Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 9
reei íam .22 íiUDAatDHVGit/.íUTTOJWl aiaAJaMUDíiOM ' MÖRGUNBLAÐÍð" IÞRO i lltiMÍÐVIKUDAgDr 22. MAÍ1991 a 8 B 9 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 2. DEILD SUND Auðvelt hjá Skagamönnum ÍA hafði mikla yfir burði gegn nýliðum Hauka er liðin mætt- ust á grasinu í Hvaleyrarholt- inu í 2. deild íslandsmótsins í gærkvöldi. Skagamenn lögðu grunninn að 4:1 sigri með góð- um leik í fyrri hálfleik. Það var Bjarki Gunnlaugsson sem gaf tóninn fyrir gestina á 24. mínútu er hann skoraði af stuttu færi eftir góðan samleik. Haukar HHHHi jöfnuðu gegn gangi Frosti leiksins á 33. Eiðsson mínútu þegar að skrifar Brynjar Jóhannes- son skallaði í markið frá markteig eftir hornspyrnu Gauta Marinóssonar. Það tók Skagamenn ekki nema fimm mínút- ur að ná aftur forystunni með marki Arnars Gunnlaugssonar af stuttu færi og Þórður Guðjónsson bætti þi'iðja markinu við á 40. mínútu með föstu skoti af stuttu færi. Leik- urinn bauð ekki upp á jafn mikla skemmtun fyrir áhorfendur í síðari hálfleiknum. Haukar komust meira inn í leikinn þó að ÍA héldi frum- kvæðinu. Síðasta markið og jafn- framt það fallegasta leit svo ljós á 65. mínútu. Karl Þórðarsson lagði þá boltann fyrir sig fyrir utan víta- teig og skaut síðan. Boltinn hafnaði í stönginni efst í hægra markhorn- inu og skaust þaðan í netið. Karl sem er að hefja sitt 20. keppn- istímabil sagði eftir leikinn að markið væri það fallegsta sem hann hefði gert á löngum ferli. Það voru fáir veikir hlekkir í Skagaliðinu. Liðið náði oft upp ágætis spili og hreyfanleiki var mikill, sérstaklega í.fyrri hálfleikn- um. Tvíburarnir Arnar og Bjarki voru ásamt þeim Þórði og Alexand- er Högnasjni bestu menn í annars jöfnu liði IA. „Við komum vel undirbúnir í þennan leik. Baráttan framundan verður hörð en það kemur ekkert annað til greina en sigur. Ég hef verið gagnrýndir fyrir að nota unga leikmenn en þeir stóðu vel fyrir sínu í þessum leik,“ _sagði Guðjón Þórð- arson, þjálfari ÍA. Þorsteinn, Kristján og Brynjar sýndu ágæt tilþrif hjá Haukum en ljóst er baráttan verður erfið hjá- liðinu í sumar. Maður leiksins: Bjarki Gunnlaugsson. Þróttur krækti íeittstig NÝLIÐAR Þróttar kræktu í eitt stig þegar þeir heimsóttu Þórsara á Akureyri í gær- kvöldi. Leikið var á iðagrænum grasvelli Þórsara. Nýliðarnir byijuðu frísklega í leiknum og náðu forystu eftir aðeins fimm mínútna leik, áhorf- endum og stuðningsmönnum Þórs til mikillar skelfing- ar.Það var Jóhannes Jónsson sem skoraði mark gestanna með góðu skoti af um 20 Anton Benjamínsson skrifarfrá Akureyri Stórsigur ÍR-inga á metra færi. Friðrik Friðriksson, markvörðui' Þórs, gerði ekki tilraun til að veija. Jafnræði var fram í leikhlé en heimamenn mættu mun ákveðnari til síðari hálfleiks. Jöfnunarmarkið lét þó á sér standa og það kom ekki fyrr en á 62. mínútu þegar Júlíus tryggvason skoraði úr vítasp- rynu sem dæmd var þegar Guð- mundur Erlingsson, markvörður Þróttar, felldi Bjarna Sveinbjörns- son sem var nýkominn inná sem varamaður. Þórsarar voru beittari í sóknarað- gerðum sínum það sem eftir var og fengu tvö mjög góð færi sem ekki nýttust. Fyrst skaut Birgir Karlsson framhjá eftir að hann komst einn inn fyrir vörn Þróttar og síðan átti Bjarni gott skot sem Guðmundur varði frábærlega vel. Maður leiksins: Halldór Áskelsson, Þór. Selfossi ÍR sigraði Selfoss með fjórum mörkum gegn engu ífyrstu umferð 2. deildar þegar liðin mættust á Selfossi í gærkvöldi. Ragnheiður og Eðvarð Þór náðu bestum árangri RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, ÍA, og Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS, náðu bestu afrekunum á Stórmarkaðsmótinu í sundi sem fram fór í Keflavík á laugardaginn. Ragnheiður synti 200 m bringu- sund á 2:41,23 mfn. sem gaf 753 stig og Eðvarð Þór synti 50 m baksund á 0:28,15 mín. sem gaf 720 stig. Þau hlutu bæði glæsi- lega verðlaunagripi sem Jónas Ragnarsson eigandi Stórmarkaðs Keflavíkur gaf af þessu tilefni. Eðvarð Þór fékk harða keppni frá Magnúsi Ólafssyni, SFS, sem náði næst besta afrekinu f karla- flokki, en hann synti 50 m skriðsund á 0:24,96 mín. Mikil þátttaka var á mótinu og voru keppendur 108 frá 8 félögum. Ágætur árangur náðist í mörgum greinum þrátt fyrir óhag- stætt veður og þá Björn sérstaklega hjá Biöndai yngra sundfólkinu skrifarfrá en hjg varg ag gera a keppnmm í tvígang vegna úrkomu. „Ég gerði ekki ráð fyrir að gera neina stóra hluti á þessu móti, enda var það meira hugsað sem æfingamót fyrir okkur vegna smáþjóðaleikanna í Andorra,“ sagði Eðvarð Þór Eð- varðsson eftir mótið. Eðvarð sagist miða undirbúning sinn við Evrópu- meistaramótið í Aþenu í ágúst. Sundlandsliðið hélt utan á hvíta- sunnudag til Andorra en að lokinni keppni þar verður haldið til Frakk- lands þar sem áætlað er að dvelja í æfingabúðum í mánaðartíma. Jón Helgason fararstjóri hópsins sagði að einnig væri rágert að keppa á nokkrum sterkum mótum til að veita þeim sundmönnum tækifæri sem enn hefðu ekki náð lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið. Morgunblaðið / KGA Karl Þórðarson og Bjarki Gunnlaugsson fagna Þórði Guðjónssyni eftir þriðja mark ÍA. Vonleysið leynir sér ekki hjá Haukunum Guðjóni Guðmundssyni, Siguijóni Dagbjartssyni, Birni Svavarssyni og Þorsteini Ólafssyni. Gríndvíkingar sprækir GRINDVIKINGAR tóku hraust- lega á móti Tindastólsmönnum ífyrstu umferð 2. deildar í Grindavík ígærkvöldi. Þeir gerðu fjögur mörk gegn engu gestanna og áttu færi á að gerafleiri. Heimamenn voru aðgangsharð- ari við mark Tindastóls í fyrri hálfleik og fyrstá markið kom á 22. mínútu. Páll Björnsson fékk knött- •■■■■■ inn frá varnarmanni Frimann Tindastóls, lék á Ólafsson skrifar Gísla Sigurðsson frá Grindavík markvörð og renndi knettinum í netið. Á 35. mínútu skaut Einar Dan- íelsson óvænt að marki Tindastóls en Gísli sló boltann aftur fyrir og upp úr horninu barst boltinn til Einars sem skoraði með góðu skoti af stuttu færi. Þriðja markið kom síðan á markamínútunni, þeirri 43. og enn var Einar Daníelsson að verki. Hann skoraði eftir að Omar Torfason hafði átt bylmingsskot í stöngina á marki Tindastóls. Gestirnir sóttu nokkuð í upphafi síðari hálfleiks en komust lítið áleið- is gegn sterkri vörn Grindvíkinga. Heimamenn náðu síðan yfirhönd- inni á ný og á 65. mínútu skoraði Einar sitt þriðja mark og íjórða mark Grindvíkinga. Þar með inn- siglaði hann góðan sigur heima- manna. Leikurinn var í heild ágætlega leikinn á mölinni í Grindavík og áttu heimamenn ágæta spretti en duttu nokkuð niður í síðari hálfleik. Einar Daníelsson átti mjög góðan leik og réðu gestirnir ekkert við hraða hans og leikni. Maður leiksins: Einar Daníelsson, UMFG. Keflvíkingar jöfnuðu „VIÐ vorum betri og hefðum átt að sigra, en málið var að okkur tókst ekki að nýta fær- in,“ sagði Kjartan Másson þjálfari ÍBK eftir að lið hans hafði náð jafntefli á síðustu stundu gegn Árbæjarliðinu Fylki í Keflavík í gærkvöldi. Keflvíkingar voru lengstum sterkari aðilinn, en Fylkismenn voru fastir fyrir og beittu snörpum Blöndal skrifar frá Keflavik skyndisóknum sem oft sköpuðu ■■■■■ hættu við mark Björn heimamanna. Mark Fylkis kom einmitt eftir skyndisókn á 43. mínútu og var þar að verki Finnur Kolbeinsson. í síðari hálfleik héldu Keflvíking- ar uppteknum hætti og gerðu hvað eftir annað harða hríð að marki Fylkis og það var síðan ekki fyrr en á 87. mínútu að Óla Þór Magnús- syni tókst að jafna. „Ég get vel verið sáttur við þessi úrslit þó að það hafi verið hálfs- vekkjandi að fá á sig mark á síðustu mínútunum. Þetta v.ar skemmtileg- ur baráttuleikur og ég held að eftir atvikum hafi jafntefli verið sann- gjörn úrslit,“ sagði Marteinn Geirs- son þjálfari Fylkis. Maður leiksins: Páll Guðmundsson, Fylki. Helgi Sigurðsson skrifarfrá Selfossi Fyrri hálfleikur var jafn og bæði lið sóttu grimmt, þó voru Sel- fyssingar ívið sterkari. En fyrsta mark leiksins kom á 40. mínútu og var þar að verki IR- ingurinn Bragi Björnsson, sem átti eftir að koma mikið við sögu. Síðari hálfleikur byijaði líkt og sá fyrri endaði. Bæði lið sóttu á víxl en þegar rúmar tuttugu mínút- ur voru liðnar tóku ÍR-ingar öll völd og skoruðu þijú mörk á fimm mínútum. Bragi Björnsson gerði öll mörkin og var vel staðið að öllum þeirra. Besti maður Selfyssinga var Guð- jón Þorvarðarson, sem barðist vel í leiknum og gafst aldrei upp. Bragi Björnsson stóð sig mjög vel í liði ÍR og var síógnandi. Dómari var Ólafur Sveinsson Maður leiksins: Bragi Björnsson, IR. Morgunblaðiö/Bjöm Blöndal Eðvarð Þór Eðvarðsson SFS og Ragnheiður Runólfsdóttir ÍA með verð- laun sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.