna keppnina. En liðið náði ekki að klára dæmið, og eins og svo oft áður í þessari íþrótt voru það tvímenningarnir svartklæddu — dómararnir — sem höfðu ákaflega mikið að segja. Það voru að þessu sinni Júgóslavarnir sem dæmdu úrslita- leik heimsmeistaramótsins íTékkóslóvakíu ífyrra. Leikmenn og forráðamenn spænska liðsins tóku tapinu illa — grétu eins og börn í búningsklefanum að leikslokum. Alfreð og fleiri leikmenn Bid- asoa sögðu eftir leikinn, að það hefði ekki skipt máli þó þeir hefðu unnið með tíu marka mun á ^^■■■1 heimavelli. „Við Skapti hefðum þá bara tap- Haltgrímsson að með ellefu marka sknfar frá mun jjgr dómaram- Augsburg jr hefðu séð um það,“ sögðu þeir. Og það verður að segjast eins og er að sumar ákvarð- anir Júgóslavanna tveggja með flauturnar voru vafasamar svo ekki sé meira sagt. Oft hefur verið rætt um hve dóm- gæsla í alþjóðlegum handknattleik sé undarleg. Ósanngjörn og allt að því hlægileg. Að þessu sinni var leikurinn til dæmis stöðvaður nokkrum sinnum er spánska liðið hafði náð að opna vörn þess þýska, og einhver á leið inn úr teignum. Vafasamir ruðningsdómar sáust einnig, dæmd var lína á spænskan hornamann sem alls ekki steig á línu, er sex og hálf mín. var eftir og hann hefði minnkað muninn í þijú mörk eftir að Alfreð opnaði glæsilega fyrir hann og síðan ekki flautað þegar augljós brot virtust hafa verið framin. Þá stóð ekki á að dæma töf á Bidasoa, réttilega, seint í leiknum en því sleppt hinum megin stuttu síðar þegar sama staða kom upp. En svona er hand- boltinn, segja menn og hrista haus- inn. Ekkert virðist hægt að gera við þessu. En auðvitað var það ekki ein- göngu dómurunum að kenna að Islendingur handlék ekki bikarinn þetta árið. Alfreð fór á kostum eins og hans var von og vísa en aðrir liðsmenn voru ekki allir á sömu bylgjulengd. Línumaðurinn virtist t.d. ekki sérlega hrifinn af því að fá knöttinn og gerði ekkert mark. Leikurinn var í járnum fyrstu 20 'mín. Alfreð gaf tóninn er hann skor- aði fyrsta markið með þrumuskoti. eftir aðeins 16 sekúndur. Hann gerði reyndar tvö fyrstu mörk liðs- ins og fjögur af sjö í fyrri hálfleik. Jafnræði var með liðunum og þegar um tíu mín. voru til leikhlés hafði Bidasoa yfir 6:5. En þá hallaði held- ur betur undan fæti eftir að Pólverj- inn Bogdan Wenta var tekinn úr umferð. Það var eins og allur kraft- ur væri úr Spánveijunum, Þjóð- veijamir gerðu sex mörk gegn einu fram að hléi, og höfðu því yfir í leikhléi, 11:7. Milbertshofen komst fimm mörk- um yfír í fyrsta skipti strax í byijun seinni hálfleiks, 12:7. Munurinn var síðan þrjú til fjögur mörk fram í miðjan hálfleikinn, en varð aftur fímm mörk, 13:18, tíu mín. fyrir leikslok. Þegar Wenta gerði svo 16. mark Bidasoa var ljóst að fímm marka tap dygði spænska liðinu til sigurs í keppninni, þar sem það hefði þar með gert fleiri mörk á útivelli. En það gekk ekki. Lokamínúturnar voru skrautleg- ar. Þegar þijár mín. voru eftir kom- ust Þjóðveijar fyrsta sinni sex mörkum yfír, 22:16. Þjóðveijar fengu svo boltann er Wenta skoraði ekki úr góðu færi, að vísu var ekki annað að sjá að brotið hefði verið á honum en ekkert var dæmt. Kapp- inn braut niður auglýsingaspjald sem hann lenti á aftan við markið og áttu nærstaddir fótum sínum fjör að launa. Næsta sókn Þjóðveija var löng, ótrúlegt í raun að ekki skyldi dæmd töf á þá — og þar með hefði Bidasoa fengið tækifæri til að minnka muninn í fímm mörk. En ekkert gerðist þar til fyrirliðinn Frank Löhr náði að „veiða“ einn Spánveijann út af í 2 mín. og Þjóð- veijar gerðu svo strax mark eftir það. Spænska liðið gerði örvænting- arfullar tilraunir til að minnka muninn, Zuniga markvörður brá sér m.a.s. í sóknina en það var orðið of seint. Þjóðveijar fögnuðu sigri en Alfreð og félagar sátu eftir með sárt ennið. Það var augljóst nokkru áður en leiknum lauk hvem hug leikmenn og forráðamenn Bidasoa báru til dómaranna. Alfreð reyndi nokkrum sinnum að ná athygli þeirra undir lokin með því að nudda saman fíngrum og gefa þannig til kynna að þeir hafi fengið greitt frá Þjóð- veijunum fyrir frammistöðuna. En þeir sáu það ekki, eða létu a.m.k. kosti sem þeir sæju það ekki, þótt ótrúlegt hafí virst. Alfreð var langbesti maður spænska liðsins. Gerði níu mörk, var mjög ógnandi og lék einnig vel i vöm. Pólveijinn Wenta var tekinn úr umferð mikinn hluta leiksins og því kom það í hlut Alfreðs að sjá að miklu leyti um sóknarleikinn. Það gerði hann af stakri prýði en aðrir liðsmenn stóðust álagið ekki nægilega vel. Hjá Milbertshofen var gamla landsliðskempan Rudiger Neitzel mjög góður, gerði átta mörk. Við vorum heppnari - sagði Wunderlich, aðstoðarþjálfari Milbertshofen Erhard Wunderlich, einn frægasti handboltamaður Þjóðveija, er titlaður aðstoðar- þjálfari eða liðsstjóri hjá Mil- bertshofen. Þjálfarinn er ung- verskur en ekki bar á honum í leiknum. Wunderlich var sá sem öllu virtist stjórna. „Það má allt- af deila um dómarana. Hlutverk þeirra er erfítt, þeir þurfa að taka ákvörðun á augabragði og geta auðvitað alltaf gert mis- tök,“ sagði hann aðspurður um viðbrögð leikmanna og forráða- manna spænska Iiðsins — sem héldu því fram að Þjóðveijarnir hefðu greitt dómumnum til að tryggja liði sínu sigurinn. Wunderlich fannst lítið at- hugavert við dómgæsluna, nema hvað hann sagðist telja að Bid- asoa hefði átt að fá vítakast þegar um mínúta var eftir, er einn leikmanna liðsins var í dauðafæri. „En þegar þarna var komið sögu vorum við komnir sjö mörkum yfir þannig að það skipti kannski ekki máii hvort þeir fengju víti eða ekki. Fleiri vafaatriði komu vitaskuld upp, þeir vildu oftar fá víti sem ekki var dæmt — en ég bendi á að þetta var líka svona í fyrri leikn- um í Bidasoa. Þá gerðist það tvisvar að við vildum fá víta- kast, ekkerl dæmt, og þeir brun- uðu upp og skoruðu." Wunderlich sagði það hafa ráðið úrslitum að lið sitt hefði haft heppnina með sér að þessu sinni. „Liðin eru að mínu mati mjög jöfn að getu, en við vorum heppnari í dag. Það skipti sköp- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.