Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 11
7.7 i MOUGUNBIjXÐIÐ'IÍWIOI IiRMlÐVlKUDAjGUR 22. MAÍ 1991 B <U KNATTSPYRNA / ENSKA BIKARKEPPNIN KNATTSPYRNA / NOREGUR Fra JóniHalldóri Garðarssyni ÍÞýskalandi Morgunblaðið/Andrés Pétursson Guðni Bergsson lék ekki úr- slitaleikinn, en hér er hann með bikarinn. Á myndinni til hliðar eru miklir stuðningsmenn Pauls Gascoignes á Wembley. ÍÞRÚmR FOLX I SIEGFRIED _ Held, fyrrum landsliðsþjálfari íslands í knatt- spyrnu, er kominn á launaskrá á ný. Hann var ráðinn þjálfari aust- urríska liðsins Admira Wacker til eins árs og er tak- markið að liðið tryggi sér sæti í Evrópukeppni næsta ár. ■ BAYERN Miinchen hefur augastað á belgíska landsliðs- manninum Enzo Scifo, sem leikur með Auxerre. Tórínó á Italíu hef- ur hann einnig undir smásjánni. ■ BAYERN hefur einnig litið til Englands með Paul Innes hjá Manchester United, Dean Saund- ers hjá Derby og David Platt hjá Aston Villa í huga. ■ INTER Mílanó og AC Milan hafa bæði áhuga að fá Rudi Völler til liðs við sig. Ef Völler fer til AC Milan, mun hann taka stöðu Ruud Gullit. ■ NAPOLÍ er tilbúið að kaupa Thomas Doll frá Hamburger. ■ GUMMERSBACH varð þýsk- ur meistari í handknattleik. Liðið vann fyrri úrslitaleikinn gegn Kiel, 22:14, á heimavelli, og seinni leik- inn 13:11. Thiel, markvörður, varði frábærlega í báðum leikjunum og lagði grunninn að titlinum. Liðið leikur tvo leiki við Magdeburg um hvort liðið tekur þátt í Evrópu- keppni meistaraliða. ■ KARL-HEINZ Körpel verður heiðraður fyrir leik Frankfurt og Leverkusen 30. maí. Það verður 600. leikur hans í úrvalsdeildinni og hefur enginn náð því marki. ■ STUTTGART stóð fyrir söfnun á mjólkurvörum, lyfjum og sjúkra- tækjum og gaf borginni Kiev í Sovétríkjunum. Verðmætið var tæplega 568 þúsund mörk eða tæp- lega 20 millj. ísl. kr. Hápunktur ferilsins eftir mjög erfitt ár - sagði Terry Venables eftir að hafa stjórnað Tottenham til sigurs sagði Clough, sem er 56 ára og hefur á 25 ára þjálfaraferli aldrei sigrað í bikarkeppninni. Leikmenn Forest tóku ósigrinum illa og voru miður sín inni í búnings- klefa, en Clough stappaði í þá stál- inu. „Eg ætla ér að koma hingað aftur,“ sagði hann. „Ég iief fundið smjörþefinn af úrslitaleiknum og mér iíkar það. Því spyr ég: Hveijir verða mér næst samferða?“ Síðan tók hann að syngja „Fly me to the moon“ sem Frank Sinatra söng á sínum tíma, og hópurinn fór léttur í bragði út í rútu. ÍÞRÚmR FOLX ■ TOTTENHAM sigraði í átt- unda sinn í bikarkeppninni, sem er met. 80.000 áhorfendur greiddu lið- lega 200 milljónir í aðgangseyri, 600 milljónir fylgd- FráBob ust með leiknum í Hennessy sjónvarpi og Tott- / Englandi enham gerir ráð fyrir að Evrópu- keppnin á næsta tímabili færi fé- laginu rúmlega 200 milljónir í vas- ann. ■ TERRY Venables verður boð- inn nýr samningur til árs í vikunni liðlega 30 milljónir í árslaun. ■ 250.000 manns fögnuðu meist- urunum í Norður-London á sunnu- dag, þegar þeir óku sigurhring. ■ PAUL Gascoigne lék aðeins 17 mínútur í „kveðjuleiknum". ít- alska liðið Lazio ætlaði að kaupa hann á tæplega milljarð, en hann verður vart góður fyrr en um jól og óvíst hvort af kaupunum verður. I ROGER Milford, dómari, sagði að Gazza hefði undir venjulegum kringumstæðum fengið rautt spjald fyrir brotið. „Ég gerði ekki rétt vegna samúðar og mannlegs eðlis. Þegar ég sá hvað hann kvaldist og sjúkraþjálfarinn sagði „þetta er búið hjá honum“ fannst mér nóg komið.“ ■ DES Walker hefur leikið 292 leiki með Nottingham Forest og aldrei skorað réttu megin. „Hann hefur mikla hæfileika og fær vel borgað, en þegar hann gerir sjálfs- mark er það 'hans ábyrgð. Ég fann meira til með sjálfum mér en hon- um, þegar hann skoraði," sagði Brian Clough. ■ STEVE Kirk kom inná sem varamaður og gerði sigurmark Motherwell í framlengingu í 4:3 sigri gegn Dundee United í úrslit- um skosku bikarkeppninnar. Kirk skoraði einnig sem varamaður gegn Aberdeen Falkirk og Celtic í fyrri umferðum. ■ „EINVÍGI bræðranna“ var viðureignin gjarnan nefnd. Tommy McLean stjórnar Motherwell og Jim, bróðir hans, er við stjórnvölinn hjá United. ■ MOTHERWELL, sem sigraði einnig í bikarkeppninni fyrir 39 árum, tekur í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni í haust. Dundee United hefur sex sinnum leikið til úrslita í bikarnum, en aldrei sigrað. ■ TONY Boyd, fyrirliði Mother- well, var seldur til Chelsea í gær fyrir liðlega 80 milljónir. ■ DON Howe var f gær látinn taka poka sinn hjá QPR eftir 18 mánuði við stjórnvölinn. TOTTENHAM fagnaði sigri í ensku bikarkeppninni um helg- ina eftir 2:1 sigur gegn Notting- ham Forest í framlengdum leik á Wembley á laugardag. Stuart Pearce skoraði fyrir Forest úr aukaspyrnu, Paul Stewart jafn- aði skömmu eftir hlé og Des Walker gerði sjálfsmark í byrj- un framlengingarinnar. Tottenham fékk óvæntan mót- byr. Paul Gascoigne fór í mjög svo vafasamt návígi, sleit krossband og Forest skoraði úr aukaspyrn- unni. Gary Lineker FráBob skoraði en var Hennessy dæmdur rangstæð- i Englandi ur 0g svo fiskag; hann vítaspyrnu, en Mark Crossley varði frá honum. Mótlætið var mikið, en sigurinn sætari fyrir bragðið. „Eftir allt, sem á undan hefur gengið verð ég að segja að þetta sé hápunkturinn á ferlinum," sagði Terry Venables. „Árið hefur verið erfitt. Það hefur komið leikmönnun- um úr jafnvægi og því er þetta mikill sigur fyrir þá. Einnig fyrir stuðningsmennina og ég er svo sannarlega hreykinn." Brian Clough Ieit út sem gamall maður í grænni peysu, en tók fyrir að hann væri að hætta. „í knatt- spyrnunni er aðeins hægt að horfa fram á við og það kemur ekki til greina að hætta strax. Ég ætla að vera hér að ári og ná í bikarinn,“ Olafur í lykilhlutverki DAGINN fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna, 16. maí, sigraði Lyn Strömsgodset 1:0. Besti maður vallarins var Ólafur Þórðarson. í leiknum gegn „gamla“ stórliðinu Lilleström, sem fram fór á annan í hvítasunnu voru ekki liðnar nema 45 sekúndur, er Ólaf- ur hafði skorað stórglæsilegt mark. Tom Fodstad komst upp vinstri kant og gaf góða sendingu fyrir markið, sem Ólafur tók á móti með sínum breiða brjóstkassa og skoraði síðan með góðu skoti. Lyn vann örugglega 3:2 og Olafurvar valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Lyn. KNATTSPYRNA / ITALIA „Höfum aldrei leikið betur" SAMPDORIA tryggði sér meistaratitiiinn á Italíu í fyrsta sinn með 3:0 sigri gegn Lecce um helgina, en ein umferð er eftir og Sampdoria með f imm stig á AC Milan, sem tapaði óvænt, 2:1, gegn Bari á úti- velli. Lecce féll hins vegar í 2. deild ásamt Bologna, Cesena og Pisa. Brasilíumaðurinn Cerezo, varn- arnaðurinn Mannini og marka- kóngurinn Vialli skoruðu fyrir meistarana í mjög góðum leik. „Við lékum sannkallaðan draumaleik fyrir hlé,“ sagði Júgó- slavinn Vujadin Boskov, þjálfari Sampdoria. „Við höfum aldrei leikið betur og höfðum mikla yfirburði hvað nákvæmni og tækni varðar. Jafnvel mörkin voru þau bestu, sem við höfum gert í langan tíma. Ég er sannfærður um að titillinn var verðskuldaður. Við höfum aðeins tapað þremur af 33 leikjum oggerð- um flest mörk allra liða í deildinni." Schillaci skoraði loks eftir sex mánaða bið, þegar Juventus vann Pisa 4:2. Juventus, Genoa, Parma og Tórínó beijast um þrjú UEFA- sæti. Eftir markið hafði Lyn ávallt frumkvæðið í leiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu. Ólafur sagði við Morgunblaðið að hann ^I væri mjög ánægður Erlingur með leiki liðsins. Jóhannsson „Það eina sem er skrifar ábótavant er að við ra oregi náum ekki að nýta öll marktækifæri, sem við fáum. Við hefðum átt að vinna Lilleström með þremur til fjórum mörkum. Annars er ég mjög sáttur við mína frammistöðu að undanförnu og ég finn að ég tek framförum í hveijum leik.“ Ekki með gegn Tromsö Ólafur fer í dag til móts við íslenska landsliðið, sem Ieikur gegn Albaníu á sunnudag og því verður hann ekki með í næsta leik Lyn — gegn Tromsö. Ólafur sagði að Teit- ur bróðir sinn væri óhress með það, en við þessu er ekkert að gera því í samningi Ólafs við Lyn kemur skýrt fram að ef leikir Lyn og lands- liðsins beri upp á sama dag, þá hefur landsliðið forgang. að loknum fimm umferðum í norsku 1. deildinni, hafa þijú lið stungið af; Viking með 13 stig, Lyn með 12 stig og Kongsvinger með 11 stig. Sogndal er í fjórða sæti með sjö stig. Athyglivert er að Rosenborg, sem vann tvöfalt í fyrra og spáð var góðu gengi í sumar er neðst með þijú stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.