Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 7
Eger bjart- sýnná framhaldið - segirGuð- mundurSteinsson GUÐMUNDUR Steinsson gerði tvö mörk í fyrsta leik sínum með Víkingum í 1. deild gegn FH. Hann hefur því gert 82 mörk í deildinni, þar af 80 fyrir Fram. Guðmundur var mjög sáttur við leik sinn. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og leikinn sem var mjög opinn og skemmti- legur. Það er gaman að byrja með því að skora tvö mörk, en þau hefðu auðveldlega getað verið fleiri. Það er töluverð breyting að spila.með Víkingum eftir að hafa verið svo lengi með Fram. En ég er bjartsýnn á framhaldið miðað frammistöðuna í þessum leik. Við eigum aðeins eftir að stilla saman strengina því það hafa verið mikl- ar breytingar á liðinu," sagði Guðmundur Steinsson. Það hefur oft fylgt Guðmundi að byrja íslandsmótið vel. í fyrra skoraði hann eitt mark gegn ÍBV í fyrstu umferð, tvö í 2. umferð gegn ÍA og tvö í 4. umferð gegn KA. MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 Tromp Valsmanna í byrjun nægði VALSMENN hefndu ófaranna frá fyrra ári, þegar þeir töpuðu báðum deildarleikjunum gegn Stjörn- unni, og unnu örugglega á mölinni í Garðabæ, 3:0, ífyrrakvöld. Bikarmeistararnir voru baráttuglaðari og ákveðnari í byrjun og nýttu færin, en heima- menn voru seinir í gang og sátu sárir eftir. Leikur- inn fór fram við bestu hugsanlegu skilyrði að möl- inni frátalinni, en iengst af gekk illa að halda spili gangandi. Langar og háar sendingar upp á von og óvon voru áberandi hjá báðum liðum í kaflaskiptri viðureign. Steinþór Guöbjartsson skrífar Gestirnir gerðu í raun út um leikinn með tveimur mörkum fyrir miðjan fyrri hálfleik. Þá voru þeir grimmari, fljótari á boltann og mörkin komu eftir góðan samleik. í báðum tilfellum byijaði ógnunin frá vinstri og punktur- inn yfir i-ið kom á miðjunni, þar sem vörn heimamanna var veikust fyrir. Eftir mörkin dofnaði yfir bik- armeisturunum og var eins og ætl- unarverkinu væri jafnvel lokið. „Misstum taktinn" Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn og stigin. „Við ætluðum ekki að bakka, en við misstum taktinn. Þeir urðu líka að sækja, en svo var eins og um uppgjöf hjá þeim að ræða undir lokin. En svona er fót- boltinn og auk þess hafði stuttur og þröngur völlurinn sín áhrif.“ Stjörnumenn sóttu í sig veðrið eftir mörkin, börðust vel og viljinn var fyrir hendi, en gerðu þau mis- tök að sækja upp miðjuna og þar áttu þeir sér ekki viðreisnar von. Ógnunin var því ekki mikil, þrátt fyrir mikla baráttu, góða tilburði og nokkur sæmileg marktækifæri. „Seinir í gang“ „Við vorum seinir í gang,“ sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Stjörn- unnar. „Við áttum ekki minna í leiknum og áttum að koma í veg fyrir síðustu tvö mörkin. Við feng- um hálf færi eins og þeir, en nýttum þau ekki. Hins vegar er þetta alltaf groddabolti á möl. Menn ná ekki að leika yfirvegað og fá ekki tíma. En strákarnir börðust vel og mér finnst ástandið á þeim mun betra en gegn KR í fyrsta heimaleik í fyrra — þeir eru kraftmeiri." Það má vel vera rétt hjá þjálfar- anum, en Stjarnan á erfitt tímabil fyrir höndum að öllu óbreyttu. Vömin var mjög hikandi, sérstak- lega miðverðirnir, og spilið var of þröngt — kantamir nýttust ekki. Baráttan var fyrst og fremst á miðj- unni, þar sem fyrirliðinn Sveinbjörn Hákonarson fór fremstur í flokki. Ingólfur Ingólfsson gerði einnig laglega hluti. Valsmenn eru með léttleikandi lið, góða blöndu yngri og eldri manna. Baldup Bragason var að þessu sinni í broddi fylkingar, hélt vel bolta, var stöðugt að og síógn- 0:1 Bjarni Sigurðsson sparkaði út á Ágúst Gylfason. Hann sendi á Anthony Karl sem gaf inn í teiginn frá vinstri. Þar kom Baldur Bragason aðvífandi, tók boltann á kassann og skoraði með öruggu skoti yfír Jón Otta Jónsson á 8. mínútu. Oa Á 20. mín. fékk Ágúst ■ émm Gylfason boltann á vinstri kanti, gaf á Jón Grétar Jónsson, sem skallaði beint á Ant- hony Karl Gregory. Hann hrein- lega gekk með boltann framhjá tveimur varnarmönnum og mark- manninum að auki og mark. Oa 0% Á 86. mín. var Anthony ■ W Karl fljótari á boltann heldur en Jón Otti Jónsson, mark- vörður Stjörnunnar, náði að ýta honum til Gunnars Más Mássonar, sem skoraði í autt markið. andi. Bjarni Sigurðsson hafði lítið að gera, en var öryggið uppmálað, )egar á þurfti að halda. Vörnin var traust og Örn Torfason góður í fyrsta deildarleiknum með Val. Ágúst Gylfason hafði næmt auga fyrir spili og Anthony Karl Gregory ógnaði vel í fremstu víglínu, en lið- ið er samstíga og verður erfítt við- ureignar ef heldur sem horfir. ■ Urslit / B10 íffémR FOLK því að skora, fyrst átti Nökkvi Sveins- son þrumuskot í þverslá og skömmu síðar björguðu KA-menn í þverslá eft- ir skalla Leifs Hafsteinssonar. Hinu megin átti Pavel Vandes hjólhesta- spyrnu rétt framhjá markinu undir lok hálfleiksins, en hann var vamarmönn- um ÍBV oft erfiður í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 1:0. í upphafí síðari hálfleiks bættu KA-menn við öðru marki þegar Orm- arr Örlygsson skoraði úr vítaspyrnu eftir að Vandas var felldur innan víta- teigs. Eftir þetta færðu KA-menn sig aftar á völlinn og sóknir Eyjamanna þyngdust. Það var svo loks á 69. mín. að Eyjamenn náðu að minnka muninn þegar Leifur Hafsteinsson skoraði með góðu skoti, 2:1. Skömmu síðar fékk Þórarinn Árnason upplagt tæki- færi til að auka muninn fyrir KA, en varnarmenn ÍBV björguðu á síðustu stundu. Þess í stað náði ÍBV að jafna þegar Martin Eyjólfsson skoraði af stuttu færi. Sigurmark Eyjamanna kom aðeins tveimur mín. síðar er Hlynur skoraði úr vítaspyrnu eins og fyrr sagði. Eyjamenn sýndu það og sönnuðu í þessum leik að þeir gefast aldrei upp og eru gífurlega baráttuglaðir. KA- menn börðust einnig vel í leiknum en gáfu eftir miðjuna og bökkuðu eftir að hafa komist tveimur mörkum yfír og Eyjamenn gengu því á lagið. Morunblaöið/Einar Falur Guðmundur Steinsson kunni vel við sig í Víkingsbúningnum, var mjög ógnandi við mark FH-inga og er myndin táknræn fyrir það. í þetta sinn hafði Stefán mark- vörður betur, en hann þurfti tvívegis að hirða knöttinn úr netinu frá Guðmundi. og bæði liðin fengu ágætis marktæki- færi. Eyjamenn voru tvisvar nálægt Einkunnagjöfin íþróttafréttamenn Morgunblaðsins gefa leikmönnum 1. deildarliða ein- kunnir í sumar eins og undanfarin ár. Leikmaður, sem sýnir GÓÐAN leik að mati fréttamanns, fær eitt Morgunblaðs-M, MJÖG GÓÐUR leikmaður fær 2 M og leikmaður, sem stendur sig FRÁBÆRLEGA fær 3 M. Morgunblaöiö/Rúnar Þór í þvögu á mölinni Eyjamenn sýndu það og sönnuðu í leiknum gegn KA á mölinni að þeir gefast aldrei upp og eru gífurlega baráttuglaðir. KA-menn börðust einnig vel í leikn- , um, en oft var þröngt á þingi. ■ HÓLMSTEINN Jónasson byrjaði vel í sínum fyrsta 1. deildar- leik. Hann kom inná sem varamað- ur hjá Víkingi á 68. mínútu og skoraði fjórða mark Víkings. ■ GUÐMUNDUR Steinsson geðri tvö mörk fyrir Víking og hefur því gert 82 mörk í 1. deild, þar af 80 fyrir Fram. ■ GUÐMUNDUR Ingi Magnús- son lék sinn fyrsta leik í 1. deild með Víkingi gegn FH. Hann lék áður í Svíþóð með Skövde. ■ GUNNAR Guðmundsson lék einnig fyrsta leik sinn í 1. deild. Hann kom inná sem varamaður hjá Víkingi í seinni hálfleik. Hann lék í fyrra með ÍK í 3. deild. ■ STEFÁN Arnarson lék í mark- inu hjá FH. Hann hefur áður leikið í 1. deild með KR. í fyrra lék hann með Tiiidastóli í 2. deild. ■ BJÖRN Axelsson lék fyrsta leik sinn í 1. deild, en hann kom inná sem varamaður hjá FH í síðari hálfleik. Hann lék áður með Skalla- grími. ■ LEIKUR Stjörnunnar og Vals fór fram á malarvellinum í Garðabæ. Valsmenn buðu að skipta á heimaleik, en boðinu var hafnað.^ ■ ÞRÍR leikmenn Stjörnunnar léku í fyrsta sinn í 1. deild. Það voru þeir Einar Sigmundsson og varamennirnir Árni Kvaran og Kristinn Lárusson, sem báðir komu inná. ■ JÓN Helgason, Val, spilaði einnig fyrsta 1. deildar leik sinn. ■ ORN Torfason lék í fyrsta sinn með Val í 1. deild. Hann lék með Leiftri í fyrra, en áður með Víkingi í 1. deild. ■ BJARNI Bendiktsson byijaði meiddur inná hjá Stjörnunni og fór af velli fljótlega í seinni hálfleik. GEYSILEG barátta tryggði Eyja- mönnum 2:3 sigur gegn KA á malarvelli þeirra KA-manna eftir að hafa verið undir 2:0. Hlynur Stefánsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson Baldur Bragason kom Valsmönnum á bragðið með þessu skoti. Birgir Sigfússon var of seinn til varnar. Anton Benjamínsson skrifarfrá Akureyri Þetta er frábær byijun og sýnir vel hve gífurlegur karakter er í Eyjaliðinu" sagði Sigurlás Þorleifsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Annars erum við hæfilega bjartsýnir á keppn- istímabilið og reynum að spila betri bolta en í fyrra.“ Eyjamenn hófu leikinn af krafti og opnuðu vörn KA-manna nokkrum sinnum illa strax á upphafsmínútun- um án þess að ná að skora. Það voru hins vegar KA-menn sem skoruðu fyrsta markið á 6. mínútu er Pavel Vandas skallaði boltann í markið eftir horspyrnu frá Gauta Laxdal. Eftir þetta var leikurinn nokkuð fjörugur Hlynur tryggði sigur Eyjamanna Óskabyrjun hjá Víkingum ValurB. Jónatansson skrifar VÍKINGAR unnu FH-inga, 2:4, í opnunarleik íslandsmótsins í blíðskaparveðri á Kaplakrika- velli. Leikurinn var opinn og skemmtilegur og virðast liðin koma vel undan vetri. Guð- mundur Steinsson, fyrrum markavarðahrellir Framara, gerði tvö marka Víkings og virðist falla vel inn í leik liðsins. Júgóslavinn, Tomislav Bosnjak, skoraði fyrsta mark leiksins og jafnframt fyrsta mark 80. íslarids- mótsins á 8. mínútu leiksins. Áður en Bosnjak skoraði hefði staðan auð- veldlega geta verið 2:1 fyrir FH. Hörður Magnússon, marka- kóngur Islandsmótsins í fyrra, komst tvívegis í góð marktækifæri. í fyrra skiptið skallaði hann yfir eftir aukaspyrnu Ólafs Kristjáns- sonar og síðan skaut hann framhjá úr þröngu færi, en hefði betur gef- ið knöttinn til hægri á Andra Mar- teinsson sem var einn og óvaldaður í miðjum vítateignum. Besta færið fékk þó Bosnjak á 3. mín. er hann fékk boltann á vítapunkti fyrir opnu marki, en á óskiljanlegan hátt spymti hann knettinum hátt yfír mark FH. Skondið mark Annað mark Víkings, sem Guð- mundur Steinsson gerði, var mjög skondið. Hann var út við hliðarlínu á móts við miðju vallarins að láta hlúa að meiðslum sínum. FH-ingar voru grandalausir gagnvart Guð- mundi og skyndilega komst hann inní sendingu frá Ólafi Jóhanns- Oa Tonislav Boznik skor- ■ I aði með skalla eftir sendingu frá Atla Einarssyni á fjærstöng. Guðmundur Steinsson skorar eftir að hafa einleikið frá miðju vallarins. Skaut undir markvörðinn í hornið 0:2 Oa 0% Guðmundur Steinsson ■ W skorar af stuttu færi eftir að Atli Einarsson hafði splundrað vörn FH og gefið á Guðmund. 1a 0% Hörður Magnússon ■ W skorar með viðstöðu- þausu skoti eftir háa sendingu frá Ólafi H. Kristjánssyni frá hægri. 1B0§ Hólmsteinn Jónasson ■ ■frskorar með skoti frá markteigshorni eftir undirbúning Guðmundar Steinssonar. 2,/| Guðmundur Valur Sig- ■ ™W urðsson skorar með skoti frá vítapunkti sem fer í Helga Björgvinsson og inn. syni. Þakkað fyrir, óð upp allan völl og spyrnti knettinum undir Stefán, markvörð, sem kom hlaup- andi út á móti. Glæsilegt einstakl- ingsframtak. „Alltaf heppni að verja víti“ FH-ingar komu grimmir til síðari hálfleiks og eftir 8 mínútur fengu þeir vítaspyrnu er Dervic var brugð- ið innan vítateigs. Hörður Magnús- son tók spymuna en Guðmundur Hreiðarsson varði meistaralega. „Hann hefur skorað hjá mér úr víti áður. Ég beið eftir að hann spyrnti og sá að hann tók hann innanfótar og því fór ég í hægra hornið. En það líka alltaf heppni að verja víti,“ sagði Guðmundur, markvörður. Guðmundur Steinsson kom Víkingi í 3:0, en aðeins mínútu síðar náðu FH-ingar loks að skora. Það var Hörður Magnússon sem það gerði með viðstöðulausu skoti af stuttu færi. Nýliðinn Hólmsteinn Jónasson, sem kom inná sem vara- maður, gerði 4. mark Víkings á 88. mínútu. FH-ingar áttu síðasta orðið er Guðmundur Valur minnkaði muninn í 2 mörk á síðustu mínútu leiksins. Víkingar léttleikandi Víkingar léku vel í fyrri hálfleik og eru til alls líklegir í deildinni. Þeir hafa á að skipa léttleikandi liði og falla nýju leikmennirnir vel inn í það. Guðmundur Steinsson og Atli Einarsson er hættulegir frammi, Atli með sinn mikla hraða og Guðmundur að þefa upp færi. Atli Helgason var duglegur á miðj- unni og varnarmennirnir, Helgi Björgvinsson og Guðmundur Ingi Magnússon, eru útsjónasamir og láta ekki slá sig út af laginu. Tilviljunarkennt hjá FH Leikur FH-inga var tilviljunar- kenndur lengst af, en áttu góða spretti inná milli og sköpuðu sér mörg færi sem fóru forgörðum. Leikmenn voru of eigingjamir á boltann, en þeir verða að leika sem ein heild ætli þeir sér að ná ár- angri. Andri Marteinsson var besti leikmaður Iiðsins. Dervic og Ólafur komust vel frá sínu og eins var Hörður Magnússon ógnandi, en var óheppinn með skot sín. KNATTSPYRNA / SAMSKIPADEILDIN 1-0 m\0 með skalla eftir horn- spyrnu frá Gauta Laxdal. 2a Ormarr Örlygsson skor- ■ \/ aði úr vítaspyrnu eftir að Sigurður Ingason hindraði Pa- vel Vandas innan vítateigs. 2a afl Leifur Hafsteinsson ■ I skoraði með skoti frá vítapunkti eftir að varnarmönnum KA hafði mistekist að hreinsa frá. i Martin Eyjólfsson i renndi boltanum af stuttu færi í netið eftir að hafa fengið boltann af varnarvegg KA eftir aukaspyrnu. 2a 4% Hlynur Stefánsson skor- ■ w aði úr vítaspyrnu eftir að Ormarr Örlygsson felldi Sindra Grétarsson, sem var nýkominn inná sem varamaður, innan víta- teigs. 2.0 ■ Zmm ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.