Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 1
, ,r. ,> ,>IV>nA,lAU______________ ' Af* BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1991 ■ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ BLAD FOTBOLTI / ENGLAND Guðni áfram hjá Spurs? Guðni Bergsson lék síðasta leik Tottenham á keppnistímabilinu í Englandi í fyrrakvöld. Hann kom inná í miðvarðarstöðuna í byijun seinni hálfleiks gegn Manchester United í Manehester, en liðin gerðu 1:1 jafntefli. Guðni hefur leikið sem miðvörður með varaliðinu að undanfömu, en eygir nú betri möguleika á að tryggja sér sæti í aðalliðinu en áður og hefur því hug á að vera áfram hjá liðinu. „Það er allt í óvissu hjá féiaginu og meðan það ástand ríkir er alt óvíst með framhaldið," sagði Guðni við Morgunblaðið. „Þó ég hafi ekki verið með í bikarúr- slitaleiknum var ég í 16 manna hóp og það var viss lífsreynsla. Því getur vel farið svo að ég verði hér áfram." ■ Bikarúrslitin / B11 HANDKNATTLEIKUR Konráð til Dortmund KONRÁÐ Olavson, landsliðsmaður KR í handknattleik, gekk frá tveggja ára samningi við þýska liðið OSG Dortmund um helgina. KR og þýska félagið komust að samkomulagi og eins var gengið frá öllu varðandi landsliðið, en eftirá að Ijúka formsatriðum. Konráð verður laus í þau verkefni með landsliðinu, sem óskað verður eftir, en hann fer til Þýskalands í byrjun ágúst. Konráð, sem tekur síðasta stúd- entsprófið við Fjölbrautaskól- ann Ármúla í dag, var mjög ánægð- ur með með samninginn. „Mér líst mjög vel á þetta og er spenntur. Mikil uppbygging á sér stað hjá þessu nýja félagi og það setur sér það takmark að komast í 1. deild á þremur árum.“ Tvö félög, OSG Dortmund, sem Sigurður Sveinsson lék m.a. með, og Eintracht Dortmund sameinuð- ust fyrir skömmu í umrætt félag. Það leikur í 2. deild, sem verður þrískipt í fyrsta sinn á næsta tíma- bili, en tímabilinu lýkur í febrúar. „Það kemur sér vel varðandi B- keppnina," sagði Konráð, sem æfír með landsliðinu í sumar. Hann sagðist hafa hug á að fara í nám á öðru árinu hjá félaginu, en samn- ingur varðandi þriðja árið. Þrír menn frá félaginu komu til landsins og gengu frá málum varðandi samninginn. Evrópu- keppn- in / B2-3 Konráð Olavson leikur í Þýskalandi næstu tvö árin. FRJALSIÞROTTIR Guðmundur Karlsson Glæsilegt íslands- met hjá Guðmundi í sleggjukasti Breytti stílnum hjá sérog ætlarað reyna að gera enn beturá Smáþjóðaleikunum GUÐMUNDUR Karlsson, FH, setti glæsi- legt íslandsmet í sleggjukasti á kastmóti FH um helgina. Hann kastaði 64,42 m, en eldra metið var 63,60 m. Kastserían hjá Guðmundi var mjög góð. Hann átti fímm köst gild á bilinu 61,56 m til 64,42 m. Guðmundur sagði að ástæðan fyrir bæting- unni á svo skömmum tíma, mætti rekja til þess að hann hefði breytt stílnum. Á vormóti IR á dögunum kastaði hann með fjórum snún- ingum, en að þessu sinni notaði hann þijá snún- inga. Hann sagði ennfremur að hann vonaðist til að bæta sig enn frekar með þessari nýju tækni á Smáþjóðaleikunum í Andorra í kvöld. Það væri takmark hvers fijálsíþróttamanns að bæta sig og hann tæki þátt í keppninni í Andorra með því markmiði. Eggert Bogason náði besta árangri sínum í kringlukasti á árinu og bætti sig um tæpa tvo metra, kastaði lengst 61.64 m. ■ Smáþjóða- ■ leikarnir / B4 FRJALSAR Grand-Prix mót: Vésteinn í þriðja sæti VÉSTEINN Hafsteinsson varð í þriðja sæti í kringlukasti á fyrsta stigamóti Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins, sem fór fram í Sao Paulo í Brasilíu á sunnudag. Hann kastaði lengst 60,94 m, en Ungverjinn Attila Horvath sigraði (67,02 m) og Bandaríkjamaðurinn Mike Buncic hafnaði í öðru sæti (65,60 m). Vésteinn sagðist ekki hafa náð að stilla saman tækni og kraft í keppninni, en var þokkalega án- ægður, þar sem þetta var fyrsta mót keppnistímabilsins. Honum var boðið að taka þátt í fyrstu fjórum Grand Prix mótunum og auk þess eru fleiri stórmót á dagskránni. FOTBOLTI Landsliðið: Andri ístað Ragnars BO Johansson, landsliðs- þjálfari i knattspyrnu, valdi FH-inginn Andra Marteins- son í landsliðshópinn, sem heldur áleiðis til Albaníu fyrir hádegi í dag. Andri kemur í stað Ragnars Mar- geirssonar, KR, en meiðsli tóku sig upp hjá honum í íslandsmótinu ífyrrakvöld. Andri var meö landsliðinu á Möltu á dögunum og gerði . þá gott mark. Bo sagði við Morgunblaðið að hann væri fjölhæfur leikmaður, sem gæti' bæði leikið í fremstu víglínu sem og á miðjunni. Andri hefur leikið 3 A-landsleiki. Bo sagðist vona að fleiri breytingar yrðu ekki á hópnum. Hann gerði ráð fyrir Árnóri Guðjohnsen, en hafði ekki feng- ið staðfest að hann kænú. ÍSLAIMDSMÓTIÐ í KNATTSPYRNU / B5, B6, B7, B8, B10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.