Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 12
WBsast mm JHaygíimWflMÍ* Svona hópur kemur ekki fram nema á 20-30 ára Morgunblaöiö / Theodór Halldórsson ""Á leiðinni heim méð sigurlaunin sem keypt voru í fríhöfninni í Helsinki. Jason hampar kristallsbikamum og fyrir aftan hann eru þeir Páll og Dagur. Patrekur fyrirliði og Ragnar eru hægra megin á myndinni. ísland sigraði á IMM með fullu húsi sliga X)agur Sigurðsson bestur og Karl Karlsson markahæstur ÍSLENSKA landsliðið fhand- knattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í handknattleik um Hvítasunnu- helgina en mótinu lauk á sunnudag í Karel í Finnlandi. Liðið vann Dani á laugardag 23:19 í leik þar sem ísland leiddi með 1-2 mörkum nær allan tímann. Síðasti leikur liðsins var gegn Noregi. Hann vannst 22:19 í miklum baráttuleik og þar með var Norðuriandatitillinn í höfn. Norð- menn, sem eygðu möguleika á 2. sætinu í mótinu með sigri komu ákveðnir til leiks en leikreynsla íslensku piltanna og stórleikur Ja- sonar Olafssonar höfðu mikið að segja þegar upp var staðið. Svíar hafa verið með sterkasta liðið und- anfarin ár en þeir þurftu að sætta sig við annað sætið eftir tap í opn- unarleiknum gegn íslandi. Annars var mótið jafnara en undanfarin ár, bæði Norðmenn og Danir tefldu fram sterkum liðum og úrslitin réð- ust ekki fyrr en eftir síðasta leikn- um, gegn Noregi. íslensku piltarnir, sem leikið hafa sautján leiki á síðustu tveimur árum, tókst að halda fullu húsi í mótinu en þessi aldurshópur hefur einu sinni áður orðið Norðurlanda- meistari. Það var árið 1970 en þá voru meðal annarra í liðinu Páll Björgvinsson og Stefán Gunnars- son. Dagur besti leikmaðurinn „Það kom mér á óvart að fá þessa útnefningu og ég hefði ekki getað látið mér detta það í hug fyrir mótið að ég yrði valinn besti leik- maðurinn. Eg fann mig vel í keppn- inni en það sem skipti mestu var að liðið small saman og hópurinn var mjög samstilitur,“ sagði Dagur Sigurðsson, sem var kosinn besti leikmaður mótsins. Hann tók við hlutverki leikstjórnanda þegar að Patrekur Jóhannesson, fyrirliði liðs- ins meiddist í vetur. Patrekur sem hefur að mestu náð sér var hins vegar ein af kjölfestunum í 6-0 vörn liðsins sem gaf góða raun. Liðið fékk aldrei meira en tuttugu mörk á sig í leikjunum ijórum. Karl Karlsson varð markahæsti maður mótins en hann skoraði 33 mörk í fjórum leikjum eða rúm átta mörk í leik. „Það er mikill styrkur í þessu liði og við áttum þetta fyllilega skilið. Mér fannst leikurinn við Dani erfið- astur, Svíarnir eru svipaðir að getu og við en það var einfaldlega dags- formið sem réði úrslitum," sagði Karl. Langflestir leikmanna liðsins eru fæddir 1972 og því færast þeir upp á næsta ári. Dagur er hins vegar fæddur 1973 og hann á því eitt ár eftir með þessu landsliði eins og félagi hans í Val, Ólafur Stefáns- son. Það var finnskt félagslið sem hafði umsjón með mótinu og að sögn fararstjóra liðsins var aðbún- aður nokkuð frumstæður. Hópurinn gisti í tveimur herbergjum, tíu manns í hvoru í herskóla í Karis. Þá var Islenska liðinu ekki veittur bikar fyrir sigurinn á mótinu og hlýtur það að teljast all sérstætt þegar um er að ræða Norðurlanda- mót í flokkaíþrótt. Urslit / B10 valdir ÍU-21 hópinn SEX. leikmenn úr landsliðinu 18 ára og yngri í handknatt- leik hafa verið valdir ungl- ingalandsliðið undir 21. árs sem tekur þátt í Evrópumót- inu í Grikklandi í september. Þrír leikmenn úr Fram voru valdir. Karl Karlsson, Ragnar Kristjánsson og Páll Þórólfsson en auk þeirra Patrek- ur Jóhannesson úr Stjörnunni, Dagur Sigurðsson Val og Ingvar Ragnarsson markvörður úr Stjörnunni. •tóoiMiVAœii K*<« Sf.uw»iNri mm m m ■ ■ ■ Morgunblaðið / Theodór Halldórsson Nordurlandameistarar Islenska liðið sem tiyggði sér Norðurlandameistaratitilinn. Fremri röð frá vinstri: Jason Ólafsson, Gunnar Kvaran, Reynir Reynisson, Asgeir Baldursson, Ingvar Ragnarsson, Andri V. Sigurðsson, Björgvin Björgvinsson, Valgarð Thoroddsen. Efri röð frá vinstri: Geir Hallsteinsson þjálfari, Róbert Sighvatsson, Páll Þórólfsson, Ragnar Kristjáns- son, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson, Karl Karlsson, Ólafur Stefánsson og Kristján Halldórsson aðstoðar- þjáifari. „HÓPUR af þessum styrk- leika kemur ekki fram nema á 20-30 árs fresti. Strákarn- ir hafa allt sem þarf að bera til að ná árangri; hæfileika, metnað, aga, „karakter,“ og mikla samheldni þar sem allir hjálpast að,“ sagði Geir Hallsteinsson þjálfari pilta- landsliðsins eftir sigurinn á Norðurlandamótinu. Þetta var mjög jafnt mót og það mátti ekkert út af bera. Við höfum oft verið nálægt því að sigra en Svíamir hafa alltaf verið erfiðir. Það var gott að fá þá í fyrsta leik, ég hefði ekki viljað mæta þeim í lokin því að þeir voru mjög stígandi á mót- inu. Þessi sigur er rós í hnappagatið hjá unglingáþjálf- umm hér á landi og sýnir að við emm á réttri leið. Þetta er án efa stærsta stund mín sem þjálfari og ég er illa svikinr. ef að þessi kjami verður ekki í eldlínunni fyrir a-landsliðið í heimsmeistarakeppninni 1995, • hér heima,“ sagði Geir sem að öllum líkindum mun halda áfram með liðið á næsta ári en formað- ur unglingalandsliðsnefndar, Gunnar Kvaran sagði að nefndin myndi mæla með endurráðningu hans. NM íhandknattleik, 18 ára og yngri: GETRAUNIR: 221 11X 12X 22 2 LOTTO: 3 4 13 15 26 + 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.