Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 3
# • :/ ií -s' ■'JÍÖKÖtJÍíðLftttílá^Öjil^O'P WH-lMtóVÍKtJÖAbtíR 22. MAÍ 1991 ^lB -'3 sagði Alfreð Gíslason eftir að hafa misst af Evrópubikar í annað sinn Morgunbla4i4/Svemr Alfreð Gíslason átti stórleik og gerði glæsileg mörk, en úrslitin voru ekki í hans höndum. íþróttin gatt afhroð - sagði Pólverjinn Bogdan Wenta, samherji Alfreðs hjá Bidasoa „ÞETTA var hrikalega svekkj- andi. Manni finnst þetta ekki vera neitt sport iengur — það hefði ekki skipt máli þó við hefðum unnið með tíu marka mun á heimavelli, þá hefðum við örugglega tapað með ellefu hér,“ sagði Alfreð Gíslason við Morgunblaðið í Augsburg á mánudaginn, eftir að Evrópu- bikarinn hafði gengið honum og félögum hans úr greipum. Hann vísaði þarna til dómar- anna, fannst eins og fleirum frammistaða þeirra slæleg, og taldi augljóst að þeim hefði verið mútað. Alfreð sagði síðustu mínútur leiksins alveg dæmigerðar fyr- ir það þegar dómarar ætluðu sér1 að hjálpa öðru liðinu. „Þetta var jafnt [þ.e. samanlagt í leikjunum tveimur]. Þeir biðu greinilega eftir því að fá einhvern smá möguleika á áð reka út af og gerðu það auðvit- að, sem var alveg dæmigert fyrir S-ammistöðu þeirra í leiknum. Þetta ómaragengi í handboltanum er alveg ótrúlegt. Ef menn borga ekki, halda enn að þetta sé eitthvað heið- arlegt, eru þeir þar með dæmdir til að tapa. Við erum sannfærðir um Þjóðveijarnir hafa „keypt“ þessa dómara." Hann sagðist einmitt hafa rætt um þetta dómarapar við tvo af þekktustu handknattleiksmönn- um Júgóslavíu: „Vujovic [sem leikur með Barcelona] hélt því fram að þeir væru nokkuð góðir og réttlátir en Kalina, sepi er eldri, sagði þvert á móti að þeir færu bara eftir gjald- miðlinum! Sem og mér fannst sann- ast hér.“ Alfreð sagði um leik Bidasoa að sumir leikmenn liðsins hefðu verið of hræddir, ekki staðist álagið. „Breiddin er ekki nógu mikil, við spilum með sömu menn nánast allan tímann og svona hefur þetta verið í vetur. Við höfum til dæmis verið §órir um stöðurnar þijár fyrir utan, við útlendingamir tveir og tveir Spánveijar, og þeir spænsku hafa verið meiddir til skiptis í vetur. Og þeir sömu eru allt í hinum stöðun- um, þannig að það er komin mikil þreyta í liðið. Annars er árangurinn í vetur mjög góður — sigur í spænsku bikarkeppninni og að ná svona langt í Evrópukeppninni, en auðvitað er það hrikalega svekkj- andi að þessu skuli ljúka svona," sagði Alfreð og bætti við: „Ég er harður á því að við erum með betra lið en Milbertshofen. Þjóðverjarnir áttu ekki skilið að vinna þessa keppni.“ Iþróttin galt að mínu mati afhroð í dag. Þetta var aðeins spurning hver var tilbúinn til að borga dóm- urunum. Úrslitin í fyrri leiknum skiptu í raun engu máli — þegar svona dómarar eru annars vegar hefðum við alltaf tapað með einu marki meira hér,“ sagði Pólveijinn Bogdan Wenta, félagi Alfreðs í Bid- asoa, við Morgunblaðið eftir leikinn. Wenta hélt því fram að lið Bid- asoa væri betra en lið Milberts- hofen, en það hefði ekki nægt að þessu sinni. Það hefði ekki verið frammistaða leikmanna á vellinum sem hefði ráðið úrslitum. Ýmislegt óhreint ípokahorninu - „Ég á eftir að horfa á leikinn aftur á myndbandi og þar til ég hef gert það get ég ekkert fullyrt, en ég hef það sterklega á tilfinning- unni að það sem gerðist hér í dag hafí lítið með íþróttir að gera. Við höfum fengið upplýsingar um að ýmislegt óhreint sé í pokahorninu," sagði þjálfari Bidasoa, Villarreal, við Morgunblaðið eftir leikinn. Þannig gaf hann í skyn að ekki væri allt með felldu varðandi dóm- gæsluna, en vildi ekki taka dýpra í árinni. „Þetta er slæmur endir á góðri Evrópukeppni hjá okkur og IHF [alþjóða handknattleikssam- bandið] er í slæmum málum gagn- vart okkur. Til dæmis var ekki varp- að hlutkesti hvar yrði leikið á undan í úrslitum, heldur einfaldlega ákveðið af IHF að seinni leikurinn yrði hér í Þýskalandi! Og svo haga dómararnir sér svona — það var erfitt fyrir okkur að ná bikarnum þegar við þurftum að eiga í höggi við bæði þá og andstæðingana,“ sagði VillaiTeal. Mjög slæmt að missaAtfreð - segirVillarreal, þjálfari Bidasoa að er gífurlega slæmt fyrir okkur að missa Alfreð. Hann er mjög mikilvægur fyrir félagið, bæði sem handknattleiksmaður og félagi — hann er sterkur per- sónuleiki. Það er varla hægt að fá eins góðan mann til að fylla skarð hans,“ sagði Villarreal, þjálfari Bidasoa, við Morgunblað- ið, en Alfreð Gíslason hefur sem kunnugt er ákveðið að snúa heima> á leið að loknu þessu keppnistíma- bili og þjálfa og leika með KA. Júlíus Jónasson kemur í stað Alfreðs hjá Bidasoa sem kunnugt er og hans bíður erfitt hlutverk. „Hann er góður leikmaður," sagði þjálfarinn og bætti við að hann hefði alla burði til að standa sig vel með liðinu. „Júlíus á að leika stórt hlutverk með liðinu og getur gert það. Það mun mikið mæða á honum, og það á eftir að koma honum til góða — líka íslenska landsliðinu,“ sagði Alfreð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.