Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 4
4 B" " M'ÖRG 1' N BLÁÐl MTSVIKUDAÖ DFÍ 22' MÁI í 99 í SMAÞJOÐALEIKARNIR I ANDORRA Þórdís Gísladóttir ^a/dorra ■ EINAR Vilhjálmsson óskaði eftir því að sleppa við að vera fána- beri íslenska liðsins. Eggert Boga- son tók við því hlutverki. ■ JOAN An toni Samaranch, for- seti alþjóðlegu Ólympíunefndarinn- ar, setti Smáþjóðaleikana í Andorra í gær^ ■ ÞÓRDÍS Gísladóttir varð fyrst til að vinna gull á Smáþjóðaleikun- um hér í Andorra. Hún var sigur- vegari í hástökki kvenna. ■ ÍSLENDINGAR voru sigur- sælir á fyrsta keppnisdegi. Þórdís og Sigurður Einarsson unnu gull í sínum greinum, hástökki kvenna og spjótkasti. Einar Vilhjálmsson vann silfur í spjótkasti, Einar Þór Einarsson, spretthlauparinn efni- legi úr Ármanni, vann silfur í 100 m hlaupi er hann hljóp á 10,82 sek. sem er hans besti tími og Guð- rún Arnardóttir úr UBK varð önnur í 100 m hlaupi kvenna á 12,26 sek., sem er einnig hennar besti tími. Hún meiddist á hné í riðlakeppninni og haltraði eftir hlaupið. Geirlaug Geirlaugsdóttir hafnaði í sjötta sæti á 12,83 sek. ■ GUNNAR Guðmundsson jtryggði sér rétt til að hlaupa til úrslita í 400 m hiaupi karla, en hann náði bestum tíma í riðlakeppn- inni - 49,49 sek. | ■Karlalandsliðið í blaki tapaði I fyrir Liechtenstein í þremur hrinum, 16:14, 15:9 og 15:10. Guðmundur Pálsson þjáfari sagði að strákamir hans hefðu hreinlega ekki verið ' vaknaðir, en leikurinn fór fram snemma morguns. Hafsteinn Ja- kopsson var bestur í liði Islands. ■Stúlkurnar bættu um betur og unnu Mónakó í þremur hrinum, 15:9, 15:4 og 15:6. ■íslensku keppendurnir féllu úr keppni á fyrsta degi í einliðaleik karla. Ólafur Sveinsson og Einar Sigurgeirsson töpuðu báðir sínum leikjum, en Einar vann fyrstu lotuna gegn manni frá Mónakó, 6:2, en tapaði síðan 1:6 og 3:6. ■ Anna María Sveinsdóttir skoraði 12 stig gegn Kýpur þegar íslenska . kvennalandsliðið tapaði 40:47. Linda Stefánsdóttir skoraði 7 stig, Hafdís Helgadóttir 6, Hrönn Harð- ardóttir 6, Björg Hafsteinsdótti 5, Guðbjörg Norðfjörð 2 og Vigdís íÞórisdóttir 2. ■ Guðmundur Bragason skoraði mest karlanna þegar þeir unnu Kýpur, 22 stig. Guðni Guðnason gerði 16 stig, Axel Nikulásson 15, Jón Kr. Gíslason 9, Falur Harðarson 8, Guðjón Skúlason 8, Teitur Örl- ygsson 6, Sigurður Ingimundarson 4 og Rúnar Árnason 3. Sigurður vann ein- vígið við Einar Alltaf gaman að standa uppi sem sigurvegari, segir Sigurður „ÞAÐ er alltaf gaman að standa uppi sem sigurvegari og ekki skemmir það að Einar Vilhjálmsson var fyrir aftan mig,“ sagði Sigurður Einars- son, spjótkastari, eftir að hann tryggði sér gullverðlaun á Smá- þjóðaleikunum í Andorra f gær. Sigurður kastaði spjótinu 80,30 m, en Einar sem meiddist á hné í upphitun, kastaði spjótinu 74,16 m og varð í öðru sæti. „Ég hélt að Einar væri að leika á mig. Hann sleppti fyrstu tveimur umferðunum og einnig næstsíðustu umferðinni, en síðan náði hann ágætu kasti í síðustu umferðinnni," sagði Sigurður. MT Eg missteig mig í upphitun, þannig að það snerist upp á hnéð,“ sagði Einar, sem var ekki ánægður. „Þetta eru gömlu meiðsl- in sem eru að angra SigmundurÓ. mig.“ Steinarsson Það var ljóst fyrir skrifar spjótkastskeppnina, fraAndorra ,, , ...... , að það yrði emvigi a Sigurður Einarsson að ofan hafði betur í keppni við Einar Vilhjálmsson og vann til gullverðlauna í spjótkasti á Smáþjóðaleik- unum. Sigurður kastaði spjótinu 80,30 m, en Einar sem meiddist á hné í upphitun, kastaði 74,16 m og varð í öðru sæti. Ég er í sjöunda himni með árangurinn - sagði Þórdís Gísladóttir, sem vann hástökkskeppnina „ÞAÐ var leiðinlegt að bæta ekki Smáþjóðametið, sem ég setti í Mónakó 1987 er ég stökk 1,86 metra. Þrátt fyrir það er ég ánægð, þetta var auðveldur sigur," sagði Þórdís Gísladótt- ir, sem stökk 1,83 m í Andorra í gær. ÆT Eg fór of nálægt ránni í þriðju tilraun minni við 1,86 metra,“ sagði Þórdís, sem varð fyrst til að _______________J_____________ vinna sér inn gullverðlaun á Smá- þjóðaleikunum í Andorra, þar sem Islendingar keppa við íþróttamenn frá Lúxemborg, Liechtenstein, Mar- okkó, Möltu, Kýpur, San Marino og Andorra. Þórdís var eina hástökksstúlkan sem reyndi við 1,86 m. Hún byijaði á þvf að stökkva 1,71 m, síðan 1,74 m, þá 1,77 m, 1,80 m og síðast l, 83 m. Hún reyndi þrisvar við 1,86 m, en felldi í öll skiptin. Þóra Ein- Axel átli stórieik ÆT Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann Kýpur- menn í fyrsta leiknum 91:77 í slökum leik. „Axel Nikulásson var besti leikmaður íslenska liðs- ins. Hann var mjög traustur í sókn og vörn. arsdóttir keppti einnig í hástökki. Hún gerði tvisvar ógilt þegar hún reyndi við 1,68 m, en fór yfir hæð- ina í þriðju tilraun. Þóra reyndi síðam við 1,71 m, en felldi í öll skiptin. „Þetta var ekki dagurinn hennar Þóru. Krafturinn var ekki nægilegur hjá henni,“ sagði Þórdís Gísladóttir, sem sagðist ekki vera komin í nægilega æfingu. „Ég hef ekki náð mér á skrið síðan á innan- hússmeistaramótinu í Sevilla.“ millli Einars og Sigurðar, en þeir félagar hafa ekki keppt á sama móti síðan á Evrópumeistaramótinu í Split í Júgóslavíu. íslendingar eiga nú tvo af bestu spjótkösturum heims. Sigurður byrjaði á því að setja nýtt Smáþjóðamet þegar hann kastaði spjótinu 77,38 m í fyrsta kasti, en gamla metið var 67,74 m, sem Kýpurbúinn Christakis Tel- onis átti. Það vakti athygli að Einar hvíldi í tveimur fyrstu umferðunum og leit það þannig út að hann væri með „taugastríð“ á pijónunum. Hann kastaði spjótinu 59,56 m án þess að taka atrennu í þriðju um- ferð, en þá var Sigurður búinn að kasta 80,30 m í annarri umferð. „Það er ljóst að ég verð frá keppni í tvær til fjórar vikur. Ég mun fara í hnéaðgerð á næstu dögum,“ sagði Einar, sem keppti í fyrsta skipti með nýju sænsku spjóti, XL. Hann kastaði þijú köst; 59,56 m, 66,80 m og 74,16 m. Sigurður kastaði sex sinnum; 77,38 m, 80,30 m, 75,14 m, 76,32 m, 76,58 m og 74,72 m. „Ég á enn langt í land að ná mínum besta árangri. Að sjálfsögðu stefni ég á íslandsmet,“ sagði Sig- urður, sem verður áfram hér í And- orra þegar íslenski hópurinn heldur heim á sunnudaginn. „Ég er að fara til Sevilla, þar sem ég tek þátt í móti 30. maí. Eg fer þangað ásamt Stefáni Jóhannssyni, þjálfara, Vé- steini Hafsteinssyni, sem kemur hingað frá Svíþjóð, og Einari Þór Einarssyni, spretthlaupara. Stefnan hjá mér er á heimsmeistaramótið í Tókýó í ágúst. Ég mun reyna að hvíla sem best fyrir heimsmeistara- mótið,“ sagði Sigurður. Þess má geta að spjótkastarinn sem hafnaði í þriðja sæti var Telon- is frá Kýpur, sem kastaði 64,36 m. íslensku spjótkastararnir voru í sérflokki og það þrátt fyrir að Ein- ar meiddist í upphitum. Péturtil Granada Pétur Guðmundsson kúluvarpari og yngri bróðir hans, Andrés, keppa í kúluvarpi í dag á Smáþjóða- leikunum í Andorra. Þeir bræður halda síðan til Spánar á föstudag- inn, þar sem þeir keppa á alþjóðlegu móti í Granada. „Við komum síðan aftur til móts við íslenska hópinn í Barcelona á sunnudaginn — þegar haldið verður heim. Okkur gafst tilvalið tækifæri til að keppa í Granada og við slógum til, vildum nota ferðina hingað til að keppa á tveimur mótum,“ sagði Pétur. „Við bræður ætlum okkur fyrsta og annað sætið hér í Andorra," sagði Pétur Guðmundsson sem er búinn að vera með flensu í viku en er óðum að ná sér. Dómaraskandall Islenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði mjög óvænt fyrir Kýpur 47:40 í leik þar sem dómararnir léku aðalhlut- verkið. Torfi Magnússon hafði á orði að þetta hefði verið algjör dómaraskandall. Sem dæmi um hversu leikurinn var slakur má nefna að íslensku stúlkurnar voru 20:12 undir í leikhléi. Anna María Sveinsdóttir var best í íslenska liðinu og skoraði 12 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.