Morgunblaðið - 22.05.1991, Page 8

Morgunblaðið - 22.05.1991, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 KNATTSPYRNA / 1. DEILD 1a Steinar Guðgeirsson ■ skorar frá markteig eftir að hafa skotið í varnar- mann og fengið boltann aftur. 2„ A Baldur Bjarnason ■ \# skorar eftir sendingu frá Ríkharði Daðasyni, snýr boltanum uppí hornið fjær. 2a xfl Grétar Steindórsson ■ I kemst inní sendingu Jóns Sveinssonar til Birkis og skorar af stuttu færi. 3b 4| Pétur Ormslev skorar ■ I með þrumuskoti eftir glæsilega sendingu frá Steinari. Frábært mark. 3a^þ Steindór Elísson ■ skorar úr vítaspyrnu eftir að Kristján Jónsson hafði dottið og boltann með höndina. 3:3 Amar Grétarsson sendir háan bolta inní vörnina og Steindór skorar með viðstöðulausu skoti af stuttu færi. Leið ekki vel í byrjun - sagði Hörður Hiim- arsson, þjálfari UBK Mér leið ekki vel í byrjun þegar staðan var 2:0 eftir sjö mínút- ur. Það var skrekkur í liðinu og það er eðlilegt enda margir að spila í deildinni í fyrsta sinn. En við sýndum að það býr mikið í iiðinu og við eigum eftir að standa okkur vel í sumar," sagði Hörður Hilmarsson, þjálfari UBK. „Við erum með gott lið og ég væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við ættum eftir að standa okk- ur í sumar. Við eigum eftir að fara hærra en okkur var spáð og það er takmarkið." „Það er ekki hægt að gefa tvö mörk og nýta bara tuttugu prósent af færunum," sagði Ásgeir Elísson, þjálfari Fram. „Það var ekkert að gerast hjá þeim og við gáfum þeim stig. Ég er óánægður með liðið og það er augljóst að við verðum að bæta okkur,“ sagði Ásgeir. Morgunblaðið/KGA Rúnar Kristinsson skorar annað mark KR. Hlynur Jóhannsson er of seinn. „Mikilvæg- ur sigur“ - sagði Guðni Kjartansson þjálfari KR „Þetta var mikiivægur sigur og ég er tiitölulega ánægður með leik okkar, því Víðismenn eru harðir í horn að taka og ég held að enginn geti bókað sigur gegn þeim hér í Garðinum," sagði Guðni Kjartansson þjálf- ari KR eftir að lið hans hafði sigrað Víði, nýliðana í 1. deild, 4:0 í Garðinum á mánudags- kvöldið. Leikur liðanna ein- kenndist af mikilli baráttu á miðjunni og opin færi voru sárafá í leiknum. Víðismenn lögðu alla áherslu á að veijast en á 19. mínútu brast vöm þeirra og Gunnar Odds- son skoraði fyrir KR. Aðeins þrem- ur mínútum síðar Bjöm skoraði Rúnar Krist- Blöndal insson annað mark tefiZik9 KR-inga og þannig varstaðaníhá)fleik Víðismenn léku mun betur í síðari hálfleik og þá fékk Grétar Einars- son tvívegis ágæt færi til að rétta hlut Garðbúa, en heppnin var ekki með honum að þessu sinni. En KR-ingar höfðu ekki sagt sitt síðasta orð og undir lok leiksins bættu þeir svo við tveim mörkum, fyrst Sigurður Björgvinsson úr víta- spyrnu og síðan Rafn Rafnsson á síðustu mínútu leiksins. „Ég er ekki frá því að strákarnir hafi borið' of mikla virðingu fyrir KR-ingum. Maður er vitaskuld aldr- ei ánægður með að tapa, en ég er samt ánægður með margt hjá okk- ur,“ sagði Óskar Ingimundarsson þjálfari Víðis. „Við höfðum tæki- færi á að komast inn í leikinn, en heppnin var ekki með okkur að þessu sinni — hún var með KR-ing- um sem náðu að skora frekar ódýr mörk. Þrátt fyrir þessa slæmu byrj- un vil ég vera bjartsýnn við verðum með sterkara lið í næsta leik og þá er aldrei að vita hvað við getum gert,“ sagði Óskar ennfremur. Morgunblaðið/Einar Falur Pétur Ormslev fagnar glæsilegu marki sínu en Eiríkur Þorvarðarson, markvörður Breiðabliks, er ekki jafn kátur. Gjafmildir Framarar Á SUMUM heimilum tíðkast að gefa sumargjafir og Framheim- iliðið er greinilega eitt af þeim. íslandsmeistararnir nánast köstuðu frá sér sigrinum gegn nýliðunum úr Kópavogi og gáfu þeim tvö ódýr mörk. Og ekki nóg með það heldur klúðruðu Framarar fjölda dauðafæra; einkum í fyrri hálfleik, og urðu að sætta sig við jafntefli, 3:3. Jöfnunamark Breiðabliks kom að loknum venjulegum leiktíma og var það verðskuldað eftir mikla baráttu gestanna í síðari hálfleik. Framarar byijuðu af miklum krafti og eftir rúmar sjö mínút- ur höfðu þeir gert tvö mörk. Fyrst Steinar Guðgeirsson, eftir mikinn barning við mark- teiginn, og svo Bald- ur Bjamason með glæsilegu skoti eftir laglega sókn. Jón Erling Ragnarsson komst svo einn í gegn, nokkrum mínútum síðar, en Sigurður Víðisson bjargaði á línu. Logi Bergmann Eiðsson skrifar 0:1 KR-ingar unnu líorn- Kristinsson tók, hann sendi bolt- ann á Gunnar Oddsson sem stóð fyrir miðju marki og hann renndi boltanum í markið. 0B Bjarki Pétursson lék ■ áCí upp hægri kantinn gaf fyrir markið þaðan barst boltinn út til Rúnars Kristins- sonar sem skaut viðstöðulaust og í netinu hafnaði boltinn með viðkomu í varnarmanni Víðis. B Dæmd var vítaspyrna ■spj á Víði eftir að Ólafur Róbertsson hafði varið skot frá Heimi Guðjónssyni á marklín- unni. Sigurður Björgvinsson skoraði úr vítaspyrnunni, en litlu munaði að Gísli Heiðarsson markvörður Víðis næði að veija. 0:4! átti laglega sendingu inn í vítateig Víðis þar sem Rafn Rafnsson kom á fullri ferð skallaði laglega í markið. Fæstir áttu von á því að Blikar svöruðu fyrir sig og það hefði líklega ekki gerst nema fyrir gest- risni Framara. Jón Sveinsson sendi boltann á Birki Kristinsson í mark- inu en hann náði ekki taki á lionum og Grétar Steindórsson stakk sér á milii þeirra og skoraði í autt mark- ið. Ákaflega klaufalegt. Þriðja mark Framara var sérlega glæsilegt. Steinar átti frábæra sendingu á Pétur, sem komJilaup- andi í risastóra eyðu í vörn Breiða- bliks, og skoraði með viðstöðulausu skoti, 3:1. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks fengu Blikar svo ódýrustu vítaspyrnu sem undirritaður hefur séð. Kristján Jónsson datt á boltann rétt innan við vítateig og Steindór Elíson skoraði úr vítaspyrnunni. Eftir mörkin óx sjálfstraust Blik- anna og leikur þeirra var mun betri í síðari hálfleik; mikil barátta og kraftur. Vörnin þéttist en þó voru það Framarar sem fengu færin. Ríkharður Daðason skallaði yfir eftir sendingu Péturs Ormslevs og átti svo skot framhjá úr dauðafæri. ÍÞRÖMR FOLK ■ POL VERJARNIR tveir sem æft hafa með Víði hafa ekki fengið leyfi frá pólska knattspyrnusam- bandinu til að leika hér á landi og voru því meðal áhorfenda í leiknum gegn KR. ■ VILHJALMUR Einarsson varnarmaðurinn sterki í Víði var í leikbanni gegn KR en hann verður væntanlega með í næsta leik. ■ SIGURÐUR Magnússon sem iék síðast með Víði í 1. deild 1985 hefur tekið fram skóna að nýju og tók hann stöðu Vilhjálms Einars- sonar. ■ BJARKI Pétursson og Rafn Rafnsson léku sinn fyrsta deildar- leik með KR í Garðinum. Bjarki lék nokkra leiki með Skagamönn- um í 1. deild áður en hann gekk í raðir KR-inga en þetta var fyrsti leikurinn hjá Rafni í 1. deild. Steindór var ekki langt frá því að jafna fimm mínútum fyrir leiks- lok en Viðar bjargaði á línu. En á síðustu mínútu leiksins hafði Steindór betur. Arnar sendi innfyrir vörnina og Steindór skoraði með viðstöðulausu skoti af stuttu færi. Framarar léku mun betur og í fyrri hálfieik áttu þeir nánast allan leikinn. Pétur Ormslev og Steinar áttu frábæran leik og liðið vann vel saman. í síðari hálfleik var hinsveg- ar minni kraftur í liðinu og greini- legt að eitthvað þarf að gera við vörnina, sem er langt frá því að vera örugg. Það er engu að síður ákaflega undarlegt að ekki skuli vera einn einasti Framari í landslið- inu. Breiðablik átti minna í leiknum en leikmenn bættu það upp með mikilli baráttu og krafti. I síðari hálfleik hvarf skrekkurinn og spilið kom á miðjuna. Liðið á örugglega eftir að taka mikið af stigum í sum- ar og það getur varla kallast slæm byijun að taka stig af Islandsmeist- urunum á útivelli. Arnar Bjarki ■ FJÓRIR leikmenn Breiðabliks stigu fyrstu skref sín í 1. deild gegn Fram og tveir þeirra gerðu reyndar mörk liðsins. Grétar Steindórsson, Steindór Elísson, Eiríkur Þor- varðarson og Pavol Kretovic. Einn Framari lék í fyrsta sinn í deildinni; Ásgeir Ásgeirsson. ■ FRAMARAR hafa líklega gert sér vonir um sigur gegn Breiða- bliki en þeir geta huggað sig við að þeir voru eina liðið sem ekki tapaði á heimavelli í fyrstu umferð- inni. ■ ARI Þórðarson, UBK, féll út af dómaralista 1. deildar í blaðinu á laugardag, en Ari er einn af 15 dómurum deildarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.