Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ JÞROI IIRMIDVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 B 5 ~ l__:_ KNATTSPYRNA / SAMSKIPADEILDIN Morgunblaðið/Einar Falur Sótt að marki Atli Helgason, Víkingi, sækir að marki FH og nafni hans Einarsson er við öllu búinn í fyrsta leik íslandsmótsins. FH-ingurinn Guðmundur Hilmarsson er til varnar. Byijunin lofar góðu Fjölmargir áhorfendurfengu að sjá mörk á færibandi ÍSLANDSMÓTIÐ íknattspyrnu hófst með miklum látum við góð veðurskilyrði á annan í hvftasunnu. 22 leikmenn átta liða gerðu samtals 24 mörk, 14 leikmenn fengu að líta gula spjaldið í 1. umferð og á fimmta þúsund áhorfendur greiddu aðgangseyri. Fjögur aðkomulið fóru með sigur af hólmi, en einum leik lauk með jafntefli. Mest voru gerð sex mörk í leik, en minnst þrjú. 700 manns greiddu aðgangseyri á opnunarleik FH og Víkings í Kaplakrika. Leikurinn var lengst af fjörugur, opinn og mikið um marktækifæri á báða bóga. Sex mörk litu dagsins ljós, Víkingar skoruðu fjögur en FH-ingar tvö. Þrír menn, einn úr FH og tveir Víkingar, voru bókaðir. KR vann Víði örugglega 4:0 í Garðinum að viðstöddum 912 áhorfendum. Einn KR-ingur var bókaður. Miklar sviptingar áttu sér stað á malarvelli KA á Akureyri. Heima- menn komust í 2:0, en ÍBV sýndi þekkta seiglu og sáu 646 áhorfend- ur gestina vinna 3:2. Tveir menn úr hvoru liði fengu áminningu. Bikarmeistarar Vals gerðu góða ferð á malarvöllinn í Garðabæ og unnu Stjörnuna í fyrsta sinn, 3:0. Áhorfendur voru um 500, tveir Valsmenn voru bókaðir og einn Stjörnumaður. Óvæntustu úrslitin urðu á Val- bjarnarvelli, þar sem íslandsmeist- arar Fram tóku á móti nýliðum Breiðabliks. Heimamenn virtust hafa leikinn í höndum sér, en gest,- irnir voru á öðru máli og jöfnuðu 3:3 á síðustu stundu. 1.477 áhorf- endur greiddu aðgangseyri, einn Framari fékk gula spjaldið og þrír Blikar. Næst í lok næstu viku Islenska landsliðið leikur við Al- baníu í Tirana í riðlakeppni Evrópu- mótsins á sunnudag, en U-21 lið þjóðanna mætast daginn áður. Því verður rúmlega vikuhlé á íslands- mótinu. Þráðurinn verður teki.m upp aft- ur fimmtudaginn 30. maí, en þá leika Valur og Víkingur að Hlíðar- enda, Stjarnan og Fram í Garðabæ o g ÍBV og Víðir í Vestmannaeyjum. Kvöldið eftir mætast UBK og KA í Kópavogi og KR og FH á KR-velli. MARKAREGN Boltinn byijaði að rúlla fyrir alvöru um helgina með 1. umferð 80. íslandsmótsins í knattspyrnu. Ekki fer á milli rriála að byijunin lofar góðu og geta leikmenn almennt borið höfuðið hátt. Knatt- spyrnan snýst um að gera mörk og markmið allra liða er að skora fleiri en mótherjarnir hveiju sinni. Margt annað gleður augað og markalaus leikur r getur þess vegna verið mjög vel leik- inn og spennandi, en áhorfendur vilja mörk og til þess er leikur- inn gerður. í fljótu bragði man ég ekki eftir að 24 mörk hafi verið gerð í 1. umferð íslandsmótsins og að 22 menn skuli skora í fimm leikjum sýnir mikla breidd. Knattspyrnufélögin vita sem er að ekki er hægt að gera sér vonir um árangur nema með þrotlausri vinnu samtaka manna innan sem utan vallar. Félög, sem slá slöku við í undirbún- ingnum, eru dæmd til að súpa af þvi seyðið fyrr en seinna og er greinilegt að liðin eru þess meðvitandi. Leikmenn í 1. deild hafa gjarnan verið undir miklu álagi og má gera ráð fyrir að kröfurn- ar verði meiri, þegar þeir eru farnir að fá greitt fyrir frammi- stöðuna í formi styrkja og vegna vinnutaps eins og nú tíðkast. Stuðningsaðilar vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð og því eiga félög og leikmenn á hættu að missa spón úr aski sínum, ef merkinu er ekki haldið eins hátt á lofti og raunhæft er. Því er stuðning- urinn gagnkvæmur fyrir báða aðila og á, ef rétt er á spilunum haldið, að geta leitt til enn meiri framfara. Fyrstu leikirnir báru þess merki að menn hafa lært af reynslunni og er það vel. Bar- átta nýliða Eyjamanna í 90 mínútur í hveijum leik í fyrra skilaði þeim í þriðja sæti og þeir héldu uppteknum hætti á Akureyri um helgina, gáfust ekki upp tveimur mörkum undir og uppskáru laun erfiðisins. Nýliðar Breiðabliks báru ekki virðingu fyrir íslandsmeisturum Fram, létu engan bilbug á sér sjá og unnu einnig upp tveggja. marka mun. Reykjavíkurliðin þrjú, KR, Valur og Víkingur, náðu fljótlega undirtökunum í leikjum sínum, en í stað þess að sætta sig við fenginn hlut, bættu þau við mörkum er líða tók á. v Mótið er rétt að bytja og með sama framhaldi er ljóst að bar- áttan situr í fyrirrúmi fram í miðjan september. Allar spár um lokastöðu byggjast á huglægu mati en ekki hlutlægu og eru því ekki marktækar enda til gamans gerðar. Úrslitin ráðast inni á vellinum og knattspyrnan er óútreiknanleg. Það verður ekkert gefið á þessu íslands- móti, því allt of mikið er í húfi. Það kostar mikla peninga að falla i 2. deild og að sama skapi færir meistaratitill aukið gull í mund. 10 lið hafa sett sér sama markmið, en það liggur í hlutar- ins eðli að aðeins eitt þein-a nær takmarkinu. Áhorfendur voru vel með á nótunum á annan í hvítasunnu og fjölmenntu á pallana, en fé- lögin verða að gera sér grein fyrir að að þeim þarf einnig að hlúa. Framkvæmdaaðilar geta þakkað veðurguðunum að vel tókst til, þegar flautað var til leiks, en fljótt skipast veður á lofti. Aðstöðuleysi gerir fólk frá- hverft og það er afturfór að bjóða upp á malarleiki. Leikjun- um hefur ekki fjölgað og verður vart fjölgað fyrr en yfirbyggðir vellir verða að veruleika. Því er ástæðulaust að byija íslands- mótið fyrr en aðstæður leyfa eða um mánaðarmótin maí júní og leika þá þéttar á föstum leikdög- um yfir sumarmánuðina. Steinþór Guðbjartsson „Það er afturför að bjóða upp á malarieiki“ SPURT ER/ Hvaða lið verður íslandsmeistari? Jón M. Björgvinss. Ég tipjia á að KR-ingar verði Islandsmeistarar. Þeir hafa sýnt góða leiki í Reykjavíkurmótnu. Fram verður í öðru sæti, en Breiðablik og Víðir koma ti! með að falla. Delea Howser FH-ingar verða Islands- meistarar þó þeir séu tveimur mörkum undir í hálfleik gegn Víkingum. KR-ingar verða í 2. sæti. Það verða líklega Víðir og KA sem falla í 2. deild. Þórarinn Þórarinsson Ég tel að KR-ingar verði Islandsmeistarar og Fram- arar í öðru sæti. Víkingur verður í §'órða sæti og FH í sjötta. Ég hef trú á að Víðismenn og KA-menn falli niður í 2. deild. Spurt í leikhléi á leik FH og Víkings Bergsveinn Bergsveinss. Ég held að KR-ingar verði meistarar og síðan komi Framarar og Valsemm. Um fallið er erfitt að spá, en KA er líklegast og síðan Breiðablik, Stjarnan eða Vestmannaeyjar. Friðbjörn Oddsson KR-ingar verða íslands- meistarar eftir langa bið og síðan koma Fram og Valur í öðru og þriðja sæti. Það kemur líklega í hlut Víðis og KA að falla í 2. deild. Valgerður Valdimarsd KR-ingar verða að teljast líklegastir til að vinna meistaratitilinn í ár. Valur og Fram verða sennilega í öðru ogþriðja sæti. Ég hugsa að það verði Víðir og FH sem falla í 2. deild;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.